Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Raðauglýsingar Tilboð/útboð Skipulagsauglýsing fyrir Sveitarfélagið Ölfus Lýsing fyrir skíðasvæði í Bláfjöllum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss hefur samþykkt að auglýsa tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á 107. fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfis- nefndar Ölfuss þann 24.9.2019 sl. og á 271. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss þann 26.9.2019 var auglýsing- arferli samþykkt. Lýsingin er vegna stækkunar á skíðasvæðis Bláfjalla til austurs þar sem brekkur, göngubraut og ný diskalyfta verður í landi Ölfuss. Skipulagssvæðið er um 100 ha og er suðaustan núverandi skíðasvæðis og í austurhlíðum Bláfjalla og niður í hluta Kerlingardals. Fyrirhuguð uppbygging innan sveitarfélagsins Ölfuss er ekki í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022 þar sem svæðið er skilgreint sem óbyggð svæði auk þess að vera fjarsvæði vatns- verndar og undir hverfisvernd. Lýsingin er unnin af Landslagi, dagsett september 2019. Skipulagslýsing þessi verður til sýnis á bæjarskrif- stofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 1. nóvember til 2. desember 2019. Uppdrættir eru einnig aðgengilegir á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, undir skipulag í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 2. desember 2019. Skila skal athugasemdum á bæjar- skrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Bláfjöll“. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss og allir velkom- nir. Hreyfisalurinn opinn kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, teygjur og lóð. Zumba Gold 60+ kl. 10.30. Frábær hreyfing í skemmtilegum hóp. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 krónur, veglegir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Leik- fimi með Hönnu kl. 9-9.45. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 13. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45- 15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S: 535 2700. Boðinn Vöflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11.30-12.20. Bridge í handavinnustofu 13. Haustferð Hvassaleitis, lagt af stað kl. 10 (Þátttaka er háð skráningu). Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Thai Chi kl. 9. Hæðarvellir kl. 10 ef veður leyfir. Boccia kl. 10.15-11.20. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið kl. 12.30- 15.30. Hæðargarsbíó kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Púslið er í borðstofunni. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi kl. 9.45. Boccia kl. 10. Föstudagshópurinn hittist kl. 10. Tálgað í tré kl. 13. Frjáls spilamenn- ska kl. 13-16.30. Handaband kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hádegismatur frá kl. 11.30-12.30 og vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Verið öll hjartanlega vel- komin á Vitatorg. Garðabæ Dansleikfimi Sjál. kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Smiðjan Kirkjuhv. opin kl. 14–17. Allir velkomnir. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Prjóna- kaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Leikfimi Maríu 10.30-11.15. Bókband m/leiðb. kl. 13- 16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia-æfing, kl. 9.30 postulíns- málun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK. Gullsmára Handavinna kl. 9, leikfimi kl. 10, ljósmyndaklúbbur og Bingó kl. 13. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Boccia kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Ístex kynnir glænýja ullarsæng sem er nýkomin á markað. Boðið verður upp á að kaupa sængurnar á staðnum. Kynningin er kl. 12.15. