Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 31
Mæðgur í Madríd Elísabet, Jóhanna Malen og Ragnhildur Elín. Foreldrar Elísabetar eru hjónin Elín Kröyer, f. 23.3. 1948, versl- unar- og garðyrkjukona, og Þor- steinn Ingimar Þórarinsson, f. 29.1. 1941, skógarhöggsmaður. Þau eru búsett á Hallormsstað og héldu nýlega upp á 50 ára brúð- kaupsafmæli sitt. Elísabet Þorsteinsdóttir Hallgrímur Jónsson bóndi á Víðivöllum ytri Bergljót Þorsteinsdóttir húsfreyja á Víðivöllum ytri Þórarinn Hallgrímsson bóndi á Víðivöllum ytri Þorsteinn Ingimar Þórarinsson skógarhöggsmaður á Hallormsstað Sigríður Elísabet Þorsteinsdóttir húsfreyja á Víðivöllum ytri í Fljótsdal Þorsteinn Jónsson bóndi á Aðalbóli og Glúmsstöðum Soffía Pétursdóttir húsfreyja á Aðalbóli í Hrafnkelsdal og Glúmsstöðum í Fljótsdal Benedikt Kröyer Kristjánsson bóndi á Stóra-Bakka Antonía Petra Jónsdóttir húsfreyja og saumakona á Stóra-Bakka í Hróarstungu Kristján Elís Kröyer bóndi á Stóra-Bakka, Unalæk og í Rvík Malen Gunnarsdóttir Kröyer húsfreyja og saumakona á Stóra- Bakka, Unalæk á Völlum og í Rvík Gunnar Sigurðsson bóndi í Beinárgerði Guðlaug Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Beinárgerði á Völlum Úr frændgarði Elísabetar Þorsteinsdóttur Elín Kröyer verslunar- og garðyrkjukona á Hallormsstað DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2012 -2017 Kerruöxlar og íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA „VIÐ GETUM EKKI FARIÐ HEIM TIL MÍN. ÉG Á HUND.” „HANN ER AÐ SAFNA FYRIR FIMLEIKAFERÐ. VILTU LAKKRÍS, KLÓSETTPAPPÍR EÐA GULRÆTUR?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að heima bíður þín heitur kvöldverður. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SÆL HALLGERÐUR! ÉG SÉ AÐ ÞÚ ERT BÚIN AÐ FÁ ÞÉR HUND! JÁ, ÉG HEF VERIÐ Í VANDRÆÐUM MEÐ KARLMENN! ER HANN VARÐ- HUNDUR? NEI, ALLS EKKI. SÆKTU! EKKI REYNA ÞETTA OOO! Faðir minn gaf mér heildar-útgáfu Magnúsar Matthías- sonar á ljóðmælum séra Matthíasar þegar ég var á fermingaraldri. Mér þykir vænt um hana og gríp niður í hana oftar en í aðrar bækur. Á föstudaginn birti ég vísu eftir séra Matthías með þeim skýringum sem þar eru: Þegar ég heyrði þinglokin þá hljóp í mig gikkurinn; þá sagði ég við hann Manga minn: „Mígðu nú yfir söfnuðinn!“ Hér er ekki rétt skýrt frá til- drögum vísunnar eins og fram kem- ur í þessari athugasemd, sem Jó- hannes Nordal sendi mér og ég þakka fyrir: „Þú birtir um daginn vísu Matthíasar Jochumssonar „þegar ég heyrði þinglokin“ og tel- ur tilefnið hafa verið að söfnuður- inn hafi synjað einhverri beiðni hans. Ég hef það hins vegar frá föð- ur mínum að tilefnið hafi verið eftirfarandi: Matthías þurfti oftar en einu sinni að ávíta Magnús, tólf ára son sinn, fyrir að kasta af sér vatni á túnblettinum fyrir framan Sigur- hæðir, þar sem það blasti við safn- aðarbörnum hans. Um þetta leyti var Matthías orðinn þreyttur á prestskapnum og sóttist eftir því að losna úr embætti til að geta helgað sig skáldskapnum að fullu. Haustið 1899 fær hann svo þær fréttir eftir þinglokin að honum hafi verið veitt heiðurslaun til æviloka. Viðbrögð hans við fréttinni eru annars vegar að segja af sér embætti frá 1. jan- úar 1900 og hins vegar að yrkja þessa skemmtilegu vísu um að nú hafi hann ekki lengur ástæða til að banna syni sínum að míga yfir söfn- uðinn.“ Hólmfríður Bjartmarsdóttir seg- ir frá því á Boðnarmiði að hún heyrði nýlega að kindur bindi kol- efni í ullinni. Því verður framtíðin svona: Ísland er frábærast eins og sést enginn er mengunarvandi. Hér kolefnisbinda kindurnar mest og karlar í föðurlandi. Enn yrkir hún: Ég óska að græða með öðrum hætti en einfaldri nísku. Mig langar að prófa peningaþvætti því peningaþvætti er í tísku. Ekki er þessi lýsing Péturs falleg, – en skemmtileg! Líkt og bein og hræ og hrygg hundur þarf að naga duglegur ég tygg og tygg tyggjó alla daga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísa séra Matthíasar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.