Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 ✝ RagnheiðurGuðmunds- dóttir fæddist á Sæbóli á Ingjalds- sandi í Önund- arfirði 7. júlí 1932. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 7. október 2019. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Sæbóli Ingjaldssandi, f. á Arnarstapa á Snæfellsnesi 15. des. 1890, d. 22. sept. 1965, og Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Sæbóli; f. 12. febr. 1889 á Kleifum í Seyðisfirði við Djúp, d. 15. okt. 1969. Ragnheiður var yngst átta systkina, sem eru: Halldóra, f. 1916, d. 1990, Sigurvin, f. 1917, d. 2005, Herdís, f. 1920, d. 2015, Kristbjörg, f. 1923, d. 2008, Ár- ný, f. 1924, d. 2006, Jensína, f. 1928, Guðrún Ágústa, f. 1929, d. 2012. Ragnheiður giftist 18. okt. 1952 Pétri Jónasi Péturssyni, f. 15.7. 1920, frá Galtará í Gufu- dalssveit, d. 19.2. 2007. For- eldrar hans voru Anna Jak- obsdóttir frá Skáleyjum, f. 24.1. Ragnar, f. 1990, og f) Anna Mar- grét, f. 1991, sambýlismaður Bjarni Þór Guðmundsson, f. 1992. 4) Ingibjörg, f. 11. febr. 1969, gift Valtý Reginssyni, f. 9. júní 1967. Börn þeirra eru: a) Thelma Lind, f. 1996, og b) Theódóra Steinunn, f. 1999. Barnabarnabörn Ragnheiðar og Péturs eru orðin 14. Ragnheiður ólst upp á Sæbóli og fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1947. Næstu tvo vetur lærði hún við Húsmæðra- skólann í Hveragerði. Þegar hún var 16 ára hóf hún að vinna á saumastofu Andrésar Andrés- sonar á Laugavegi 3 og vann þar til 1952. Ragnheiður og Pétur bjuggu öll sín hjúskaparár í Reykjavík, fyrstu fjögur árin í Skerjafirði á Reykjavíkurvegi 23, síðan Eski- hlíð 14a, Hraunbæ 170 í yfir þrjátíu ár, svo Bakkastöðum 73b. Á miðjum aldri byrjaði Ragnheiður aftur að vinna utan heimilis við ýmis störf; í Árbæj- arskóla, saumastofu Ríkisspít- alanna og í Múlabæ, dagvist aldraðra og öryrkja. Þar fór saman vinnan og stærsta áhugamálið, sem var sauma- skapur ýmiss konar. Eftir andlát Péturs flutti Heiða í íbúð fyrir aldraða í Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Ragnheiðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 1. nóvember 2019, og hefst athöfn- in klukkan 13. 1887, d. 29.3. 1957, og Pétur Pét- ursson, f. 9.8. 1886 á Torfmýri í Skagafirði, d. 9.10. 1981. Börn Ragnheið- ar og Péturs eru: 1) Guðmundur, f. 4. febr. 1953, maki Sigrún Ingibjörg Arnardóttir, f. 28. maí 1955. Dætur þeirra: a) Ragnheiður, f. 1978, gift Þorsteini Guðbjörnssyni, f. 1969, og b) Heiðbjört Ýrr, f. 1990. 2) Anna Bára, f. 25. sept. 1955, gift Freysteini Vigfússyni, f. 2. febr. 1952. Börn þeirra eru: a) Kristinn Heiðar, f. 1981, maki Catherine Kerrigan Chinasdótt- ir, f. 1988, og b) Katrín Ósk, f. 1995, sambýlismaður Hilmar Einar Kristinsson, f. 1991. 