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8-12. Línudans kl. 10.30. Bridge kl. 13. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9 og gönguhópar ganga frá Borgum kl. 10 og á sama tíma í Egilshöll. Korpúlfabridge kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur kl. 12.30. Fjölbreytt handavinna, góð sam- vera og léttar hreyfiæfingar. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag og hið vinsæla föstudagsvöfflukaffi kl. 14.30-15.30 í Borgum. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í sal- num á Skólabraut kl. 11. Í tilefni af menningarhátíð Seltjarnarness verður opið hús í samsöng í salnum á Skólabraut kl. 13. Hvetjum fólk á öllum aldri til að kíkja við. Eftir sönginn verður boðið upp á kaffi og kleinur. Spilað í króknum kl. 13.30 og bridge í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögur / fornsagnanám- skeiðið -Laxdæla kl. 10 og kl. 13. Leiðbeinandi Baldur Hafstað. Dans- leikur, Stangarhyl 4, sunnudagskvöld 3. nóvember kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum. Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni frá kl.13- 14. Kaffi kl. 14-14.30. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt  NÁTTFÖT 9.500,- 11.500,- 5.900,- 9.500,- 9.500,- www.frusigurlaug.is Glæsileg vefverslun - Frí póstsending - MJÓDD | S. 774-7377 Í MIKLU ÚRVALI Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Aðhaldsbuxur Misty Teg:40601 St: S-XXL 2.995,- Nærbuxur Teg: 838 St: S-XXL 2.995,- Gamli góði frá Guy De France til í svörtu, hvítu og gráu. Stærðir 75-100 C-F Vantar þig pípara? FINNA.is ✝ Sverrir Guð-varðsson fæddist í Reykjavík 30. sept- ember 1930. Hann lést á Landakotsspít- ala 22. október 2019. Foreldrar Sverris voru Guðvarður Þór- arinn Jakobsson, f. 18.1. 1900, d. 19.10. 1959, og Oddrún Sig- þrúður Guðmunds- dóttir, f. 8.9. 1900, d. 17.4. 1951. Systkini Sverris voru Sigríður, f. 1921, d. 1997, Svava, f. 1923, d. 1988, Helga, f. 1924, d. 1994, Guðvarður, f. 1927, d. 1931, María, f. 1932, d. 1991, Guð- mundur, f. 1933, d. 1987, og Jak- ob, f. 1933, d. 1992. Hálfbróðir Sverris, samfeðra, var Gunnar Eyjólfsson, f. 1926, d. 2016. Árið 1950 kvæntist Sverrir eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- ríði Bjarnason, f. 5. ágúst 1926 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Hjálmar Bjarnason, f. 1900, d. 1983, og Elísabet J. Bjarnason, f. 1899, d. 1963. Börn þeirra eru: 1) Hjálmar, f. 29. desember 1950. Börn: Gústaf Helgi, f. 9. júlí 1968, Sverrir, f. 24. desember 1980, Kolbrún, f. 17. janúar 1982, Vaka, f. 21. september 1985, Gunnar Áki, f. 16. maí 1992, Elías Arnar, f. 13. mars 1994, og Haukur Haf- liði, f. 3. júlí 1995. 2) Oddrún, f. 22. júní 1952. Maki Gísli Guðmunds- son, f. 24. maí 1947. Börn: Sigríð- ur, f. 19. febrúar 1980, og Soffía Rut, f. 2. ágúst 1985. 3) Sverrir, f. 3. apríl 1954. Maki Kristrún Leifs- dóttir, f. 30. apríl 1965. Börn Sverris: Laufey, f. 27. júní 1998, og Benedikt, f. 10. desember 2000. 4) Pétur, f. 25. mars 1957. Börn: Lilja, f. 7. desember 1980, Stefán Björn, f. 15. október 1994, og Axel Örn, f. 22. janúar 1997. 