Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 Heill frumskógur af gæludýrum... Í fiskana mig langar svo að setja í búrið stóra mamma segir þú færð tvo en pabbi segir fjóra. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18 L i f and i v e r s l un kíktu í heimsókn Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, gagnrýndi í gær ákvörðun orkumála- yfirvalda í Danmörku um að heimila að umdeild gasleiðsla milli Rússlands og Þýskalands yrði lögð í Eystrasalti innan efnahagslögsögu Danmerkur. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og lönd í Austur-Evrópu eru andvíg gasleiðsl- unni og segja að hún geri Evrópuríki háðari innflutningi á jarðgasi frá Rússlandi. Orkustofnun Danmerkur tilkynnti í fyrradag að hún hefði ákveðið að heimila að gasleiðslan Nord Stream 2 yrði lögð í landgrunni Danmerkur suðaustan við Borgundarhólm. Stofnunin sagði að Dönum bæri „skylda til að heimila lagningu flutn- ingaleiðslna“ samkvæmt hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dan Jørgensen, ráðherra orku- og lofts- lagsmála í dönsku stjórninni, sagði að þetta væri „eingöngu stjórnsýslu- ákvörðun“ og niðurstaða orku- stofnunarinnar. Zelenskí sagði að ákvörðunin sner- ist ekki aðeins um orkuöryggi heldur einnig varnarhagsmuni Evrópuríkja. „Þess vegna segi ég ykkur í fullri hreinskilni að þetta eflir Rússland og veikir Evrópu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Kænugarði með Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins. Refsiaðgerðum beitt? Bandarísk stjórnvöld hafa einnig gagnrýnt gasleiðsluna. Orkumála- ráðuneytið í Washington segir að hún geri Evrópuríki háðari Rússum í orkumálum og ógni öryggi evrópskra samstarfslanda Bandaríkjanna í NATO. Donald Trump Bandaríkja- forseti hefur lagst gegn gasleiðsl- unni, eins og forveri hans í embætt- inu, Barack Obama. Trump hefur sagt að leiðslan geti orðið til þess að Evrópuríki verði í „gíslingu Rússa“ og hefur hótað refsiaðgerðum gegn fyrirtækjum sem taka þátt í verkefn- inu. Stjórn hans hefur boðist til að selja Evrópuríkjunum fljótandi jarð- gas til að tryggja að þau verði ekki of háð innflutningi á rússnesku gasi. Sögð stangast á við orkustefnu ESB Ráðamenn í Póllandi og fleiri Austur-Evrópuríkjum hafa tekið undir gagnrýnina á gasleiðsluna, einkum vegna þess að þeir óttast að hún auki áhrif Rússa á svæðinu. Þeir hafa áhyggjur af því að Rússar geti notað gasleiðsluna sem vopn í deilum við Evrópuríki. Evrópuþingið samþykkti ályktun í mars þar sem það gagnrýndi gas- leiðsluna, sagði hana gera ESB-ríki háðari rússnesku jarðgasi, ógna innri markaði ESB, stangast á við orku- stefnu sambandsins og skaða varnar- hagsmuni þess. Ályktunin var sam- þykkt með 402 atkvæðum gegn 163 en 89 þingmenn sátu hjá. Gert er ráð fyrir að gasleiðslan kosti um 9,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.300 milljarða króna. Hún er lögð undir forystu rússneska ríkis- fyrirtækisins Gazprom í samstarfi við nokkur evrópsk orkufyrirtæki, þ. á m. Uniper og Wintershall DEA í Þýskalandi, Shell í Hollandi og Bret- landi, og Engie í Frakklandi. Getur tvöfaldað gasinnflutninginn Leiðslan verður 1.230 kílómetra löng og þar af verða um 147 kílómetr- ar innan lögsögu Danmerkur. Um 87% gasleiðslunnar hafa þegar verið lögð. Lagningu hennar er lokið í lög- sögu Rússlands, Finnlands og Sví- þjóðar og einnig að mestu í land- grunni Þýskalands. Um helmingurinn af jarðgasinu sem notað er í ESB-löndunum kemur núna frá Rússlandi. Gasleiðslan verð- ur til þess að hægt verður að flytja tvöfalt meira af jarðgasi