Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Grænar glyrnur Þessi kisi valdi sér þægilegan stað á vélarhlíf í Þingholt- unum á dögunum til þess að njóta haustdaganna áður en kólnar frekar. Eggert Kosningaúrslitin í fá- menna sambands- landinu Thüringen sunnudaginn 27. októ- ber ollu pólitísku um- róti í Þýskalandi 30 ár- um eftir hrun Berlínarmúrsins. Frá því að Thüringen varð hluti sameinaðs Þýska- lands 1990 hefur CDU, flokkur kristilegra demókrata, ávallt fengið flest at- kvæði þar, en ekki nú. Die Linke (vinstrið), arftaki gamla austur-þýska kommúnistaflokksins, hefur leitt samsteypustjórn með fulltrúum jafnaðarmanna (SPD) og græningja í Erfurt, höfuðborg Thür- ingen, frá árinu 2014. Die Linke fékk flest atkvæði í kosningunum núna, 31% (+2,8 frá 2014). CDU lenti í þriðja sæti með 21,8% atkvæða (-11,7) á eftir AfD (Alternative für Deutschland) með 23,4% (+12,8). Báðir samstarfsflokkar Die Linke í fráfarandi stjórn töpuðu. Jafn- aðarmannaflokkurinn, samstarfs- flokkur CDU/CSU í ríkisstjórn Þýskalands, tapaði 4,2 og fékk ekki nema 8,2%. Græningjar fengu 5,2% (-0,5). Die Linke gerir kröfu til forsætis en nær ekki meirihluta nema með stuðningi eða hlutleysi AfD eða CDU. Til þessa hefur CDU hafnað öllu samstarfi við Die Linke og segist ekki ætla að veita fráfarandi þriggja flokka stjórn stuðning. Strax mánu- daginn 28. október gaf leiðtogi CDU í Thüringen til kynna að flokkurinn útilokaði þó ekki að ræða við Die Linke. Sumir telja að á CDU hvíli söguleg skylda sem sameiningarflokks Þýskalands að leggja sitt af mörkum til að tryggja sam- heldni innan samfélags- ins og þar með að hafna ekki fyrirvaralaust öllu samstarfi við Die Linke. Innan CDU vara margir eindregið við samstarfi við vinstrið. Verði gengið til þess jafngildi það að flokk- urinn tapi sérstöðu sinni og þar með enn fleiri kjósendum. Sviptingarnar hafa áhrif út fyrir Thüringen. Friedrich Merz, fyrrverandi þingflokks- formaður CDU, sem bauð sig fram til flokksformennsku í fyrra, segir úrslitin í Thüringen ömurlegan dóm yfir doðanum og framtaksleysinu sem einkenni stjórnarhætti Angelu Merkel kanslara. Hún liggi eins og drungaleg þoka yfir þýsku þjóðlífi. Illt sé í efni verði Þjóðverjar að búa við slíka óstjórn enn í tvö ár. Fylgistap „stóru flokkanna“ í Thüringen leiðir til þess að hriktir í meginstoðum stjórnar Þýskalands. Óttast margir að við blasi tími sundr- ungar í stað samheldni. Norður-Makedónía í NATO Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri NATO, flutti fyrirlestur í Nor- ræna húsinu um miðjan júní 2019. Að honum loknum bað námsmaður um orðið. Hann sagðist vera frá Norður- Makedóníu. Vildi hann nota þetta einstæða tækifæri til að þakka Stolt- enberg fyrir stuðning hans og frum- kvæði við að tryggja Norður- Makedóníu aðild að NATO. Hún skipti sköpum fyrir þjóð sína. Orð námsmannsins rifjast upp þegar litið er til andstöðu þingmanna Vinstri grænna (VG) við aðild Norð- ur-Makedóníu að NATO. Til hennar kæmi ekki ef alþingi og íslenska rík- isstjórnin snerist gegn henni. Í sept- ember 2019 flutti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tillögu til þingsályktunar um aðildina. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður VG, sat leiðtoga- fund NATO í júlí 2018 þegar sam- þykkt var að bjóða Norður-Makedóníu inngöngu í bandalagið í ljósi samkomulags sem Norður-Makedóníumenn höfðu náð við Grikki um nýtt nafn á landi sínu: Lýðveldið Norður-Makedónía. Þegar tillaga utanríkisráðherra kom til umræðu á alþingi 26. septem- ber 2019 tók einn þingmaður til máls, Steinunn Þóra Árnadóttir (VG). Hún sagði það „einhver stærstu mistök undanfarinna áratuga á sviði al- þjóðamála“ að NATO hefði ekki horfið úr sögunni fyrir 30 árum þeg- ar Berlínarmúrinn féll. Við hrun kommúnismans og með framhaldslífi