Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 70
Fagið12/14 Áhugahvetjandi samtal Stutt áhugahvetjandi samtal er gagnreynd aðferð til að leitast við að fá fólk til að lýsa vanda sínum með eigin orðum. Með því má hjálpa sjúklingum að átta sig á hvað þarf til að yfirstíga hindranir. Breytingakenning Prochaska og DiClemente (1992) er hjálpleg til að mæta sjúklingi í breytingaferlinu, en þessi kenning lýsir hugarástandi fólks sem þarf að breyta lífsmáta sínum. Á Reykjalundi fá sjúklingar ráðgjöf, stuðning og hvatningu til að ná því markmiði að vera reyklausir fyrir innskrift. Einnig fá þeir meðferð við tóbaksfíkn á endurhæfingartímanum. Til að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á Íslandi og bæta hann, liggur beinast við að horfa til heilsugæslunnar, sem fyrsta skref. Þar er veitt góð þjónusta sem almenningur ber mikið traust til og þar gefast augljós tækifæri til að hlusta eftir „breytingatali“ í anda áhuga- hvetjandi samtalstækni (Miller og Rose, 2009). Í samtalinu er mikilvægt að spyrja um reykingar sjúklingsins sjálfs og óbeinar reykingar hans núna eða áður og skrá pakkaár (1 pakkaár = 1 sígarettupakki á dag í eitt ár). Meta þarf hvar hann er staddur í breytingaferlinu, ráðleggja honum að hætta samkvæmt því, bjóða að- stoð og benda á mögulegt skipulag. Ef heilbrigðisstarfsmaður treystir sér ekki í slíkt samtal eða ráðgjöf fyrir sjúklinga er samt mikilvægt að hann skrái upplýsingar um tóbaksneyslu. Hann segi síðan setninguna „ég ráðlegg þér að hætta, heilsu þinnar vegna“. Önnur ráð til að losna við tóbak Reyklaust tóbak er ekki kostur fyrir sjúklinga með LLT frekar en aðra því það eykur einnig hættu á öðrum alvarlegum sjúkdómum. Munntóbak og neftóbak er mjög ávanabindandi og neytendur þess hafa oft ríka þörf fyrir sérstök bjargráð til að losa sig við þann vana að finna fyrir tóbakinu í munni eða nefi. Nikótíntyggjó, tungurótartöflur eða munnsogstöflur geta gagnast þeim vel. En sá sem nær að losa sig við neyslu munn- eða neftóbaks finnur mjög fljótt fyrir betri líðan í munni eða nefi. Síðustu ár hafa svonefndar rafrettur komið á markaðinn og vilja sumir að þær verði viðurkenndar sem meðferðar- tæki við tóbaksfíkn. Rafrettur eru ekki löglegar á Íslandi og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir gegn notkun þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.