Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 81

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 81
Fólkið05/05 sjálfsvígshættu. Slík vinna getur vakið upp sterkar tilfinningar sem getur verið erfiðara að höndla. Fá fagmenn í þessari stöðu nægan stuðning frá samfélaginu, yfirmönnum og samstarfsfólki? Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun getur verið sá sem kemur fyrst að skjólstæðingi sem hefur framið sjálfsmorð. Áður en það gerist getur hann þurft að höndla sjálfsmorðs- hugsanir hjá skjólstæðingnum. Eru hjúkrunarfræðingar nógu vel þjálfaðir í að sinna því? Höfundurinn bendir á að þótt kastljósið þurfi fyrst og fremst að beinast að skjólstæðingnum og aðstandendum hans megi ekki gleyma að meðferðaraðilar eru líka fólk. Enn er margt ógert hvað varðar forvarnir gegn sjálfsvígum. Þó að þær batni mun heilbrigðis- starfsmönnum ekki alltaf takast að koma í veg fyrir að eldra fólk fari þessa leið. Hér í upphafi var sagt frá frú Nielsen sem var kveikjan að bókinni. Tveimur árum seinna fann hjúkrunarfræðingur hana látna heima hjá sér. Hún hafði brotið upp lyfjaskápinn og tekið allar töflurnar sem þar voru. Fá fagmenn í þessari stöðu nægan stuðn- ing frá samfélaginu, yfirmönnum og samstarfsfólki?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.