Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 ueco: A Gift and a Life, gerð af Mich- ael Lawrence og framleidd í sam- vinnu við Ásgerði Sigurðardóttur, eiginkonu Barrueco en þau hjón reka saman útgáfufyrirtækið Tonar Music sem var stofnað sérstaklega fyrir út- gáfu á upptökum með Barrueco. Solo Piazzolla er fyrsti diskurinn sem kom út á vegum þess og hlaut Grammy-tilnefningu, eins og fyrr var getið, og hlaut Ásgerður líka tilnefn- ingu sem framleiðandi. Kennir við gamla skólann sinn Barrueco er fæddur árið 1952, ólst upp í borginni Santiago de Cuba og byrjaði að leika á gítar átta ára. Hann var nemandi við Conservatorio De Musica Esteban Salas en flýði til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni árið 1967. Eldri systir hans varð eftir, þar sem hún var ástfanginn af kúb- önskum manni, að sögn Barrueco. Hann segist hafa haldið sambandi við hana þó hann hafi ekki enn snúið aft- ur til Kúbu. Ástæðan fyrir því, eins og má geta sér til um, er stjórnar- farið í landinu. Barrueco lauk framhaldsnámi við Peabody Conservatory of Music í Baltimore og kennir nú gítarleik við skólann, hópi sérvalinna nemenda frá hinum ýmsu löndum. Þykir námið eitt það besta í heimi þegar kemur að klassískum gítarleik. Barrueco segir kennarastarfið gef- andi og þá sérstaklega að fylgjast með framförum nemenda og túlkun. Kennarastarfið felist ekki aðeins í því að miðla þekkingu heldur einnig að læra af nemendum. „Ég nýt þess,“ segir hann um kennarastarfið, „og átta mig líka betur á því sem ég er að gera og get hjálpað nemendum um leið. Kennslan felur í sér áskoranir og ég lít á það sem forréttindi að fá að Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kúbansk-bandaríski gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur tónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn, 3. nóvember, kl. 16. Barrueco hefur leikið hér á landi áður og oftar en einu sinni, kom fram á Listahátíð Hafnarfjarðar í Hafnarborg árið 1993, sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Íslands árið 1999 og hélt einnig einleikstónleika í Salnum árin 2007 og 2011. Hann snýr nú aftur í það ágæta tónleikahús og leikur verk eftir kúbönsk og spænsk tónskáld en eins og þekkt er þá eru tengslin sterk milli landanna þar sem Kúba er fyrr- um nýlenda Spánar. Verkin sem Barrueco mun leika eru eftir Luis de Narváez, Héctor Angulo, Ignacio Cervantes, Julián Orbón, Enrique Granado og Isaac Albéniz og auk þess verða leiknar þrjár umskrifanir eftir Tárrega. Einn sá besti Barrueco þykir einn besti klassíski gítarleikari heims og hefur fimm sinnum verið tilnefndur til hinna virtu Grammy-verðlauna, m.a. fyrir hljómplötu sína Solo Piazzola sem kom út árið 2007. Hefur hann komið víða við á ferli sínum og leikið í mörg- um helstu tónlistarhúsum heims og þá bæði sem einleikari og með hljóm- sveitum. Barrueco hefur leikið inn á fjölda hljómplatna við góðan orðstír og platan Nylon & Steel ber fjöl- hæfni hans vitni en á henni leikur hann með heimsþekktum gítarleik- urum, þeim Al Di Meola, Steve Morse úr Deep Purple og Andy Summers úr The Police. Nýlega kom svo út heimildarmynd um líf og list Barrueco. Manuel Barr- vinna með ungu fólki.