Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 33
hálfleik. Munar svo sannarlega um minna í jöfnum leik. Sveiflan snerist yfir með Aftureldingarliðinu sem náði í tvígang tveggja marka for- skoti á síðustu þremur mínútunum með skipulögðum og öguðum leik og um leið rann sigurinn Selfyssingum úr greipum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 10 mörk Birkir Benediktsson reyndist Selfyssingum óþægur ljár í þúfu. Hér freista Grímur Hergeirson og Haukur Þrastarson þess að stöðva hann. ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Í BREIÐHOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is ÍR varð í gær fyrsta liðið til að bera sigurorð á KR í Dominos- deild karla í körfubolta er þau mættust í 5. umferðinni. Lokatölur í Seljaskóla urðu 78:77 eftir æsi- spennandi lokamínútur. Sigurinn var eflaust bragðgóður fyrir Borche Ilievski og lærisveina hans eftir tap fyrir KR í lokaúrslitum á síðustu leiktíð og þá staðreynd að Matthías Orri Sigurðarson færði sig yfir til KR frá ÍR í kjölfarið. Þótt ÍR-ingar hafi misst heilt byrj- unarlið og meira til eftir síðustu leiktíð, hefur þeim tekist að búa til alvörulið í Breiðholtinu. Georgi Boyanov og Evan Singletary eru mjög flottir og Sæþór Elmar Kristjánsson var seigur í gær. Collin Pryor stendur alltaf fyrir sínu og það nægði ÍR-ingum gegn kærulausu liði KR í gær. ÍR fékk aðeins þrjú stig af bekknum, en það kom ekki að sök. KR byrjaði tímabilið af miklum krafti og leit mjög vel út í fyrstu leikjunum, en annað hefur verið að sjá til meistaranna í síðustu tveim- ur leikjum. Voru þeir stálheppnir að vinna gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð. Nú var heppnin með ÍR í liði. Þú skapar þína eigin heppni og með skynsamari leik, hefði KR getað verið í góðri stöðu þegar skammt var eftir. Í hvert skipti sem KR náði fínu forskoti slakaði liðið hins vegar á og hleypti ÍR í leikinn og gripu heimamenn tækifærið með báðum höndum. Jakob Örn Sigurðarson spilaði mjög vel fyrir KR undir lokin, en aðrir leikmenn eiga töluvert inni. Jón Arnór Stefánsson var að glíma við meiðsli og Helgi Már Magn- ússon, Matthías Orri Sigurðarson og Michael Craion spiluðu ekki vel þegar mest var undir. Brynjar Þór Björnsson hefur alls ekki náð sér á strik á tímabilinu og var hann enn og aftur langt frá sínu besta í gær. Hann hitti ekki úr einu einasta af þeim þremur þriggja stiga skotum sem hann reyndi. Það er ekkert nýtt að KR sé í fyrsta og öðrum gír í deildarkeppninni, en næstu leikir eru gegn Tindastóli og Keflavík og þarf liðið að rífa sig upp, til að eitt tap breytist ekki í þrjú töp í röð. ÍR er með þrjá sigra í röð og er Borche Ilievski enn og aftur að sanna að hann er einn besti þjálfari deildarinnar. Keflavík með fullt hús Keflavík byrjar deildina með lát- um og hefur unnið alla fimm leiki sína. Í gær vann liðið Val 92:82 í Keflavík. Sá óvenjulegi atburður gerðist í leiknum Christopher Jon- es leikmaður Vals ákvað að taka ekki þátt í leiknum í síðari hálfleik. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, greindi frá þessu í samtali við Körfuna.is og sagði ljóst að leik- maðurinn hefði leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Þórsarar frá Þorlákshöfn eru að finna taktinn og unnu Hauka í gær 89:80 á heimavelli. Sneru þeir leiknum í síðari hálfleik en Haukar voru yfir 46:40 að loknum fyrri hálfleik. Þór hefur nú unnið tvo leiki af síðustu þremur. Tindastóll mátti hafa fyrir því að vinna neðsta liðið, Þór Akureyri, á Króknum 89:77. Leikurinn var nokkuð jafn lengst af og munaði fimm stigum fyrir síðasta leik- hluta. ÍR-ingar komu fram hefnd- um gegn meisturunum  Keflvíkingar á toppnum  Bæði Þórsliðin eru að sækja í sig veðrið Morgunblaðið/Hari Í Seljaskóla Evan Singletary með boltann í gær en hann skoraði afar mikilvæga körfu á lokasekúndunum. Seljaskóli, Dominos-deild karla, fimmtudaginn 31. október 2019. Gangur leiksins: 5:6, 10:12, 10:16, 16:20, 18:26, 19:31, 29:33, 33:36, 33:41, 44:43, 48:52, 55:52, 58:59, 64:64, 70:71, 78:77. ÍR: Georgi Boyanov 26/6 fráköst, Ev- an Christopher Singletary 25/6 stoðsendingar, Sæþór Elmar Krist- jánsson 15, Collin Pryor 9/10 frá- köst, Florijan Jovanov 3. Fráköst: 16 í vörn, 6 í sókn. ÍR – KR 78:77 KR: Jakob Örn Sigurðarson 20/5 stoðsendingar, Michael Craion 17/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 12/7 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 12, Helgi Már Magnússon 8/4 frá- köst, Sigurður