Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 ✝ Hákon Árna-son fæddist á Stóru-Hámundar- stöðum í Eyjafirði 5. júní 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. októ- ber 2019. Foreldrar hans voru Árni Marinó Rögnvaldsson, f. 5.2. 1909, d. 23.9. 2004, og Steinunn Davíðsdóttir, f. 10.1. 1905, d. 13.7. 1990. Systur hans voru Ingibjörg Árnadóttir, f. 23.11. 1941, d. 9.11. 2007, og Gerður Árnadóttir, f. 19.7. 1945. Hákon kvæntist 27.12. 1969 Berthu Stefaníu Sigtryggs- dóttur, f. 22.8. 1941. Börn þeirra eru Helena Hákonar- dóttir, f. 18.9. 1971, Harri Há- konarson, f. 31.12. 1974, og Tryggvi Hákonarson, f. 22.10. 1977. Helena er í sambúð með Sveinbirni Sigurðssyni, f. 21.4. 1960, og eiga þau tvö börn, Blöndal hrl. 1966 og varð með- eigandi að stofunni 1975. Árið 1988 gekk hann í félag við þá Guðmund Pétursson hrl. og Pétur Guðmundarson hrl. og rak með þeim Málflutnings- skrifstofuna ásamt fleirum til ársins 1999. Árið 2000 var hann einn af stofnendum lögmann- skrifstofunnar LOGOS og starf- aði þar til æviloka. Hákon var meðlimur í stjórn Lögmanna- félags Íslands 1977-1979 og 1986-1989, formaður félagsins 1988-1989 og gerður heiðurs- félagi þess 2011. Árið 1992 var hann skipaður í dómnefnd til að meta hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara og sama ár skipaður af dómsmálaráð- herra í nefnd til að gera til- lögur að nýjum reglum um eftirlit með störfum dómara og úrræði ef dómari gerist sekur um vanrækslu í starfi. Þá var hann prófdómari og stunda- kennari við Háskóla Íslands um langt árabil. Útför Hákonar fór fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík 31. október 2019 í kyrrþey að hans eigin ósk. Berthu Stefaníu, f. 9.11. 2009, og Dav- íð Marinó, f. 13.2. 2011. Harri er kvæntur Lísu Birgisdóttur, f. 14.6. 1974, og eiga þau þrjú börn, Thelmu Rán, f. 11.4. 2003, Hákon Reyr, f. 24.1. 2005, og Indiönu Rut, f. 9.9. 2008. Tryggvi er kvæntur Sólveigu Árna- dóttur, f. 8.1. 1981, og eiga þau þrjá syni, Einar Árna, f. 14.7. 2011, Snorra Frey, f. 31.3. 2015, og Úlf Ara, f. 3.4. 2018. Hákon Árnason lauk stúd- entsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1960 og embættis- prófi, cand. juris, frá Háskóla Íslands 1966, varð héraðsdóms- lögmaður sama ár og hæsta- réttarlögmaður 14. mars 1972. Hákon hóf störf sem fulltrúi á lögmannskrifstofu Ágústs Fjeldsted hrl. og Benedikts Mér finnst gríðarlega sárt að þurfa að kveðja yndislegan mann og dásamlegan tengdaföður. Eftir nokkurra ára hetjulega baráttu var hetjan í granna lík- amanum sigruð. Því hann var hetja þessi maður, sem tókst á við sína baráttu af svo miklu æðruleysi og dug að baráttan sást aldrei utan á honum fyrr en rétt í lokin. Hákon var eins og ég sagði dásamlegur maður og tengdafaðir. Þegar ég kom í fyrstu skiptin í mat til tilvonandi tengdaforeldra minna, sem kær- asta yngsta sonarins var mér strax úthlutað sæti við hliðina á tengdapabba við borðstofuborð- ið, sæti sem var mitt alla tíð síð- an. Í fyrstu skiptin sem ég sat þar hjá honum yrti hann varla á mig, hann virkaði á mig eins og hann væri mjög feiminn frekar en að hann kynni ekki við mig. En fljótlega sá hann að ég var ekki jafn vitlaus og ég leit út fyrir að vera og hófust milli okkar sam- ræður og eftir það var ekki mikil þögn okkar á milli. Það var gríð- arlega gaman að tala við Hákon, hann var