Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 32
Í MOSFELLSBÆ Ívar Benediktsson iben@mbl.is Afturelding tyllti sér á topp Olís- deildar karla í handknattleik í gær- kvöld með eins marks sigri á Ís- landsmeisturum Selfoss í háspennu- leik að Varmá í Mosfellsbæ, 32:31. Leikmenn Aftureldingar áttu loka- sprettinn í leiknum eftir að hafa átt undir högg að sækja lengst af, ekki síst eftir afleitan upphafskafla þar sem gestirnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Afturelding hefur þar með 12 stig í efsta sæti deildarinnar, eins og Haukar, en markahlutfall Aftureld- ingar hagstæðara. Liðin mætast í næstu umferð í uppgjöri toppliðanna að Varmá á sunnudagskvöld. Víst er að þá mun svo sjóða á keipum. Haukur Þrastarson var allt í öllu í liði Selfoss eins og stundum áður. Mosfellingum gekk illa að ráða við ungstirnið sem skoraði að vild og dreifði út stoðsendingum á samherj- ana eins og konfektmolum á hátíð- isdögum. Þegar á leið síðari hálfleik breytti Mosfellingar varnarleik sín- um. Gunnar Kristinn Þórsson var settur til höfuð Hauki. Breytingin skilaði tilætluðum árangri. Um leið lifnaði yfir Arnór Frey Stefánssyni markverði Aftureldingar sem varði afar mikilvæg skot úr opnum fær- um. Hinum megin vallarins fór Birk- ir Benediktsson hamförum og raðaði mörkum á Selfossmarkið. Birkir átti enn einn stórleikinn á leiktíðinni og hlýtur hafa enn einu sinni bankað hressilega á útidyrnar hjá landsliðs- þjálfaranum. Markverðir Selfoss náðu sé ekk- ert á strik og vörðu vart skot í síðari Enn einn baráttusigurinn  Birkir fór á kostum  Gunnar kom böndum á Hauk  Afturelding er efst 32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Varmá, Olísdeild karla, fimmtudag- inn 31. október 2019. Gangur leiksins: 1:3, 4:6, 8:8, 10:11, 12:14, 14:17, 17:20, 20:23, 23:24, 25:25, 28:27, 32:31. Mörk Aftureldingar: Birkir Bene- diktsson 10, Guðmundur Árni Ólafs- son 7/3, Karolis Stropus 4, Sveinn José Rivera 3, Einar Ingi Hrafnsson 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Júlíus Þórir Stefánsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 1. Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 12/1. AFTURELDING – SELFOSS 32:31 Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Guðni Ingvarsson 4, Hergeir Grímsson 4/2, Magnús Öder Einarsson 3, Tryggvi Þórisson 1, Nökkvi Dan El- liðason 1. Varin skot: Sölvi Ólafsson 6/1, Ein- ar Baldvin Baldvinsson 2. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Magnús Kári Jónsson og Heimir Örn Árnason. Áhorfendur: 500. Olísdeild karla Afturelding – Selfoss............................ 32:31 Staðan: Afturelding 7 6 0 1 189:176 12 Haukar 7 5 2 0 183:170 12 ÍR 7 5 0 2 215:194 10 Selfoss 7 4 1 2 213:212 9 ÍBV 7 4 1 2 187:176 9 FH 7 4 1 2 192:185 9 Fram 7 3 0 4 172:170 6 Valur 7 2 1 4 174:166 5 KA 7 2 1 4 198:199 5 Stjarnan 7 1 2 4 170:188 4 Fjölnir 7 1 1 5 175:201 3 HK 7 0 0 7 166:197 0 Grill 66 deild karla Víkingur – Fjölnir U ............................ 28:30 Staðan: Þór Ak. 5 4 1 0 148:132 9 Þróttur 5 3 1 1 166:148 7 Valur U 5 3 0 2 149:147 6 Haukar U 5 3 0 2 142:129 6 KA U 5 3 0 2 163:139 6 Víkingur 6 2 1 3 150:155 5 FH U 5 2 0 3 142:139 4 Grótta 5 2 0 3 129:139 4 Stjarnan U 5 1 1 3 123:158 3 Fjölnir U 6 1 0 5 152:178 2 Meistaradeild karla D-RIÐILL: Kadetten – GOG................................... 40:28  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 4 mörk fyrir GOG en Arnar Freyr Arnarsson skor- aði ekki. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot í marki liðsins. Staðan: Dinamo Búkarest 10, GOG 8, Ka- detten 6, Wisla Plock 5, Kristianstad 3, Chekhovskie Medvedi 2. Þýskaland Kiel – Melsungen ................................. 38:26  Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 1 mark fyrir Kiel og átti stoðsendingu. Ludwigshafen – Bergischer .............. 27:27  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 1. Hannover-Burgdorf – Nordhorn ...... 30:29  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Staða efstu liða: Hannover-Burgdorf 19, Kiel 16., Flensburg 15, Melsungen 15. B-deild: Hamburg – Lübeck-Schwartau......... 29:21  Aron Rafn Eðvarðsson varði 7 skot í marki Hamburg. Með 30% markvörslu.  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 1 mark fyrir Lübeck-Schwartau. Danmörk Ribe-Esbjerg – Nordsjælland ............ 32:24  Rúnar Kárason skoraði 3 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 3. Daníel Þór Ingason er meiddur. Lemvig – SønderjyskE ....................... 