5) Karl Friðrik, f. 21. júní 1959. Sambýliskona Susan Ellekær. Börn Karls: Lísa Björt, f. 21. júlí 1984, og Óskar Steinn Karlsson, f. 6. febrúar 1989. Sonur Sverris er Birgir Þór, f. 21. sept- ember 1961. Maki Kol- brún Eva Valtýsdóttir, f. 23. maí 1960. Börn: Hulda, f. 18. nóvember 1980, Sædís Eva, f. 21. september 1985, og Valtýr Snæbjörn, f. 25. febrúar 1996. Sverrir ólst upp í Vesturbæn- um í Reykjavík og gekk í Miðbæj- arskóla. Hann lauk burtfarar- prófi úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1954 og hóf störf hjá Ríkisskipum í kjölfarið. Starf- aði hann þar samfleytt sem stýri- maður og afleysingaskipstjóri í 17 ár eða til ársins 1965 er hann hóf störf í landi fyrir Stýri- mannafélag Íslands, fyrst sem framkvæmdastjóri og síðan for- maður til þriggja ára. Á þessum tíma var hann einnig varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur. Frá 1968 til 1973 starfaði Sverrir sem yfir- stýrimaður á dönskum farskipum og öðlaðist m.a. dönsk skipstjórn- arréttindi. Hann réð sig til Eim- skips í kjölfarið þar sem hann starfaði þar til hann fór á eft- irlaun. Sverrir gekk ungur í Frímúr- araregluna á Íslandi og var virk- ur meðlimur fram á efri ár. Hann var áhugamaður um þjóðmál og að loknum löngum sjómannsferli hóf hann að stunda golf. Sverrir og Sigríður voru gift í 69 ár og voru nýflutt inn á Eir- hamar er hann féll frá. Útför Sverris verður gerð frá Áskirkju í dag, 1. nóvember 2019, klukkan 14. Jæja elsku afi, þá er komið að kveðjustund. Það er skrýtið að hugsa til þess að það verði ekki fleiri símtöl þar sem djúpa röddin þín heyrist á hinum enda línunnar og elsku Sigga þín í hinu símtólinu. Að það verði ekki fleiri þéttingsföst faðmlög og koss á kinn frá þér. Í okkar hugum eru þú og Sigga sem eitt, eitt og sama hjartað sem slær fyrir fjölskyld- una. Heimilið ávallt opið öllum og alltaf tilefni til að kalla saman fjölskylduna og eiga saman góða stund. í okkar hjörtum einkenn- ast allar þessar samverustundir af gleði og hlátri, hlýju og vænt- umþykju sem er ómetanlegt. Minningarnar eru allar ljúfar. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði í hjarta, hafðu þökk fyrir allt og allt. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við til elsku Siggu, það hefur ætíð verið okkar gæfa að eiga í henni auka ömmu. Hulda, Sædís og Valtýr (Valli). Sverrir Guðvarðsson Elskulega Auður okkar er fallin frá. Hún Auður, sem stóð sem klettur að baki tengdaföður, föður, afa og langafa alla daga og þá sérstaklega í erfiðum veikindum hans. Þau eru nú sam- an á ný eftir rúmlega tveggja ára aðskilnað. Hún fylgdi honum allt til enda á sinn ljúfa og nærgætna hátt en hefur nú sjálf kvatt í bili. Við minnumst Auðar með þakk- læti og minningar fylla hugann. Það var fyrir rúmum þrjátíu árum sem leiðir okkar Auðar lágu sam- an þegar ég kom fyrst heim til Óskars í Smáratúnið. Hún var ekki kona margra orða en á fasi hennar var hægt að skynja kær- leika og hlýju. Mér var tekið opn- um örmum frá þeirri stundu. Eftir því sem tíminn leið og fjölskylda Auður Guðvinsdóttir ✝ Auður Guðvins-dóttir fæddist 1. ágúst 1940. Hún lést 4. október 2019. Útförin fór fram 17. október 2019. okkar Óskars stækk- aði sáum við betur hve mikilvæg börnin og barnabörnin voru Auði. Blóðtengsl skiptu hana engu, börn og barnabörn Birgis voru sem henn- ar eigin. Oftast þegar þau komu í heimsókn var Auður komin inn í herbergi til barnanna að leika og spjalla. Nærvera þeirra skipti hana miklu máli og þar mátti sjá gagnkvæm- an kærleik og umhyggju. Þau Birgir Þór sonur ekkar áttu ein- stakt samband og fyrir það ber að þakka, söknuðurinn er mikill. Líf- ið er núna og það er dýrmætt. Hugsum vel hvert um annað og hlúum hvert að öðru. Kærar þakkir frá fjölskyldunni til allra þeirra sem fylgdu Auði. Það er sárt að kveðja ástvin en minningar um ljúfu Auði, tengda- mömmu, ömmu og langömmu, munu lifa með okkur Óskari, börnum og barnabarni. Kolfinna Njálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.