Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Allt frá því að Don- ald Trump vakti at- hygli umheimsins á að ekki væri allt með felldu í Svíþjóð hafa sænsk yfirvöld af alefli reynt að halda í gömlu ímyndina af Svíþjóð sem eins konar útópíu. Til þess hafa menn bannað að vissar skýrslur yrðu gefnar út, mönnum í valdastöðum verið hót- að og þeir dregnir fyrir dómstóla fyr- ir að segja sína skoðun og ellilífeyris- þegar, auk annarra, sektaðir í hrönnum fyrir að tjá sig í at- hugasemdadálkum fjölmiðlanna. En þótt sannleikurinn sé oft seinn úr munni … Eitt af því sem hefur vakið athygli umheimsins er há tíðni tilkynntra nauðgana í Svíþjóð. Bi- lyana Martinovsky var rekin frá Há- skólanum í Stokkhólmi fyrir að vilja rannsaka hlutdeild farenda í þeim. Einn Svíþjóðardemókratanna vann sjálfur, 2017, skýrslu upp úr dómum og í fyrra gerði sænska ríkissjón- varpið hið sama. „Þessi þáttur hefði aldrei átt að fara í loftið“, sagði af- brotafræðingurinn umdeildi Jercy Sarnecki í sjónvarpsviðtali, „þátt- urinn byggist á gamalli samsær- iskenningu hægrimanna um að útlendingar komi til Svíþjóðar og nauðgi sænskum konum og stjórnvöld – pólitískt rétthugsandi elíta – reyni að breiða yfir þessa glæpi“. Núna er þagnar- múrinn hins vegar að rofna. Margar greinar, þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd harðlega hafa birst í sænskum blöðum undanfarið og hugveitan Det Goda Samhället fékk með harð- fylgi að gefa út skýrslu um „Innflytj- endur og afbrot – þrettán ára yf- irsýn“ sem unnin var upp úr gögnum afbrotavarnaráðsins (BRÅ). Þar kemur í ljós að minna en helmingur þeirra 14-44 ára er ákærðir voru fyrir nauðgun 2013-17 var innfæddir Svíar (fæddir í landinu og foreldrar sænsk- ir ríkisborgarar) og hvað morðin varðar þá var hlutdeild innfæddra í þeim aðeins 33%. Skv. denkorteav- is.dk þá var morðtíðni í Svíþjóð 2013- 17 meira en tífalt hærri í Svíþjóð en Danmörku. Nú er enda svo komið að glæpa- menn Svía eru farnir að færa sig til Danmerkur og drepa þar hver annan, auk þess að sprengja framhliðina af húsi Tollstjóra. Svíþjóð virðist líka vera orðin uppeldisstöð fyrir ISIS. SÅPO varaði við því fyrr á árinu að ISIS safnaði nýjum meðlimum í kjallaramoskum Malmö og nýlega var sænskur ISIS-liði, Hassan Ak- gun, handtekinn á Filippseyjum. Kristnir Sýrlendingar kvarta undan hótunum á arabísku og um að kveikt sé í kirkjum þeirra. Þeim finnst það hart að hafa þurft að flýja ISIS og verða svo líka fyrir ofsóknum í nýja landinu. Á fésbókarsíðu þeirra hefur mátt lesa að þeir þurfi að stofna eigin varnarsveitir. Svíar gætu vel þurft að stofna varnarsveitir því eins og sagnfræð- ingurinn Wilhelm Agrell sagði í Svenska Dagbladet nýverið þá hafa vopnaðir glæpahópar svipt yfirvöld einkaréttinum til valdbeitingar og of- beldið eykst stig af stigi. Árið 2018 var tilkynnt um 162 sprengingar og 306 skotárásir – 45 létust. Bruna- varnarráðið skráði 429 skólaíkveikjur 2017 og bílabrunar Svíþjóðar eru al- ræmdir. Í Gautaborg einni voru 250 bílar brenndir 2018. Nú eru 23 inn- flytjendagettó á skrá. Einn af þekkt- ustu sjónvarpsmönnum Svía, Janne Josefsson, hélt því fram