vel lesinn og vitur mað- ur og átti ég margar af mínum vitrænustu og skemmtilegustu samræðum við hann. Hann var líka svo ákaflega góður, hann Hákon, ég þekkti hann ekki sem lögmann, en hann var víst einn af þeim færustu í þeirri stétt, nei, ég þekkti hann sem yndislegan tengdaföður og dásamlegan afa, sem maður gat alltaf leitað til. Hvort sem ég bað hann um að lesa yfir handrit fyrir mig eða passa fyrir mig börnin þá var svarið alltaf það sama og hann hjálpaði af svo mikilli gleði að það var alltaf gott að leita til hans. Hákon hugsaði vel um líkama og sál og einhvern laugardags- morguninn kom ég upp úr kjall- aranum hjá tengdó, þar sem við Tryggvi bjuggum eitt sinn milli íbúða, og þá stóð Hákon eins og prjónn á haus á miðju stofugólf- inu og var að heilsa sólinni. Hann var í einu orði sagt ein- stakur og mér og drengjunum mínum þremur þótti óskaplega vænt um hann. Hann sagði í ræðu sinni í brúðkaupi okkar Tryggva að hann væri minn stærsti aðdáandi og ég vona að hann hafi vitað að ég var, er og verð alltaf hans. Ég kveð þig hér með kossi á kinn, eins og ég gerði alltaf og bið góðan Guð að gæta þín elsku Hákon og ég skal lofa á móti að gæta allra þeirra sem þú skilur eftir, þú getur treyst mér. Við hér í Gulaþinginu munum elska þig og sakna þín um ókomna tíð og höldum áfram að biðja fyrir þér hvar sem þú ert. Þín ástkæra tengdadóttir, Sólveig. Hákon Árnason var hæglátur og dagfarsprúður maður. Ég man að það kom mér á óvart þegar mér var sagt að hann þætti einn allra besti málflutn- ingsmaður landsins. Þá hafði ég nýlokið laganámi og hafið störf hjá honum og fleiri lögmönnum á Suðurlandsbraut 4a. Hann var grannur og ekki hávaxinn og virkaði heldur hlédrægur á mig. Það var ekki fyrr en ég sá fyrst til hans í hlutverki málflytjand- ans að ég skildi hvers vegna hon- um var valin þessi einkunn. Hann var rökfastur með ein- dæmum, skýr í hugsun og hafði öðrum mönnum betur lag á að koma hugsunum sínum í orð á hnitmiðaðan hátt. Þungi fylgdi orðum hans og sannfæringar- krafturinn var mikill. Á skrifstofunni var Hákon góður félagi og vinur, léttur í lund og viðræðugóður. Dyr hans voru öllum opnar og aldrei voru gestir að ónáða. Hann gaf sér góðan tíma til að segja yngra og óreyndara fólki til og hafa marg- ir notið dýrmætrar leiðsagnar hans. Hans greinar voru skaðabóta- og vátryggingaréttur. Í þeim var hann manna fróðastur. Hákon tók virkan þátt í félagslífinu, ekki síst ef á dagskránni voru ferðalög um landið. Ógleyman- legt er síðan framlag hans til ár- legra árshátíðarmyndbanda, þar sem hann stal jafnan senunni. Við leiðarlok er þakklæti of- arlega í huga. Það voru forrétt- indi fyrir okkur samstarfsmenn að hafa Hákon okkur til leið- sagnar um langt árabil. Þegar árin færðust yfir dró hann úr vinnu en við áttum því láni að fagna að hafa hann í okkar liði allt til áttræðs. Berthu eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstand- endum færum við okkar dýpstu samúðaróskir. F.h. LOGOS lögmannsþjón- ustu, Þórólfur Jónsson. Við lifum í agnarsmáu sam- félagi hér á Íslandi. Stundum er sagt að allir þekki alla. Það er kannski ekki alveg rétt, en svo mikið er víst að þeir sem vinna á sama starfsvettvangi kynnast hverjir öðrum og það oft í tals- verðu návígi. Hópur málflytjenda er ekki ýkja stór í landinu. Þeir sem honum tilheyra eru oftast að fást við aðra í