Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 ✝ Ingibjörg Elí-asdóttir fædd- ist í Keflavík 16. nóvember 1933. Hún lést 17. októ- ber 2019. Hún var dóttir Ásgerðar Ólafar Eyjólfsdóttur, f. 21.9. 1911, d. 18.12. 1993, og Elí- asar Þorsteins- sonar, f. 1.3. 1892, d. 25.3. 1965. Hún átti einn bróður, Þór- arin Ívar Haraldsson, sam- mæðra, f. 12.9. 1929, og þrjár systur samfeðra: Guðrúnu, f. 9.9. 1919, d. 20.5. 2003, Mar- gréti Sigrúnu, f. 25.11. 1921, d. 18.1. 1940, og Mörtu Kristínu, f. 8.9. 1923, d. 6.3. 1980. Þann 23.5. 1953 giftist hún Jóhanni Péturssyni, f. 26.4. 1928. Foreldrar hans voru Kristín Danivalsdóttir, f. 3.5. 1905, d. 9.11. 1997, og Pétur Lárusson, f. 23.3. 1892, d. 4.5.1986. Þau eignuðust sex börn: 1) Elías Ásgeir, f. 26.7. 1953, hann er kvæntur Margréti Hrönn Emilsdóttur, f. 11.5. 1954. Þau eignuðust fimm börn: a) Jóhann Emil, f. 21.10. 1971, d. 21.10. 1971, b) Hildur tvö börn, Margréti og Patrek. 3) Margrét Sigrún, f. 27.7. 1957, hún er gift Werner Ka- latschan, f. 23.6. 1949, þau eiga þrjú börn. a) Ingibjörgu Ýri, f. 4.9. 1982, hún á eina dóttur, Álfrúnu Freyju. b) Pétur Þór, f. 18.6. 1986, hann er í sambúð með Aurelie Ploquin, f. 25.12. 1985, og c) Sigrúnu Evu, f. 24.9. 1991. 4) Kristín, var gift Kristjáni Ólasyni, f. 9.2. 1956, þau skildu. Þau eiga fjögur börn. a) Ingibjörgu Brynju, f. 22.1. 1978, hún er gift Paul Grant, f. 4.3. 1964, þau eiga tvö börn, Mikael Anthony og Kristínu Wallis. Fyrir átti Ingibjörg Brynja Ástrósu Lilju Sigurðar- dóttur. b) Thelma Dröfn, f. 4.6. 1980. Hún á þrjá syni. Adam Frey Elíasson, Danival Orra Jónsson og Kristján Gísla Jóns- son. c) Kristján Pétur, f. 27.1. 1983, hann er kvæntur Heiðu Birnu Guðlaugsdóttur, f. 15.11. 1983. Þau eiga tvö börn, Krist- ján Breka og Móeyju Dóru. d) Elías, f. 4.3. 1989, hann er trú- lofaður Bryndísi Bjarnadóttur, f. 19.9. 1990, þau eiga eina dóttur, Sóllilju. 5) Jón Þorsteins, f. 28.9. 1961, hann á þrjár dætur, þær eru Júlía Svava Tello, Guðrún Hanna og Sólrún Glóð. 6) Jóhann Ingi, f. 21.2. 1963, hann er kvæntur Mariana Tamayo, f. 26.7. 1968. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 1. nóvember 2019, klukkan 13. Guðrún, f. 10.2. 1974, hún er trú- lofuð og í sambúð með Arnari Berg- þórssyni, f. 13.3. 1972, þau eiga þrjú börn, Benedikt Orra, Evu Bryndísi og Arneyju Lilju. c) Jóhann Emil, f. 15.7. 1977, hann er kvæntur Sigrúnu Haraldsdóttur, f. 29.7. 1974, þau eiga tvær dæt- ur, Hafdísi Sól og Elmu Hrönn. d) Bjarki Már, f. 18.4. 1985, hann er kvæntur Söruh Træne- ker Elíasson, f. 13.3. 1986, þau eiga einn son, Oskar. e) Rut, f. 17.12. 1986, hún er gift Stefáni Ólafssyni Stefánssyni, f. 26.1. 1983. Elías átti son áður, Val- geir, f. 8.7.1971, sem á tvö börn. 2) Pétur, f. 11.12. 1954, hann er kvæntur Sólveigu Einars- dóttur, f. 9.12. 1954.Þau eiga þrjú börn, a) Jóhann, f. 12.2. 1983, hann er kvæntur Höllu Björk Sæbjörnsdóttur, f. 13.12. 1978, og eiga þau tvö börn, Guðrúnu Ragnheiði og Pétur Þór. b) Sunna, f. 16.6. 1986. c) Einar, f. 29.5. 1989, hann er kvæntur Sigrúnu Sigmunds- dóttur, f. 11.3. 