Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Vönduð viðarleikföng Bæjarlind 2, Kópavogur, sími 866 4493. Opnunartími eftir samkomulagi Regnboginn verslun Regnboginn_verslun Falleg og vönduð viðarleikföng, einnig leikföng úr opnum efnivið. Sjáið úrvalið í netverslun okkar www.regnboginnverslun.is Ný sending af fatnaði Baráttan gegn lofts- lagshamförum virðist stundum ógnarflókið viðfangsefni. Flest markmiðin eru hins vegar ofureinföld, þótt leiðin að þeim kunni að vera vandrötuð. Þannig má t.d. slá því föstu að í framtíð þar sem tekist hefur að byggja upp loftslags- vænt samfélag verði aðeins notuð endurnýjanleg orka. Nú liggur fyr- ir að við náum ekki markmiðum Parísarsamkomulagsins nema halda 2/3 þekktra birgða af jarð- efnaeldsneyti í heiminum áfram neðanjarðar við lok þessarar aldar. Jarðarbúar verða að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti. Mótsagnakennd orkuskipti? Þetta gæti reynst sumum erfitt, sérstaklega þeim sterku aðilum sem hafa fjárhagslega hagsmuni af vinnslu og sölu jarðefnaeldsneytis. Það þarf ekki að ganga svo langt að benda á loftslagsafneitarann sem heldur um stjórn- artaumana í Banda- ríkjunum og lítur á bráðnun norðurskauts- ins sem stórkostleg tækifæri til vinnslu auðlinda, heldur má líta til Norðmanna. Þar hafa stjórnvöld lengi haft metnaðarfull áform um orkuskipti í samgöngum og að ýmsu leyti verið til fyrirmyndar í áætl- unum sínum til að ná loftslagsmarkmiðum. En á sama tíma er Noregur einn stærsti fram- leiðandi olíu og gass í heiminum – og núna í byrjun október hóf norska ríkisolíufélagið vinnslu á nýju svæði í Norðursjó sem mun auka framleiðslu Noregs um þriðj- ung! Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt og sjö annarra þingmanna um frystingu olíuleitar við Ísland um fyrirsjáanlega framtíð – eða a.m.k. þar til fullnaðarsigur hefur unnist í loftslagsbaráttunni. Sumir myndu segja að slík lagasetning væri óþörf, þar sem engin áform væru lengur um leit og vinnslu á Dreka- svæðinu, en dæmin af olíufíklunum í Bandaríkjunum og Noregi sýna að ekkert er sjálfsagt í þessum efn- um. Orkustofnun á villigötum Í gær birtist í Morgunblaðinu enn eitt dæmi um mikilvægi þess að löggjafinn sýni með skýrum hætti að vinnsla jarðefnaeldsneytis sé arfur fortíðar. Þar var rætt við Guðna A. Jóhannesson orku- málastjóra í tilefni umsagnar Orku- stofnunar um frumvarpið. Guðna þykir mikilvægt að umræðan verði ekki of „einhliða“ og telur ýmis álitamál uppi ef útiloka eigi olíuleit á Drekasvæðinu. Þessi loftslags- fjandsamlega afstaða innan úr stjórnsýslunni kemur verulega á óvart á sama tíma og ríkisstjórn Ís- lands leggur áherslu á að sýna meiri metnað í loftslagsmálum en áður hefur sést. Orkustofnun lítur svo á að Parísarsamkomulagið geri engar kröfur um að takmarka olíu- eða gasvinnslu. Það segir sig hins veg- ar sjálft að ef lagt er í gríðarlega fjárfestingu við leit og vinnslu mun allt verða gert til að koma olíunni á markað. Framboð er þannig bein- tengt eftirspurn – og rauði þráður- inn í Parísarsamkomulaginu er að breyta neyslu þannig að dragi úr eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Þá bendir Orkustofnun á að besta leiðin til að draga úr út- blæstri af völdum kolabruna sé að brenna olíu og gasi á „yfirgangs- tímabilinu í næstu framtíð“. Þessi rök heyrast víða um lönd, borin fram af olíufyrirtækjum, en halda ekki vatni. Frekar en að skipta inn- viðum fyrir kolabruna út