Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 ✝ GuðmundaSigurðardóttir hjúkrunarfræð- ingur fæddist á Ísafirði 12. janúar 1932. Hún lést á Landspítalanum 25. október 2019. Foreldrar henn- ar voru Aðalheiður Dýrfjörð verka- kona, f. 30. mars 1895 á Ísafirði, d. 8. júní 1983, og Sigurður Bjarnason verkamaður, f. 26. febrúar 1893 á Björgum í Vind- hælishreppi, d. 13. maí 1971. Þau eignuðust tíu börn og kom- ust sjö þeirra á legg, systur, og var Guðmunda sú sjötta í röð- inni. Stella Jórunn, f. 5.3. 1918, d. 20.3. 1975, Guðríður, f. 6.7. 1921, d. 18.10.1996, Mikkelína, f. 1.12. 1924, d. 12.10. 1996, Kristín Jóna, f. 23.10. 1929, Ólöf, f. 23.10. 1929, og Að- Hrafnagili í Eyjafirði, d. 9. júlí 1965. Jón Viðar og Guðmunda eignuðust fjóra syni, þeir eru: 1) Tryggvi, f. 11. nóvember 1954, maki Ingveldur Braga- dóttir. Dætur þeirra eru Elín Björk, Signý og Hanna Sigríð- ur. 2) Sigurður Helgi, f. 8. des- ember 1955, maki Liv Kari Ty- vand. Synir þeirra eru Gisle Ivar, Jon Vidar og Pål Runar. 3) Jón Viðar, f. 20. apríl 1969, maki Þorbjörg Hróarsdóttir. Dætur þeirra eru Herborg og Vigdís. 4) Hreinn, f. 11. febrúar 1973, maki Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Dætur þeirra eru Hrefna, Auður og Þórey. Barnabarnabörnin eru átta. Guðmunda ólst upp á Ísa- firði. Hún flutti til Reykjavíkur til að stunda nám við Hjúkr- unarskóla Íslands og lauk það- an prófi árið 1955. Hún starfaði lengst af við hjúkrun á Hrafn- istu í Reykjavík og á hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Hún var auk þess virk í Alþýðuflokksfélagi Kópavogs. Útför Guðmundu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 1. nóvember 2019, klukkan 11. alheiður Dýrfjörð, f. 13.8. 1935. Einn- ig ólu þau Aðal- heiður og Sigurður upp bróðurson hennar, Hólm Dýr- fjörð, og tvo dótt- ursyni sína, Sig- urjón Ámundason og Guðmund Antonsson. Guðmunda gift- ist Jóni Viðari Tryggvasyni þann 26. desem- ber 1954. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttust í Kópavog árið 1973 og bjuggu þar alla tíð síðan. Jón Viðar lést 1. júlí 2015. Foreldrar hans voru Hall- gríma Árnadóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1898 í Traðarholti, Stokkseyrarhreppi, Árnessýslu, d. 4. desember 1977, og Tryggvi Jónsson, búfræðingur og afgreiðslumaður á Ak- ureyri, f. 18. febrúar 1899 á Elsku amma Didda. Það er sárt að nú sé komið að kveðjustund. Tilfinningarnar hrannast upp, bæði yfirþyrm- andi sorg og einnig þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Þú varst okkur einstaklega mikilvæg og við munum aldrei gleyma þinni einstöku nærveru sem ein- kenndist af gleði og hlýju sem fékk alla til að líða vel í kringum þig. Það var alltaf svo ánægjulegt að koma í heimsókn til ykkar afa og sjá þitt breiða bros og fá hlýtt faðmlag. Það er mikil huggun í öllum yndislegu minningunum. Fyrsta sem kemur upp í hugann eru all- ar dásamlegu stundirnar í sum- arbústaðnum og Starhólmanum. Það var ávallt mikið líf og fjör í kringum þig amma, við sjáum þig fyrir okkur syngjandi og dansandi í eldhúsinu í Starhólm- anum og síðar með barnabörnin á Kópavogsbrautinni. Eldhúsið angaði oft af pönnukökulykt af heimsins bestu pönnukökum. Okkur leið alltaf vel hjá ykkur afa og það var ýmislegt brallað. Sem litlum stúlkum þótti okkur mikið sport að fá að