3) Sigurður, f. 29. júní 1960, maki Guðrún Ólafsdóttir, f. 10. apríl 1954. Börn þeirra eru: a) Ólafur Örn Jónsson, f. 1971, maki Khetkam Jónsson, f. 1984, b) Pétur Óskar, f. 1979, maki Nína Björk Geirsdóttir, f. 1983, c) Hannes Freyr, f. 1982, sambýlis- kona Kristjana Erlingsdóttir, f. 1982, d) Hanna Lilja, f. 1988, e) Mamma mín var yndisleg kona, hún umvafði alla sem í kringum hana voru með kærleika, ró og hlýju. Ég er langyngst af fjórum systkinum og þegar ég fæddist var mömmu vart hugað líf og tal- aði hún oft um það að hún hefði dáið en komið til baka. Ég veit að mamma vonaðist nú eftir því að fá eitt rólegt barn svona í lokin þar sem hún var orðin 38 ára og pabbi 50 ára þegar ég fæddist en nei hún fékk það nú aldeilis ekki. Hún fékk í hendurnar heldur betur uppátækjasaman orkubolta með meiru. En þó að við mamma vær- um gjörólíkar þá kom okkur mjög vel saman. Ég veit að hún var afar stolt af mér og þegar hún kynnti mig fyrir fólki þá sagði hún alltaf: „Hún Inga er sparibarnið mitt, passaðu þig bara, hún er lögga, og ég á ekki eitt löggubarn, ég á tvö.“ Fjölskyldan var henni allt og í hvert skipti sem ég var í heim- sókn hjá henni þá minntist hún á það hversu heppin hún væri með allt þetta góða fólk í fjölskyldunni og henni var mjög umhugað um að fylgjast með öllum afkomend- um sínum. Alltaf tók mamma á móti mér með útbreiddan faðm- inn þegar ég kom til hennar og nutum við þess báðar að hittast og spjalla yfir kaffibolla, ég að koma í kósí og rólegheit og hún að fá fréttir af ævintýrunum í mínu lífi. Mamma var víðsýn kona og vel lesin, hún fylgdist vel með frétt- um bæði í útvarpi og sjónvarpi, hún elskaði ættfræði, sögu, landa- fræði og að ræða um stjórnmál og var hún vel að sér í þessum efn- um. Uppáhaldstalan hennar mömmu var talan 7 og kom hún oft fyrir í hennar lífi, má m.a. nefna að hún var yngst af átta systkinum og sjöunda systirin í röðinni, fædd 7.7., og heimilis- föngin hennar í gegnum tíðina voru öll með tölunni 7 í nema á Sunnuhlíð, þar fékk hún íbúð númer 4-3 en hún var nú ekki lengi að finna lausn á því, 4+3 eru 7. Svo er einkanúmerið á bílnum hennar RG 7715 sem er vísun í af- mælisdag foreldra minna. Hún dó síðan 7. október og varð 87 ára. Það má eiginlega segja það og ég fer ekki ofan af því að hún mamma mín hafi verið göldrótt, því allt sem hún snerti með hönd- unum varð að meistarastykki, hvort sem hún saumaði, heklaði, prjónaði, flosaði, málaði eða teikn- aði. Allt lék í höndunum á henni og fólk varð agndofa yfir verkum hennar. Skilur hún eftir sig snilldarlega vel gerð verk, m.a. dúka, lampa, púða, teppi, myndir og þjóðbúninga svo eitthvað sé nefnt. Mamma saumaði oft á mig föt þegar ég var unglingur á eitís- tímabilinu og ég man að við tókum strætó niður í bæ og kíktum í tískuvörubúðirnar svo hún gæti nú séð það sem var í tísku hverju sinni. Það nægði henni að þreifa og skoða smá flíkurnar og svo sagði hún: „Þetta er ekkert mál, þetta kann ég“ og svo skömmu síðar var ég klædd og komin í nýj- ustu tísku. Mig langaði svo til þess að læra að prjóna almennilega og fór ég til mömmu sem kenndi mér réttu handbrögðin og áður en ég vissi var ég búin að prjóna peysu á mig, fjölskylduna og allar vinkon- urnar, allt með hjálp mömmu minnar. Það er eitt sem við mamma átt- um sameiginlegt en það er ást okkar á sögunni um Ísfólkið eftir Margit Sandemo. Við mæðgurnar eigum allar 47 bækurnar og við mamma vorum búnar að lesa þær allar margoft og gátum við setið tímunum saman við að ræða þessa stórkostlegu sögu sem við elskuð- um báðar. Ég elska þig, mamma mín. Blessuð sé minnig þín. Guð geymi þig og varðveiti. Þín dóttir, Ingibjörg Pétursdóttir (Inga P). Elskulega móðir mín. Það er sárt til þess að vita að okkar gæðastundir verða ei fleiri. Það voru góðar og notalegar stundir þegar ég kom til þín og við fengum okkur gott kaffi og með því. Alltaf fagnaðir þú mér með bros á vör og sagðir eitthvað fal- legt: „Ertu nú komin, Anna mín, mikið er gott að sjá þig.