Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 ✝ Lárus Gríms-son fæddist í Reykjavík 3. mars 1951. Hann lést á Krabbameinsdeild Landspítalans 23. október 2019. Foreldrar Lár- usar voru Grímur Jónsson læknir, f. 28. september 1920, d. 23.3. 2004 og Gerda Marta Jónsson, f. 29.5. 1924, d. 13.11. 2013. Þau eignuðust 6 börn og var Lárus næstelstur. Systkini hans eru Grímur, Þórarinn, Jónína, Bergljót og Egill. Lárus giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Jóhönnu Daðeyju Kristmundsdóttur, f. 23.6. 1952, þann 29.7. 1972. Dætur þeirra eru: 1) Þórdís Harpa, f. 19.5. 1973, hennar maður er Hákon Bergmann Óttarsson, f. 27.8. 1969 og eiga þau 3 börn: a) Em- ilía Bergmann, f. 22.3. 2000, b) Lárus Bergmann, f. 22.5. 2002 loðnuskipstjóri landsins til margra ára. Lárus byrjaði á hafrannsóknarskipi en langaði að læra hringnótarveiðar og fór niður í Persaflóa á nótabát. Eftir veruna í Persaflóanum varð hann afleysingaskipstjóri á Ljósfara ÞH. Eftir það starf- aði Lárus eitt sumar sem skip- stjóri á vegum FAO á Balí. Hann kom aftur heim og var meðal annars skipstjóri á Haf- rúnu ÍS, Hilmi II, Júpíter, Sunnubergi NS og var síðast á Lundey NS. Síðar starfaði Lár- us hjá Brimrúnu við að selja fiskileitartæki, einnig starfaði hann sem skipstjóri í Marokkó og Máritaníu á árunum 2013- 2015. Síðustu árin hafði Lárus verið skipstjóri á hvalaskoð- unarskipum ásamt því að leysa af sem skipstjóri á Friðriki Sig- urðssyni við sæbjúgnaveiðar. Þegar fjarvera á sjó minnkaði stundaði Lárus hestamennsku með systkinum sínum, einnig var hann mikill áhugamaður um flug. Útför Lárusar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 1.nóv- ember 2019, klukkan 13. og c) Benedikt Bergmann, f. 3.11. 2008. 2) Gerða Kristín, f. 4.9. 1978, hennar maður er Andri Már Krist- insson, f. 21.4. 1981 og eiga þau 2 börn: a) Elísabet Daðey, f. 20.5. 2008 og b) Eva Gabríela, f. 6.5. 2011, 3) Karen Ýr, f. 12.4. 1982, henn- ar maður er Guðmundur Sveinn Hafþórsson, f.21.11.1980 og eiga þau 2 börn: a) Heiða Dögg f.09.11.2007 og Helena Rut f. 19.1. 2014, 4) Hanna Heiða, f. 10.4. 1986, hennar maður er Steindór Sigurgeirsson, f. 26.5. 1971 og á hann 4 börn. Lárus ólst upp í Laugarási Biskupstungum og fluttist til Hafnarfjarðar 1967. Lárus byrjaði ungur til sjós eða 16 ára og varð skipstjóri upp úr tví- tugu. Árin til sjós urðu um 40 og varð hann einn aflasælasti Ég kveð með söknuði minn elskaða eiginmann. Ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram án þín, þú varst kletturinn minn og ég þinn en lífið okkar tók ótrú- legum breytingum á svo stutt- um tíma að enginn áttaði sig á því hversu stutt væri eftir. Allt- af hélst þú í húmorinn þinn, al- veg fram á síðasta dag, auð- mjúkur og sáttur við þitt líf. Þú áttir eina ósk sem var að geta borðað eina góða máltíð með fjölskyldunni þinni, sú ósk rættist ekki. Þú gerðir allt með stæl og líka þetta. Ég er þakk- lát fyrir tímana okkar saman og óendanlega þakklát fyrir gull- molana okkar fjóra sem standa nú sem klettar við hlið mér nú þegar þú ert farinn í þína síð- ustu ferð. Hvíldu í friði, ástin mín, og takk fyrir allt. Ég mun elska þig, alltaf. Ást mín fær aldrei fölnað, því eilíft líf mér hún gaf. Aldirnar hrynja sem öldur um endalaust tímans haf. Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, guð – og við. (Sigurður Nordal) Þín eiginkona, Jóhanna Daðey. Hann pabbi minn var skip- stjóri með stóru S-i og hann var líka pabbi með stóru P-i. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel og af metnaði. Aflasæll yfirmaður sem krafðist mikils af mönnum sínum, ekki féll það öllum í geð en þeir sem stóðu sig vissu það. Hann fór ekki í manngreinarálit, barn- elskur og dýravinur mikill. Hann helgaði líf sitt atvinnu sinni og gaf allt í sjómannslífið, það var eflaust ekki auðvelt, sjórinn tók og sjórinn gaf. Hann var kletturinn minn, fyrirmyndin mín. Hann var virkur þátttakandi í lífi okkar fjölskyldunnar og passaði að vera alltaf í sambandi. Hann var besti afinn og barnabörnin elsk- uðu hann, það var aldrei logn- molla í kringum hann. Börnin mín syrgja sárt besta vin sinn og trúnaðarfélaga sem alltaf var hægt að spjalla við. Þetta spil sem hann dró í restina var ekki spil að hans skapi, brattasta brekkan og ansi kröftugur endir á lífinu. Greind- ur og dáinn á fjórum vikum, sleginn á koddann og náði ekki að reisa sig við. Óendanlega erf- iður tími að horfa upp á þennan stóra klett veslast upp, verða að engu og lúta í haldi fyrir einum óvægnasta sjúkdómi sem til er. En hann pabbi minn gerði allt með stæl og hann veiktist og dó með stæl. Hann var sáttur við lífshlaup sitt, stoltur af sínum konum og aðdáunarvert að sjá samband þeirra mömmu í rest- ina, tveir klettar hlið við hlið. Í grimmleika sínum var líka svo margt fallegt. Fallegt, traust og sterkt samband okkar stelpn- anna fimm sem eftir stöndum þegar hann pabbi hefur ýtt úr vör frá okkar bryggju. Elsku pabbi, takk fyrir allt, takk fyrir umhyggjuna, vinátt- una, áhugann, stuðninginn, gleðina, hláturinn, húmorinn, samverustundirnar, sameigin- lega mataráhugann, ferðirnar okkar til Flórída og allt hitt. Þú lofaðir mér því að þú myndir fylgja mér út lífið og koma við og við og kíkja á pabbastelpuna þína þó að þú værir horfinn úr minni tilvist. Ég veit að þú ert þarna, þú fórst allt of fljótt og allt of hratt. Gamli fíllinn hefur verið veginn. Sorgin er óbærileg og þín er sárt saknað af hálfu okkar allra, stór karakter sem átti hlut í öllum sem á vegi þín- um urðu. Elsku pabbi minn, guð geymi þig og englarnir vaki yfir þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Amen. Þín pabbastelpa Þórdís Harpa Lárusdóttir. Elsku pabbi, að setjast niður og skrifa minningargrein um þig hefur reynst mér vera óyf- irstíganlegt verkefni. Hvað get- ur maður sagt um svona risa- stóran karakter sem hreif alla með sér frá fyrsta augnabliki, tók öllum opnum örmum, var harður húsbóndi, á sjó og landi, en samt svo ótrúlega sanngjarn og blíður, hlustaði ekki á neitt kjaftæði og elskaði okkur stelp- urnar og barnabörnin svo undur heitt. Þú skildir eftir fótspor í hjörtum margra. Ég er enn að reyna að átta mig á þessum raunveruleika að þú sért farinn, horfinn, kemur aldrei aftur. Við eigum hrúgu af minning- um með þér. Þegar við vorum litlar og þú varst að koma heim af sjónum. Eftirvæntingin var í hámarki. Að bíða niðri á bryggju með krullur í maganum af spenningi. Það var alltaf fjör í kringum þig, nenntir endalaust að ærslast með okkur og stríða. Allar sumarbústaðaferðirnar, útilegurnar, utanlandsferðarnar, bryggjurúntarnir og öll prakk- arastrikin, minningarnar eru endalausar. Í seinni tíð varstu okkur systrum ómetanlegur stuðningur í öllum þeim ævin- týrum sem við tókum okkur fyr- ir hendur, alltaf hringdirðu á hverjum einasta degi til þess að fá fréttir og alltaf sagðirðu allt gott, sama hvað. Þú varst án efa besti afinn að mati barna- barnanna þinna, það var alltaf best að vera hjá afa og ömmu því að þar giltu engar reglur. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir stelpurnar mínar. Takk fyrir að vera besti vinur minn. Takk fyrir að vera klett- urinn minn í gegnum súrt og sætt. Takk fyrir að verða ekkert rosalega reiður þegar ég keyrði í gegnum bílskúrshurðina á nýja fína bílnum þínum þegar ég var 16 ára. Þrautaganga þín var óhugn- anlega stutt, þverbrött og þyrn- um stráð en þú fórst sáttur frá borði og hræddist ekkert. Tókst á þig þennan mikla ólgusjó með æðruleysið uppmálað og húm- orinn að vopni. Það eina sem þú áttir eftir að gera var að borða góðan mat með fjölskyldunni þinni, sem því miður náðist ekki þar sem þessi illvægni sjúkdóm- ur hreif þig á brott áður en nokkur gat rönd við reist. Þú kvaddir þennan heim umvafinn englunum þínum og þannig vild- irðu hafa það. Nú hefur þú siglt á ný mið fjarri heimabyggð. Við sitjum eftir með mölbrotin hjörtu. Þótt sorgin sé óbærileg þessa stund- ina munum við læra að lifa með henni og minnast þín með hlátri, gleði og Bítlunum, rétt eins og það á að vera. Ég veit að þú vakir yfir okkur og passar upp á okkur. Sofðu rótt elsku pabbi minn, þangað til næst. Þín dóttir Karen Ýr. Allt er orðið hljótt. Pabbi minn er farinn eftir stutta sjúkralegu sem rændi hann líf- inu á fjórum vikum. Við sem stöndum eftir erum tóm, dofin og skiljum ekki til hlítar hvað nákvæmlega hefur gerst. Þegar tíminn leiðir okkur áfram mun- um við átta okkur á skarðinu sem hefur myndast og að það muni aldrei fyllast aftur. Það mun enginn hlaupa á eftir barnabörnunum sem skríkja úr hlátri á meðan afi þeirra leikur við þau eins og hann væri jafn- aldri þeirra og gefur þeim sæt- indi og ís á ókristilegum tímum í óþökk foreldranna. Pabbi minn var einstakur maður. Hann var harður og ákveðinn en á sama tíma ein- staklega góður, hjartahlýr, fylginn sér og réttsýnn. Hann tók öllum jafnt, með húmor á við landslið uppistandara og elskaði fjölskylduna sína skil- yrðislaust. Mig langar að þakka þér, pabbi minn, fyrir gleðina, stuðninginn, styrkinn, hláturinn, áhugann, góðmennskuna, gjaf- mildina sem náði til allra, vin- skapinn, samtölin, léttleikann, samkenndina, hjálpsemina og elskuna. Á einhvern hátt verð- um við að læra að lifa lífinu án þín. Það er til ógrynni af minn- ingum sem létta okkur lífið lítil- lega á þessum krefjandi tímum og munum við sækja í þær óspart og halda minningu þinni himinhátt á lofti því þú varst einfaldlega bestur. Elsku pabbi, söknuðurinn er óbærilegur en þú myndir aldrei vilja að við legðumst í volæði og héldum líf- inu ekki áfram. Ég elska þig svo heitt og innilega og er óend- anlega þakklát fyrir sambandið sem við áttum sem dafnaði svo fallega í seinni tíð. Haltu áfram að heimsækja mig, nærvera þín er svo góð og heilandi. Sigldu nú áfram inn í nýja veröld þar sem þér verður fagnað þegar þú leggur þar að bryggju. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Litla stelpan þín, Hanna Heiða. Elsku besti pabbi minn – orð fá ekki lýst hvað það er ósann- gjarnt að þú varst tekinn frá okkur allt of snemma. Ég bíð eftir símtali frá þér sem hljóðar svo: Stína mín, hvað er að frétta? og vantar eitthvað? Enginn tekur á móti manni í Dalprýði með: Hvað má bjóða þér? Kaffi, bjór, koníak, vatn – eitthvað? Koníak! En með þessu verðum við að lifa – án þín. Þú tókst veikindum þínum eins og herforingi, þakkaðir hjúkrunarfólki og læknum fyrir hverja einustu stungu og aldrei misstir þú húmorinn. Einu sinni opnaðir þú augun og sagðir: ja nu er jeg död. Æðruleysið gagn- vart veikindum þínum fékk mig til að sjá hvað þú varst stór kar- akter. Þú varst svo stoltur af mér þegar ég kláraði gullsmíðina, hringdir á hverjum degi og sagðir: þetta er afrek, Stína mín. Alltaf studdir þú við bakið á okkur systrum og sýndir áhuga á því