“Barrueco hef- ur búið í Baltimore með eiginkonu sinni Ásgerði í yfir 25 ár og ferðast þau um heiminn stóran hluta árs vegna tónleikahalds. Frá endurreisn til nútímans „Hugmyndin með efnisskránni er að flétta saman verk frá Kúbu og Spáni; Kúba var síðasta nýlenda Spánar í Ameríku,“ segir Barrueco, sem hefur leik á sunnudaginn á verk- um Luis de Narváez (1490-1547), sem var mikils metið tónskáld end- urreisnarinnar og lék á hljóðfærið vi- huela, forvera gítarsins. Afrískir þrælar sem fluttir voru til Kúbu breyttu síðar tónlist eyjarinnar, báru með sér afríska tóna og verk kúb- anska tónskáldsins Héctor Angulo (1932-2018) eru í raun afrísk lög, að sögn Barrueco. Næst mun hann leika verk eftir Ignacio Cervantes (1847-1905) sem eru kúbanskir dansar, mjög svo inn- blásnir af afrískum. Síðustu verk fyr- ir hlé, eftir Julián Orbón (1925-1991), Prelude and Dance, eru svo nútíma- legri útgáfa af verkum Cervantes, að sögn gítarleikarans. „La Maja de Go- ya“ heitir annað verkið sem Barrueco leikur eftir Enrique Granados (1867- 1916) og hitt „A la Cubana, op. 36“. Næst mun hann leika „Suite Esp- añola“, spænska svítu, eftir Isaac Albéniz (1860-1909) og að lokum þrjár umskrifanir eftir Francisco Tárrega (1852-1909). „Þetta er stutt saga kúbanskrar og spænskrar gítartónlistar, að hluta til,“ segir Barrueco um efnisskrána og að tónskáldin séu þekkt í tónlistar- sögunni og tengist innbyrðis tónlist- arlega. „Kannski er kúbönsk tónlist einstök út af afrísku áhrifunum, ég skal ekki segja, en tangóinn á til dæmis rætur til að rekja til haba- nera,“ segir Barrueco og á þar við tónlistina og dansinn sem kennd eru við Havana, höfuðborg Kúbu. Hugfanginn af gítarnum Barrueco segir gítarinn afar vin- sælt hljóðfæri á Kúbu og algengt að börn læri að leika á það. Hann hafi viljað læra á gítar eins og eldri frændur hans og systir. „Ég var heill- aður af gítarnum og bað um að fá að læra á hann,“ rifjar hann upp. Hann varð síðan algjörlega hugfanginn af gítarnum eftir að hafa hlustað á kúb- anska tónskáldið og gítarleikarann Leo Brouwer á tónleikum. „Hann hafði greinilega mikil áhrif á mig,“ segir Barrueco. Heillaðist ungur af gítarnum  Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur tónleika í Salnum  Margtilnefndur til Grammy-verð- launa  „Þetta er stutt saga kúbanskrar og spænskrar gítartónlistar,“ segir hann um efnisskrána Fingrafimur Gítarleikarinn Manuel Barrueco þykir einn sá fremsti í heimi. Vefsíða Barrueco: barrueco.com Arnaldur Indriðason kann þálist manna best að segjasögur. Hann er yfirveg-aður, nákvæmur, lætur ekkert fram hjá sér fara og heldur óskertri athygli lesenda og hlustenda. Tregasteinn er enn ein rós í hnappa- gat rithöfundarins, en eins og fram kom í vikubyrjun hafa 14,4 milljónir eintaka selst af bókum hans víða um heim. Trega- steinn er 23. bók höfundarins. Þegar Arnaldur hefur orðið er þögn í stofunni. Hann nær lesand- anum á svipstundu, í Tregasteini með einfaldri lýsingu á stöðunni á afmörk- uðum stað í Reykjavík. Af litlum neista verður mikið bál og víst er að nóttin þegar Glaumbær brann til kaldra kola í desember 1971 gleymist seint. Mörg myrkvaverk hafa verið unnin og það er svo margt sem gerst hefur á bak við þykk gluggatjöld og þolir ekki dagsljósið. Konráð, lögreglu- maður með visna hönd á eftirlaunum og helsta sögupersónan, er hokinn af reynslu, jafnt í starfi sem einkalífi, og þótt honum hafi mistekist ýmislegt á langri lífsleið gerir hann sér grein fyrir öllu sem skiptir máli, þegar velt er við steini. Og hann reynir að standa við loforð, þótt seint sé í rass- inn gripið. Hvergi er komið að tómum kofun- um hjá Konráð og hann einbeitir sér ekki aðeins að því leysa gátuna hverju sinni heldur lætur í ljós sitt skína í öðrum mikilvægum málum eins og skipulagsmálum borgarinnar. Lýsingar hans á veröld sem var, eins og til dæmi á leiðinni frá íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu, þar sem Þjóðleikhúsið er nú með aðstöðu og sýnir m.a. Ör um þessar mundir, að Skúlagötu, austan Snorra- brautar sem nú heitir Bríetartún, kalla fram minningar sem tengdust Klöpp, Völundi og Sláturfélaginu, að ógleymdum reykofninum, sem enn og aftur kemur við sögu. Hann gat ekki orða bundist yfir skipulagsleysi ráða- manna í Reykjavík í Stúlkunni hjá brúnni, sem kom út í fyrra, og benti þá meðal annars á að heimska manna hefði gert Skuggahverfið að ljótasta bletti borgarinnar. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og hann heldur áfram að hamra járnið meðan það er heitt, áréttar að glyshallirnar á svæðinu beri vitni „um glórulausa óstjórn borgarinnar og undirlægjuhátt gagn- vart peningavaldi“ (bls. 252). Lýs- ingar hans á Glaumbæ rifja líka upp góðar stundir og opna þeim sem ekki þekktu merkilega sýn. Sagan öll er reyndar sem gluggi til fortíðar. Persónusköpun Arnaldar er eitt af helstu stílvopnum hans. Þetta er allt fólk eins og ég og þú, en misjafnt eins og það er margt, með kosti og galla, eins og gengur. Hann kynnir hvern og einn til leiks, þegar það á við, áreynslulaust og eðlilega, jafnt kunn- uga úr fyrri verkum sem aðra. Ósjálf- rátt er lesandinn í hringiðunni og kemst ekki auðveldlega úr henni. Samskiptin og samtölin koma svo af sjálfum sér, hvort sem er í upplýs- ingaöflun á listasafni, í heimahúsi eða í yfirheyrslu á lögreglustöðinni. Jafn- vel tengsl við handanheim virka eðli- leg, en harmleikur snertir hverja taug. Konráð sér sjálfan sig í Val- borgu og lesandinn lítur í eigin barm. Einn merkilegasti dagur ársins nú sem undanfarna rúma tvo áratugi er 1. nóvember. Á þessum tíma hefur hann oftar en ekki byrjað með hvelli, útgáfu nýrrar bókar eftir Arnald Indriðason, vinsælasta rithöfund Íslands og fremsta glæpasagnahöf- und landsins og þó víðar væri leitað. Sköpun hans er eins og gott rauðvín, verður bara betri með hverju árinu. Lesturinn tekur drjúga stund en tím- anum er vel varið. Tregasteinn er snilld, og við hæfi að fá sér rauðvín, helst ástralska rauðvínið The Dead Arm eða visnu höndina, til að sam- fagna Konráð og halda upp á enn eitt meistarastykki Arnaldar. Eldspúandi helvíti nóttina sem Glaumbær brann Spennusaga Tregasteinn  Eftir Arnald Indriðason. Vaka-Helgafell, 2019. 306 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Rauðvín „Sköpun hans er eins og gott rauðvín, verður bara betri með hverju árinu,“ segir gagnrýnandi um rithöfundinn Arnald Indriðason. Ný hljómsveit, Bakkabræður, leik- ur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld á Kringlukránni. Bakka- bræður eru þeir Björgvin Ploder trommari, Ingvar Grétarsson gítar- leikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Óttar Felix Hauksson gítarleik- ari. Þeir skipta söngnum bróður- lega á milli sín enda allir söng- elskir, að eigin sögn. Bræður Hljómsveitin nýstofnaða. Bakkabræður leika á Kringlukránni Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar í kvöld kl. 20 sýninguna Seiðandi dans í Kaktusi á Akur- eyri. Um sýn- inguna segir m.a. í tilkynningu að maðurinn hafi frá örófi alda tjáð og túlkað tilveru sína með dansi eða ljóðrænni hreyf- ingu, rétt eins og vindurinn sem blæs skýjum frá einum stað á annan eða öldur sem ber með ofsa að ströndu. Sýningin í Kaktus er tileinkuð minningu um góðan vin Aðalheiðar sem gaf svo mikið til skapandi hugs- unar og undir sýningunni hljómar tónlist listamannsins Framfara. Seiðandi dans Að- alheiðar í Kaktusi Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.