nýverið í grein í Dagens Nyheter að stjórnmálamennirnir hefðu skapað „apartheit“ ríki. Nýlega gerði hann þátt um Bergsjö, Gautaborg og sagði að aðskilnaðurinn hefði þegar verið fyrir hendi fyrir 25 árum. Í þættinum birti hann áhrifamikið viðtal við fyrr- verandi varðmann sem 20-30 manna gengi réðst á þar og hálfdrap. Nú eru engir varðmenn á Rymdtorget. Sænskir fjölmiðlamenn virðast orðnir óhræddari við að tjá sig. Það er sem menn skynji að stjórn Sósíal- demókrata og Græningja líði brátt undir lok. Nýlega gerði ríkis- sjónvarpið þátt um smábæinn Filipsstad (6-7.000 íbúar). Þar er nú 80% atvinnuleysi hjá Nýju-Svíunum og margir innfæddra farnir á brott. Moderaterne hafa einnig verið virkir í gagnrýninni undanfarið. Fjórða hvert sveitarfélag safnaði skuldum 2018 og atvinnuleysi eykst. Árið 2018 var atvinnuleysi meðal inn- fæddra 3,6% en 19,9% hjá farendum og nú þegar spáð er minni hagvexti í Svíþjóð er viðbúið að staðan versni. Svíar eru alls ekki allir sáttir með að þurfa að halda uppi stórum hópum misjafnlega löghlýðinna innflytjenda og þurfa jafnvel að sætta sig við seinkun eftirlaunaaldurs. Margir hafa það á tilfinningunni að lítt sé hugsað um þeirra hag. Það olli t.d. töluverðu fjaðrafoki þegar fréttist 2016 að keyptar hefðu verið þrjár íbúðir í dýru hverfi í Stokkhólmi fyrir sýrlenskan flóttamann sem kom í fylgd þriggja eiginkvenna sinna og 16 barna – beint á framfæri ríkisins. Svíar virðast ekki hafa gert neinar kröfur til hinna Nýju-Svía og leyft þeim að safnast fyrir í aðskiln- aðargettóum og gera það sem þeim sýndist. Til dæmis hafa þeir leyft Hussein „okkar“ al-Daoudi að reka barnaskóla í Örebro þar sem tónlist er bönnuð og kynin aðskilin (sjaría- lög). Í þakklætisskyni fyrir að fá að halda menningu sinni og siðum og fá framfærslufé þá hafa hinir Nýju- Svíar langflestir kosið Sósíal- demókratana. Margt bendir sem sagt til að valda- tíma Sossanna og Græningjanna, tíma blekkinga, einræðis og áhuga- leysis um velferð borgaranna fari að ljúka. Hver tekur við af Löfven? Ulf Kristerson? Eftir Ingibjörgu Gísladóttur Ingibjörg Gísladóttir » Sænsk stjórnvöld hafa stjórnað inn- fæddum með harðri hendi en látið innflytj- endur afskiptalausa. Er kominn tími á breytingar? Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Svíþjóð, hver hefði trúað þessu, Svíþjóð? FINNA.is S V I # H I N N S A E NNN I ÞÚ FINNUR GJAFIR FRÁ HINUM SANNA SVEINKA INNI Í OG UTAN Á DAGATALINU Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Ég slæddist inn á veðurfréttirnar fyrripart annarrar viku október og þar út- skýrði veðurfræðingur veður komandi daga. Hún nefndi nú enga liti í veð- urkortunum en svo sagði hún undir það síðasta að það myndi rigna slatta! Og svo lauk hún veðurfréttunum á orðunum „úrkoman verður kollótt“. Undra- fréttir um málfar komandi veðurs. Hvert verður málfarið í veðurfréttunum þegar hann fer að snjóa? Sunnlendingur bíður spenntur eftir næstu fréttum. Veðuráhugakona. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Málfar í veðurfréttum Morgunblaðið/Hari Málfar Rigning og regnhlífar í miðbænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.