Á. Þorvaldsson 6, Brynjar Þór Björnsson 2. Fráköst: 24 í vörn, 3 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason. Áhorfendur: 149 Sú var tíðin að á Íslandi var gef- ið út tímarit um íþróttir sem hét einfaldlega Íþróttablaðið. Kom það líklega út um tíu sinnum á ári þegar mest var. Raunar var tímaritið gefið út í áratugi en ég þekki ekki hvað varð til þess að það lagðist af. Ef til vill var það einfaldlega tilkoma internetsins sem varð þess valdandi. Foreldrar mínir gáfu grænt ljós á að ég væri áskrifandi að þessu tímariti sem barn og ung- lingur enda sjálfsagt margt verra hægt að glugga í en umfjöllun um íþróttalífið hérlendis. Dreif- ingin hjá Fróða hefur þá alla vega þurft að senda eitt eintak vestur á firði. Eftir á að hyggja var tímaritið býsna metnaðarfullt, alla vega á þeim tíma sem um ræðir, en Þor- grímur Þráinsson stýrði þá efnis- tökum. Hægt er að kynna sér það allt saman á Þjóðarbókhlöð- unni þar sem finna má blöðin í möppum rétt eins og Morgun- blaðið sem fagnar 106 ára af- mæli á morgun. Í flutningum fyrir nokkrum árum rakst ég á blað sem líklega var frá árinu 1996. Þar kallaði Þor- grímur körfuboltaþjálfarann frá Grenimel, Benedikt Guðmunds- son, „hugsuð“ í ítarlegri umfjöll- un. Benedikt virðist hafa haldið jarðtengingunni vel eftir þessa umfjöllun og er nú treyst fyrir A- landsliði. Af og til leyfir maður sér að skrifa um hitt og þetta í þessum dagskrárlið. Þá er gott til þess að vita að Ágúst Jóhannsson styður mig ávallt í því að vera með efnistök í óvenjulegri kantinum og sendir mér reglulega góða rafræna strauma. Með Íslands-, deildar- og bikarmeistara í sínu horni eru manni allir vegir færir. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, seinni leikir: PSG – Breiðablik.......................................3:1  PSG áfram, 7:1 samanlagt. Glasgow City – Brøndby...........................0:2  Glasgow áfram eftir vítakeppni. Arsenal – Slavia Prag ...............................8:0  Arsenal áfram, 13:2 samanlagt. Búlgaría Levski Sofia – Dunav Ruse..................... 2:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn og skoraði síðara mark L.S. Rússland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Spartak Moskva – Rostov ....................... 2:1  Ragnar Sigurðsson var á varamanna- bekknum hjá Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 71 mínútuna. Danmörk Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: AGF – OB.................................................. 1:0  Jón Dagur Þorsteinsson var ekki í leik- mannahópi AGF. Spánn Eibar – Villarreal ..................................... 2:1 Mallorca – Osasuna .................................. 2:2 Getafe – Granada...................................... 3:1 Staða efstu liða: Barcelona 10 7 1 2 28:11 22 Real Madrid 10 6 3 1 21:9 21 Granada 11 6 2 3 18:13 20 Atlético Madrid 11 5 5 1 11:6 20 Sevilla 11 6 2 3 14:12 20 Ítalía AC Milan – SPAL......................................1:0 Staða efstu liða: Juventus 10 8 2 0 18:9 26 Inter Mílanó 10 8 1 1 22:10 25 Atalanta 10 6 3 1 30:16 21 Roma 10 5 4 1 18:11 19 Lazio 10 5 3 2 22:10 18 Napoli 10 5 3 2 20:13 18  Hannover-Burgdorf slakar hvergi á í þýska handboltanum og er í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu stigum. Nordhorn-Lingen, sem Geir Sveins- son stýrir, stóð þó í efsta liðinu í gær en Burgdorf vann 30:29. Nordhorn er í neðsta sæti með einn sigur eftir ellefu leiki en Geir tók við liðinu að- eins tveimur dögum áður en deildin hófst. THW Kiel á tvo leiki til góða og er þremur stigum á eftir. Kiel getur því náð efsta sætinu en burstaði Melsungen í gær á heimavelli. Þótt Melsungen sé í 4. sæti og með ein- ungis tvö töp þegar liðið kom til Kiel í gær þá átti liðið ekki möguleika gegn THW. Úrslitin urðu 38:26 og skoraði Gísli Kristjánsson 1 mark fyrir heimaliðið og gaf eina stoðsendingu. Íslendingaliðið Bergischer lenti í spennuleik gegn Ludwigshafen á úti- velli og lauk leiknum með jafntefli 27:27. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson skoraði 1 mark. Liðið er í 13. sæti með 9 stig en mótherjinn í gær er í næstneðsta sæti deild- arinnar. Á morgun fær Elvar Ás- geirsson að spreyta sig gegn meist- araliðinu Flensburg. Burgdorf heldur þriggja stiga forskoti á Kiel Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Þýskaland Geir Sveinsson mætti efsta liðinu og tapaði naumlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.