fyrir olíu- innviði þarf að taka stökkið allt í einu – að hjálpa þeim ríkjum sem stóla á kolabruna við orkufram- leiðslu að færa sig beint yfir í græna orku. Þarna hefði maður vonað að orkumálastjóri sæi þau gríðarlegu tækifæri sem skapast fyrir Ísland sem þekkingarmiðstöð í nýtingu vatnsorku og jarðvarma. Samhliða því að ná loftslagsmark- miðum gæti Ísland flutt út verð- mæta þekkingu til að hjálpa öðrum ríkjum. Loftslagsvæn framtíð umfram gróðasjónarmið Ákvörðun um frystingu olíuleitar við Ísland myndi senda skýr skila- boð og gera íslenskum stjórnvöld- um kleift að tala kröftuglega gegn olíuleit á norðurskautssvæðinu. Það heitir ekki „sýndarmennska“ eins og Orkustofnun hefur áhyggjur af, heldur heitir það að vera samkvæm sjálfum sér. Sýndarmennska væri að stæra sig af metnaðarfullum loftslagsáherslum en auka sífellt við framboð á mengandi jarð- efnaeldsneyti í heiminum, eins og Norðmenn gera því miður. Verði frumvarp mitt að lögum getur Ís- land talað gegn skammtíma gróða- sjónarmiðum en með loftslags- vænni framtíð í þágu þeirra sem á eftir okkur koma. Eftir Andrés Inga Jónsson » Sýndarmennska væri að stæra sig af metnaðarfullum lofts- lagsáherslum en auka sífellt við framboð á jarðefnaeldsneyti, eins og Norðmenn gera því miður. Andrés Ingi Jónsson Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Baráttan fyrir loftslaginu er ekki sýndarmennska Fyrir atbeina Sjálf- stæðisflokksins hefur draugur vinstri- stjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur verið endurvakinn. Í 300 síðna s.k. EES- skýrslu á að stórauka báknið og búa til ís- lenska ESB-hirð í tengslum við hirðina í Brussel. Sjálfstæði Íslands skal afnumið með nýrri stjórnarskrá og fullveldinu breytt í þýðingardeild á regluverki ESB til birtingar í Stjórnartíðindum. Engar tölur eru kynntar í skýrsl- unni um kostnaðinn af þessari glæfralegu aðför að stjórnarskrá lýðveldisins en doðranturinn sjálf- ur kostar 25 milljónir króna úr vösum almennings. Sjálfstæð- ismenn mættu muna fífil sinn fegri og rækta heimanmundinn í stað glórulauss leiðangurs að gera Ísland að amti í ESB. Skýrslan er skrifuð af kerf- isfólki fyrir kerfisfólk. Lögfræð- ingar fá greitt fyrir að skrifa hilluvermara sem aðrir lögfræð- ingar fá borgað fyrir að lesa. Blanda af hallelúja-söng til þeirra sem „hafa völdin á bak við tjöldin“ og sagnfræðilegri heimildaskrá Al- þingis, allt skrifað á máli „sér- fræðinga“ sem ein- ungis aðrir „sérfræðingar“ geta skilið. Skýrsluhöf- undar reisa „haltu kjafti“-skjaldborg ut- an um markmið ESB á Íslandi og í þetta sinn á að fullkomna misheppnað verk rík- isstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og koma Íslandi inn í ESB jafnvel með að- ildarumsóknina ofan í skúffu. Þetta er svo allt saman kynnt sem niðurstaða opinberrar úttektar á samstarfi Íslands við ESB í gegnum EES-samninginn. Fullkomin uppgjöf Skýrslan er full af órökstuddum fullyrðingum og grunnri sögulegri yfirferð. Sífellt er hamrað á mik- ilvægi einhliða stjórnar ESB á málefnum landsmanna og nauðsyn á nýrri ESB-stjórnarskrá fyrir Ís- land. Til að koma þessum breyt- ingum á þarf að stórauka manna- ráðningar í ráðuneytum og breyta allri stjórnsýslu til samræmis við það sem er hjá aðildarríkjum ESB. Það litla sem tekið er upp um „tvíhliða“ stoðir EES- samningsins er umsvifalaust skot- ið í kaf með hótunum ESB um að fresta framkvæmd einstakra við- auka samningsins eða hluta hans gagnvart