Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 75
þankastrik03/03 heilbrigðisþjónustu – alltaf! Hjúkrunarfræðin gaf mér nefnilega hugsjón. Hugsjón sem ég vissi ekki af fyrr en fyrir stuttu og kannski er þá eitthvað til í þessu íhaldssama sjónarmiði sem ég minntist á hér að framan, þó svo að ég tengi mig síður við nokkuð íhaldssamt. Það er alltaf verið að segja manni að setja sér markmið því að með markmiðssetningu nái fólk raunverulegum árangri. Hver sem er getur náð árangri þó að leiðirnar séu mismunandi. Sumir hafa hátt um sín markmið og enn hærra um þann árangur sem næst. Aðrir eru með þetta allt planað en eru ekkert endilega gangandi um með gjallarhornið, þið vitið. Allur árangur er því alltaf árangur en að hugsa stórt er alltaf fyrsta skrefið í rétta átt. Ég ætla að leyfa mér að hugsa stórt fyrir heilbrigðiskerfið. Ég ætla að setja mér markmið um að taka þátt í uppbyggingu á öflugu heilbrigðiskerfi sem verður hundrað prósent fyrir alla, alls staðar. Það eru alltaf sveiflur, það er partur af þessu. Núna erum við á botninum í niðursveiflu og það sem við búum við núna í heilbrigðiskerfinu má ekki draga úr þeim frábæru eiginleikum sem hjúkrunarfræðingar hafa. Varðandi mig og hjúkrunina þá lít ég svo á að ég sé bara í pásu. Einn daginn ætla ég aftur á spítalann af því að spítalaumhverfið er klárlega eitt það mest spennandi sem fyrirfinnst og nóg af verkefnum sem bíða. Ég skora á Sólveigu Kristjánsdóttur að skrifa næsta þankastrik. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.