skoða skart- gripina þína, máta hælaskóna og fínu samkvæmiskjólana og spóka okkur um húsið. Maður fann hvað þér þótti gott að hafa fjölskylduna hjá þér og það var hefð að koma til ykkar afa í kvöldkaffi á aðfangadag og í seinni tíð hangikjöt á jóladag. Þú varst mjög umhyggjusöm og varst ávallt til staðar fyrir okk- ur. Komst á allar sýningar hjá okkur systrum færandi hendi með rauða rós í lok sýningar sem okkur þótti mjög tilkomu- mikið. Það er ein minning sem við hlæjum ávallt mikið að, en það er þegar við systurnar tókum okkur langan göngutúr yfir í Starhólmann úr Kringlunni. Í Fossvoginum fundum við ný- fæddan yfirgefinn kettling sem við tókum með okkur til þín. Þú varðst mjög hissa á þessum óvænta gesti sem lyktaði heldur illa. En þú varst ekki lengi að græja bað fyrir hann og taka hann að þér fyrstu nóttina. Síðustu ár varstu dugleg að ferðast og okkur Signýju og El- ínu þykir ótrúlega dýrmætt að þú skyldir koma í heimsókn til okkar í Svíþjóð. Þú varst mjög barngóð og barnabörnin nutu sín hjá þér. Alla tíð og þrátt fyr- ir veikindin dansaðirðu um stof- una með litlu stelpurnar, lékst á gólfinu og hljópst á ganginum. Pönnukökurnar þínar voru alltaf eftirsóttar í barnafmæli og nú kemur í ljós hvort við systurnar höfum tekið nógu vel eftir á pönnukökunámskeiðinu hjá þér því þínar pönnukökur voru þær bestu. Hvíldu í friði, elsku amma. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þínar Elín, Signý og Hanna Sigríður. Elsku besta Didda amma okkar sem hefur verið svo stór hluti af lífi okkar hefur nú kvatt þennan heim. Amma var ynd- isleg kona, umhyggjusöm, hlý og góð og naut þess að vera til. Hún var hress og snör í snún- ingum og var alltaf boðin og bú- in að hjálpa okkur við það sem þurfti, hvort sem það var sam- vera, skutl, kattarpössun, pönnukökubakstur eða annað. Hún studdi okkur líka alltaf og fylgdist með okkur í tómstund- um okkar fram á síðasta dag og kom á viðburði og sýningar sem við tókum þátt í. Þegar við vorum yngri og vorum hjá ömmu og afa var það fastur liður að fara með þeim út að gefa öndunum brauð við Kópavogslækinn. Amma talaði þá við fuglana og við með henni og ef við komum illa klæddar til ömmu átti hún nóg af slæðum og treflum til að dúða okkur með. Amma söng líka fyrir okkur alls kyns lög og bjó sum þeirra til. Við vorum frekar hissa á leik- skólavinum okkar sem kunnu ekki „Sussubía“, lagið hennar ömmu, sem við kunnum svo vel. Amma var kraftmikil og dug- leg að hreyfa sig, gekk um allt og fór alltaf stigana í stað þess að taka lyftuna, enda fannst okkur hún aldrei verða gömul. Hún var líka dugleg að laga til í kringum sig, bæði inni hjá sér þar sem alltaf var fínt og líka úti þar sem hún bæði passaði upp á umhverfið löngu áður en það komst í tísku með því að taka upp rusl og flöskur sem fólk hafði skilið eftir á götunni. Það var alltaf gaman að sitja í eldhúsinu hjá ömmu og tala við hana. Hún sagði þá oft sögur frá því í gamla daga, bæði þegar hún bjó heima á Ísafirði, eins og hún sagði alltaf, og líka þegar pabbi okkar og bræður hans voru litlir. Amma hafði mikinn áhuga á fólki og hafði kynnst mörgum um ævina. Hún mundi ótrúlegustu hluti og gat þulið upp ættir allra þeirra sem hún talaði um og aldrei brást minnið henni. Við hlustuðum alltaf en getum samt ekki haft neitt af þessu eftir. Amma