“ Við ræddum um heima og geima, þú varst svo vel lesin og fylgdist vel með þjóðfélags- og heimsmálun- um. Þú sýndir mér þær hannyrðir sem þú varst að vinna að og varst svo ánægð að geta enn átt þá iðju, það stytti líka stundirnar. Þér var margt til lista lagt og varst svo flink í höndunum. Það var sér- staklega tekið eftir því hve hand- bragð þitt var fallegt sama hvað það var, þjóðbúningar, harðangur og klausturdúkar, hekluð teppi. Upp um veggi voru listaverk, flos- uð mynd af Ingjaldssandi, heima- sveit þinni, og ofin teppi frá því þú varst í Húsmæðraskólanum í Hveragerði. Þú varst heimavinn- andi með okkur börnin í Eskihlíð- inni og vannst við að sauma Hag- kaupssloppa svo og appelsínugula vinnuvettlinga. Ég stóð oft hjá þér, horfði aðdáunaraugum á þig og saumavélina sem af þvílíkum hraða framleiddi þessar flíkur. Mamma vann mikið við að sauma og hún saumaði oft föt á okkur krakkana. Hún bjó gjarnan til sniðin og saumaði síðan flíkur eft- ir nýjustu tísku. Frásögn þín af bernskuheimili þínu Sæbóli á Ingjaldssandi og líf- inu þar var yndisleg. Þú sagðir mér hvernig þið börnin lékuð ykk- ur um móa og grundir, fjöll og í fjöru. Það var þó eitt sem fangaði huga minn og var það kindin þín. Hún elti þig hvert sem þú fórst. Þið voruð greinilega miklir vinir. Mamma gat verið ákveðin og var viljasterk kona. Það var aðdáun- arvert þegar hún ákvað að taka bílpróf þá yfir fimmtugt og fór um svipað leyti á enskunámskeið. Hún talaði oft um það að það hefði komið sér vel að vera með bílpróf sérstaklega þegar hún þurfti að sinna pabba í hans veikindum. Hún hugsaði svo vel um pabba í veikindum hans og lagði sig alla fram við að gera líf hans bæri- legra. Ég á þér svo margt að þakka, mamma mín. Stuðningur þinn og góðu ráðin sem þú gafst voru ómetanleg. Þú hvattir mig til náms og varst fullviss um að ég ætti að verða leikskólakennari sem svo varð. Þú sást fyrir þér barnaskarann sem var í kringum mig á unga aldri og leikinn sem var ætíð í gangi hjá okkur. Veik- indi þín komu eins og þruma úr heiðskíru lofti en það var með ólíkindum hve vel þér tókst að taka á móti þessum vágesti. Af æðruleysi og dugnaði hélstu áfram og tókst á við hlutina eins og þeir voru. Það var ótrúlegt að sjá þig með slöngu í æð á spít- alanum og reyta af þér brandar- ana. Allt varð einhvern veginn léttara og afslappaðra og fólkið í kringum þig hló. Þetta ljóð samdi Jóhannes úr Kötlum til mömmu, þá kennari hennar í Húsmæðra- skólanum í Hveragerði, og þótti henni afar vænt um ljóðið. Sólin og þú eiga saman ef saklausar meyjar skal flokka. Báðar með birtu í augum og báðar með rauða lokka. (Jóhannes úr Kötlum) Þakka þér, elsku mamma mín, fyrir allt; kærleika, ást og hlýju. Anna Bára