Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 30
Fjölskyldan frá Hallormsstað Frá vinstri: Malen, Elísabet, Guðmundur, Elín, Þorsteinn, Kristján og Kristjana á 70 ára afmæli Elínar í mars 2018. E lísabet Þorsteinsdóttir er fædd 1. nóvember 1969 á Egilsstöðum. Til 6 mánaða aldurs bjó Elísabet í Lagar- felli í Fellabæ en flutti þá með for- eldrum sínum á Skriðuklaustur. „Þá var þar rekið tilraunabú og unnu foreldrar mínir við það. Þeg- ar ég var 6 ára höfðu foreldrar mínir byggt okkur hús á Hallorms- stað og fluttum við fjölskyldan þangað.“ Elísabet gekk fyrst í Seljaskóla á Skriðuklaustri en eftir það gekk hún í Hallormsstaðaskóla. Í 9. bekk (10. bekkur í dag) var hún í Alþýðuskólanum á Eiðum en síðan lá leiðin í Laugaskóla þar sem hún var í tvo vetur. Hún fór síðan í Menntaskólann á Egilsstöðum og kláraði þar um áramótin 1988 en útskrifaðist vorið 1989. Þá fór hún suður og lærði þjóninn, var á námssamningi á Hótel Íslandi og fór í Hótel- og veitingaskóla Ís- lands, tók sveinspróf í janúar 1992 og lauk meistaraprófi við Iðnskól- ann í Reykjavík 1994. Síðar tók Elísabet viðskipta- og rekstrarnám frá Endurmenntun HÍ, eða árið 2001. Fyrsta vinnan hennar Elísabetar var að passa börn, en síðan vann hún í skógræktinni á Hallormsstað í nokkur sumur. Hún rak sum- arhótel Hússtjórnarskólans á Hall- ormsstað í tvö sumur með móður sinni. „Síðan eftir að ég byrjaði að læra þjóninn fór ég austur á sumr- in og vann á sumarhótelinu á Hall- ormsstað og í Valaskjálf. Haustið 1992 fór ég með kærastanum mín- um, honum Skúla, sem varð síðan maðurinn minn, til Frakklands og bjuggum við þar þann vetur.“ Þeg- ar heim var komið fór Elísabet að vinna á Lækjarbrekku 1993 og sá þar m.a. um Kornhlöðuloftið og var þar í nokkur ár. „Vorið 1999 fluttum við austur og bóndi minn var ráðinn forstöðu- maður Gunnarsstofnunar á Skriðu- klaustri. Ég stofnaði Klausturkaffi í því sama húsi sumarið 2000 og þar hefur verið minn starfsvett- vangur síðan. Þar hef ég boðið gestum Skriðuklausturs upp á há- degis- og kaffihlaðborð, alla daga yfir sumarið sem er orðið töluvert langt núna, eða frá 1. apríl og fram í miðjan október. Þar legg ég áherslu á að nota hráefni úr héraði og allur matur, brauð og kökur er heimabakað. Það má segja að þetta barn mitt hafi tekið mestan tíma minn og er ekki mikill tími fyrir önnur áhuga- mál, en ég tel mig þó hafa græna fingur og nýt þess að fara í garð- inn eða gróðurhúsið eftir vinnu á sumrin. Á sumrin er ég upptekin við mína vinnu hjá Klausturkaffi en við Skúli og fjölskyldan höfum verið dugleg að taka okkur vetr- arfrí og ferðast töluvert, og þá sér- staklega til Suður-Evrópu. Við byggðum okkur bjálkahús á Hall- ormsstað og búum þar og göngu- ferðir í skóginum eru gulls ígildi.“ Áður bjuggu hjónin á Skriðu sem er við hliðina á Skriðuklaustri, en hafa verið á Hallormsstað frá 2006. Elísabet tók þátt í að stofna Austfirskar krásir árið 2009 og var formaður þeirra í nokkur ár. Einn- ig hefur hún setið í skólanefnd Hússtjórnarskólans á Hallorms- stað, nú Hallormsstaðaskóla. Fjölskylda Eiginmaður Elísabetar er Skúli Björn Gunnarsson, f. 24.3. 1970, ís- lenskufræðingur og forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðu- klaustri. Þau gengu í hjónaband 1997. Foreldrar Skúla eru hjónin Gunnar Aðólf Guttormsson, f. 3.4. 1929, íþróttakennari og bóndi á Litla-Bakka í Hróarstungu, og Svandís Skúladóttir, f. 29.12. 1938, bóndi og kvenfélagskona. Þau héldu nýlega upp á 60 ára brúð- kaupsafmæli sitt. Börn Elísabetar og Skúla eru Jóhanna Malen, f. 1.2. 1999, nemi í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, og Ragnhildur Elín, f. 13.4. 2001, er á 3ja ári í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Systkini Elísabetar eru Malen Dögg Þorsteinsdóttir, f. 23.1. 1972, kjólaklæðskeri og rekur Eðalklæði í Reykjavík; Kristjana Sólbjörg Þorsteinsdóttir, f. 20.1. 1973, við- skiptafræðingur og vinnur við greiningar hjá Nova í Reykjavík; Guðmundur Ingi Þorsteinsson, f. 31.3. 1980, verkfræðingur og rekur Lean ráðgjöf í Reykjavík, og Kristján Benedikt Kröyer Þor- steinsson, f. 3.2. 