Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2019 VINNINGASKRÁ 26. útdráttur 31. október 2019 38 12781 22051 30095 41534 51615 59615 69977 170 12848 22251 30883 41544 51829 59643 70195 268 12871 22255 31427 41638 52394 60230 70458 575 12998 22335 31623 42152 52463 60805 70986 592 13049 23250 31808 42161 52585 60933 71173 1199 13249 24001 32612 42345 52670 61013 71827 1655 13298 24029 32765 42789 53346 61959 71893 1919 13822 24062 32824 42852 53678 62025 72173 2072 13957 24135 33026 43039 54188 62303 72474 2311 14024 24749 33271 43164 54298 62342 72661 2814 15730 24906 33705 43297 54718 62977 73183 3040 15739 24911 35223 43717 55257 63071 73196 3837 15833 24919 35493 44297 55291 63203 73657 4057 16154 25087 35542 44444 55386 63923 73694 4463 16156 25368 35977 44809 55623 64363 73773 4469 16366 25942 36677 45291 55775 64399 73900 4864 16666 26175 36905 45318 56138 64519 74907 6218 16991 26815 37366 46236 56380 64635 75030 6496 17096 26818 37603 46308 56441 64702 75901 6505 17407 26951 37617 46669 56502 64859 76066 6661 17530 27055 37676 47100 56536 65285 76212 6723 17754 27120 37764 47730 56602 65455 76231 7020 17929 27125 38275 48284 56682 65832 76269 7625 18433 27327 38320 48895 56745 66498 76338 8062 18491 27513 38598 49670 57398 66583 77239 8450 18811 27529 39216 49784 57509 66981 77394 9128 18911 27580 39266 49885 57854 67142 77799 9667 19313 27992 39970 50068 58130 68247 77807 9752 19867 28584 40219 50605 58604 68350 78393 10545 19903 28730 40412 51069 58647 68457 78474 10694 20462 28785 40611 51075 58693 68481 79797 10729 20652 28807 40848 51159 58874 68537 10750 20733 29237 41189 51183 58903 69067 11382 20832 29541 41264 51198 58963 69173 11788 21467 29926 41304 51278 59020 69237 12110 21502 29932 41362 51384 59141 69502 12618 21620 29961 41482 51554 59415 69673 116 11160 19838 30449 37626 49044 59339 69787 358 11650 22538 31174 38121 49624 60224 69870 525 12373 23154 31242 38153 49866 60726 69933 2006 12920 23663 32294 38551 52563 61051 73113 3428 13479 24015 32527 40195 54476 61431 75691 7227 14421 24064 32540 40241 55680 64079 76318 7612 15172 24088 32598 40840 55701 64673 77533 7862 15497 24126 33278 41625 56724 65090 77573 8185 16040 24181 33629 41706 56884 65662 78037 8541 16512 25585 33766 43325 57057 66501 8695 16635 26131 35901 43649 57921 67087 8835 19632 28302 36313 47475 58506 67424 9922 19636 28756 37457 47609 58666 67957 Næstu útdrættir fara fram 7., 14., 21. & 28. nóv 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 2323 21080 55306 76006 79276 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6124 23662 43180 48248 58230 66953 17991 31845 43210 51893 61618 69905 20738 36797 45223 54226 65687 73023 23172 40887 47647 56065 66194 79430 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 5 4 4 1 Atvinna Hér á landi hafa eigendur kinda þau fráleitu réttindi að mega nýta annarra manna lönd í óleyfi. Árið 1929 og aftur árið 1930 var gerð til- raun á Alþingi til að banna svokallaða lausagöngu búfjár, en mistókst í bæði skipt- in. Sérhags- munagæslan náði þá, og ætíð síð- an, að koma í veg fyrir þá sjálfsögðu skyldu bænda að bera ábyrgð á skepnum sínum. Alls staðar í Evrópu er lausa- ganga búfjár bönnuð og í hinum miklu sauðfjárræktarlöndum Ástr- alíu, með 66 milljónir kindur, og Nýja-Sjálandi, með 27 milljónir kindur, er lausaganga búfjár stranglega bönnuð. Frændur okk- ar, Norðmenn