1988, eiga þau Elsku mamma. Það er skrítin tilfinning að skrifa síðustu kveðju mína til þín. Aðeins nokkrum dögum áð- ur en þú yfirgafst okkur fór ég með þér og pabba á Haustfagn- aðinn hjá Hrafnistu þar sem ég sá þig njóta þín innan um fólk og fylgjast vel með öllu sem fram fór. Þú varst alltaf mjög félagslynd og vildir vera innan um fólk. Fyrstu minningar mínar voru af þér í eldhúsinu þar sem þér tókst alltaf að elda góðan mat jafnvel þó að þú hefðir hvorki bragð- né lyktarskyn eins og þú varst vön að minna okkur á. En þú sagðir mér að það hefði tekið þig tíma að læra að elda og varst ávallt þakklát hversu pabbi hefði verið skilningsríkur fyrstu árin sem þið bjugguð saman. Þú og pabbi voruð gift í 66 ár og óluð okkur sex systk- inin upp en það varst þú, mamma, sem sást um uppeldið og gerðir það vel. Það komu barnabörn og barna-barnabörn og þú varst mjög stolt í hvert sinn sem fjölskyldan stækkaði. Þegar ég hugsa til æsku minnar kemur fyrst upp í huga minn ótrúlega gott hljómplötu- safn og góð hljómflutningstæki þar sem ég setti á mig heyrn- artólin og hlustaði á Dr. Hook- plöturnar þínar. Ég man enn þá textana og raula þá þegar ég heyri lögin spiluð. Þú varst allt- af opin fyrir að prófa eitthvað nýtt eða breyta til og hafðir allt- af eitthvað fyrir stafni. Fyrir nokkrum árum sýndir þú mér hvernig þú og mamma þín gerðuð rabarbarasultu sem ég geri núna á hverju sumri og er alltaf þakklátur fyrir að geta haldið í þessa hefð. En nú ertu komin á friðsælan stað og ert innan um annað fólk sem þú saknaðir í lifanda lífi. Ég veit að þú hittir mömmu þína og pabba, systur þínar og aðra vini sem þú eignaðist um ævina. Hvíl í friði, elsku mamma. Þinn sonur Jóhann (Jói). Elsku besta mamma mín. Það var mér mjög erfitt þeg- ar ég fékk að vita að þú værir dáin og ég var á sama tíma staddur erlendis og gat ekki kvatt þig. Reyndar kvaddi ég þig og pabba í hvert sinn sem ég fór utan með því hugarfari að þetta gæti verið í síðasta sinn sem ég sæi ykkur á lífi. En samt varð þetta svo sárt þegar að þessu kom. Í síðasta sinn þegar ég heim- sótti þig sagðirðu að þú værir orðin svo gleymin. Ég sagði: Fínt, því það hrjáir mig líka, og væri nú ekkert til að hafa áhyggjur af. Þú brostir og sagð- ir: Jæja þá, þá skiptir það ekki máli. Þú sagðist skrifa allt á minnismiða og það virkaði vel, nema þegar ég týni miðunum mínum, sagðirðu og hlóst. En hvað það var gaman að koma til ykkar á sunnudögum síðustu 10-15 árin með vínar- brauð. Það varð að vera með glassúr og súkkulaði og helst mikið af hvoru tveggja á vínar- brauðinu. Ég hélt að ég væri góður í að stilla sjónvarpið hjá ykkur. Það var verkefnið mitt og ég hélt lengi vel að ég væri einn í því að stilla tækið. En ég komst að því síðar að hin fengu að stilla það líka. Þú sagðir við þau að hann Elli hefði verið að fikta í sjón- varpinu og það þyrfti að stilla það aftur. Þú passaðir vel upp á fjarstýringarnar og oft tók okk- ur langan tíma að finna þær og koma öllu aftur í gang. Þú varst aldrei róleg ef þú hélst að það væru óhreinindi eða ryk heima hjá ykkur pabba. Alltaf að taka til og þurrka af, enda þyrfti allt að vera „spikk og span“ eins og þú sagðir. Það var ekki bara húsið sem varð að vera í „tipp topp“ standi. Þú varst alltaf með klæðaburðinn og skartgripina á hreinu og hvað passaði saman og átti við hverju sinni. Pabbi naut góðs af því hvað þú hugs- aðir vel um að hann væri snyrti- lega til fara og vel til hafður. Hann gerði aldrei athugasemd við það sem þú lagðir til enda varstu ákveðin ef á þurfti að halda. Ég man vel eftir því þegar við vorum sex systkinin heima og pabbi alltaf á sjó. Það var oft mikið fjör og þegar við Pétur bróðir mættum með alla strák- ana í hverfinu í kex og mjólk. Hvernig þú hafðir þrek í að sjá um okkur öll á þessum árum skil ég reyndar ekki, en það