Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 1. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.85 124.45 124.15 Sterlingspund 159.59 160.37 159.98 Kanadadalur 94.66 95.22 94.94 Dönsk króna 18.431 18.539 18.485 Norsk króna 13.419 13.499 13.459 Sænsk króna 12.744 12.818 12.781 Svissn. franki 124.81 125.51 125.16 Japanskt jen 1.1374 1.144 1.1407 SDR 170.43 171.45 170.94 Evra 137.71 138.49 138.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.3397 Hrávöruverð Gull 1490.15 ($/únsa) Ál 1737.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.6 ($/fatið) Brent ● Neytendastofa segir í frétt á heima- síðu sinni að stofn- unin hyggist endur- upptaka ákvörðun sína varðandi mál kollagenframleið- andans Ankra ehf. og vöru fyrir- tækisins, Amino Marine Collagen Powder. Eins og sagt var frá í ViðskiptaMogg- anum fyrr í vikunni, þar sem vísað var í úrskurð Neytendastofu, þá bannaði stofnunin Ankra að merkja vörur sínar án þess að tilgreint væri með skýrum hætti hvert framleiðsluland kollagens- ins væri. Í úrskurðinum stóð einnig að óumdeilt væri að vinnsla kollagensins úr fiskroði færi fram erlendis, „eða nánar tiltekið í Kína“. Í frétt Neytendastofu segir að endur- upptakan sé ákveðin í ljósi þess að rangar upplýsingar hafi komið fram í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar og í frétt um ákvörðunina. „Í ákvörðuninni og í fréttinni kom ranglega fram að sá hluti framleiðslu Feel Iceland sem fari fram erlendis fari fram í Kína,“ segir Neytendastofa og harmar óþægindin sem þetta kunni að hafa valdið fyrir- tækinu og viðskiptavinum þess. Endurupptekur mál kollagenframleiðanda Efni Kollagen- duft Ankra ehf. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Starfsfólki Arion banka hefur fækk- að um 16% á síðustu 12 mánuðum. Þar af 12% í þeim uppsögnum sem fylgdu skipulagsbreytingum á nýaf- stöðnum ársfjórðungi. Dagarnir hafa verið langir hjá Benedikt Gísla- syni sem tók við bankastjórastöðu Arion banka í júní. Hann segir að þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í hafi tekið á starfsfólk bankans. Þrátt fyrir að skila minni hagnaði og lægri arðsemi en hinir bankarnir segir Benedikt að stóru fréttirnar í ný- birtu ársfjórðungsuppgjöri bankans séu hvað grunnrekstur bankans gangi nú vel. T.a.m. nemi arðsemi bankans hvað snertir áframhaldandi starfsemi 8,5% á þriðja ársfjórðungi, en meginfjárhagsmarkmið bankans er að arðsemi eigin fjár fari upp í 10%. Samstarf við aðra fjárfesta Benedikt telur bankann hafa næg vopn í búrinu til þess að takast á við það verkefni; sér í lagi með nýjum áherslum hvað varðar notkun eigin fjár bankans og nýju fjárhagslegu markmiði sem felst í því að tengja betur saman tekjusköpun og notkun eigin fjár. „Þau atriði sem við höfum stjórn á eru t.a.m. hvernig við nýtum eigið fé í okkar rekstri. Hvernig við bindum það á móti þeim eignum sem við ákveðum að taka inn á efnahags- reikninginn. Þær breytingar sem hafa orðið á starfsumhverfi banka fela í sér háar eiginfjárkröfur. Við þurfum að binda meira eigið fé á móti starfseminni. Markmiðið með nýju fjárhagslegu markmiði er að tengja betur saman tekjur bankans og notkun eigin fjár. Ef við getum notað eigið fé bankans þannig að það skapar meiri tekjur þá munum við gera það frekar en að binda eigið fé í eignum til lengri tíma sem gefa lægri arðsemi,“ segir Benedikt og nefnir í því samhengi aðrar leiðir í fjármögnun fyrirtækja en hefðbund- in bankalán. „Við leggjum nú í auknum mæli áherslu á samstarf við fjárfesta, allt frá öðrum fjármálafyrirtækjum og sértækum sjóðum til fjársterkra ein- staklinga sem leita fjárfestingar- kosta, með það að markmiði að leiða þá saman við þá sem leita að fjár- magni. Ferlið þarf ekki alltaf að vera þannig að sá sem á fjármagn leggi það inn sem innlán í bankanum, og síðan taki sá aðili sem þarf fjár- magnið það út í formi útláns. Ég