hópnum við flutning mála fyrir dómstólum og er þá stundum tekist harkalega á. Á þeim vettvangi lærist manni fljótt að þekkja sauðina frá höfr- unum. Í þessum þrönga heimi kynntist ég sómamanninum Há- koni Árnasyni. Margir áratugir eru síðan ég flutti fyrst mál gegn Hákoni Árnasyni. Við þær aðstæður held ég að maður verði nokkuð vel til þess fallinn að segja deili á „hátt- virtum andstæðingi“. Fljótlega áttar maður sig á, að öflugasti mótherjinn er ekki sá sem fer fram af offorsi og óskammfeilni. Þvert á móti er sá öflugastur sem færir mál sitt fram með rök- leiðslu og af málefnalegum heil- indum. Verkefnið snýst um að sannfæra dómarann, en ekki að koma höggi á andstæðinginn. Málflytjandinn þarf að leggja dómaranum til sannfærandi rök- semdir, sem hann getur gert að sínum þegar dómur er lagður á málið. Sá er bestur málflytjand- inn sem best tekst upp við þetta. Þess vegna var Hákon Árna- son einn af allra bestu málflytj- endum á Íslandi síðustu áratug- ina. Í honum bjó einstaklega vand- aður og heiðarlegur maður, sem kom málstað umbjóðenda sinna vel á framfæri. Eitt sinn, þegar ég þurfti að ráða mér málflytj- anda í dómsmáli, sem varðaði mig miklu, fékk ég Hákon til að annast verkið. Ég fylgdist vel með og varð vitni að vinnubrögð- um sem mér fannst nánast óað- finnanleg. Þó að ekki næðu allar kröfur mínar fram að ganga varð honum ekki um kennt. Þar voru aðrir kraftar að verki. Svo gerðist það fyrir nokkrum áratugum að okkur Hákoni var falið að annast kennslu í munn- legum málflutningi á námskeiði fyrir verðandi málflytjendur. Þá fluttum við boðskap okkar hvor á eftir öðrum og tókum svo saman þátt í fyrirspurnartíma og almennum umræðum á eftir. Sjálfir höfðum við mikinn lær- dóm af verkefninu, eins og kenn- arar hafa gjarnan, en kannski höfðum við samt mesta gagnið af því sem við lærðum hvor af öðr- um. Þetta kom reyndar til tals í samtali okkar eftir að við höfðum annast þessar leiðbeiningar um margra ára skeið. Ég held ég megi segja að við höfum orðið vinir. Vinátta okkar einkenndist af gagnkvæmri virðingu og stuðn- ingi þar sem honum varð við komið. Ég átti síðast samtal við Há- kon fyrir nokkrum vikum, þegar banvænn sjúkdómurinn var langt fram genginn. Þá ræddum við meðal annars um dauðann og komum okkur saman um að ekki væri ástæða til að óttast hann. Hann kæmi í framhaldi af lífinu og mestu máli skipti að hafa reynt að sýna öðru fólki sam- kennd og vera heill, meðan lífið entist. Og þar var staða vinar míns sterk; svo mikið er víst. Ég sendi ástvinum Hákonar Árnasonar innilegar samúðar- kveðjur vegna fráfalls hans. Hans verður minnst fyrir það sem hann var. Jón Steinar Gunnlaugsson. Hákon Árnason Ég bið að heilsa ömmu var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk að vita að þú hefðir fengið hvíldina. Einhvern veginn er erfitt að hugsa um afa án ömmu eða ömmu án afa. Þakklát fyrir þann aukatíma sem við fengum að hafa þig en jafnframt er ég glöð í hjartanu að þið séu nú aftur sam- einuð. Það voru forréttindi að fá að alast upp með ykkur í sama húsi. Geta komið til ykkar hvort sem það var fyrir mat, sögu eða bara samveru. Ég man, afi, þegar þú teiknaðir fyrir mig myndir sem ég svo litaði, myndir af bátum, fjöllum og sjónum. Þú hafðir sér- stakan skilning á brasinu í mér og fljótfærninni og ég held að þú hafir haft lúmskt gaman af henni. Sagan