hafði gaman af því að ferðast og hefur sagt okkur frá mörgum ferðum þeirra afa sam- an á ýmsa staði í heiminum. Við vorum svo heppnar að fá hana með okkur í tvær ferðir á síð- ustu árum, nú síðast í sumar. Amma naut þess bæði að sitja í sól og skoða nýja staði og við hefðum svo gjarnan viljað eiga möguleika á fleiri ferðum með henni. Við vitum hins vegar að amma saknaði afa mikið og nú er hún komin til hans. Takk fyrir allt elsku amma okkar, hvíldu í friði. Hrefna, Auður og Þórey. Nú við fráfall Diddu frænku, sem alltaf var kölluð svo og var móðursystir Hlífar, þá viljum við hjónin lýsa yfir miklum söknuði og þakklæti fyrir öll liðin ár. Við höfum þekkt Diddu alla ævi, eða að minnsta kosti annað okkar, en hitt frá tvítugu. Hún var einstaklega góð og róleg persóna, sem með návist sinni veitti öllum gleði. Hún var frábær matmóðir, það var alltaf veisluborð er komið var til henn- ar og alltaf vildi hún að maður fengi sér meira, þó að allir væru að springa. Þau hjón voru persónulegir vinir og alltaf í einstöku uppá- haldi hjá foreldrum Hlífar. Á fyrstu búskaparárum okkar í Reykjavík var gott að leita til þeirra, því að alltaf voru þau reiðubúin til aðstoðar og minn- umst við þess m.a. að Jón flísa- lagði frítt baðherbergið í Álfta- mýrinni og hún passaði Jóhannes þriggja mánaða gamlan í nokkra daga er við skruppum norður, sem varð eftirminnilegt því að við urðum þar hríðarföst. Jón er látinn fyrir nokkrum árum, blessuð sé minning hans. Hlíf passaði syni þeirra, Tryggva og Sigga er þeir voru börn í nokkur sumur, en síðar kom Hreinn til sumardvalar hjá okkur fyrir norðan um tíma. Þegar Hlíf var barn var hún vatnshrædd en þau hjónin ákváðu að kosta hana á sund- námskeið í Austurbæjarskólan- um og var það vel gert, því að síðan hefur hún notið þess að synda, þó að minna hafi orðið úr því eftir að við fluttumst norður. Jón var við bókband í tóm- stundum og var geysilega vand- virkur í því sem og öðrum störf- um. Hann batt inn fjölda bóka fyrir Hlíf og er handbragðið ein- stakt, með skrautgylltum kili. Við teljum sérstakt að hafa fengið að kynnast þeim hjónum í lífinu og alltaf komu þau á allar stórhátíðarstundir í lífi okkar. Elsku Didda mín, við viljum þakka þér og ykkur báðum enn og aftur, fyrir ómetanlega vin- áttu alla tíð. Kalt er haustið: hússins sólarljómi horfinn er að Alvalds dómi, litum bregður loft og jörð og sær. Móðir, systir, kona, kvennasómi! Kalt er lífið, horfinn allur blómi, drúpur sveit, en hnípir höfðingsbær. Hjartans þakkir, hjartans vinan kæra! Hjartað ríka, stóra, hvílstu nú. Glóðheit tár þér grátnir vinir færa: Guð þér launi dygð og trú! (Matthías Jochumsson) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til barna og aðstand- enda. Hlíf og Agnar. Það er ótrúlegt að elsku Didda sé dáin. Ég var viss um að hún yrði hundrað ára, en lífið er hverfult. Það segir okkur að njóta hvers einasta dags eins og hún Didda gerði. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Diddu og Jóns. Didda var alltaf hress og tók á móti manni með bros á vör. Didda gerði oft góð- látlegt grín að mönnum og mál- efnum. Hún bakaði bestu pönnu- kökur sem ég hef smakkað. Ég var svo heppin að hún hringdi í mig á þessu ári áður en hún veiktist og bauð mér í pönnu- kökukennslu, sem ég þáði með þökkum. Þetta var frábær kennsla og síðan hef ég verið að æfa mig að ná þunnu fínu pönnukökunum hennar Diddu. Didda var oft í huga mér sem „guðmóðir“, hún hélt vel utan um alla fjölskyldu sína og okkur ská frændfólkið, eins og hún sagði stundum. Öllum þótti vænt um hana og nutu félagsskapar hennar. Elsku Didda, þín verður sárt saknað en minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Takk fyrir allt, elsku Didda mín. Hróðný. Didda var fyrirmynd í öllu sem hún gerði á lífsleið sinni. Ég mun aldrei gleyma hennar fal- lega brosi, stóra hjarta og ynd- islegum tímum og samræðum sem við áttum saman síðastliðna áratugi. Það var alltaf gaman og yndislegt að heimsækja Diddu og vera í návist hennar. Ég var heppinn að fyrstu tvö háskóla- árin mín bjó ég hjá Diddu og Jóni i Kópavoginum. Didda tók mér með opnum örmum og hugsaði um mig eins og ég væri „fimmti“ sonurinn hennar. Ég mun seint gleyma pönnukökun- um, súkkulaðinu og kökunum sem alltaf virtist vera nóg af. Skemmtilegum samræðum sem við áttum snemma morguns og aftur seinna um kvöldið þegar ég kom tilbaka frá háskólanum. Það var ómögulegt að vera í slæmu skapi eða kvartandi í kringum Diddu því hún var allt- af fljót að leiða huga manns að jákvæðum hlutum og hugsunum. Heimurinn væri sannarlega mun betri og skemmtilegri ef það væru fleiri Diddur í honum. Jón Tryggvi. Elsku Didda mín, það er erf- itt að sætta sig við að þú sért dáin og við getum ekki hringt í hvor aðra eins og við gerðum. Símtalið var aldrei minna en klukkustund. Við höfðum alltaf um nóg að tala, sérstaklega ætt- fræði sem Didda var mjög fróð um. Ég hefði ekki getað beðið um betri svilkonu. Ég minnist margra atburða sem við upp- lifðum saman. Til dæmis þegar við fórum í nokkurra daga ferð með múrurum og ókum yfir óbrúaða Tungná. Rútan bilaði í miðri á og um leið hallaðist hún á hliðina. Við urðum að dúsa í bílnum í margar klukkustundir þangað til varahlutir komu frá Reykjavík. Mér er minnisstætt þegar ein úr hópnum tók upp hekludót og byrjaði að hekla. Við Didda horfðum á hana og öf- unduðum hana að hafa eitthvað fyrir stafni á meðan við biðum. Didda mín, ekki má ég gleyma þegar þú ætlaði að kenna mér á gönguskíði og við vorum komnar í brekku nálægt húsinu þínu í Starhólmanum. Þá guggnaði ég, mér fannst ég vera að renna mér niður Holmenkollen. Það eru svo margar minningar að ég veit varla hvar mig á að bera niður og allar heimsóknirnar til ykkar hjóna. Við skemmtum okkur konunglega í brúðkaupi Höllu dóttur mágkonu okkar og Ragnheiðar fyrir tveimur árum og þar dönsuðum við og vorum með síðustu gestum úr veislunni. Didda mín, mikið er ég þakklát að við náðum að fara í heimsókn til Höllu og Ragnheiðar og með blóm á leiði mágkonu okkar sem dó á þessu ári og í kaffi í Gerð- arsafni. Þetta gerðum við allt eftir að þú hafðir fengið að vita um veikindi þín. Þú varst hetja í þessu öllu eins og þú hefur ávallt verið, Didda mín. Elsku Didda mín, hafðu þökk fyrir allt. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til allra sona þinna, tengdadætra, barnabarna og langömmubarna. Kristrún (Kidda). Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Guðmunda hefur nú hlýtt kallinu og tekið stefnuna inn í sólskinið hinum megin. Ég þakka öll árin okkar í Sunnuhlíð, samfylgdina og hlý- leikann og óska henni farar- heilla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Sigríður Bernadetta Lorange. Þegar lát Guðmundu Sigurð- ardóttur barst mér var sem myndaruna rynni um huga mér með minningum um þessa fal- legu hlýju konu og mann henn- ar, Jón Viðar. Við Guðmunda ól- umst báðar upp á Ísafirði en hún var eldri og gekk í skóla með eldri systrum mínum fyrir vestan. Hin góðu kynni okkar Guðmundu hófust því ekki fyrr en ég fór að starfa í Alþýðu- flokknum og ekki síst eftir að ég var kosin í bæjarstjórn Kópa- vogs og fór að starfa af krafti með því frábæra fólki sem tók þátt í starfi Alþýðuflokksins í bænum. Guðmunda og Jón Við- ar, sem lést fyrir nokkrum ár- um, voru jafnaðarmenn af lífi og sál. Og þau vildu leggja af mörk- um. Þau voru allan minn póli- tíska feril virk í sveit jafnaðar- manna fyrst í Alþýðuflokknum og seinna Samfylkingunni. Fyrir utan að mæta á fundi, fylgjast vel með og sýna stuðning voru þau einstaklega óeigingjörn og hlý í öllu sem þau gerðu. Aldrei man ég eftir Guðmundu öðruvísi en með sitt bjarta bros og al- úðlegu framkomu. Þau hjón tóku heilu blaðabunkana til að bera út í bænum auk kosninga- bæklinganna fyrir kosningar og við vorum mjög framtakssöm í útgáfumálunum. Guðmunda tók alltaf þátt þegar kaffiveitingar voru á boðstólum og bar heima- gerðar kræsingar á borð við öll þau tækifæri. Ekkert taldi hún eftir sér og maður fór aldrei bónleiður til búðar þar sem Guð- munda var. Stjórnmálahreyfingar fá mis- mikið fylgi eins og gengur og það sem blasir við eru fram- varðasveitirnar og verk þeirra. Minna er spáð í fólkið sem vinn- ur að baki og alla þá sem leggja mikla vinnu og alúð í að flokkar virki inn á við og það sé aðlað- andi fyrir fólk að mæta til þeirra þegar boðið er til funda og há- tíða. Þegar ég lít yfir pólitíska þátttöku mína í forystusveit jafnaðarmana er einstaklega ljúft að hugsa til þeirra sem voru virk í bakvarðasveitinni og sóttu að sama marki og dreymdi um árangur. Stóra hópsins sem lætur mann langa til að gera þetta vel og vera þeirra verðug svo hugsjón jafnaðarmanna nái fram að ganga. Þeim fækkar ört sem skipuðu bakvarðasveitirnar af krafti gegnum þessi 40 ár en þarna var Guðmunda og þarna var Jón Viðar. Ég kveð Guðmundu Sigurð- ardóttur með þökk í hjarta fyrir góð kynni og áralanga vináttu um leið og ég votta börnum hennar og fjölskyldu innilega samúð. Ég veit að ég mæli fyrir hönd félaga hennar í flokknum með þessum kveðjuorðum. Mæt jafnaðarkona hefur kvatt. Rannveig Guðmundsdóttir. Guðmunda Sigurðardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR KARLSSON sagnfræðingur og prófessor emeritus lést á hjartadeild Landspítalans 28. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. nóvember klukkan 12. Silja Aðalsteinsdóttir Sif Gunnarsdóttir Ómar Sigurbergsson Sigþrúður Gunnarsdóttir Jón Yngvi Jóhannsson Elísabet Gunnarsdóttir Sighvatur Arnmundsson Áróra, Valgerður, Silja, Steinunn, Arnmundur, Aðalsteinn, Ragnar Þorlákur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR LOFTSSON bóndi, Sandlæk, Gnúpverjahreppi, lést á LSH í Fossvogi 26. október. Útför fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 9. nóvember klukkan 13. Elín Erlingsdóttir Bjarni Jón Matthíasson Valgerður Erlingsdóttir Brian R. Haroldsson Loftur Erlingsson Helga Kolbeinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.