Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síldarvertíð er á síðustu metrunum og veiðar og vinnsla hafa gengið vel. Tregða hefur hins vegar verið á mörkuðum og er mikið af síld í frystigeymslum hérlendis og í kaupalöndunum í Austur-Evrópu. Mikil framleiðsla hefur verið á síld í Noregi í ár og hafa Norðmenn verið grimmir í markaðssetningu. Þeir hafa lagt áherslu á að losna við vör- una og boðið kaupendum hagstætt verð. Útflytjandi, sem rætt var við í gær, sagði að vissulega væru síldar- markaðir þungir um þessar mundir, en lítið fengist með því að troða vörum inn á markaðinn til að losa um geymslupláss. Útgerðarmaður sagði að síldin færi hægar en oft áður og verðið væri ekkert sérstakt. Hins vegar væri þetta breytilegt eftir því hvað væri framleitt. Sala á makrílafurðum frá vertíð- inni í sumar hefur gengið mun betur og þar er staðan sögð eðlileg. Al- mennt hefur sala á uppsjávarafurð- um gengið vel síðustu misseri og vör- urnar selst á þokkalegum hraða og verði, eins og það var orðað í gær, „en núna erum við í fyrsta skipti í langan tíma að sjá smá brekku í síld- inni“. Sigurður og Heimaey enn að veiðum Landað var úr Venusi á Vopnafirði í gær og síðdegis var von á Víkingi þangað með síðasta síldarfarm Brims á vertíðinni, 12-1.300 tonn. Skip Ísfélagsins, Sigurður og Heimaey, voru hins vegar á siglingu austur í Síldarsmugu, en þangað eru um 400 sjómílur og 30 tíma stím frá Þórshöfn. Líklegt er að hvort skip landi tvívegis í viðbót á vertíðinni, en það ræðst þó af veiði og veðurfari. Önnur fyrirtæki eru hætt veiðum á norsk-íslenskri síld í ár. Í gær var búið að landa um 99 þús- und tonnum af síld samkvæmt upp- lýsingum á vef Fiskistofu, en aflinn er kominn yfir 100 þúsund tonn því skýrslur um löndun berast ekki sam- dægurs. Alls er heimilt að veiða 106 þúsund tonn á vertíðinni með flutn- ingi á milli ára. Framundan hjá uppsjávarskipun- um eru veiðar á kolmunna og ís- lenskri sumargotssíld. Síldarvertíð hófst í byrjun sept- ember og fékk Bjarni Ólafsson þá góðan afla á Glettinganesgrunni. Næstu dagana á eftir veiddist vel á Héraðsflóa og víðar, en er leið á september færði síldin sig austur á bóginn. Síðustu vikur hafa skipin verið í Síldarsugunni djúpt austur af landinu. Eftir leiðindabrælu í nokk- urn tíma hefur veður skánað í vik- unni. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Stund milli stríða Glaðlegir starfsmenn Ísfélagsins á Þórshöfn gæddu sér á heimabakaðri súkkulaðiköku með kaffinu í hádegishléinu í gær, frá vinstri Karolin Rätt, Ulrika Palts, Avelin Rätt og Reivo Laast, öll frá Eistlandi. Síldarvertíð ársins á síðustu metrunum  Veiðar og vinnsla hafa gengið vel  Tregða á mörkuðum Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir inn ganga Tuborg-jólasveinar milli bara og færa viðstöddum glaðning. Ekki eru þó hátíðarhöldin bundin við eina bjórtegund. Jólabjórinn frá Kalda var settur í sölu á Kaldabar og víðar í gærkvöldi auk þess sem fleiri tegundir bætast við á veit- ingastöðum þar til sala hefst í Vín- búðunum 14. nóvember. Þar verða 78 tegundir á boðstólum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Búast má við því að líf verði í tusk- unum í miðborg Reykjavíkur í kvöld þegar byrjað verður að selja jólabjór á flestum börum og veit- ingastöðum. Að dönskum sið verður mikil við- höfn á vegum Tuborg, en sá bjór hefur verið langvinsælasti jólabjór- inn hér á landi síðustu ár. J-dagurinn svokallaði er alltaf haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag í nóvember. Klukkan 20.59 er byrjað að skenkja Tuborg-jólabjór, en ástæða tímasetningarinnar er rakin til þess þegar jólabjórinn kom fyrst á markað í Danmörku árið 1981. Þá seinkaði framleiðslunni og fyrsti bjórinn komst ekki á krana fyrr en klukkan 20.59. Sagan segir að á sama augnabliki hafi fyrsti jóla- snjórinn fallið og í kjölfarið varð þessi hefð til. Mikil hátíðarhöld verða klukkan 20.59 á Dönsku kránni við Ingólfs- stræti en þegar jólasnjórinn er fall- J-dagurinn Mikil viðhöfn er jafnan fyrir utan og inni á Dönsku kránni. Jólabjórinn í sölu á börum í kvöld  J-deginum fagn- að klukkan 20.59 hinn 1. nóvember Guðni Einarsson gudni@mbl.is Einelti, kynferðisleg áreitni, kyn- bundin áreitni, ofbeldi og kynferð- isbrot munu nú verða tekin nýjum tökum hjá þjóðkirkjunni, að sögn Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræð- ings og sérfræð- ings í eineltismál- um, borgarfulltrúa og kirkjuþingsfull- trúa. Kolbrún lagði til á kirkjuþingi í fyrra að myndað- ur yrði stýrihóp- ur sem setti sam- an stefnu og verklag ef upp koma ofbeldismál svo sem einelti eða kvörtun um kynferðisbrot hjá kirkj- unni. Kolbrún sat í hópnum sem lauk störfum í mars. Afraksturinn var lagður fyrir framhaldskirkjuþing í mars og var samþykktur samhljóða. „Ég hef sem sálfræðingur til þrjá- tíu ára unnið mikið í eineltismálum bæði í skólum, íþróttafélögum og vinnustöðum auk þess sem ég hef skrifað mikið um þennan málaflokk, þar á meðal bókina EKKI MEIR. Í gegnum árin hef ég þróað ákveðið verklag sem hefur gengið vel í ljósi þess hversu erfið og viðkvæm þessi mál eru,“ sagði Kolbrún. Hún var kjörin til setu á kirkjuþingi 2018. „Ég gaf kost á mér vegna þess að mig langaði að hjálpa kirkjunni að takast á við eineltis- og ofbeldismál. Þetta eru erfið mál og mér þótti sýnt að þarna þyrfti að gera góða faglega stefnu og verklag og taka á þessu heildstætt, það er eina stefnu fyrir allt ofbeldi,“ sagði Kolbrún. „Nú er ekkert að vanbúnaði. Finna þarf fag- fólk í teymið sem vinna á þau mál sem upp koma og er mikilvægt að um sé að ræða utanaðkomandi fag- fólk. Ég legg áherslu á að sálfræð- ingur með farsæla reynslu sitji í teyminu og jafnvel geðlæknir eða annað fagfólk úr þessum geira. Nú bíður að kynna stefnuna og verklag- ið um allt land þannig að ef upp koma mál þá viti fólk innan kirkjunnar og þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvert á að leita og hvaða viðbragðs- ferli tekur þá við.“ Nýir tímar fram undan „Ég tel að kirkjan sé að mörgu leyti að sigla inn í nýja tíma sem hluti af samfélagi lýðræðis, mannréttinda, jöfnuðar og gegnsæis með innleið- ingu þessarar nýju stefnu og verk- lags um aðgerðir gegn einelti, kyn- ferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og meðferð kyn- ferðisbrota innan kirkjunnar.“ Í verklaginu er lögð áherslu á að sá sem kvartar hafi aðkomu að sínu máli, enda sé það hans. Þegar ný persónuverndarlög komu var það staðfest sem Kolbrún kveðst hafa barist fyrir árum saman og það er að engu sé haldið leyndu fyrir aðilum málsins og að teymið vinni með til- kynnandanum og hafi við hann sam- ráð. „Réttindum meints geranda þarf líka að huga að, t.d. að hann fái fullar upplýsingar um ásökunarefnið, hvað það er sem hann er ásakaður fyrir,“ sagði Kolbrún. Kirkjan tekur á ofbeldismálum  Ný stefna og nýtt verklag tekið upp Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Háteigskirkja Kirkjuþing 2019 verður sett þar á laugardag. Kolbrún Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.