1986, íþróttafræð- ingur og býr í Reykjavík. Elísabet Þorsteinsdóttir, framreiðslumeistari og veitingakona á Skriðuklaustri – 50 ára Hjónin Elísabet og Skúli stödd á grísku eyjunni Santorini í nóvember 2018, en þau eru dugleg að ferðast á veturna. Langt sumar á Skriðuklaustri 30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fimmtudaginn 28. nóvember Við komum víða við í ár, heimsækjum fjölda fólks og verðummeð fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Morgunblaðsins kemur út Jólablað 40 ára Guðjón er frá Hrútsholti á Snæfells- nesi en býr í Reykja- nesbæ. Hann er pípu- lagningamaður að mennt og er tækni- maður hjá Securitas og setur upp slökkvi- kerfi þar. Áhugamál eru útivera, hjól- reiðar og að vera með krökkunum sín- um Börn: Tvíburarnir Ísar Logi og Kristinn Snær, f. 2002 og Talía Mjöll, f. 2004. Foreldrar: Magnús Guðjónsson, f. 1956, steypustjóri hjá Steypustöðinni Selfossi, búsettur þar, og Björk Sigurð- ardóttir, f. 1960, vinnur fyrir Skólamat, búsett í Hafnarfirði. Guðjón Magnússon Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þeir eru margir sem vilja ná athygli þinni en þú veist vel að ekki er hægt að gera svo öllum líki. Þú færð svar við gamalli spurningu. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekkert er eins bráðdrepandi fyrir vin- áttuna og peningamál. Þú lærir af þessu leiðindamáli. Ástamálin ganga glimrandi vel. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Á þessum tímapunkti í lífinu verð- ur þú að gera þér grein fyrir aðstæðum þínum. Aðeins þannig getur þú tekið rétta ákvörðun varðandi framtíðina. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er erfitt að sættast á það að maður hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. Komdu ástinni þinni á óvart, það kryddar tilveruna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur notið þess að víkka sjón- deildarhringinn að undanförnu. Ef maður bindur sig of fast við niðurstöðuna sem maður þráir hindrar maður eitthvað annað betra í að eiga sér stað. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gerðu allt sem þú getur til þess að bregða út af vananum í dag. Dagurinn verð- ur góður og þú svífur um á bleiku ástarskýi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samband sem eitt sinn riðaði til falls er nú á traustum grunni. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Ungviðið þarf sinn tíma. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Spurðu sjálfa/n þig að því af hverju þú þarft alltaf að vera að afreka eitt- hvað. Til hvers? Fyrir hvern? Ekki hafa of miklar áhyggjur af unglingnum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Mikilvæg per- sóna í lífi þínu bíður eftir að þú hafir sam- band. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vilt standa upp úr og falla inn í hópinn á sama tíma. Kannski er erfitt fyrir aðra að skilja það sem þú ert að ganga í gegnum, en það þýðir ekki að þú sért skrýtin/n. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Óendanleg þolinmæði þín borg- ar sig. Ekki missa sjónar á markmiðum þín- um. Góðir hlutir gerast hægt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að horfast í augu við stað- reyndir og þér mun líða betur á eftir. Sjáðu hvað gerist ef þú hrósar einhverjum. 30 ára Hjalti Freyr er Hafnfirðingur og er grunnskólakennari að mennt með áherslu á íslensku. Hann er um- sjónarkennari í náms- veri í unglingadeild í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Hjalti Freyr hefur áhuga á íþróttum og kvikmyndum. Maki: Hafrún Lilja Elíasdóttir, f. 1989, grunnskólakennari í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Dóttir: Óskírð, f. 28.10. 2019. Foreldrar: Magnús Ólafsson, f. 1946, leikari, og Elísabet Sonja Harðardóttir, f. 1948, húsmóðir. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Hjalti Freyr Magnússon Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Óskírð Hjaltadóttir fæddist 28. október 2019 kl. 00.47. Hún vó 3.608 g og var 52 cm löng. For- eldrar hennar eru Hafrún Lilja Elías- dóttir og Hjalti Freyr Magnússon. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.