Pétursdóttir. Elsku mamma, nú skilja leiðir okkar að sinni. Vegna veikinda þinna nokkur undanfarin ár og upplýsinga sem þú fékkst frá læknunum nýlega var að vísu aug- ljóst í hvað stefndi, en við vorum samt allsendis óviðbúin þegar skilnaðarstundin rann upp nánast fyrirvaralaust. Ekki er þó um annað að ræða en sætta sig við orðinn hlut, óska þér farsældar áfram veginn og inn í ljósið sem vísar leið okkar allra. Við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við höfum fengið að eiga með þér og öll svörin þín við mörgum, oft skrítnum spurn- ingum okkar barnanna þinna. Þú fannst á þér ýmislegt og vissir meira en þú vildir vera láta. Það urðum við áþreifanlega vör við, einnig eftir að við fórum að heim- an, þegar þú hringdir til okkar á ögurstundum til að afla frétta og gefa góð ráð. Mátt bænarinnar og andlega lífið handan þessa lífs þekktir þú vel af eigin raun og varst fyrir nokkru byrjuð að gera ýmsar ráð- stafanir. M.a. ákvaðst þú í sumar sem leið að gömlu handskrifuðu bækurnar sem forfeður þínir skrifuðu og sem þú varðveittir, en sumt af því var skrifað á nítjándu öld, skyldu fara á Héraðsskjala- safnið á Ísafirði til varðveislu. Það var gott að alast upp hjá ykkur pabba því þið stóðuð alltaf vel saman og voruð einhuga um að við börnin fengjum gott uppeldi. Þið voruð svo samrýmd, höfðuð líka mikinn og góðan félagsskap hvort af öðru, alltaf var stutt í húmorinn og það hafði jákvæð áhrif á okkur börnin ykkar. Það komu tímabil sem minna var að gera í leigubílaakstrinum hjá pabba og tekjurnar minnk- uðu. Þá bættir þú það upp með því að taka að þér fleiri heimaverk- efni í saumaskap. Vel saumaðir Hagkaupssloppar og gulir vinnu- vettlingar til afhendingar í stórum stöflum réttu þá af tekju- hlið heimilisins þó alltaf hefði mátt telja það láglaunaheimili. Þrátt fyrir það kom aldrei upp skortur af neinu tagi og við börnin fengum allt það sem önnur börn fengu. Mamma saumaði einnig mikið af kjólum, kápum og alls kyns öðr- um fatnaði samhliða handavinn- unni og þjóðbúningasaumun sem hún hafði sérstakan áhuga á. Hún sótti mörg námskeið hjá Heimilis- iðnaðarfélaginu og fleiri stöðum. Einnig saumaði hún út og flosaði myndir sem hún teiknaði áður. Henni leiddist aldrei sagði hún svo oft, hún gæti þá alltaf gripið í prjónana, heklað eða saumað eitt- hvað, næg verkefni voru yfirleitt í gangi allt um kring hjá henni. Það gladdi mig mjög að finna hvað þið Inga Arnar, konan mín, náðuð vel saman og samband ykk- ar styrktist enn frekar í gegnum samtöl ykkar um þjóðhætti og gamlar hefðir og venjur við saum- un og notkun á ýmsum gerðum þjóðbúninga. Mamma var ákveðin og kraft- mikil kona, skipulögð, vandvirk og áreiðanleg. Hennar sterka réttlætiskennd gerði það að verk- um að hún hafði skoðanir á flest- um þjóðfélagsmálum og yfirleitt öllum málum. Komin á sextugs- aldur fór hún á námskeið í fram- sögn, ensku og fl. og þá ákvað hún að taka bílpróf og keypti sér síðan bíl sem hún hafði mikla gleði af að keyra. Takk fyrir allt, mamma mín, og fyrir allar góðu samverustundirn- ar. Guð geymi þig. Guðmundur Pétursson. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku hjartans amma Heiða. Það verða þung skref í dag þegar við kveðjum þig með trega og sorg í hjarta. Þú varst einstök kona og kemur til með að eiga sér- stakan stað í hugum okkar. Þú varst mikil félagsvera og naust þess að vera með hópnum þínum. Hjá þér var alltaf opið hús og við máttum koma og fara eins og okkur sýndist. Eftir langan dag á golfvellinum á Korpúlfs- stöðum var alltaf jafn notalegt að hlaupa yfir til ykkar afa Péturs á Bakkastöðum og hlýja sér með ristuðu brauði og kakómalti. Við fjölskyldan vorum svo heppin að fá að njóta nærveru þinnar sérhvert aðfangadags- kvöld. Í miðri óreiðu og hávaða- semi í okkur systkinunum og barnabörnunum hefði hver ein- asti maður leitað í skjól en þú horfðir yfir hópinn þinn og muldr- aðir „mikið endemis hvað ég er heppin“ á meðan þú brostir út í eitt. Okkur er minnisstætt síðast- liðinn jóladag þegar við fjölskyld- an spiluðum Trivial Pursuit eftir hangikjötsátið eins og við höfum svo oft gert yfir jólin. Í þetta sinn tókst þú fullan þátt í spurninga- keppninni og skemmtir þér svo vel. Í byrjun spilsins vorum við hálfpartinn búin að gefa okkur að þú myndir vera til sýnis en vorum svo agndofa yfir spurningunum sem þú gast svarað og bjargað lið- inu þínu með. Þú varst svo klár og skýr fram á þinn hinsta dag. Elsku amma, þú hafðir svo góða áru og það var svo gott að tala við þig. Þú þekktir áhugamál okkar allra og gast endalaust spjallað um heima og geima. Þú varst með skemmtilegar skoðanir og þér leiddist ekki þó svo að við gerðum stundum grín að þér. Þú nýttir hvert tækifæri sem gafst til þess að tjá okkur hversu stolt þú værir af hverju og einu okkar og varst svo ánægð með okkar val á lífsförunautum, sem þú lagðir þig alla fram við að kynnast og bjóða velkomin í fjölskylduna. Þú varst með fingur úr gulli og við sitjum eftir með aragrúa af fallegu og vönduðu handverki sem við mun- um fá að njóta á meðan við minn- umst þín með hlýju í hjarta. Takk fyrir allar minningarnar í Hraunbænum, á Bakkastöðum og á Kópavogsbraut. Takk fyrir hlýjuna og fyrir að reynast okkur alltaf trygg og trú. Þú varst okkur sönn fyrirmynd og vonandi náum við að miðla einhverju af þínum kærleika til barnanna okkar í framtíðinni. Við erum þakklát fyr- ir þann tíma sem við fengum með þér og fyrir það fólk sem við höf- um í kringum okkur þín vegna. Þú hafðir fulla ástæðu til þess að vera stolt af hópnum þínum. Góða ferð, elsku amma, þar til við sjáumst á ný. Þín barnabörn, Pétur Óskar, Hannes Freyr, Hanna Lilja, Ragnar og Anna Margrét. Elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund. Tilhugsunin um að fá aldrei að hitta þig aftur, faðma, tala og hlæja saman er erf- ið. Samverustundin sem við áttum saman á spítalanum var kveðju- stund. Sú stund var erfið en samt svo yndisleg þar sem ég gat sagt við þig hversu vænt mér þykir um þig og þú sagðist vera tilbúin að kveðja. Ég er lánsöm að hafa fengið að kynnast þér og þú varst alltaf tilbúin að aðstoða sama hvað bjátaði á. Ég gaf þér lítinn engil í jólagjöf sem þér fannst svo falleg- ur, nú mun hann ávallt minna mig á þig. Við áttum svo margar ynd- islegar stundir saman, jólaboðin