NATO hefði „glatast gott tækifæri til að byggja upp nýtt öryggiskerfi sem stuðlaði að lýðræði, friði og stöð- ugleika í Evrópu“. Hefðu „hags- munir vopnaframleiðenda“ ráðið miklu um framtíð NATO. Hún taldi „útþenslustefnu og stækkun Atlants- hafsbandalagsins hættulega og heiminum til óþurftar“. Að hennar mati og flokkssystkina hennar væri NATO einfaldlega veruleg „ógn við frið og öryggi í heiminum“. Einangruð í utanríkismálanefnd Tillaga utanríkisráðherra fór til utanríkismálanefndar alþingis og kom þaðan með tveimur álitum 21. október 2019. Meirihlutinn mælti með samþykkt tillögunnar, nefndarmenn úr Sjálf- stæðisflokki, Framsóknarflokki, Pír- ötum og Viðreisn. Fulltrúi Mið- flokksins var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Minnihlutinn, tveir þingmenn VG, boðaði hjásetu í atkvæðagreiðslu um tillöguna en sagði vopnaframleið- endur hafa „ríkra hagsmuna að Atl- antshafsbandalagið stækki“. Þá beitti bandalagið sér í „auknum mæli utan landamæra sinna“. Stefna VG væri „að standa utan hernaðar- bandalaga og hafna vígvæðingu“. Hagsmunum Íslands væri „best borgið með úrsögn úr bandalaginu“. Í atkvæðagreiðslunni 24. október 2019 greiddu þingmenn VG ekki at- kvæði. Píratar klofnuðu; sumir þing- manna þeirra studdu tillöguna, aðrir greiddu ekki atkvæði. Ómakleg afstaða Eitt er að standa gegn aðild Ís- lands að NATO og leitast við að færa rök fyrir þeirri afstöðu. Annað að nota umsókn Norður-Makedóníu um aðild til að leggjast gegn Atlants- hafsbandalaginu eins og gert var í ræðu þingmanns VG og nefndaráliti tveggja VG-þingmanna. Fyrir því eru einfaldlega engin rök að vopnaframleiðendur standi að til- vist NATO eða að baki stækkun bandalagsins með aðild Norður- Makedóníu. Að halda því fram eða gefa til kynna er dæmigerð upplýs- ingafölsun. Að tengja vopnaframleið- endur við aðild Norður-Makedóníu er almennt fráleitt. Lýðveldið ræður yfir um 8.000 manna herliði sem hef- ur tekið þátt í ýmsum NATO- aðgerðum í áranna rás en hefur eng- in úrslitaáhrif á varnarstefnu eða vopnabúnað bandalagsins. Miðað við varnarhlutverk NATO og viðleitni undir merkjum banda- lagsins undanfarin ár við að stilla til friðar og uppræta ófriðarhættu kalla röksemdirnar um hlut vopnafram- leiðenda við töku pólitískra ákvarð- ana á vettvangi NATO á meiri skýr- ingar en birtast í málflutningi VG-þingmannanna. Að beita honum vegna NATO-aðildar Norður- Makedóníu er ómaklegt. Tímaskekkjan Sé litið til nálægra landa með svip- aða flokkaskipan og hér á NATO- stefna VG helst samleið með stefnu Die Linke. Gömlu þýsku kommúnist- arnir eru sömu skoðunar og Stein- unn Þóra Árnadóttir, að NATO sé tímaskekkja, hætta hefði átt sam- starfi NATO-ríkjanna með hruni kommúnismans. Fyrir 10 árum hætti SF, Sósíalíski þjóðarflokkurinn, í Danmörku að berjast gegn aðild Dana að NATO þótt finna megi yfirlýsingar í aðra veru í skjalageymslu flokksins. SV, Sósíalíski vinstriflokkurinn, vill Nor- eg úr NATO og norrænt varnar- bandalag í staðinn. Þó viðurkennir flokkurinn NATO-aðild Noregs með því að segja að hana eigi að nota til að beina bandalaginu til réttrar áttar. VG heldur enn í gömlu NATO- andstöðuna eins og enn sé háð kalt stríð. Rökin gegn stækkun NATO með aðild Norður-Makedónu sýna veikan grunn andstöðunnar. Eftir að þjóðaröryggisstefna Ís- lands var mótuð með aðild að NATO og varnarsamninginn við Bandaríkin sem hornsteina myndaðist grund- völlur fyrir stjórnarsamstarf Sjálf- stæðisflokks og VG. Forstokkuð afstaða VG gegn NATO sem birtist í umræðum um NATO-aðild Norður-Makedóníu sýnir VG en ekki NATO sem tíma- skekkju. Eftir Björn Bjarnason » Sé litið til nálægra landa með svipaða flokkaskipan og hér á NATO-stefna VG helst samleið með stefnu Die Linke. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Die Linke, VG og stækkun NATO Öllum er ljóst hversu mikilvægt starf sjálfboðaliða er í samfélagi okkar. Einnig vita allir hversu erfitt það get- ur verið að afla fjár- magns til þessa starfs. Hluti af þessu ómet- anlega starfi er að nálgast aðila í atvinnu- lífinu og biðja um styrki og framlög. Ég hef nú lagt fram á Alþingi frumvarp sem mun auka stuðn- ing fyrirtækja við íþrótta- og æskulýðs- starfsemi, umhverf- ismál, menningar- starfsemi, m.a. til sjónvarps- og kvik- myndagerðar, góðgerðarfélög og vísindastarf. Verði frumvarpið að lögum verð- ur fyrirtæki sem gefur til dæmis 100 þús. kr. til menningar-, um- hverfis-, æskulýðs- og íþróttamála, líknarstarfsemi og vísindastarfsemi heimilt að telja 200 þús. kr. til lækkunar á tekjuskattsstofni sínum, eða tvöfalda þá fjárhæð sem gefið er. Með þessu lækkar fyrirtækið tekjuskatt sinn þannig að allir hafa hag af þessu. Ríkið hagnast líka enda eru aukin umsvif þessarar starfsemi mjög af hinu góða fyrir hið opinbera. Þetta frumvarp tvöfaldar því hvatann sem er í núgildandi lögum fyrir atvinnulífið til að styðja við fé- lagasamtök og aðra starfsemi á þessum vettvangi. Nýtt að styðja við íþróttafélög, sjónvarpsgerð og umhverfismál Þá mun frumvarpið fjölga þeim málaflokk- um sem geta notið góðs af þessari skat- taívilnun. Þessir nýju málaflokkar eru um- hverfismál, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og menningarmál með áherslu á kvikmynda- og sjónvarpsefnisgerð. Hér er því um að ræða fjölbreyttari starfsemi en áður sem mun njóta góðs af hærri og fleiri framlögum frá at- vinnulífinu. Fjármögnun kvikmynda og sjón- varpsefnis er oft með þeim hætti að nái innlend fjármögnun tiltekinni upphæð kemur mun hærra mót- framlag frá erlendum aðilum. Þann- ig geta fjárhæðir margfaldast. „Íslenska módelið“ Þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfsemi er ljóst að gildi hennar er ótvírætt. Erlendis er tal- að um „íslenska módelið“ þegar kemur að árangri í að minnka neyslu ungmenna á vímuefnum og eiga íþrótta- og æskulýðssamtök stóran þátt í þeim árangri. Þessi fé- lög þurfa oft að reiða sig á framlög frá fyrirtækjum og mun því frum- varpið hafa mjög jákvæð áhrif á starfsemi þeirra. Sömuleiðis er mikilvægt að sam- tök á sviði umhverfismála njóti einnig góðs af þessu skattahagræði. Þessi samtök vinna mjög mikilvægt starf á vettvangi almannahagsmuna og mun vægi þeirra aukast í ljósi hamfarahlýnunar og loftslagsbreyt- inga sem ógna lífi á jörðinni. Snertir tugi þúsunda Íslendinga Það er ljóst að aukin framlög til þessara málaflokka leiða til aukinna umsvifa sem síðar skila tekjum í ríkissjóð. Þannig mun aukin ívilnun á þessu sviði, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, leiða til aukn- ingar á tekjum ríkisins, auk þess að auðga menningarlíf, æskulýðsstarf, umhverfisbaráttu og vísindastarf. Í frumvarpinu er einnig gerð til- laga um að tvöfalda það þak sem nú er sett á framlög fyrirtækja sem hlutfall af sínum tekjum. Tugir þúsunda Íslendinga vinna fyrir íþróttafélögin sín og ýmis góð- gerðarfélög sem myndu njóta góðs af þessu frumvarpi. Þá er kvik- mynda- og sjónvarpsgerð vaxandi atvinnugrein ásamt síaukinni þátt- töku almennings í samtökum sem láta sig varða umhverfismál. Að ógleymdu því starfi sem vísinda- menn og frumkvöðlar sem stunda rannsóknir og vísindi gegna en framlög til þeirra aukast einnig við þessa breytingu. Samþykkt þessa frumvarps væri því mikið framfaraskref þar sem at- vinnulífið, hin frjálsu félagasamtök og frumkvöðlar hagnast. Tvöföldum stuðninginn til íþrótta og kvikmynda Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson »Með þessu lækkar fyrir- tækið tekjuskatt sinn þannig að allir hafa hag af þessu Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. agustolafur@althingi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.