Íslandi. EES-samninga- nefndin verður dómstóll yfir Ís- landi og ekki gert ráð fyrir neinu öðru en að samninganefnd EES leysi úr ágreiningsmálum. Þessi fullkomna uppgjöf í mál- efnum Íslands slær lögin sem eina vopn smáþjóða í deilum við stór- þjóðir úr höndum landsmanna. Í stað þess að standa á grundvelli íslensku stjórnarskrárinnar er lagt til að komið verði á fót dýrri hirð „sérfræðinga“ til að annast rekstur smáríkisins fyrir hönd ESB. Lýðræðiskerfi okkar með kjörnum embættismönnum er gef- ið langt nef og fullveldi þjóð- arinnar lagt í rúst til þess að opna Gullna hlið ESB fyrir kerfisfólk á Íslandi. Í fimmtán flækjupunktum er stjórnarskrá Ísland lýst sem aðal- hindrun í götu ESB til að stjórna Íslandi. Lögleiða á stjórn- arskrárbrot með sértökum kafla í nýrri stjórnarskrá. Við yfirtöku ESB á Íslandi verða EES-mál í framtíðinni skilgreind sem „innan- ríkismál“. Kosta á ný stöðuheiti „tenglafulltrúa“ við Brussel til að selflytja ákvarðanir framkvæmda- stjórnar ESB til Íslands. „Sér- fræðingar“ kerfisins fá meiri völd en lýðræðislega kjörnir embætt- ismenn og Alþingi fær hlutverk sendisveinafyrirtækis. Og enn einu sinni hefst hræðslusöngurinn um að varðstaða um hagsmuni Ís- lendinga muni gera þá að einangr- uðu viðundri meðal þjóða heims verði flækjufyrirmælum skýrslu- höfunda hafnað. Lýðræði í gíslingu Kerfið étur og kerfið tekur. Skýrslan er skólabókadæmi um hvernig kerfisfólk gerir stjórn- málin óaðgengileg og óskiljanleg venjulegu fólki. Lýðræðinu og stjórnmálaumræðunni er stolið af landsmönnum og sett í poka merktum „sérfræðingum“. Skýrsluhöfundar hafa aðlagað sig svo vel skriffinnskuveldi ESB að ekki er hægt að veita þeim und- anþágu til að finna almenna skyn- semi lengur. ESB-sinnar vilja umskrifa sögu Íslands og byrja árið 0 með aðild- arumsókninni að ESB rétt eins og Íslandssagan og lýðveldisstofnunin skipti engu máli. Boðskapur skýrslunnar kemst fyrir á þremur vélrituðum síðum og er ekkert annað en endurvakinn draugur Jó- hönnu-stjórnarinnar. Afglöp óvandaðra stjórnmálamanna eru stjórnarskránni að kenna, allur ár- angur frumkvöðla og vinnandi fólks er ESB og EES-samn- ingnum að þakka. Að sögn skýrsluhöfunda hefur EES- samningurinn breytt Íslandi í paradís á jörðu og Íslendingar því heppnastir allra jarðarbúa og hafa ekkert annað betra að gera en að syngja lofsöngva um ESB. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sá flokkur sem barðist hvað mest fyrir stofnun íslenska lýðveldisins hefur kúvent skútunni og prédikar nú afnám stjórnarskrárinnar. Börðust Íslendingar fyrir eigin frelsi og sjálfstæði einungis til þess að afhenda Evrópusamband- inu yfirráðin yfir landinu 75 árum síðar? Eiga Íslendingar að lenda undir hæl hins nýja stórveldis meginlandsins sem hunsar reglur lýðræðis, er í fjárhagslegum ógöngum og í óða önn að byggja upp stórher í Evrópu? Á að fórna landinu fyrir peninga- og valda- gráðuga einstaklinga kerfisins sem eru reiðubúnir að selja sálina fyrir það eitt að fá að mola af borði aðalsins í Brussel? Til hvers var þá barist? Afturganga vinstristjórnarinnar Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Skýrsluhöfundar hafa aðlagað sig svo vel skriffinnskuveldi ESB að ekki er hægt að veita þeim undanþágu til að finna almenna skynsemi lengur. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fv. ritari Evrópu- samtaka smáfyrirtækjarekenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.