Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Arndís Jóhannsdóttir Helga Ragnhildur Mogensen Kristin Sigfríður GarðarsdóttirObergljót ásta créative clothes Chantal van den Broek Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur Margrét Guðnadóttir Valdís Harrysdóttir Fjaðrafok frá Valkyrja Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Hulda B. Ágústsdóttir Ranglega var farið með föðurnöfn í myndatexta frá forsetaheimsókn í Snæfellsbæ í blaðinu í gær. Bræð- urnir Fannar og Daði, sem voru á mynd með forsetahjónunum, eru Hjálmarssynir. Beðist er velvirð- ingar á þessu. LEIÐRÉTT Synir Hjálmars Fjölskyldu- og landbúnaðarsýn- ingin Hey bóndi verður haldin í fé- lagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli á morgun, laugardag, kl. 10-17. Fóðurblandan hefur haldið sýningu með þessu heiti undanfarin ár. Sýnd verða ýmis landbúnaðar- tæki, bæði innan dyra og utan, til- boð verða á vörum, fyrirlestrar um fóðurmál og ýmislegt annað og Latibær og Hundur í óskilum sjá um skemmtiatriði. Frumkvöðlar sýna verkefni sín og seldar verða landbúnaðarafurðir „beint frá býli“. Meðal fyrirlesara er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar. Annar fyrirlesari kynnir nýtt efni í kjarn- fóður sem á að minnka kolefnis- fótsporið. Hey bóndi Á sýningunni á laug- ardag mun kenna ýmissa grasa. Hey bóndi á Hvolsvelli BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ef við fylgjum umhverfismatinu á skynsamlegan hátt erum við á réttri leið. Við lendum á svipuðum stað, hvor aðferðin sem er notuð. Frekar er hægt að segja að við leyfum okkur að gera aðeins of mikið í þágu um- hverfisins en of lítið,“ segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs hjá Lands- neti. Hann ræðir þar um niðurstöðu skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um mat á umhverfiskostnaði þriggja valmöguleika við lagningu Hólasandslínu 3. Línan á að liggja frá Akureyri að nýju tengivirki á Hólasandi. Farið er yfir nokkur viðkvæm svæði, eins og Eyjafjörð, Fnjóskadal og Laxárdal. Áformað er að leggja línuna í jarð- streng um Eyjafjörð, m.a. vegna ná- lægðar við þéttbýli og flugvöll. Landsnet á réttri leið Sverrir Jan segir að mat á um- hverfiskostnaði sé ekki lögboðið hér á landi og heldur ekki annars staðar í Evrópu. Því sé þó beitt í einstaka undantekningartilvikum ytra þegar framkvæmt er á svæðum sem talin eru sérstaklega verðmæt vegna um- hverfisins. „Við ákváðum að fara í rannsóknarverkefni vegna undirbún- ings Hólasandslínu 3 til að prófa að- ferðina og sjá hvort hún gefi allt aðra niðurstöðu en umhverfismatið,“ segir Sverrir. Hann túlkar niðurstöðuna þannig að Landsnet sé á réttri leið við sína vinnu við umhverfismat. Kannaður var vilji almennings til þriggja kosta. Sá fyrsti var að leggja nýja línu á tvíbreiðum möstrum um Fnjóskadal og rífa þá gömlu, Kröflu- línu 1, í stað þess að leggja nýja línu við hlið þeirrar gömlu eins og Lands- net áformar. Sú framkvæmd myndi kosta 350 milljónum meira en aðal- valkostur fyrirtækisins. Niðurstaða mats Hagfræðistofnunar er að al- menningur sé tilbúinn að greiða 277 milljónir fyrir þá framkvæmd með hækkuðum rafmagnsreikningi. Þessi valkostur sé því ekki hagkvæmur en tekið er fram að munurinn sé innan skekkjumarka. Landsnet mat umhverfisáhrif tveggja kosta við að leggja línu yfir Laxárdal. Niðurstaða umhverfismats var að betra væri að leggja loftlínu en jarðstreng. Það hefði minna rask í för með sér. Niðurstaða mats Hagfræði- stofnunar styður þá ákvörðun. Jarð- strengur er talinn kosta 250 milljón- um meira en loftlína en almenningur krefst 256 milljóna króna bóta fyrir rask á umhverfinu við lagningu jarð- strengs. Svarið er skýrt í því tilviki, ekki er talið þjóðhagslega hagkvæmt að leggja jarðstreng. Þriðja framkvæmdin sem spurt var um er niðurrif Laxárlínu. Gert er ráð fyrir því í umhverfismati sem lið í mótvægisaðgerðum vegna lagningar Hólasandslínu 3. Niðurrifið er talið kosta 325 milljónir króna en almenn- ingur virðist ekki tilbúinn til að leggja nema 201 milljón í það verk. Vegna vikmarka er ekki hægt að fullyrða að framkvæmdin sé óhagkvæm að mati almennings þótt matið bendi til þess. Lítill greiðsluvilji almennings Greiðsluvilji almennings var met- inn með því að framkvæmdin í heild og þessir tilteknu kostir voru kynntir ítarlega fyrir þátttakendum í stórri skoðanakönnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans vann og þátttak- endur spurðir hvort og þá hversu mikið þeir væru tilbúnir að greiða í hærri rafmagnsreikningi fyrir val- kostina. Kostnaður við lagningu Hóla- sandslínu 3 er áætlaður um 9 millj- arðar. Athygli vekur hversu lágar fjárhæðir almenningur er tilbúinn að greiða fyrir framkvæmdir sem eru dýrari og taldar betri fyrir umhverf- ið, eins og niðurrif Laxárlínu, eða hafa mest verið í umræðunni vegna náttúruspjalla, eins og línan yfir Lax- árdal. Alla vega er ljóst að vilji til að hækka rafmagnsreikninginn vegna umræddra framkvæmda er það lítill að hann umbyltir ekki umhverfismati Landsnets. Sverrir Jan segir aðspurður alveg óákveðið hvort þessari aðferð verði beitt við undirbúning framkvæmda Landsnets í framtíðinni og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir því í lög- boðnu ferli umhverfismats. Komast að sömu niðurstöðu  Mat á umhverfiskostnaði við valkosti við lagningu Hólasandslínu gefur svipaða niðurstöðu og hefðbundið umhverfismat  Rannsóknarverkefni hjá Landsneti Ljósmynd/Landsnet Laxárdalur Eins kílómetra haf verður á línunni þar sem hún mun liggja yfir dalinn og möstrin verða ofan dalsbrúna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.