á Bakkastöðum standa alltaf upp úr þar sem þú bauðst ættingjum í yndislegan mat og samverustund. Mun ávallt sakna þín, Takk fyr- ir allt. Katrín Ósk Freysteinsdóttir. Minningar mínar með ömmu minni Heiðu eru mér mjög kærar. Ég er svo afar þakklát fyrir það hvað amma var góð að leyfa mér að koma til sín eftir skóla svo ég þyrfti ekki að fara í frístundina. Amma bakaði alltaf handa mér hveitibrauð og smurði það með miklu smjöri alveg eins og ég vildi hafa það. Hún átti alltaf handa mér Oreo og heitt kakó þegar ég kom í heimsókn og ég gleymi því ekki hvað við spiluðum mikið og prjónuðum. Við gátum spjallað um allt og ekkert og höfðum við alltaf gaman af félagsskap hvor annarrar. Þessar minningar sitja fast í huga mínum og mun ég aldr- ei gleyma þeim. Amma var besta vinkona mín og hafði hún alltaf trú á mér í öllu því sem ég gerði, einnig var henni mjög umhugað um heilsu mína og fór það veru- lega í taugarnar á henni að ég væri að veipa enda hætti hún ekki að spyrja mig út í það hvort ég ætlaði ekki að fara að hætta þess- ari vitleysu en það er ekki svo langt síðan ég náði loksins að hætta og var hún virkilega ánægð með það. Það sem þessi æðislega kona hefur mótað mig mikið á þessum 20 árum sem ég hef lifað er ótrúlegt og er ég þakklát fyrir það á hverjum degi. Takk fyrir að segja í þínum síðustu orðum að þú værir stolt af mér, þessi orð eru mér afar mikilvæg og mun ég halda í þau alla mína ævi. Hvíldu í friði elsku amma mín, ég mun hugsa til þín um ókomna tíð, þitt barnabarn Theódóra (Tedda). Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elskuleg móðursystir mín Ragnheiður Guðmundsdóttir er látin eftir erfið veikindi. Ég minn- ist hennar með mikilli hlýju og virðingu. Heiða frænka kallaði mig hjartabarnið sitt, en ég var fyrsta ungbarnið sem hún fékk í fangið. Heiða var yngst átta systkina, sjö systur og einn bróðir sem fæddust og ólust upp á Sæbóli á Ingjaldssandi og þegar afi og amma brugðu búi 1946 og fluttu til Reykjavíkur var hún enn í föð- urhúsum. Heiða nam hannyrðir við kvennaskólann í Hveragerði og minntist hún þess tíma með gleði og hlýju. Hún starfaði sem saumakona hjá Andrési klæð- skera um skeið. Hún var svo heimavinnandi húsmóðir á meðan börnin voru lítil. Eftir að börnin voru komin á legg starfaði Heiða í mörg ár sem leiðbeinandi í handa- vinnu eldri borgara í Múlabæ. Þar starfaði Pétur Pétursson eigin- maður hennar líka. Frænka mín var glæsileg kona, einstaklega vandvirk, glaðvær og ættrækin. Hún var stolt af börn- um sínum og niðjum öllum. Hún var hrókur alls fagnaðar og naut sín í góðara vina hópi, var minnug og hafði frá mörgu að segja. Handverkið hennar var fallegt og við systurnar fengum að njóta þess þegar við vorum litlar þegar hún saumaði á okkur fallega kjóla og margt fleira. Útsaumuð barna- föt færði hún mér á sængina, allt einstaklega fallegt og vandað. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Við Skúli vottum börnum Ragnheiðar og afkomendum öll- um innilega samúð. Blessuð sé minning Ragnheið- ar Guðmundsdóttur frá Sæbóli. Drífa Hjartardóttir. Ragnheiður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.