frá Rúss- landi til Þýskalands. Stjórnvöld í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu- sambandsins hafa stutt leiðsluna og sagt hana nauðsynlega til að tryggja öruggt framboð á orku á hagstæðu verði. Evrópuríkin hafa áhyggjur af orkuörygginu vegna þess að gert er ráð fyrir að framleiðsla þeirra á jarð- gasi minnki um 50% á næstu 20 árum en eftirspurnin eftir orku haldi áfram að aukast. Á sama tíma stefna stjórn- völd í Þýskalandi að því að minnka notkun á kolum og kjarnorku til orkuframleiðslu, þannig að þörfin á jarðgasi eykst. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fagnaði ákvörðun dönsku stjórnar- innar og sagði það þjóna hagsmunum Evrópuríkjanna að ljúka lagningu gasleiðslunnar. Hann hrósaði einnig Dönum fyrir að „verja hagsmuni og fullveldi Danmerkur“. Gert hefur verið ráð fyrir því að gasleiðslan verði tekin í notkun í lok ársins þegar samningur um flutning á rússnesku jarðgasi í leiðslu um Úkraínu fellur úr gildi. Evrópusam- bandið hefur hvatt stjórnvöld í Rúss- landi og Úkraínu til að gera nýjan samning um gasflutninginn fyrir lok ársins. Deilur landanna vegna hern- aðar Rússa í austurhéruðum Úkra- ínu og málaferli Gazprom og úkra- ínska orkufyrirtækisins Nafogaz hafa torveldað viðræður um nýjan samning. Sögð efla Rúss- land og veikja Evrópuríki  Danir leyfa gasleiðslu frá Rússlandi Sankti Pétursborg Heimild: Gazprom Gasleiðslan Nord Stream ÞÝSKALAND Eystra- salt Vyborg Ust-Luga PÓLLAND HVÍTA- RÚSSLAND LITHÁEN LETTLAND EISTLAND SVÍÞJÓÐ DANMÖRK NOREGUR FINNLAND RÚSSL.Greifswald RÚSSLAND 100 km Nord Stream (lokið árið 2011) Nord Stream 2 (tekin í notkun í lok ársins) Mótmælandi sýnir skilaboð í farsíma fyrir framan röð lögreglumanna á torgi í miðborg Hong Kong í gær, daginn fyrir allraheilagramessu. Lýðræðissinnar héldu mótmælum sínum áfram í borginni og settu upp grímur eins og gert var víða um heim í tilefni af hrekkjavök- unni sem var í gær. Þeir virtu þannig að vettugi neyðarlög yfirvalda í Hong Kong og bann við því að nota grímur á hvers konar mótmælafundum. AFP Grímubann hunsað á hrekkjavöku Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær ályktun um að halda áfram rannsókn sem gæti orðið til þess að Donald Trump forseti yrði ákærður til embættismissis. Þetta er fyrsta atkvæðagreiðslan í þingdeild- inni um rannsóknina og þingmennirn- ir greiddu atkvæði eftir flokkslínum. 232 þingmenn, allir demókratarnir og einn óháður, greiddu atkvæði með ályktuninni. 196 voru á móti, þar af 194 repúblikanar og tveir demókratar sem koma úr kjördæmum þar sem Trump sigraði með yfirburðum í for- setakosningunum árið 2016. Trump gagnrýndi atkvæðagreiðsluna og sagði rannsóknina vera „mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna“. Repúblikanar hafa gagnrýnt rann- sókn þingnefnda, sem hafa yfirheyrt vitni fyrir luktum dyrum, og sagt að meðferð málsins hafi verið ósann- gjörn. Í ályktuninni eru næstu skref í rannsókninni útlistuð. Leyniþjón- ustunefnd deildarinnar á að yfirheyra vitni fyrir opnum tjöldum næstu vik- urnar og getur gert fyrri vitnisburði opinbera. Nefndin sendir síðan niður- stöður sínar til dómsmálanefndarinn- ar sem heldur rannsókninni áfram og getur lagt fram tillögu um ákæru til embættismissis. Samþykki fulltrúa- deildin ákæru á hendur forsetanum fara réttarhöldin fram í öldungadeild- inni. Samþykkt að halda áfram rannsókn á Donald Trump  Fyrsta atkvæðagreiðslan um málið í fulltrúadeildinni AFP Atkvæði greidd Forseti þingdeild- arinnar mundar fundarhamar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.