Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 KEFLAVÍK Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eftir að hafa barist um Íslandsmeist- aratitilinn við Val í úrslitum síðasta Íslandsmóts horfði Keflavík á eftir fjölda sterkra leikmanna í sumar auk þess sem liðið skipti um þjálfara. Sem fyrr er mikill efniviður til staðar en hve langt getur liðið náð í vetur? Eftir tap á heimavelli gegn Skallagrími í fyrrakvöld er Keflavík með fjögur stig eftir fjórar umferðir. „Þetta hefur ekki verið neitt hræði- legt – ágætt þó að maður hefði viljað byrja betur,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir, ein þeirra sem fögn- uðu Íslandsmeistaratitlinum 2017. „Á leiðinni inn í tímabilið í haust var maður ekkert að búast við að við yrð- um langbestar, en við höfum samt bullandi trú á okkur og ætlum að fara inn í alla leiki til að vinna,“ segir Emelía og er ljóst að í Keflavík sættir enginn sig við minna en sæti í úr- slitakeppninni. Þó ber að hafa í huga hversu sterkir leikmenn kvöddu í vor: „Við erum vissulega mjög ungt lið en það er ekki eins og það sé í fyrsta sinn. Þegar ég kom inn í liðið vorum við ýkt ungar en stóðum okkur samt vel, og liðið var mjög ungt þegar við unnum Íslandsmeistaratitilinn síðast. Þetta er því alls ekki hræðileg breyt- ing. Við erum bara að styrkja okkur núna til að við verðum framtíðin. Ég hef bullandi trú á því að þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp muni geta tekið næsta skref. Það er ekki eins og að við höfum misst helling án þess að hafa neitt til að bæta upp fyr- ir það,“ segir Emelía. Helsta áskor- unin gæti falist í því að ná stöðugleika í leik liðsins: „Já, það má segja það. Í þessu tapi gegn Skallagrími byrjuðum við eigin- lega ekki leikinn fyrr en í fjórða leik- hluta. Við eigum þetta svolítið mikið til. Við mætum voðalega rólegar í leik en föttum svo allt í einu í miðjum leik að við þurfum að fara að spila. Þetta er ekki alltaf svona en kemur fyrir.“ Ekki eftirsjá að Dinkins Á síðasta tímabili var Brittany Dinkins afar áberandi í liði Keflavík- ur og skoraði jafnvel 51 stig í einum leik. Eftir tvö ár með hana í liðinu þarf Keflavík nú að treysta á aðra leikmenn. „Mér finnst eftirsjáin ekki mikil því liðið var farið að snúast svolítið mikið um hana. Það er gott fyrir liðið að við þurfum að vinna sjálfar í stað þess að treysta á að hún geri allt. Þetta var orðið þannig að við vildum bara að Brittany sæi um þetta og það þorði engin önnur að taka af skarið,“ segir Emelía. Keflavík fékk Danielu Wallen, sem er frá Venesúela, í sum- ar. „Munurinn á henni og Brittany er að Daniela er alls ekki sjálfselsk. Hún gefur boltann mjög mikið og fer ekki að reyna að klóra sig í gegn sjálf nema henni sé sagt að gera það,“ seg- ir Emelía. Höfum enn bullandi trú á okkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikilvæg Emelía getur nú beitt sér af fullum krafti með Keflavík eftir að hafa snúið til baka úr krossbandsmeiðslum rétt fyrir úrslitakeppni í vor.  Keflavík missti marga leikmenn  „Sjálfselska“ Dinkins slæm fyrir liðið Þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson Aðstoðarþjálfari: Hörður Axel Vilhjálmsson Árangur 2018-19: 2. sæti, tap fyrir Val í úrslitum, 3:0. Íslandsmeistari: 1988, 1989, 1990, 1992, 1993, 1994, 1996, 1998, 2000, 2003, 2004, 2005, 2008, 2011, 2013, 2017. Bikarmeistari: 1988, 1989, 1990, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 2000, 2004, 2011, 2013, 2017, 2018.  Keflavík tapaði naumlega fyrir KR í fyrstu umferð, vann svo Hauka og Breiðablik, en tapaði stórt fyrir Val og svo 75:70 á heimavelli gegn Skallagrími í fyrrakvöld. Liðið mætir næst Grindavík 6. nóvember. BAKVERÐIR: Anna Ingunn Svansdóttir Edda Karlsdóttir Eva María Davíðsdóttir Eydís Eva Þórisdóttir Hjördís Lilja Traustadóttir Irena Sól Jónsdóttir Kamilla Sól Viktorsdóttir Katla Rún Garðarsdóttir Lovísa Íris Stefánsdóttir Sara Lind Kristjánsdóttir FRAMHERJAR: Daniela Wallen Elsa Albertsdóttir Emelía Ósk Gunnarsdóttir Svanhvít Ósk Snorradóttir Þóranna Kika Hodge-Carr MIÐHERJI: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir Lið Keflavíkur 2019-20 KOMNAR: Daniela Wallen frá Leonas Rio- bamba (Ekvador) FARNAR: Birna Valgerður Benónýsdóttir í Arizona-háskólann (Bandaríkin) Brittany Dinkins í Deportivo Coleg- io Los Leones (Síle) Bryndís Guðmundsdóttir hætt Embla Kristínardóttir í frí Erna Hákonardóttir í barn- eignaleyfi Eva María Lúðvíksdóttir í Njarðvík María Jónsdóttir í frí Sara Rún Hinriksdóttir í frí Breytingar á liði Keflavíkur  Jón Halldór er klárlega skemmtilegasti þjálfarinn og þarf að halda í gleðina í hópnum þar sem þær eiga það til að detta í fýlu og þá gengur ekkert upp hjá þeim.  