sem við vorum að gera. Það eina sem við getum gert er að þakka fyrir þig og tímann þinn með okkur. Þú gafst mér húmorinn og tónlistaráhugann. Í æsku vaknaði ég oft við Bítl- ana alveg í botni úr græjunum þínum – auðvitað dýrustu græj- unum! Allt það dýrasta og flott- asta fyrir þig. Hver á að kalla mig Stínu? Stórt skarð er í hjörtum okk- ar allra en þegar ég horfi á haf- ið hugsa ég um þig, þar ertu og í hjarta mínu. Í þínu nafni ætla ég að lifa lífinu lifandi og láta drauma mína rætast. Þín dóttir Gerða (Stína). Mig langaði að hripa niður nokkur orð um tengdaföður, vin og afa barnanna minna, Lárus Grímsson, fv. skipstjóra, sem féll frá langt fyrir aldur fram eftir snögg og erfið veikindi. Leiðir okkar lágu saman þegar ég var svo heppinn að næla mér í elstu dóttur hans Þórdísi og urðum við fljótlega mjög góðir vinir. Vinskapur sem óx með ár- unum og áttum við alltaf gott skap saman og höfðum báðir gaman af að hnýta góðlátlega hvor í annan. Ég komst fljótlega að því að fólk í kringum mig, sérstaklega úr sjávargeiranum, bar mikla virðingu fyrir Lárusi, hann var aflakló og grjótharður skipstjóri og ég hitti meira að segja einn sem hann setti í land en hann var ekki eins hrifinn. Við fjölskyldan erum varla búin að átta okkur á hvernig þetta gat allt gerst enda liðu ekki nema fjórar vikur frá því að hann greindist og þangað til hann féll frá, það mun sennilega taka okkur langan tíma að gera það fráfall upp og verður erfitt að fylla það mikla tómarúm sem hann skilur eftir. Lárus var afar skemmtilegur maður, glasið alltaf fullt, mjög hreinskilinn, sagði hlutina hreint út og gott var að leita til hans með alla hluti. Hann sá t.d. um flest bílakaup stórfjölskyld- unnar fyrir utan Hummerinn sem ég keypti sjálfur, hann kall- aði hann olíufatið og sagði eftir þau kaup að það eina góða við þau væri að ég gæti látið jarða mig í honum, sem á svo eftir að koma í ljós, en vonandi er langt í það. Lárus var einnig frábær gestgjafi og mér er minnisstætt að alltaf þegar ég kom í heim- sókn til hans var mér boðið í einni runu: viltu kaffi, vatn, gos, köku, bjór og svo endaði hann rununa alltaf á: en koníak? En ég man ekki nokkru sinni eftir að hafa þegið það enda oftast um að ræða snemmdags. En hann passaði vel upp á að eiga þetta fyrir vini sína en drakk ekkert af því sjálfur. Betri afa var erfitt að finna og voru barnabörnin öll tengd honum nánum böndum enda afi alltaf til í að ærslast og leyfa þeim að gera eitthvað sem amma var búin að banna að for- skrift foreldranna. Mér er t.d. mjög minnisstætt þegar elsta dóttir okkar, hún Emilía, fór í fyrsta skipti í næturpössun nokkurra mánaða gömul til ömmu og afa. Við höfðum háleitar hug- myndir um að barnið skyldi ekki kynnast sælgæti af nokkr- um toga fyrstu ár lífs síns en það komst greinilega ekki til skila til afans því þegar við sótt- um barnið sat það í öllum föt- unum í baðvaskinum fullum af vatni með heila Kit Kat-súkkulaðistöng uppi í sér, afinn skellihlæjandi að unga pabbanum eldrauðum í framan. En við hlógum mikið að þessu atviki í gegnum tíðina. Svona var hann, gerði það sem honum datt í hug alveg spontant. Þessi grein dugir því miður ekki í allar skemmtilegu sögurnar um tengdó og allar gæðastundirnar sem við áttum með honum og Jóhönnu, bæði hér heima og í húsinu okkar í Orlando. Elsku Lárus, það er þyngra en tárum taki að hripa þessi kveðjuorð niður enda ekkert okkar hreinlega tilbúið að missa þig frá okkur svona snemma en við ráðum víst illa við lífsins gang. Farðu í friði, elsku vinur, og sjáumst vonandi í bréfþunnum pönnukökum þarna