held að breytingar á regluverkinu séu einmitt meðal annars hugsaðar til þess að reyna að dreifa þessari áhættu, að hún sé ekki öll að fara í gegnum bankana heldur leiði bank- ar í auknum mæli saman fjármagns- eigandann og þann sem þarf fjár- magnið. Þetta viðskiptamódel er vel þekkt erlendis en hefur ekki verið stundað í ríkum mæli hér,“ segir Benedikt. Nefnir hann að banka- kerfið í N-Ameríku sé smærra sem hlutfall af landsframleiðslu en bankakerfið í Evrópu, þar sem rík- ari áhersla er lögð á hlutverk banka sem hefðbundins milliliðar við miðl- un fjármagns. Óþarfa áhyggjur Arðsemi eigin fjár hjá samstæðu Arion banka nam 1,6% á þriðja árs- fjórðungi og vega þar þungt nei- kvæð áhrif vegna aflagðrar starf- semi. Er þar átt við dótturfélög bankans, Valitor Holding, Stakks- berg og TravelCO, sem skilgreind eru sem eignir til sölu. Í útgefnum viðbrögðum Landsbankans við upp- gjöri Arion banka á þriðja ársfjórð- ungi sem Morgunblaðið hefur undir höndum segir að staða þessara eigna til sölu valdi áhyggjum. Benedikt segir að vissulega fylgi söluferli al- mennt ákveðin óvissa en hefur sjálf- ur ekki áhyggjur og nefnir Stakks- berg, sem er betur þekkt sem kísilverksmiðjan United Silicon, sem dæmi. „Bókfært virði þeirrar eignar er 40 milljónir evra eða um 5,5 millj- arðar króna. Það er bara brot af þeim fjármunum sem hafa verið settir í að byggja þá verksmiðju upp. Þótt hún sé ekki fullgerð í dag og það þurfi að ráðast í úrbótaáætlun sem hefur verið kynnt opinberlega sem hluti af vinnu við mat á um- hverfisáhrifum þá er staðan sú að ef þessi iðnaður, sem er auðvitað víð- tækari en bara það að vinna og búa til sílíkon, er virðisaukandi fyrir þá sem stunda hann, þá felast tækifæri í því að eignast verksmiðju sem hægt er að gangsetja á miklu skemmri tíma en ef farið væri í slíkt verkefni frá grunni,“ segir Benedikt. „Varðandi Valitor þá er rétt að fyrirtækið er búið að vera í tap- rekstri en við höfum bent á að það tengist miklum tekjuvexti hjá félag- inu. Þeim alþjóðlega vexti fylgir fjárfesting og kostnaður.“ Tengja betur saman tekjur við notkun eigin fjár Arion banki Benedikt Gíslason tók við bankastjórastöðu Arion banka í júní.  Bankastjóri Arion banka leggur áherslu á samstarf við aðra fjárfesta Heildarhagnaður upplýsingatækni- fyrirtækisins Origo var tæpar 15 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2019, samanborið við 146 milljónir á sama tímabili í fyrra, en þýðingar- munur á fjórðungnum vegna starf- semi dóttur- og hlutdeildarfélaga var neikvæður um 59 milljónir. Eignir Origo í lok tímabilsins námu 11,6 milljörðum og hafa lækk- að um tæp sex prósent frá því í lok 2018, en þá voru eignirnar 12,3 millj- arðar króna. Eigið fé félagsins nam tæpum sjö milljörðum króna í lok tímabilsins en var 8,2 milljarðar í lok árs 2018, og lækkaði því um nærri 15%. Eigin- fjárhlutfall Origo er nú 60,2% en var 66,4% við lok síðasta árs. Sala á vöru og þjónustu nam 3,5 milljörðum á fjórðungnum, og óx um 9,4% miðað við sama tímabil í fyrra, án tekna Tempo, en hugbúnaðar- fyrirtækið Tempo ehf. er ekki lengur hluti af samstæðureikningi félags- ins. Stöðugleiki í rekstrinum Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segist í tilkynningu frá félaginu vera ánægður með tekjuaukninguna. „Við erum ánægð með ágæta tekjuaukn- ingu hjá Origo á þriðja ársfjórðungi, um 9%, og almennt er ákveðinn stöð- ugleiki í rekstrinum,“ segir Finnur. Hann segir að tekjuvöxt megi að hluta rekja til áframhaldandi auk- inna umsvifa í hugbúnaðartengdri starfsemi eins og verið hafi undan- farin misseri. „Að auki var töluverð aukning í sölu á notendabúnaði, m.a. vegna kaupa Origo á Strikamerki og Tölvuteki fyrr á árinu.“ Forstjóri Finnur segist ánægður með tekjuaukningu félagsins. Heildarhagnaður Origo 15 milljónir  Tekjur jukust um 9,4% milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.