Það verður erfitt að fylla skarð Brittany Dinkins enda bar hún liðið á herðum sér í fyrra og liðið vant- ar sárlega leikstjórnanda sem er tilbúinn. Nóg er til af efnilegum en ekki kannski tilbúnum leikmönnum í þetta hlutverk í efstu deild.  Þær skortir stöðugleika eins og önnur ung lið en þær þurfa einnig að læra og það fljótt hvernig á að spila og vera undir en það er bara staða sem þær þekkja illa og gera ekki vel. Það kemur með reynslu að kunna að klára leiki og ætti það að vera eitt af markmiðum liðsins.  Þær eru veikar inni í teig og einungis Dalla [Salbjörg] er að skila því hlutverki og svo er ekki þessi heilaga þrenning til staðar. Hvert lið þarf að hafa í lykilhlutverki einn leikstjórnanda, skotbakvörð og senter en það er einhvern veginn engin ákveðin í þessum hlutverkum en ég hef trú á að það eigi eftir að skýrast í vetur og þessar flottu stúlkur eiga eft- ir að grípa tækifærið og eigna sér þessi mikilvægu hlutverk fyrir liðið.  Eitt það jákvæðasta er að það er engin pressa á þeim enda liðið í upp- byggingu og Daniella Wallen er góður leikmaður en þarf ákveðið hlut- verk innan liðsins. Margrét Sturlaugsdóttir um Keflavík  Varnarmaðurinn efnilegi Arna Ei- ríksdóttir er gengin til liðs við Val frá HK/Víkingi og skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana sem gildir til næstu fjögurra ára. Hjá Val hittir Arna fyrir systur sínar, Hlín og Málfríði Önnu. Hlín, sem er A-landsliðskona, var algjör lykilmaður hjá Val í sumar og skoraði 16 mörk í 18 leikjum. Guð- rún Sæmundsdóttir móðir þeirra er fyrrverandi leikmaður Vals og lék 168 leiki í efstu deild fyrir félagið og skor- aði 68 mörk. Arna hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið tvö tímabil í efstu deild með HK/Víkingi. Hún lék í vörn U19-landsliðsins sem vann sér sæti í milliriðlum EM fyrr í þessum mánuði og á samtals að baki 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands.  Knattspyrnumaðurinn Sindri Scheving hefur samið við Þrótt Reykjavík. Kemur hann til félagsins frá Víkingi R. Sindri var að láni hjá Þrótti frá Víkingi á síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk í 18 leikjum í 1. deildinni. Sindri er uppalinn hjá Val, en gekk til liðs við enska félagið Reading árið 2014. Þremur árum síðar kom hann aftur í Val og var lánaður í Hauka, áður en Víkingur R. samdi við hann á síð- asta ári.  Ekki lá fyrir niðurstaða í málum Daða Bergs Grétarssonar, leikmanns ÍR, og Mantas Virbalas, leikmanns Þórs Akureyri, eftir fund aga- og úr- skurðarnefndar KKÍ í vikunni. Niður- staða liggur því í fyrsta lagi fyrir næsta miðvikudag. Virbalas og Daða lenti saman í þriðja leikhluta í leik Þórs og ÍR á Akureyri síðastliðið föstu- dagskvöld með þeim afleiðingum að báðum var vísað af leikvelli. Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, formaður aga- og úrskurðarnefndar KKÍ, sagði í stuttu samtali við mbl.is að málið væri í hefðbundnum farvegi flóknari mála. Ekki væri hægt að segja að svo stöddu hvenær niðurstaða lægi fyrir en að nefndin hefði nú aflað sér allra þeirra gagna sem hún teldi nauðsynleg.  Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með Burnley þegar liðið sækir Sheffield United heim á morgun í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta staðfesti Sean Dyche, stjóri Burnley, í gær. Jóhann tognaði í læri í landsleik gegn Frakklandi 11. október og enn eru fáeinar vikur í að hann snúi til baka, að sögn Dyche. Burnley gæti endurheimt Chris Wood eftir meiðsli en Phil Bardsley er meiddur í baki. Eitt ogannað Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfs- son skoraði fyrir lið sitt Levski Sofia í sigurleik í deildakeppninni í Búlgaríu í gær. Levski Sofia sigraði Dunav Ruse 2:0 og voru mörkin skoruð snemma leiks. Fyrra markið var sjálfsmark á 15. mínútu en Hólmar skoraði á 23. mínútu. Lék hann allan leikinn fyrir Levski sem er í 2. sæti með 32 stig fjórum á eft- ir efsta liðinu Ludogorets. Hólmar Örn skoraði Ljósmynd/Levski Sofia Skoraði Miðvörðurinn úr Skaga- firðinum skoraði í Sofíu í gær. Róbert Aron Hostert, lykilmaður í liði Vals í Olís-deildinni í hand- knattleik, er kominn í gifs. Haft er eftir Snorra Guðjónssyni, þjálfara Vals, á Vísi að Róbert sé meiddur á fingri og málið muni skýrast nánar næsta mánudag. Róbert leikur því ekki með Val á næstunni en hann meiddist í síðasta leik gegn Fjölni. Róbert hefur orðið Íslandsmeistari með tveimur liðum, ÍBV og Fram. Róbert á sjúkralistanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Meiddur Róbert er ekki leikfær en ekki liggur fyrir hversu lengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.