Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Leitin að hinum eina sannasannleik er áberandi leið-arstef í uppfærslu Borg-arleikhússins á Stórskáld- inu eftir Björn Leó Brynjarsson, sem hann skrifaði þegar hann var leikskáld hússins veturinn 2017- 2018. Verkið fjallar um heimildar- myndagerðarkonuna Rakel (Unnur Ösp Stefánsdóttir) sem, ásamt kvik- myndatökumanninum og kærasta sínum Andra (Hilmar Guðjónsson), heldur djúpt inn í Amazon- frumskóginn til að leggja lokahönd á heimildarmynd um dauðvona föður sinn, Nóbelsskáldið Benedikt (Jóhann Sigurðarson). Feðginin hafa ekki hist í rúman aldarfjórð- ung, eða frá því að Benedikt yfirgaf Rakel og móður hennar þegar dótt- irin var á táningsaldri. Greinilegt er að feðginin hafa ver- ið í einhverjum og óljósum sam- skiptum í aðdraganda ferðalagsins, en þau virðast þó hafa afar ólíkar hugmyndir um hver fókus heimild- armyndarinnar eigi að vera. Sjálfur spyr Nóbelsskáldið hvort ætlunin sé að taka viðtal við rithöfundinn Bene- dikt, sjúklinginn Benedikt eða föð- urinn Benedikt. Fljótlega verður ljóst að Rakel sér endurfund þeirra sem kjörið tækifæri til að gera upp fortíðina við föður sinn. Sú þörf ágerist ef eitthvað er þegar hún ger- ir sér grein fyrir að faðir hennar hef- ur skrifað skilnað sinn inn í handrit að sápuóperu, sem hann skilgreinir reyndar sem hámelódramatískan fjölskylduharmleik um alþýðufólk. Uppfærslan í leikstjórn Péturs Ármannssonar endurspeglar leik með ímyndarsköpun þar sem upp- tökum af sviðinu í rauntíma er varp- að á skjá sem staðsettur er ofan við sviðið. Persónur eru uppteknar af sviðsetningu viðtalanna fyrir heim- ildarmyndina á milli þess sem þær bresta í leik og útfæra senur úr sápuóperunni sem sjá má sem end- urlit fortíðar. Á einum tímapunkti túlka þær einnig hitabeltisóráð Andra við nokkra kæti leikhúsgesta, enda var iðulega flissað að vand- ræðagangi persóna og stílíseruðum leikstíl sápunnar. Rannsókn á svið- setningunni endurspeglast í sjón- rænni umgjörð Ilmar Stefánsdóttur þar sem hitabeltisgróðurinn hefur plastkennt og gervilegt yfirbragð og stílfærðir búningar styðja við hug- myndir okkar um ímyndað sögusvið hitabeltislanda. Höfundur teflir fram margvís- legum pælingum um sannleika og afstæði hans, heiðarleika, sviðsetn- ingu, ringulreið lífsins, áhrif ólíkra frásagnarforma, sakleysi og sekt auk þess að spyrja hvort frásögn geti nokkurn tímann verið hlutlaus. Ekki er hægt að segja að verkið sé framvindudrifið í daðri sínu við absúrdisma, en plott eða línuleg frá- sögn er auðvitað alls ekki nauðsyn- leg til að skapa áhugaverða leiksýn- ingu. En þegar söguna vantar að mestu þarf hins vegar að huga að öðrum þáttum, svo sem eftirtektar- verðri persónusköpun og/eða gef- andi leik með tungumálið sem því miður er ekki fyrir hendi hér. Leikarar uppfærslunnar hafa heilt yfir úr of litlu að moða í per- sónusköpun sinni sem birtist meðal annars í afstöðuleysi persóna hverr- ar til annarrar með tilheyrandi skorti á spennandi dýnamík. Leik- ararnir reyna sitt besta til að gæða persónur lífi, en hafa oft ekki erindi sem erfiði. Best heppnaða senan var sú í hengirúminu þegar Rakel tekst með gáskafullum leik að sannfæra Andra um að hætta við að fara heim og klára þess í stað heimildar- myndina. Lýsingar höfundar á verki sínu, bæði í leikskrá og viðtali sem birtist í Morgunblaðinu á frumsýningar- dag, gáfu fyrirheit um spennandi sýningu. Vissulega birtast ýmsar áhugaverðar pælingar í verkinu, en þær virðast of brotakenndar og laus- beislaðar til að skapa heilsteypta og áhugaverða mynd. Ýmis þemu eru kynnt til sögunnar, en ekki fylgt nægilega vel eftir. Hvort og hvaða þýðingu hafði til dæmis drykkja föð- urins sem virðist angra dótturina framan af en hættir síðan að skipta