Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 F á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í kF á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í k P a s s i o n a t a H a l d a r i : 8 . 8 0 0 k r N æ r b u x u r : 4 . 7 0 0 k r Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Eftirtektarverður árangur hefur náðst við fækkun vinstribeygjuslysa á fjölförnum gatnamótum í Reykja- vík á síðustu árum með því að koma upp vinstribeygjuljósum í allar áttir. Þetta kemur fram í rannsókn Önnu Guðrúnar Stefánsdóttur, Ávinning- ur af óhindruðum beygjustraumum, sem kynnt er á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í dag. „Fjárhags- legur ávinningur við uppsetningu vinstribeygjuljósa á allar stefnur er mikill og endurbætur á gatnamótum, þar sem hægt er að koma slíku við, getur skilað sér til baka til sam- félagsins á fáum árum,“ segir í skýrslu Önnu Guðrúnar. Hún skoðaði slysatíðni og alvar- leika umferðarslysa í fimm ár fyrir og eftir breytingu á umferðarljósun- um á þrennum gatnamótum; Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar, Laugavegs og Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar og Grensásvegar. Slysum fækkaði á öll- um þrennum gatnamótunum. Minnst voru áhrifin á Grensásvegi og Miklubraut þar sem slysatíðnin lækkaði um 15% en lækkunin var töluvert meiri á hinum tvennum gatnamótunum, þ.e. tæp 50%. Mest- ur varð árangurinn á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbraut- ar. Alvarleikastuðull lækkaði töluvert á Laugavegi og Kringlumýrarbraut og Grensásvegi og Miklubraut eftir breytingar en hækkaði lítillega á Kringlumýrarbraut og Miklubraut, sem er í samræmi við alvarleika slysanna á gatnamótunum þrennum, að því er fram kemur í ágripi skýrsl- unnar. Sú þróun þykir ásættanleg þar eð aftanákeyrslur valdi síður alvarleg- um slysum en hliðarárekstrar. Slysum fækkaði um næstum 50%  Kostnaður við vinstribeygjuljós skil- ar sér fljótt aftur Morgunblaðið/Hari Umferð Vinstri beygja á gatnamót- um Grensásvegar og Miklubrautar. Landssöfnunin Neyðarkall björgunarsveitanna hófst í gær, en næstu daga verður fólk úr sveitunum á ferðinni um borg og byggðir og selur plastfígúruna góðu sem að þessu sinni er úr þeirra röðum og með dróna í hendi. Góð reynsla hefur fengist af notkun dróna við leit og björgun og þykir því nauðsynlegt að fá fleiri og full- komnari slík tæki og efla þjálfun við notkun þeirra. Við upphaf landssöfnunarinnar í gær sýndi Unnur Kristín Valdimarsdóttir úr björgunarsveitinni Ársæli í Reykja- vík fréttamönnum hvernig nota skal dróna, en hún er í þeim hópi sem selja mun Neyðarkallinn. „Salan er mik- ilvægur þáttur í fjáröflun okkar. Ekki síður er mikilvægt fyrir björgunarsveitafólk að fá tækifæri til að hitta fólk og svara spurningum þess í landinu, sem við erum alltaf reiðubúin að aðstoða,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar selja Neyðarkallinn næstu daga Morgunblaðið/Eggert Drónarnir eru þarfaþing Þór Steinarsson thor@mbl.is Alls hafa tíu læknar sagt upp störf- um á Reykjalundi frá því í sumar. Einungis þrír læknar á stofnuninni hafa ekki sagt upp störfum og hafa embætti landlæknis og Sjúkratrygg- ingar Íslands óskað eftir upplýsing- um og gögnum frá Reykjalundi vegna stöðunnar sem upp er komin á stofnuninni. Níu af læknunum tíu hafa sagt upp á síðustu vikum vegna óánægju sína með með afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar en einn sagði upp í sumar af ótengdum ástæðum. Í tilkynningu frá stjórn- endum Reykjalundar sem send var í gær kemur fram að hluti þeirra lækna sem sagt hafi upp hyggist vinna á uppsagnarfresti sínum og að leitast verði við að manna störf þeirra með góðum fyrirvara. Jafn- framt er vonast til þess að einhverjir þeirra er sagt hafi upp muni endur- skoða afstöðu sína. Staða forstjóra auglýst Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnendur Reykjalundar hafi nú svarað þeim spurningum sem emb- ætti landlæknis og Sjúkratrygging- ar Íslands hafi sent, auk þess sem að SÍBS hafi uppfyllt þau skilyrði sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf for- stjóra Reykjalundar, en þau fólu í sér að starf forstjóra yrði auglýst strax og stjórn SÍBS myndi ekki skipta sér af daglegum rekstri Reykjalundar. Kemur fram í til- kynningunni að starf forstjóra verði auglýst um helgina og að sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá muni ný þriggja manna starfsstjórn taka til starfa á Reykja- lundi og vinna tillögur um rekstrar- grundvöll Reykjalundar í framtíð- inni. „Markmiðið er að með þessum aðgerðum megi með öruggum skref- um lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfsem- innar til framtíðar,“ segir í tilkynn- ingunni. Leggja mat á stöðu mála María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, sagði í samtali við mbl.is í gær að stofnunin væri að kalla eftir og vinna úr gögn- um frá Reykjalundi til að meta hvort uppsagnirnar ógni þjónustusamn- ingi Sjúkratrygginga og Reykja- lundar. „Við erum með samning um að það sé veitt þarna ákveðin þjón- usta, meðal annars læknaþjónusta og ef mönnun fer niður fyrir eitt- hvert ákveðið viðmið er ljóst að það setur samninginn í uppnám. En við erum ekki stödd þar núna,“ sagði María. -Hafa Sjúkratryggingar Íslands áhyggjur af því að mönnun sé að fara undir viðmið? „Ég held að eins og allir landsmenn þá höfum við áhyggjur af þessum erfiðleikum sem allir vita að eru á Reykjalundi, en við erum ekki komin það langt í þessu ferli að við höfum beinlínis áhyggjur af því að mönnun fari undir viðmið,“ segir María að lokum. Ekki náðist í Herdísi Gunnars- dóttur, forstjóra Reykjalundar, né Ólaf Þór Ævarsson, framkvæmda- stjóra lækninga á Reykjalundi í gær- kvöldi. Allir nema þrír hafa sagt upp  Þjónustusamningur Reykjalundar við Sjúkratryggingar mögulega í uppnámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.