lýs- ir karakter þínum vel. Líf sjó- mannskonunnar var oft erfitt og er enn. Þegar barnabörnin fóru að koma ljómaðir þú og fylgdist vel með þeim og hvernig þeim gekk í lífinu. Meira segja þegar ég kvaddi þig í lok september spurðir þú um barnabörnin og barnabarnabörnin og ég var alltaf með myndir í símanum af þeim sem ég sýndi ykkur pabba. Þið pabbi ljómuðuð alltaf þegar myndirnar voru skoðaðar. Þið kvödduð mig alltaf með því að segja: Takk fyrir komuna, Elli minn, og við biðjum að heilsa Möggu og öllum krökkunum. Ég gæti haldið endalaust áfram, en ég er þakklátur fyrir að hafa átt þig að svona lengi og hvað við hlógum, þú, ég og pabbi þegar ég sagði það nú væru börnin ykkar að fara á eft- irlaun. Þá sagðirðu: jahá, er ég orðin svona gömul! Já, sagði ég, þú ert orðin elsta konan í þinni ætt. Ég sakna þín svo mikið, elsku mamma mín, og ég veit að Guð tók vel á móti þér og mun geyma þig og vernda um alla ei- lífð. Þinn sonur Elías (Elli). Ingibjörg Elíasdóttir tengda- móðir mín lést 17. október síð- astliðinn. Betri tengdamóður gat ég ekki fengið, hún var ekki aðeins tengdamóðir mín heldur einnig góð vinkona. Ég var aðeins 16 ára þegar ég kom í fjölskylduna. Við Elli unnum saman í sumarvinnu í Jökli þar sem við kynntumst. Hann kom alltaf með nesti að heiman sem Ingibjörg útbjó handa honum, en Elli gaf mér ávallt með sér af nestinu. Við höfum haft gaman af að segja frá því að ég hafi í raun fallið fyrir nestinu hans, svo honum. Ingibjörg var sjómannskona, var heimavinnandi þegar börnin voru lítil en fór síðan út á vinnu- markaðinn þegar börnin komust á legg. Hún vann aðallega við afgreiðslu í verslunum og síð- ustu árin hjá Póstinum þar til hún fór á eftirlaun. Ég hugsaði oft til hennar þegar ég var með mín fjögur börn heima, hvernig hún fór að með sex börn og eiginmann sem var á sjó í mislangan tíma í einu. Henni fannst gaman að baka og elda og var hún alltaf að prófa nýjar uppskriftir. Hún bakaði bestu kökurnar og eldaði besta matinn sem er ótrúlegt því hún var bæði með skert bragðskyn og lyktarskyn. Börn- in mín eiga uppáhaldsuppskrift- ir frá henni, t.d. jólasmákök- urnar með súkkulaðidropum. Hún var mikill fagurkeri og fylgdist vel með hvort sem það var myndlist, fatatíska eða hönnun af allri gerð. Hún var ávallt vel tilhöfð, með litasam- setningarnar á hreinu og nagla- lakk í stíl. Eitt sinn var ég með heimboð og þegar þau hjónin komu þá sér hún að skórnir sem hún hafði tekið með sér voru ekki þeir réttu, því liturinn passaði ekki við dressið. Svo Jói fór heim og sótti þá réttu svo henni liði vel í boðinu. Fyrir nokkrum vikum fór ég með hana í klippingu og hún horfði á sjálfa sig í speglinum og sagði við mig: Magga, ef ég væri í lagi í höfðinu, þá hefði ég ekki valið þessa blússu með þessum bux- um. Já, þetta var hún, alveg fram í það síðasta. Ung varð hún skáti og hafði gagn og gaman af þeim fé- lagsskap, einu sinni skáti ávallt skáti. Hún minntist oft á Finn- landsferðina og þær konur sem voru henni samferða í þeirri skátaferð. Hún var ein af stofnendum Lionessuklúbbs Keflavíkur og hafði mikla ánægju af þeirra starfi enda mjög félagslynd kona og mætti á alla fundi hjá þeim þar til undir það síðasta. Þetta tæpa ár sem þau hjón Ingibjörg og Jói eru búin að vera á Nesvöllum var henni erf- itt í fyrstu. Þegar hún var búin að sætta sig við dvölina þar, þá leyndist engum sú ást og virð- ing sem þau báru hvort fyrir öðru. Þau vildu hafa rúmin sín saman svo þau gætu haldist í hendur þegar þau svæfu. Elsku Ingibjörg mín, þakka þér fyrir alla elskuna sem þú hefur sýnt mér í gegnum lífið. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í Sumarlandinu, knúsaðu þau frá mér. Fjölskyld- an öll mun passa vel upp á Jóa þinn. Blessuð sé minning þín. Margrét H. Emilsdóttir. Í dag verður til moldar borin okkar kæra vinkona, Ingibjörg Elíasdóttir. Ingibjörg var ein af stofnendum Lionessuklúbbs Keflavíkur sem stofnaður var í maí 1982 og sat hún í fyrstu stjórn félagsins. Árið 1999-2000 var hún formaður klúbbsins og síðan virkur þátttakandi í hinum ýmsu nefndum og félagsstarfi öllu á meðan kraftar leyfðu. Á langri ævi eru samferða- mennirnir margir og misminn- isstæðir eins og búast má við. Okkur sem starfað höfum sem þéttast með Ingibjörgu í gegn- um árin, er hún um margt mjög minnisstæð. Þessi hægláta fé- lagslynda sjómannskona sem hafði komið sex börnum til manns, naut þess nú að vinna með okkur að hinum fjölbreyttu samfélagsmálum. Hún kom ávallt jákvæð og viljug að sérhverju verkefni sem henni var falið, hvort sem um var að ræða að keyra út mat- arbakka til aldraðra, vinna að fjáröflun eða undirbúa góugleði. Öllum verkum sinnti hún af alúð og af stakri vandvirkni og ná- kvæmni. „Kemur ekki Ingibjörg El?“ var gjarnan spurt þegar fyr- irhugað var að gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að fara í ferðalag. Ingibjörg var húmoristi af guðs náð og stríðn- islegt brosið náði til augnanna. Nærvera hennar var ávísun á góða skemmtun. Hún greip gjarnan míkrafóninn kom með góða skrítlu og einnig var hún snillingur í að gera grín að hversdagslegum hlutum og voru atvik í hennar eigin lífi þar ekki undanskilin. Við klúbbsystur áttum hauk í horni þar sem Ingibjörg var þegar leitað var til hennar með hin ýmsu álitamál sem upp komu í félagsstarfinu. Hún var talnaglögg og úrræðagóð; og kom oft auga á einfaldar lausnir og veitti góð ráð með gleði. Að leiðarlokum sendum við Lionessur fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingi- bjargar Elíasdóttur. Þín ljúfa minning lifa skal og léttir tilveruna. Þökk fyrir liðið þökk fyrir allt þökk fyrir samveruna. F.h. Lionessu- klúbbs Keflavíkur, Bergþóra Bergsteinsdóttir. Ingibjörg Elíasdóttir Egill hefur spilað á gítar í mörg ár og Lalli fékk áhuga á að læra á slíkt verkfæri. Hann gekk í málið af fullri einurð, eins og honum einum var lagið. Gítarar voru keyptir, grip lærð og æfð; margar heimsóknir og símtöl um spilamennskuna gengu fram og til baka. Báðir höfðu þeir áhuga á og ánægju af þessu sameiginlega áhugamáli og oft mikill gangur á þeim. Lalli var hreinn og beinn maður, ótrúlega orðheppinn og fljótur að sjá spaugilegar hliðar á hlutunum. Hann var fylginn sér og stóð fastur fyrir og orð hans stóðu eins og stafur á bók. Elsku Jóhanna og dætur, ásamt ykkar fjölskyldum. Höggvið er skarð í ykkar hóp og undiraldan þung og erfið. Genginn er góður maður, allt- of snemma. Egill kveður bróður sinn og þakkar góðar og dýrmætar samverustundir. Ég kveð sömuleiðis minn ágæta mág með þakklæti fyrir góða viðkynningu. Saman vott- um við djúpa samúð og virð- ingu. Haustkvöld. Langvegir Ljósafjöld sveitanna slokknuð og allt þagnað – nema einn lækur einn hestur sem þræðir beinan stíg og ber mig í dimmunni yfir heiðalönd feðra minna til fjarlægs staðar. Engu þarf að kvíða. Nú kular úr opnum skörðum og lækurinn hljóðnar í lautunum mér að baki. Engu þarf að kvíða klárinn