nokkru máli? Og hvernig bar að skilja þann mikla fókus sem bilaður ísskápur fékk snemma í verkinu með tilheyrandi rými í leikmyndinni áður en persónur hættu alfarið að gefa ísskápunum tveimur gaum? Höfundur virðist hafa ætlað sér að skoða fullmargar hugmyndir í einu verki sem endar með því að engin þeirra lendir almennilega í fókus. Fyrir vikið fá áhorfendur aðeins leiftur af átökum feðgina og átökum elskenda, nasasjón af því hvort ásökun leiði sjálfkrafa til sekt- ar eða hvort fólk geti fengið að telj- ast saklaust uns sekt er sönnuð og smá skvettu af hugmyndum um hreinræktun, skyldu kvenna til að eignast börn og þrá mannsins eftir að skilja eitthvað eftir sig. Yfir og allt um kring er síðan grunn- hugmyndin um sviðsetninguna sem kemst varla á flug þrátt fyrir fantasíunálgun og húmor leikstjór- ans í umgengni sinni við leikverkið. Hér virðist ekki skorta metnað, en úrvinnslan hefði þurft að vera tölu- vert markvissari. Satt og logið Ljósmynd/Grímur Bjarnason Fókus „Höfundur virðist hafa ætlað sér að skoða fullmargar hugmyndir í einu verki sem endar með því að engin þeirra lendir almennilega í fókus,“ segir í rýni um uppfærslu Borgarleikhússins á leikritinu Stórskáldið. Borgarleikhúsið Stórskáldið bbmnn Eftir Björn Leó Brynjarsson. Leikstjórn: Pétur Ármannsson. Leikmynd og bún- ingar: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Myndbandshönnun: Elmar Þórarinsson. Leikgervi: Margrét Bene- diktsdóttir og Ilmur Stefánsdóttir. Hljóðmynd: Þórður Gunnar Þorvalds- son. Leikarar: Jóhann Sigurðarson, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmar Guðjónsson. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 18. október 2019, en rýnt í aðra sýningu laugardaginn 19. október 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Sýning á verkum Þórdísar Aðal- steinsdóttur verður opnuð í dag kl. 17 í Tveimur hröfnum listhúsi. Sýningin ber titilinn Óáreiðanleg vitni. „Svartur hundur drekkur með mér morgunkaffi þar sem ég átti að vera örugg í fjarlægðinni. Við drekkum úr bollum ömmu minnar vegna viðkvæmra minn- inga og einnig heillumst við af lit- um og mynstri sjöunda áratug- arins. Á sama tíma opna tvær konur og ein skjaldbaka gluggana og slökkva ljósin einhvern desem- bermorgun. Þær skríða um ískalt risastórt rúmið, hvíslandi í myrkr- inu, og reyna að finna hver aðra. Anarkistinn Voltairine de Cleyre lést árið 1912, en til er ljósmynd af henni haldandi á kettlingnum sem kom útúr skóginum bak við húsið mitt árið 2018. Á myndinni situr hún í gluggakistunni sem þjónað hefur sem út- og inn- gönguleið fyrir ketti og mannfólk, kaffi og kokteila. Þrátt fyrir mikla vinnu, þá tókst ekki að kenna mér að haga mér,“ skrifar Þórdís m.a. um sýninguna. Þórdís hefur búið til fjölda ára í New York og hefur m.a. unnið þar með hinu virta Stux Gallery. Spil „Póker í cdmx“, málverk eftir Þórdísi. Óáreiðanleg vitni í Tveimur hröfnum BORGARLEIKHÚSIÐ Sex í sveit (Stóra sviðið) Fös 1/11 kl. 20:00 13.sýn Lau 9/11 kl. 20:00 17.sýn Sun 17/11 kl. 20:00 21.sýn Lau 2/11 kl. 20:00 14.sýn Sun 10/11 kl. 20:00 18.sýn Fös 22/11 kl. 20:00 22.sýn Sun 3/11 kl. 20:00 15.sýn Fös 15/11 kl. 20:00 19.sýn Lau 23/11 kl. 20:00 23.sýn Fös 8/11 kl. 20:00 16.sýn Lau 16/11 kl. 20:00 20.sýn Sprenghlægilegur gamanleikur! Matthildur (Stóra sviðið) Lau 2/11 kl. 13:00 64. s Sun 10/11 kl. 13:00 66. s Lau 23/11 kl. 13:00 68. s Sun 3/11 kl. 13:00 65. s Sun 17/11 kl. 13:00 67. s Sun 24/11 kl. 13:00 69. s Sýning ársins á Sögum - Verðlaunahátíð barnanna! Stórskáldið (Nýja sviðið) Sun 3/11 kl. 20:00 6.sýn Fös 8/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 17/11 kl. 20:00 8.sýn Spennandi könnunarleiðangur um hinar mörgu hliðar sannleikans. Eitur (Litla sviðið) Lau 2/11 kl. 20:00 frumsýning Fim 14/11 kl. 20:00 7. s Sun 24/11 kl. 20:00 13. s Sun 3/11 kl. 20:00 2. s Fös 15/11 kl. 20:00 8. s Fim 28/11 kl. 20:00 14. s Fim 7/11 kl. 20:00 3. s Lau 16/11 kl. 20:00 9. s Fös 29/11 kl. 20:00 15. s Fös 8/11 kl. 20:00 4. s Sun 17/11 kl. 20:00 10. s Sun 1/12 kl. 20:00 16. s Lau 9/11 kl. 20:00 5. s Fim 21/11 kl. 20:00 11. s Mið 4/12 kl. 20:00 17. s Sun 10/11 kl. 20:00 6. s Fös 22/11 kl. 20:00 12. s Fim 5/12 kl. 20:00 18. s Hvað áttu eftir stærsta missi lífs þíns? Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 1/11 kl. 20:00 50.sýn Lau 9/11 kl. 20:00 52.sýn Lau 2/11 kl. 20:00 51.sýn Fös 15/11 kl. 20:00 53.sýn Aðeins örfáar sýningar í haust Ríkharður III (Stóra sviðið) Fim 7/11 kl. 20:00 20.sýn Fim 14/11 kl. 20:00 22.sýn Fim 21/11 kl. 20:00 lokasýning Mið 13/11 kl. 20:00 21.sýn Mið 20/11 kl. 20:00 23.sýn Sýning ársins snýr aftur í örfá skipti! Club Romantica (Nýja sviðið) Mið 20/11 kl. 20:00 13.sýn Sun 24/11 kl. 20:00 15.sýn Fim 28/11 kl. 20:00 17.sýn Fim 21/11 kl. 20:00 14.sýn Mið 27/11 kl. 20:00 16.sýn Lau 28/12 kl. 20:00 18.sýn Allra síðustu sýningar. Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Þri 12/11 kl. 20:00 3.sýn Þri 26/11 kl. 20:00 4.sýn Kvöldstund með listamanni. HÚH! (Nýja sviðið) Mið 6/11 kl. 20:00 lokasýning Allra síðasta sýning! Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 23/11 kl. 20:00 20.sýn Lau 30/11 kl. 20:00 21.sýn Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 9/11 kl. 17:00 ALLRA SÍÐASTA SÝNING Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Lau 2/11 kl. 19:30 auka Fös 15/11 kl. 19:30 auka Fös 29/11 kl. 19:30 11. sýn Mið 6/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 9. sýn Sun 10/11 kl. 19:30 8. sýn Lau 23/11 kl. 19:30 10. sýn Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Lau 2/11 kl. 19:30 12.sýn Lau 23/11 kl. 19:30 auka Fös 29/11 kl. 19:30 auka Mið 6/11 kl. 19:30 auka Sun 24/11 kl. 19:30 16. sýn Fös 6/12 kl. 19:30 18. sýn Sun 10/11 kl. 19:30 14. sýn Fim 28/11 kl. 19:30 17. sýn Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Stormfuglar (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/11 kl. 19:30 5. sýn Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn Fös 22/11 kl. 19:30 7. sýn Hinn rómaði sögumaður Einar Kárason stígur á svið Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 2/11 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/11 kl. 13:00 Lau 9/11 kl. 15:00 LOKASÝNING Brúðusýning fyrir alla fjölskylduna Atómstöðin (Stóra Sviðið) Fös 1/11 kl. 19:30 Frums Mið 13/11 kl. 19:30 4. sýn Lau 30/11 kl. 19:30 7. sýn Fim 7/11 kl. 19:30 2. sýn Fim 14/11 kl. 19:30 5. sýn Fös 8/11 kl. 19:30 3. sýn Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Guðmundur Steinsson - Leiklestraveisla (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/11 kl. 16:00 Stundarfriður Fim 7/11 kl. 19:30 Kattholt Sun 10/11 kl. 16:00 Kattholt Leiklestraveisla til heiðurs leikskáldinu Guðmundi Steinssyni í Þjóðleikhúskjall Engillinn (Kassinn) Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Lau 28/12 kl. 19:30 3. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Sun 12/1 kl. 19:30 4. sýn Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson Leitin að jólunum (Brúðuloftið) Fös 1/11 kl. 14:30 Lau 23/11 kl. 14:30 349. sýn Lau 30/11 kl. 14:30 355. sýn Lau 16/11 kl. 11:00 343. sýn Sun 24/11 kl. 11:00 350. sýn Sun 1/12 kl. 11:00 356. sýn Lau 16/11 kl. 13:00 344. sýn Sun 24/11 kl. 13:00 351. sýn Sun 1/12 kl. 13:00 357. sýn Sun 17/11 kl. 11:00 345. sýn Sun 24/11 kl. 14:30 352. sýn Sun 1/12 kl. 14:30 358. sýn Lau 23/11 kl. 11:00 347. sýn Lau 30/11 kl. 11:00 353. sýn Lau 23/11 kl. 13:00 348. sýn Lau 30/11 kl. 13:00 354. sýn Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.