Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Scangrip vinnuljósin eiga heima í Fossberg Á hverju haustiberast fréttir af skógareldum sem engu eira og skilja eftir sig sviðna jörð á stórum svæðum í Kaliforníu. Við þessi ömurlegu og háska- legu tilþrif náttúr- unnar bætist svo að yfirvöld standa fyrir manngerðu raf- magnsleysi sem náð hefur til milljóna manna, en rafmagn er tekið af þar sem óttast er að á þurrkatíð geti neistar frá rafmagnslínum kveikt nýja elda.    Síðustu daga var sagt frá ótta umað skógareldar næðu að Minn- ingasetri og bókasafni um Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og áður ríkisstjóra í Kaliforníu. En loks komu þá góðar fréttir: „Svöng 500 geita hjörð hjálpaði til við að bjarga bókasafni Ronalds Reagans, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, frá því að verða eldsmatur í einum af þeim ótal eldsvoðum sem nú geisa í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. BBC greinir frá þessu.    Í maí síðastliðnum réðu forsvars-menn bókasafnsins geiturnar til að fjarlægja eldfimt kjarr sem var áður umhverfis safnið. Var það gert í forvarnaskyni. Geiturnar átu kjarrið og því varð til rjóður sem hefti útbreiðslu elds- ins og gaf slökkviliðsmönnum lengri tíma til að bregðast við.“    Getgátur eru um það að for-ráðamenn bókasafns um Rich- ard Nixon forseta muni fylgja þessu vel heppnaða fordæmi.    Þeir munu þegar vera farnir aðleita að heppilegum geitastofni og mun watergeitin koma sterk- lega til álita. Ronald Reagan Fyrirbyggjandi geitur STAKSTEINAR Richard Nixon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þingsályktunartillaga um viður- kenningu á þjóðarmorði á Armenum hefur ekki enn verið samþykkt á Al- þingi, en tillagan hefur verið lögð fram nokkrum sinnum á síðustu árum. Um 30 þjóðir hafa viðurkennt fjöldamorð Tyrkja á Armenum sem þjóðarmorð, þ. á m. Danir og Svíar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti fyrr í vikunni, með yfirgnæf- andi meirihluta, að viðurkenna fjöldamorðin sem þjóðarmorð. Samfylkingin fer með tillöguna Þingsályktunartillagan var lögð fram á síðasta löggjafarþingi og endurflutt í október á þessu ári af Margréti Tryggvadóttur, varaþing- manni Samfylkingarinnar. Hún er sem stendur utan þings og getur því ekki mælt fyrir tillögunni en fyrsta umræða hefur ekki enn farið fram. Tillagan snýr að því að Alþingi álykt- ar að það viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915-1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að einhverjir flutnings- manna taki málið og flytji það,“ segir Margrét bætir við að það væri til- valið að flytja tillöguna um þessar mundir. Fyrstu fjórir flutningsmenn tillögunnar koma úr röðum Samfylk- ingarinnar en að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur þingflokksformanns er ekki búið að taka ákvörðun um hvort tillagan verði borin upp næst þegar kemur að þingmannamálum á Alþingi. Oddný segir að fundað verði á mánudag með forseta Alþingis um þingmannamálin. Þingið ekki viðurkennt þjóðarmorð  Óvissa um þingsályktunartillögu um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum Forsetahjónin Guðni Th. Jóhanns- son og Eliza Reid komu víða við í opinberri heimsókn sinni í Grund- arfirði í gær. Þau hófu daginn á því að líta við í grunn- og leik- skólum byggðarlagsins og heilsa upp á unga fólkið. Þau heimsóttu Fjölbrautaskóla Snæfellinga og litu svo á dvalarheimili aldraðra. Þá heimsóttu þau sjávarútvegsfyr- irtækið G. Run og hátæknivædda fiskvinnslu þess sem tekin var í notkun nýlega. Hjónin skoðuðu einnig Farsæl SH, togbát sem ný- lega var keyptur til Grund- arfjarðar og er í eigu Fisk Sea- food, sem er með umsvifamikinn rekstur í Grundarfirði. Einnig var fundað með skát- unum, en Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi Íslands er einmitt úr Grundarfirði og hefur verið drif- fjöður í skátastarfi í bæjarfélaginu. Dagskránni lauk svo síðdegis með opnu húsi fyrir bæjarbúa, en áður höfðu forsetahjónin setið málþing um sjávarútveg og samtímann. Við það tilefni afhenti Guðni Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni í heim- sókn hans í Grundarfjörð fyrir all- mörgum árum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Forsetaheimsókn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra Grundarfjarðar, mynd af forvera sínum. Kynntu sér mann- lífið á Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.