uppi. Kveðja frá „nýja“ gamla fíln- um, Hákon Bergmann Óttarsson. Elsku besti afi, ég er mjög þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og með mér, til dæmis að fara með mig til hestanna eða á hestbak. Það besta sem þú hefur gert fyrir mig er að eyða tíma með mér og hlusta á mig, ég gat sagt þér allt. Þú varst góður, skemmtilegur og bestur, lést mig alltaf brosa eða hlæja. Þú gast alltaf gert grín að öllu. Það var yndislegt að vera með þér fyrir vestan í sumar, þú leyfðir mér að keyra traktor- inn. Minningarnar okkar eru endalausar og bestu minningar í heimi. Þú ert langbesti vinur minn og langbesti afi í heimi. Þú ert pottþétt að gera bestu pönnukökurnar í heimi, einmitt núna, og þær eru bréfþunnar. Vonandi er sykur og sulta í himnaríki. Ég mun sakna þín svo mikið, elsku besti afi minn. Ég veit að þú munt láta alla hina englana og Guð hlæja. Ég veit að þér líður betur núna. Góða ferð í sumarlandið. Hvíldu í friði. Þín Heiða Dögg (Gulla). Í dag kveðjum við ástkæran bróður okkar, Lárus Grímsson, með djúpum söknuði. Það hefur verið höggvið stórt skarð í okk- ar þétta systkinahóp. Líf okkar systkina hefur snú- ist meira og minna um hesta- mennsku. Í kringum 2007, þeg- ar fór að hægjast um hjá Lalla, þá náðum við annað slagið að dobla hann með okkur á hest- bak. Þá varð ekki aftur snúið og Lalli keypti fyrsta hest sinn, hana Hrímu, um 2010. Þá tengdumst við systkinin enn sterkari böndum. Gleðistundirnar voru ófáar hjá okkur. Þeir sem þekkja Lalla vita að það var aldrei lognmolla í kringum hann. Hrókur alls fagnaðar, sérlega orðheppinn. Prakkaraskapurinn var aldrei langt undan. Margs er að minnast. Lalli var snöggur upp á lagið og mý- mörg tilsvör og hnyttnar at- hugasemdir hans koma upp í minningunni. Í hópnum er fyrirbærið „Ani- mal Class“ vel þekkt; en það var Lalli sem var höfundur þess. Þá þarf að ferja fólk á milli staða í hestaferðum og stundum var mannskapnum stungið í hestakerru í þeim er- indagjörðum. Engar flugfreyjur eru á Animal Class og þar sáu menn sjálfir um veitingar og skemmtun. Hans yndi voru reiðtúrar með góðum hópi af skemmtilegu fólki sem enduðu með góðum mat og mikilli gleði. Sérstakt tilhlökkunarefni voru réttarferðirnar sem voru árviss viðburður síðan 2009. Því miður komst hann ekki með í ár vegna veikinda. Þá myndaðist visst tómarúm sem við gerðum okkur grein fyrir að ekki yrði fyllt. Lalli bróðir lést eftir snarpa baráttu við erfið veikindi og er nú skarð fyrir skildi. Hvíl í friði, elsku bróðir. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Jóhanna og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykk- ur á þessari erfiðu stundu. Þórarinn Grímsson og Sigrún Sæmundsdóttir, Bergljót Grímsdóttir og Gunnar Friðriksson, Jónína R. Grímsdóttir. „Frú Guðrún! Góðan daginn! Er hann kominn upp á sína fögru fætur?“ Í símanum er Lalli að spyrja um litla bróður sinn, sem liggur steinsofandi uppi í; nýkominn heim af sjónum. Þetta ávarp var orðið kunnuglegt og spunnust oft skemmtilegar samræður og athugasemdir frá því – enda Lalli bæði orðsnar og meinfynd- inn maður. Egill og Lalli voru góðir fé- lagar og náðu vel saman. Þeir, ásamt Nonna og Dodda, Jónínu og Beggu, leiddu saman hesta sína, bæði í orði og á borði, og aldrei nein lognmolla í þeim fé- lagsskap. Með hestamennskunni styrktust bæði vina- og systk- inabönd, sem voru þó styrk fyr- ir og ég veit að Egill og Lalli áttu oft góðar stundir í hesthús- inu. Rætt var um menn og mál- efni; lífið og tilveruna og menn sáttir við sinn hlut. Lárus Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.