Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vignir Stein-þór Hall-dórsson, smiður og stjórn- arformaður MótX, sem hefur áratuga reynslu af störfum innan byggingageirans, er í athyglisverðu viðtali um þann geira í Viðskiptablaðinu í vik- unni. Hann segir margar breytingar hafa orðið innan geirans, mestar þó á reglu- verkinu. Skriffinnska og seinagangur innan stjórnkerf- isins dregur úr framleiðslu, að sögn Vignis. Hann nefnir að bygginga- reglugerðin hafi blásið út, far- ið úr 80 blaðsíðum í 180 blað- síður á örfáum árum, sem hafi augljóslega mikil áhrif. „Regluverkið hefur þyngst til muna og til marks um þetta hefur verið krukkað fimm sinnum í byggingareglugerð- ina síðan árið 2012. Ég vonast til þess að byggingareglu- gerðin sé á meðal þeirra reglugerða sem yfirvöld hyggjast einfalda. Einföldun byggingareglugerðar myndi á endanum lækka verð til neyt- andans án þess að það bitnaði nokkurn skapaðan hlut á gæð- unum,“ segir Vignir. Hann segir að íslenskir iðn- aðarmenn séu með þeim dug- legustu í Evrópu, en það komi niður á þeim hvað regluverkið og hið opinbera sé svifaseint, og nefnir Reykjavík sér- staklega til sögunnar í því sambandi. „Það getur tekið margar vikur eða mánuði að fara yfir einföld atriði sem veldur því að verk tefjast ítrekað. Bygginga- framkvæmdirnar sjálfar eru því alls ekki að taka mestan tíma, heldur er tímafrekast að koma framkvæmdunum í gegnum skipulag og samþykki byggingafulltrúa. Fram- leiðnin hér á landi er ekki nógu góð vegna þess að í dag er það svo að það tekur minnstan tíma að reisa sjálft húsið, því aðdragandinn er orðinn svo langur. Skrif- finnskan er orðin svakaleg í samanburði við það hvernig hún var,“ segir Vignir. Hann bendir einnig á að í kjölfarið á umræðunni um skort á íbúðum hafi verka- lýðsfélögin farið af stað og stofnað „Bjarg sem á að bjarga þeim lægst settu í þjóðfélaginu um íbúðir. Sömu verkalýðsfélög eru búin að semja um há laun fyrir fé- lagsmenn sína en svo sjá þau kost sinn ekki vænstan í því að kaupa innlenda framleiðslu af þeim fyrirtækjum sem þeirra félagsmenn vinna hjá og leita þess vegna til Austur-Evrópu eftir aðföngum í sínar byggingar. Hræsnin er með ólíkindum.“ Þá nefnir Vignir að sagan kenni að „rekstur hinna ýmsu byggingasamvinnufélaga hef- ur verið þyrnum stráður í gegnum tíðina“ og að „yf- irvöld ættu miklu frekar að aðstoða fólk við að eignast sína eigin eign frekar en að stefna því í einhver samfélög“. Allt eru þetta athyglisverð- ar og gagnlegar ábendingar frá manni með mikla reynslu úr byggingageiranum. Eitt nefnir Vignir Steinþór Hall- dórsson til viðbótar sem þyrfti að koma til endurskoð- unar, en það eru svokölluð innviðagjöld sem Reykjavík- urborg er farin að leggja á þá sem byggja í borginni. Hann bendir á að samkvæmt stjórn- arskránni þurfi „skýra laga- heimild til álagningar skatta. Í mínum huga er þetta ekki flókið mál; innviðagjöldin eru skattlagning án lagaheim- ildar.“ Eins og hann bendir á lend- ir þessi nýjasti skattur borg- arinnar á endanum á íbúðar- kaupandanum þó að það sé verktakinn sem greiðir borg- inni skattinn. Eins og glöggt má sjá af viðtalinu við Vigni er margt aðfinnsluvert þegar kemur að byggingageiranum, en um leið felast í því tækifæri til að ráð- ast í miklar umbætur. Til þess þarf góðan vilja hjá hinu op- inbera, bæði ríki og sveitar- félögum, ekki síst Reykjavík- urborg. Ákveðin merki hafa sést um að skilningur sé fyrir hendi hjá ríkinu að ráðast í aðgerðir sem gætu skilað einföldun byggingareglugerðar en minni skilningur virðist vera á mikilvægi þess að fólki sé gef- inn kostur á að eignast sínar eigin íbúðir í stað þess að ýta undir að það búi í