um þegar ég litaði niður allan stigaganginn og þú labbaðir með mér til að fá skýringar á teikningunum í stað þess að skamma mig er mér kær. Setningin „mamma þín ræður ekki hér“ kom oft bæði þegar mamma mín og svo ég sjálf með mín börn vorum að stjórnast. Það var oftast verið að koma í veg fyrir að borðað yrði meira af einhverju af því sem amma bar á borð. Minningin um skúffuna góðu sem alltaf var hægt að leita í og fá kleinu, snúð, vínarbrauð eða einhverja köku mun alltaf vera með mér. Mitt uppáhald er kaffi- tertan og hana mun ég gera og Guðjón Björnsson ✝ Guðjón Björns-son fæddist á Húsavík 12. apríl 1934. Hann lést á Skógarbrekku HSN á Húsavík 18. október 2019. Foreldrar hans voru Sigríður Helgadóttir og Björn Kristjánsson. Guðjón var giftur Þórveigu Kristjáns- dóttur frá Norðurhlíð í Aðaldal og eignuðust þau sex börn sam- an. Þórveig lést 19. mars 2018. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey. hugsa til ykkar í hvert skipti, elsku afi og amma. Þið sögðuð mér bæði sögur og þess- ar sögur kann ég enn þá, meira að segja þá um búálf- inn sem elskaði gos sem amma skáldaði. Ég er svo þakklát fyrir allar minning- arnar sem ég á um ykkur og þakklát fyrir að börnin mín eiga líka margar minningar um ykkur. Eins og ég gátu þau leitað til ykkar og fyrir þá hjálp sem þið veittuð mér með þau er ég ævinlega þakklát. Minningin um ykkur mun lifa áfram hjá okkur sem verðum eft- ir og ég treysti því að þau okkar sem fóru of fljótt geti komið til ykkar í knús, þus um pólitík eða bara samveruna sem alltaf var í boði á Árgötunni. Elsku afi Úddi og amma Þór- veig takk fyrir allt. Jóna Kristín Gunnarsdóttir Guðjón frændi minn Björns- son hefur nú yfirgefið þessa jarð- vist eftir erfið veikindi. Við vor- um sex bræðrasynirnir sem ólumst upp á Stangarbakkanum, allir fæddir í byrjun fjórða ára- tugar síðustu aldar en feður okk- ar bjuggu með fjölskyldur sínar í nánu sambýli, Björn í Rauðhól, Arnór í Steinholti og Ásgeir í Ás- geirshúsi. Þá voru ekki komin götunúm- er, en hvert hús hafði sitt nafn. Af þessum strákahópi var Þórður Ásgeirsson elstur, fæddur 1930, ég næstur, fæddur 1931, Kristján Ásgeirsson, fæddur 1932, Hörður bróðir minn, fæddur 1933, Guð- jón Björnsson, fæddur 1934, og Sigfús Björnsson, fæddur 1936. Það var mikill samgangur milli heimilanna og við strákarnir til skiptis heima hver hjá öðrum. Sigríður móðir Guðjóns var frá Helgastöðum sem var eitt húsið í þessari þyrpingu og þar var strákahópnum alltaf vel tekið. Guðjón fór snemma að vinna við sjómennsku. Björn faðir hans var skipstjóri lengst af og það var leið flestra drengja sem voru að alast upp á Húsavík á þessum ár- um að fara að vinna sem fyrst neðan við Bakkann þar sem út- gerðirnar höfðu aðsetur. Guðjón fór snemma á sjóinn og sá fram á það að sjómennska yrði hans starf. Hann dreif sig þá í sjó- mannaskólann þegar aldur leyfði og lauk stýrimannaprófi. Framan af fór hann á vetrarvertíð til Reykjavíkur á vélbátnum Hag- barði sem Húsvíkingar gerðu þar út yfir veturinn. Lengst af var hann þó skipstjóri á vélbátnum Freyju sem gerð var út frá Húsa- vík. Þeir sem stóðu að útgerð Freyju voru auk Guðjóns Hörð- ur, bróðir minn, Haukur Sigur- jónsson, mágur Guðjóns, og Þor- steinn Jónsson. En fljótlega eignuðust Guðjón og Hörður þessa útgerð alla og var útgerð Freyju mjög vel heppnuð. Eftir