Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Hari Í flugtaki Icelandair Group náði samkomulagi í gær við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem kyrrsetning Boeing MAX-vélanna hefur valdið félaginu. Icelandair gekk frá öðru samkomu- lagi við Boeing í gær um bætur fyr- ir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX-véla, til viðbótar við það sam- komulag sem félagið gerði við fram- leiðandann á þriðja ársfjórðungi. Viðræður við Boeing um frekari bætur halda áfram eftir sem áður. Þetta kemur fram í uppgjöri Ice- landair Group vegna þriðja ársfjórð- ungs, sem sent var á fjölmiðla í gærkvöldi. Hagnaður á þriðja árs- fjórðungi nam 7,5 milljörðum króna, sem er heldur minni hagnaður en á sama fjórðungi í fyrra, en þriðji árs- fjórðungur er almennt sá besti í rekstri Icelandair Group. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam tap félags- ins rúmum þremur milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra var lítils háttar hagnaður af rekstrinum. Í tilkynningu félagsins sem fylgdi með uppgjörinu segir að gert sé ráð fyrir bættri afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi á milli ára. Kyrrsetningin litar uppgjörið Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair Group, segir í tilkynning- unni að góður árangur hafi náðst í rekstri félagsins, þó að uppgjör fjórðungsins hafi litast verulega af áhrifum kyrrsetningar MAX-vél- anna. Sveigjanleiki í leiðakerfinu hafi hins vegar gert flugfélaginu kleift að færa tíðni á milli áfanga- staða og einbeita sér að því að nýta flugflotann á arðbærum leiðum. „Vel hefur gengið að milda áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna og höf- um við unnið markvisst að því að ná niður kostnaði og auka tekjur fé- lagsins. Það höfum við til dæmis gert með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu og betri nýt- ingu starfsmanna,“ segir Bogi. Þá hafi tekist að bæta stundvísi félags- ins á milli ára sem aftur hafi dregið verulega úr þeim kostnaði sem hljótist af röskunum í leiðakerfinu. „Horfur fyrir árið 2019 hafa batn- að og gerum við ráð fyrir tals- verðum afkomubata á fjórða árs- fjórðungi. Grunnrekstur félagsins er að styrkjast, eiginfjárstaða nam rúmlega 62 milljörðum króna og lausafjárstaða tæplega 30 milljörð- um króna í lok fjórðungsins,“ segir Bogi. sgs@mbl.is Árshorfurnar hafa batnað  Samið við Boeing um bætur fyrir hluta tjóns vegna kyrrsetningar MAX-vélanna 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Vinnuþjarkurinn Ankarsrum Assistent er mættur í Kokku. Sænsk gæðaframleiðsla í nær 80 ár Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fáeinir fengið námsstyrki  Fimm starfsmenn Seðlabankans sótt háskóla erlendis með stuðningi bankans  Að jafnaði gerð krafa um vinnuframlag  Samningur Ingibjargar sér á báti Baldur Arnarson Sigurður Bogi Sævarsson Fimm starfsmenn Seðlabanka Íslands hafa á sl. fimm árum stundað háskólanám erlendis með fjárstuðn- ingi bankans. Þetta segir í svari Seðlabankans við fyrirspurn Morgunblaðsins um fjölda þeirra samn- inga sem gerðir hafa verið á síðustu tíu árum um fjár- stuðning við starfsmenn í námi. Bankinn gat ekki svarað með skömmum fyrirvara hve margir samn- ingarnir væru á 10 árum, en upplýsingar um 5 ár voru auðtækar. Morgunblaðið spurði um eðli þeirra samninga sem gerðir hafa verið við starfsmenn, hverjar hefðu verið fjárhæðir samninga og hvort styrkþegar hefðu skuld- bundið sig til að vinna áfram hjá bankanum þegar námi lyki. Margir á námskeið Í svari Seðlabanka Íslands segir að auk þeirra fimm sem áður var getið hafi „fáeinir starfsmenn“ verið í háskólanámi með starfi hérlendis á sl. fimm ár- um með stuðningi bankans, sem hafi meðal annars greitt skólagjöld. „Auk þess hefur nokkur fjöldi starfsmanna sótt ýmis styttri námskeið innanlands og nokkrir hafa sótt námskeið á vegum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og annarra samstarfsaðila Seðlabanka Íslands erlendis, svo sem Alþjóðagreiðslubankans,“ segir í svarinu, sem Stefán Jóhann Stefánsson, rit- stjóri bankans, ritar undir. Þar kemur einnig fram að Seðlabankinn hafi sett sér fræðslustefnu, þar sem starfsmenn séu hvattir „til að taka frumkvæði og ábyrgð til að bæta þekk- ingu og færni í starfi“. Bankinn hafi því sett sér þau markmið að verja árlega til fræðslumála starfsfólks fjárhæð sem nemi 1,5% af greiddum launum. Segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða stutt fræðslu- og endurmenntunarnámskeið og hefur fjöldi starfsmanna nýtt sér þau. Samanlagður kostnaður 2018 vegna þeirra var 3,5 millj. kr. Rannsóknir nýtist bankanum Ekki eru gerðir sérstakir samningar um styttri námskeið. Bankinn hefur þó nokkrum sinnum stutt starfsmenn til framhaldsnáms samhliða starfi eða með kröfu um vinnuframlag, svo sem með rannsókn- arstarfi sem nýtist bankanum. Stundum hafa erlend- ir háskólar svo sóst eftir starfsmönnum bankans í nám og þá fellt niður skólagjöld að hluta, segir í svarinu. Í samningum um lengra og dýrara nám hafa fjárútlát bankans verið á bilinu frá einni milljón króna og upp í 4,2 millj. kr. fyrir utan samninginn við Ingi- björgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmda- stjóra gjaldeyriseftirlits. Stuðningur við nám hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum kvað á um styrk upp á 8 millj. kr. og greiðslu 60% mánaðarlauna í eitt ár; eða um 18 milljónir króna. Þá kemur fram í svörum Seðlabankans að hann hafi að jafnaði gert kröfu um vinnuframlag frá styrk- þegum sínum, svo sem með rannsóknar- og fræða- starfi sem nýtist bankanum, eða með samkomulagi um vinnuframlag að námi loknu eða fyrir það þegar um lengra nám er að ræða. Ekki hafa verið gerðir sérstakir samningar þegar um er að ræða námskeið sem taka styttri tíma, svo sem dagspart, eða fela ekki í sér lengra nám sem krefst fjarvista eða leyfa. Bæjarráð Kópavogs samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að bærinn væri reiðubúinn að skoða úthlutun á lóðum nr. 5 til 17 við Kópavogsbraut til Sunnuhlíðar til byggingar nýs hjúkrunarheimilis. Lóðirnar sem um ræðir eru skammt frá núverandi hjúkrunar- heimili og eru sumar í eigu ríkisins en aðrar í eigu bæjarins. Fram kom í viðtali Morgunblaðs- ins við Kristján Sigurðsson, fram- kvæmdastjóra Sunnuhlíðar, á dög- unum að kominn væri tími á nýtt hjúkrunarheimili í stað þess gamla. „Staðreyndin er sú að húsnæði hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar stenst ekki lengur kröfur um slík heimili,“ sagði Kristján. Heimilið er rekið af ríkinu. Hugmyndin er að byggja hjúkrunarheimili fyrir 80- 100 íbúa. Í bókun bæjarráðs er lýst þeim vilja Kópavogsbæjar að koma að fjármögnun framkvæmdarinnar með 15% framlagi. Hafður er sá fyrirvari að ríkið lýsi jafnframt vilja til úthlutunar sinna lóða í þessum tilgangi og 85% fjármögnunar byggingar heimilisins. helgi@mbl.is Sunnuhlíð getur fengið nýja lóð við Kópavogsbraut Kópavogsbraut 5-1 7, Kópavogi Kortagrunnur: OpenStreetMap Reykjanesbraut Kópavogsbraut Digranesvegur Kópavogur Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð Kópavogs- braut 5-17 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Barnavöggur frá Blindravinnustof- unni hafa verið tímabundið teknar úr sölu. Á vef Neytendastofu kemur fram að borist hafi ábendingar um að vöggurnar væru óstöðugar og að dýnan sem seld er með vöggunni væri of lítil. Blindravinnustofan lét gera athugun á vöggunum fyrr á árinu. Þar fram kom að ýmislegt þyrfti að lagfæra, svo sem stöðug- leika, læsingar á hjólum og merking- ar. Neytendastofa hefur málið til formlegrar umfjöllunar. Óstöðugleikinn hættulegur Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, segir afar mikilvægt að fólk noti ekki vöggurnar fyrr en gerðar hafi verið viðeigandi breytingar. „Það þarf að stöðugleikaprófa barnarúm og vögg- ur. Það er ein af aðalkröfunum þann- ig að þetta geti ekki oltið um koll. Þær kröfur eru svo strangar að hengd eru margra kílóa lóð á bún- aðinn til að athuga hvort hann fari á hliðina eða ekki. Þetta er af því að við vitum að systkini og önnur börn eru að kíkja í vöggurnar til að skoða litla barnið,“ segir Herdís. Hún segir að vöggurnar eigi ekki að fara aftur í sölu fyrr en hægt sé að sýna fram á að þær standist öll próf. „Í framhaldi af því þarf að láta fólk vita hvort þessi búnaður er not- hæfur eða ónothæfur,“ segir Herdís. Ingólfur Garðarsson, rekstar- stjóri Blindravinnustofunnar, segir að hönnuður á vegum hennar hafi verið að fara yfir vöggurnar og hann muni í kjölfarið koma með tillögur að úrbótum. Vöggurnar hafa verið framleiddar af Blindravinnustofunni í áratugi og vonast Ingólfur til þess að hægt sé að halda því áfram eftir viðeigandi úrbætur. Varasamar vöggur tekn- ar úr sölu  Unnið að úrbótum á barnavöggum Ljósmynd/Aðsend Börn Áratugagömul hönnun á vöggu Blindravinnustofunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.