íbúðum ann- arra. Reynslan sýnir að Ís- lendingum hugnast almennt betur að búa í eigin íbúðum og ríkið ætti fremur að stuðla að því en öðru íbúðaformi. Þá sjást þess því miður engin merki að Reykjavíkurborg vilji draga úr skattheimtu á nýbyggingar eða stuðla að heilbrigðri uppbyggingu á því sviði. Líklegt er að borg- arbúar þurfi að bíða að minnsta kosti fram yfir þetta kjörtímabil eftir umbótum hjá borginni. Margvíslegar umbætur eru mögulegar í byggingageiranum} Athyglisverðar hugmyndir E r von að maður spyrji? Núverandi þjóðarpúls Gallup sýnir traust til Alþingis og borgarstjórnar vel undir 20 prósentum. Bankakerfið rétt nær 20. Nú er rúmt ár síðan sérstakur starfshópur lagði fram tillögur um hvernig á að efla traust á stjórnmálum. Þar komu fram margar góðar tillögur, svo sem regl- ur um starfsemi stjórnmálalegra áhrifavalda, betri hagsmunaskráning og aukið gagnsæi. All- ar þessar tillögur munu tvímælalaust bæta stöðuna en undirliggjandi er vandamál sem engar reglur eða gagnsæi munu geta unnið á, en það eru stjórnmál nýlenskunnar, stjórnmál falsfrétta og stjórnmál villu og svima þar sem hvítt verður svart og svart verður flugvél. Mig langar til þess að segja ykkur sögu innan frá Alþingi. Leikendur í þeirri sögu meina allir vel og þegar allt kemur til alls haga þeir sér þannig. Það er hins vegar ekki endilega samasemmerki á milli góðs ásetn- ings og afleiðinga. Árið 2016 voru á Alþingi sett lög sem fólu í sér endurskoðun á ellilífeyri og kjarabætur fyrir ellilífeyrisþega. Stuttu eftir gildistöku laganna kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við lagasetninguna sem ollu því að lífeyrir aldraðra varð ekki skertur vegna ákveðinna tekna. Þannig voru gerð mistök og þau varð að leiðrétta Það sem vakti hins vegar athygli var að leiðréttingin átti að gilda afturvirkt, þar sem lögin höfðu þegar tekið gildi. Afturvirk lagasetning er í besta falli varhugaverð og ætti aðeins að beita þegar neyð krefur, til hagsbóta fyrir al- menning. Það má ekki taka réttindi af fólki aft- urvirkt en á móti má veita fólki réttindi aft- urvirkt. Það er ekki hægt að láta þig fá afturvirka launalækkun, en það er hægt að láta þig fá afturvirka launahækkun. Það var ekki skýrt hvaða áhrif þessi aft- urvirkni hafði og hér urðu hlutirnir alvarlegir. Þingmenn sem fjölluðu um málið voru beðnir um að halda trúnað um að þessi mistök kost- uðu ríkið tvo og hálfan milljarð á mánuði. Markmiðið með því að hafa þessa breytingu afturvirka var að tryggja að ellilífeyrisþegar ættu ekki réttmætar væntingar til að fá greiðslur samkvæmt hinum gölluðu lögum. Misheppnuðum lögum, en lögum enga að síður. Píratar taka trúnað alvarlega en þetta voru upplýsingar sem urðu að koma fram, annað væri einfaldlega ólýðræðislegt. Til þess að draga þessar upplýsingar fram fórum við fram á kostn- aðarmat, sem verður nauðsynlega að fylgja þegar svo kostnaðarsöm mál eru samþykkt. Þegar kostnaðarmatið kom fram lágu upplýsingarnar fyrir, án þess að um brot á trúnaði hafi verið að ræða. Það þarf virkt aðhald og eftirlit frá fólki sem stendur vörð um réttindi fólks og lögin sem tryggja réttindi þeirra. Sama hvað það kostar því kostnaðurinn við að brjóta á réttindum fólks er svo miklu meiri. Björn Leví Gunnarsson Pistill Hvar er traustið? Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Staða svokallaðra varaflug-valla hefur verið til um-ræðu að undanförnu, eink-um eftir að farþegaþota Icelandair gat ekki lent á einum slíkum vegna ísingar nýverið. Taldi flugstjóri vélarinnar öruggara að lenda á lokaðri flugbraut á Kefla- víkurflugvelli. Sú ákvörðun flug- stjórans er nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sýna þurfi „sérstaka aðgát“ ef nota þurfi Reykjavíkur- flugvöll sem varaflugvöll utan aug- lýsts þjónustutíma ef líkur eru á ís- ingu eða skertum bremsuskilyrðum. Þannig voru aðstæður þegar vél Icelandair þurfti á vellinum að halda. Samkvæmt upplýsingum í flug- málahandbók er Reykjavíkur- flugvöllur lokaður fyrir allri umferð frá kl. 23 til 07 alla virka daga og frá kl. 23 til 08 um helgar. Flugvöllinn á þó að vera hægt að opna utan þjón- ustutíma með 15 mínútna fyrirvara, m.a. fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varavöll og sjúkra- og neyðarflug. Öryggisnefnd FÍA segir væntingar flugmanna til þess- arar þjónustu þó hafa brugðist tvisvar sinnum á sl. 18 mánuðum. Óskiljanlegt sinnuleysi Ingvar Tryggvason, flugstjóri og formaður öryggisnefndar FÍA, segir stöðu flugvalla á Akureyri og Egilsstöðum einnig slæma þegar kemur að hlutverki þeirra sem varaflugvalla fyrir millilandaflug. Smæð flughlaða og skortur á flug- stæðum er þar vandamál. Hefur Icelandair t.a.m. sagt þetta vera „stærstu ógn við öryggi“ flugs til og frá Íslandi. Þá segir Ingvar brýnt viðhald á Egilsstaðaflugvelli of lengi hafa setið á hakanum. „Það þarf að setja fram- kvæmdir á Egilsstöðum í forgang. Ástæða þess er meðal annars sú að flugbrautin þar liggur undir skemmdum næstu 18 mánuði verði ekkert að gert,“ segir hann og bendir á að umrædd flugbraut sé orðin 26 ára gömul. Vanalega sé miðað við endurnýjun á 15-18 ára fresti. „Malbik endist bara ekki svona lengi. Aldur brautarinnar hlýtur að fara að nálgast Evrópumet.“ Þá segir Ingvar engan flug- umferðarstjóra vera á vakt á Egils- staðaflugvelli. Slíkt geti verið vandamál þegar mikið liggur við. „Dags daglega kemur þetta ekki að sök þegar umferð um völl- inn er létt, en þegar vélar eru send- ar til Egilsstaða í halarófu er aðeins einni vél hleypt í aðflug í einu. Það þýðir, eins og þegar hefur sannað sig, að það tekur hálftíma að lenda þar fjórum flugvélum. Hlutir taka því miklu lengri tíma en þeir þurfa sökum þess hve gamaldags þetta fyrirkomulag er. Miðað við veru- leikann í dag er mikil þörf á því að breyta þessu fyrirkomulagi.“ Að sögn Ingvars er um að ræða óskiljanlegt sinnuleysi í þessum málum. „Flugmenn eru vel meðvit- aðir um þetta slæma ástand hér á Íslandi og hafa því oft einhver úr- ræði uppi í erminni. Menn þurfa að átta sig á því að flugrekstur er ekki einhver jaðarstarfsemi. Stjórnvöld hafa sýnt þessari atvinnugrein óskiljanlegt sinnuleysi en á sama tíma eru þau ábyrg fyrir innviðum. Stjórnvöld verða nú að sýna í verki að þau láti sig flugöryggi almennt varða.“ Úrelt braut og pláss- leysi á varavöllum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samgöngur Þrjár farþegaþotur Icelandair sjást hér á Akureyrarflug- velli. Tilefnið var þó ekki neyð heldur sérstök sólmyrkvaferð þangað. Icelandair hefur skilað inn umsögn um samgönguáætlun stjórnvalda. Er þar meðal annars bent á að flug til og frá Keflavíkurflugvelli auk tengiflugs gegnum hann sé nú ein af undirstöðuatvinnu- greinum landsins. Lykilfor- senda þessa millilandaflugs séu varaflugvellir sem nýta megi ef Keflavíkurflugvöllur lokast. „Vegna nálægðar flugvall- anna í Keflavík og Reykjavík geta þau tilfelli komið upp að vindur, skyggni eða skýja- hæð sé hamlandi þáttur á báðum flugvöllum og því ekki um aðra varaflugvelli að ræða á landinu en Akureyri og Eg- ilsstaði. Vegna takmarkaðs rýmis á flughlöðum þessara flugvalla er útilokað að þeir geti sinnt hlutverki sínu fyrir allar þær flugvélar sem þyrftu að lenda þar ef slíkar að- stæður sköpuðust,“ segir þar. Gætu ekki sinnt álaginu UNDIRSTÖÐUGREIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.