að þeir hættu Freyjuútgerðinni eignuðust Guðjón og Hörður trillu og skruppu á sjóinn af og til. Guðjón bar mjög farsæll skip- stjóri, dagfarsprúður og laus við hávaða en ekki skaplaus. Hann tók mikinn þátt í félagsskap sjó- manna á Húsavík og var þar í for- ystu. Hann var víðlesinn og hafði mikið yndi af lestri góðra bóka og var vel að sér enda búinn góðum gáfum. Þá hafði hann löngun til bú- skapar og seinni árin var hann virkur í félagi fjáreigenda og undi sér vel í fjárhúsunum með öðrum rollukörlum. Guðjón og Þórveig, kona hans, byggðu stórt og vandað íbúðar- hús í Árgötu 4 ásamt Fanneyju systur Guðjóns og Hauki manni hennar. Þar áttu foreldrar þeirra gott skjól til hinstu stundar. Með Guðjóni er genginn einn þeirra Húsvíkinga sem voru máttar- stólpar í uppbyggingu atvinnulífs staðarins og létu sig mjög varða hag almennings. Hans er sárt saknað þó að gott væri fyrir hann að fá að kveðja eins og heilsufar hans var síðustu árin. Þessum minningarorðum fylgja innilegar samúðarkveðjur frá okkur frændfókinu frá Steinholti til af- komenda Guðjóns og tengda- fólks. Kári Arnórsson. Ástkær eiginmaður, faðir, tendgdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR AXELSSON fv. forstjóri Löggildingarstofu ríkisins, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 29. október. Útför auglýst síðar. Hrafnhildur Kristinsdóttir Stefanía Kristín Sigurðard. Reynir Þórðarson Laufey Margrét Jóhannesd. barnabörn og barnabarnabörn Þá er vinur minn og stórfrændi Þór- hallur Valgarð Að- alsteinsson kominn í sumarland- ið og vafalaust farinn að spila slagara á hljómborðið í massavís. Vinskapur okkar var mikill enda þótt aldursmunurinn væri nærri fjórir áratugir. Ég fór að venja komur mínar til Tolla þegar hann flutti til Húsavíkur, fljótlega eftir Þórhallur Valgarð Aðalsteinsson ✝ Þórhallur Valgarð Aðal- steinsson fæddist 9. janúar 1947. Hann lést 28. september 2019. Útför hans fór fram 5. október 2019. bankahrun. Þrátt fyrir mikinn skyld- leika höfðum við lít- ið þekkst fram að því og má segja að okkar vinskapur hafi því þróast al- gjörlega á okkar forsendum. Formúl- an var alla tíð svip- uð: ég lét gamminn geisa og frændi hlustaði milli þess sem hann hló að ruglinu í mér. Það voru ávallt fastir liðir á dag- skránni, stundum sömu sögurnar enda voru þær alltaf jafngóðar og síðast! Að sama skapi var ansi margt sem við ræddum aldrei, okkar samskipti voru þannig að mestu í núinu. Það voru auðvitað undantekningar – til að mynda er vörðuðu glæsta fortíð Tolla í tónlist en hann og Björn tengda- faðir minn spiluðu saman í hinu vinsæla húsvíska ballbandi „Ví- brarnir“ á sínum tíma. Þannig liðu heimsóknirnar ein af annarri og þrátt fyrir heiðarlegar til- raunir var algjör hending ef spjallið var undir einni klukku- stund að lengd. Lífsgleði hans og auðmýkt var einstök. Þrátt fyrir afar takmarkaða hreyfi- og færnigetu síðustu árin var svart- sýni og vont skap ekki til í hans fari. Hann sagði alltaf aðspurður „allt fínt“. Þetta viðhorf hefur sannarlega reynst mér lærdóms- ríkt og ég hef reynt að venja mig við það að mála ekki skrattann á vegginn þótt stundum sé smá mótvindur. Ég kveð Tolla með þakklæti fyrir ómetanlegar stundir og vin- skap. Möggu, Ellu, Rikka og fjöl- skyldum votta ég mína dýpstu samúð. Heiðar Hrafn Halldórsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.