fetar sinn veg – stefnir inn í nóttina með stjörnu í enni. (Hannes Pétursson.) Egill Grímsson og Guðrún Garðarsdóttir. Við að lesa þá sorgarfrétt að Lárus Grímsson sé fallinn rifj- ast upp fyrir mér okkar liðnu samverustundir á löngum vin- skap. Upphafið var er hann réðist í skiprúm hjá mér árið 1972 á m/b Straumnes ÍS. Var hann með mér á vertíð og síðar á humarveiðum. Ári síðar fór hann í Stýrimannaskólann. Árið 1976 fórum við ásamt öðrum í Persaflóann þar sem við vorum ráðnir til skipstjórnar á veiði- skipum. Fannst mér það mikil áræðni hjá Lárusi sem hafði litla reynslu á því sviði. En honum tókst það verk með ágætum. Er komið var heim aftur réðist hann sem skipstjóri á Ljósfara GK. Þar sýndi hann mikla hæfi- leika til nótaveiða. Í framhaldi af því var hann skipstjóri á m/s Hafrúnu ÍS og m/s Júpíter TH. Var hann mikill aflamaður. Eft- ir það réðist hann í ýmis verk- efni. Veiðar við vesturströnd Afríku, hvalaskoðun og veiðar á sæbjúgum svo eitthvað sé nefnt. Við okkar kynni blönduðust kynni á fjölskyldum okkar, fæð- ingu og uppvexti barna okkar o.s.frv. Lárusar er sárt saknað. Kall- ið kom alltof fljótt. Frá honum er tekinn sá tími er hann hefði getað notið; efri árin í faðmi fjölskyldunnar og að fylgjast með uppvexti barnabarnanna. Eftir stendur minning um góð- an dreng sem með áræðni og dugnaði varð landsfrægur sem góður skipstjóri og mikill afla- maður. Okkar kæra Jóhanna og dæt- ur sem og aðrir fjölskyldumeð- limir. Ég og fjölskylda mín færum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Lárusar með þökk fyrir allt og allt. Ingvi Rúnar Einarsson, fv. skipstjóri. Lauga mín er lát- in, eða Sigurlaug Helga Pétursdóttir eins og hún hét. Foreldrar hennar voru Sig- tryggur Pétur Sigurðsson, f. 1897, d. 1935, og Hólmfríður Guð- rún Einarsdóttir, f. 1892, d. 1971. Lauga átti eina systur, Sól- veigu Kristínu, f. 1925, d. 2015. Hún og systir hennar ólust upp í Aðaldal. Lauga mín flutti að Hólkoti í Miðneshreppi 1958. Hún réð sig sem ráðskonu hjá bræðrunum Arnoddi og Magnúsi sem ráku kúa- og fjárbúskap á jörð sinni. Lauga og Oddur felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1959. Þau eignuðust tvö börn, dreng árið 1960 og stúlku árið 1961. Þau dóu bæði stuttu eftir fæðingu. Það var sár og erfiður tími. Lauga kemur inn í stóra fjöl- skyldu því Arnoddur og systkini Sigurlaug Helga Pétursdóttir ✝ SigurlaugHelga Péturs- dóttir fæddist 25. desember 1926 á Hrauni í Aðaldal. Hún lést 13. sept- ember 2019 á Hlé- vangi. Útförin fór fram í kyrrþey. hans voru alls tíu. Af þeim áttu níu maka. Sex af þeim bjuggu í Bæjar- skershverfi, þrjú af systkinunum í Sandgerði og aðeins einn, sá elsti, bjó í Reykjavík. Með þessu fólki, ásamt afa mínum og ömmu, ólst ég und- irritaður upp. Lauga kom til Hólkots með krafti og nýjan og ferskan blæ. Lauga átti alltaf sterkar rætur á Hrauni í Aðaldal. Systir hennar, Solla, átti mörg börn og er kominn stór ættbogi frá henni svo Lauga mín lifir áfram í afkomendum systur hennar. Lauga og Oddur voru að ég tel mjög samrýnd og hefðu fáar kon- ur tekið það í mál að mágur henn- ar byggi hjá þeim. Hún tók því og var sómi hvernig hún hugsaði um mág sinn á efri árum. Þegar hún dó slitnaði strengur í hjarta mínu. Við brotthvarf hennar hvarf stór hluti af mínum minningum og fannst mér að öll stórfjölskyldan hyrfi mér í einni svipan. Guð blessi þig og minningu þína. Valdimar Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.