27:27  Sveinn Jóhannsson skoraði 6 mörk fyrir SønderjyskE og Arnar B. Hálfdánsson 1.  Dominos-deild karla Þór Þ. – Haukar.................................... 89:80 ÍR – KR ................................................. 78:77 Tindastóll – Þór Ak. ............................. 89:77 Keflavík – Valur.................................... 92:82 Staðan: Keflavík 5 5 0 466:423 10 KR 5 4 1 445:394 8 ÍR 5 3 2 408:430 6 Valur 5 3 2 448:443 6 Haukar 5 3 2 465:443 6 Tindastóll 5 3 2 434:414 6 Stjarnan 4 2 2 367:350 4 Þór Þ. 5 2 3 402:418 4 Grindavik 4 1 3 337:349 2 Fjölnir 4 1 3 336:361 2 Njarðvík 4 1 3 310:321 2 Þór Ak. 5 0 5 386:458 0 NBA-deildin Golden State – Phoenix.................... 110:121 LA Clippers – Utah............................ 96:110 Sacramento – Charlotte................... 111:118 Washington – Houston .................... 158:159 Oklahoma – Portland ......................... 99:102 Brooklyn – Indiana........................... 108:118 Philadelphia – Minnesota .................. 117:95 Boston – Minnesota.......................... 116:105 Toronto – Detroit ............................. 125:113 Orlando – New York ............................ 95:83 Cleveland – Chicago......................... 117:111  KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Dalhús: Fjölnir – Grindavík .................18.30 Njarðtaksgr.: Njarðvík – Stjarnan......20.15 Bikarkeppni karla, Geysisbikarinn: Sandgerði: Reynir S. – ÍA .........................19 DHL-höllin: KR B – Álftanes ...................20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Laugardalshöll: Þróttur – FH U .........19.30 TM-höllin: Stjarnan U – Haukar U..........20 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hleðsluhöllin: Selfoss – ÍBV U .................18 Hertz-höllin: Grótta – Fjölnir ..............18.30 Í KVÖLD! MEISTARADEILDIN Kristján Jónsson kris@mbl.is Breiðablik er úr leik í Meist- aradeild Evrópu kvenna í knatt- spyrnu. París SG hafði betur gegn Breiðabliki í seinni leik liðanna í 16- liða úrslitum í París í gærkvöldi. PSG vann fyrri leik liðanna 4:0 í Kópavogi og fer áfram í 8-liða úrslit eftir 7:1 sigur samanlagt. Styrkleikamunurinn á liðunum er mikill og úrslitin eru í samræmi við það en eru einnig í samræmi við töl- urnar úr leikjunum þar sem PSG sótti stíft í báðum tilfellum. Franska liðið átti til að mynda 17 skottilraun- ir í gær og enn fleiri í fyrri leiknum. Paris SG er firnasterkt atvinnu- mannalið sem skreytir sig með landsliðskonum héðan og þaðan. Lið Breiðabliks er hins vegar með til- tölulega unga leikmenn í stórum hlutverkum og þær komust nokkuð vel frá rimmunni gegn PSG og þá sérstaklega leiknum í París í gær. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 1:1 og þær frönsku komust ekki yfir aftur fyrr en á 78. mínútu. Í herbúðum Blika er vafalaust mun meiri ánægja með frammistöð- una í gær heldur en í fyrri leiknum. Liðið reyndi oftar að halda bolt- anum, taugaveiklunin horfin og öll nálgun betri. Erfitt er að koma því til skila hversu erfitt er að spila svona leiki. Andstæðingurinn er að langmestu leyti með boltann og þeg- ar Breiðablik náði honum þá fékk liðið lítinn sem engan tíma. Ekki er óheppni að franska liðið skoraði í uppbótartíma í báðum leikjunum. Áhugamennirnir áttu þá lítið eftir á tanknum eftir öll hlaupin. Töpuðu með sæmd  Breiðablik úr leik í Meistaradeildinni  Blikar gáfu allt sem þær áttu í París  Jafnt að loknum fyrri hálfleik  Tvö mörk voru skoruð seint í leiknum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt tíunda mark í Meistaradeildinni í ár þegar hún jafnaði 1:1 fyrir Breiðablik í París. 1:0 Jordyn Huitema 6. 1:1 Berglind Björg Þorvaldsd. 45. 2:1 Jordyn Huitema 78. 3:1 Kadidiatou Diani 90. I Gul spjöldHildur, Fjolla, Heiðdís (Breiðabliki) I Rauð spjöldEngin PSG: (4-4-2) Mark: Katarzyna Kie- drzynek. Vörn: Hanna Glas, Irene Paredes, Alana Cook, Perle Morroni. PARÍS SG – BREIÐABLIK 3:1 Miðja: Karina Sævik, Aminata Diallo, Sara Däbritz (Annahita Zamanian 72), Lea Khelifi (Kadidiatou Diani 75). Sókn: Jordyn Huitema, Lina Bo- ussaha (Nadia Nadim 83). Breiðablik: (4-5-1) Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Heiðdís Lillýjardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Fjolla Shala (Hildur Þóra Hákonardóttir 75), Hildur Antonsdóttir, Alexandra Jóhanns- dóttir, Agla María Albertsdóttir. Sókn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Dómari: Tess Olofsson, Svíþjóð. Áhorfendur: Ekki gefið upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.