og Danir, bönnuðu lausagöngu búfjár árin 1860 og 1872! Hér á landi veldur lausaganga búfjár hundruðum slysa á vegum landsins. Í vondum árum verða banaslys. Þjóðin hefur vanist þess- um vegafórnum en óheppnir er- lendir ferðamenn ljúka ferðum sín- um um landið sem forviða fórnarlömb út í skurði, enda þekk- ist hvergi að hraðbrautir og þjóð- vegir séu beitarlönd búfjár. Þá eru gestirnir, eins og heimafólkið, iðu- lega í órétti því á þjóðvegum Ís- lands eiga kindur réttinn. Þá gengur sauðfé í öll lönd er því sýnist og étur þar og eyði- leggur allt sem að kjafti þess kemur. Ef fjáreigandi væri grip- inn við að klippa niður ung tré í heimalöndum nágranna sinna væri hann snarlega hand- tekinn, yfirheyrður, kærður og svo dæmd- ur til sektar og greiðslu bóta, enda eignarréttur Íslend- inga friðhelgur skv. 72. gr. stjórnarskrár landsins. Að fjáreigandinn sé ábyrgðarlaus af sömu skemmdar- verkum skepnanna sinna er ófor- svaranleg upptaka ríkisins á helg- um eignarrétti landsmanna. Í raun er það einstakt leyfi löggjafans til fjáreigenda að mega beita aðra of- beldi. Hér á landi hefur sauðfé fækkað um nær helming á 40 árum. Enn er framleiðslan þó umfram inn- lenda eftirspurn og er stór hluti hennar seldur til útlanda fyrir hrakverð. Þá er sauðfjárræktin komin niður í brotabrot af þjóð- arframleiðslunni og þarf bæði toll- vernd og háa styrki frá skattgreið- endum til að fá þrifist. Það kastar þó tólfunum að hinar 475 þúsund íslensku kindur verði að hafa allt Ísland undir sig og lömbin sín. Á Íslandi eru kindur ekki girtar inni – heldur úti. Það er gert með því að girða vegi inni, girða skóg- rækt inni, girða ferðastaði inni, girða garðyrkju inni, girða þjóð- garða inni, girða nytjatún inni, girða tómstundarlönd inni, girða þéttbýli inni – þ.e. girða þarf allt og alla inni, af því rollur valsa um úti. Að réttara sé að fjárbændur noti girðingar til þeirra verka sem þeim er ætlað, þ.e. að girða skepn- ur inni, er svo augljóst að þarf talsmenn kindaeigenda til að sjá það ekki. Leyfi löggjafans til eigenda kinda, að mega beita aðra ofbeldi með kindunum sínum, er birting- armynd þess hvað öflug sérhags- munagæsla, sem nær að hnýta sig saman sem pólitískt afl, getur náð ótrúlegum og allt að því óskiljan- legum árangri. Það er löngu fengin niðurstaða annarra þjóða að það séu sjálfsögð mannréttindi að vera laus við of- beldi af hálfu búfjáreigenda. Þess vegna hafa þær gert eigendur ábyrga fyrir skepnum sínum. Al- þingi allra Íslendinga þarf að girða sig í brók og færa hið ís- lenska sauðahald út úr öld Napóle- ons yfir til ársins 2019. Það þarf að láta umhverfið, náttúruna, eign- arréttinn, sanngirnina og skyn- semina ráða og gera fjáreigendur ábyrga fyrir rollunum sínum. Það er afskaplega einfalt, svo miklu meira en sjálfsagt og fyrir lifandi löngu tímabært. Leyfi til að slasa, skemma og eyðileggja Eftir Kristínu Magnúsdóttur Kristín Magnúsdóttir » Það er löngu fengin niðurstaða annarra þjóða að það séu sjálf- sögð mannréttindi að vera laus við ofbeldi af hálfu búfjáreigenda. Höfundur er landeigandi í Snæfellsbæ. Göngum því alla leið, þjóðinni til heilla, heldur hann svo áfram. Og ekki verður um það deilt að efna- hagssamstarfið við ríki Evrópu hefur reynst Íslandi vel. Benedikt heldur svo áfram: „Innan EES njóta Íslendingar hvorki aðildar að tollabandalagi og myntsamstarfi, né þátttöku í landbúnaðar-, byggða- og sjávarútvegsmálum. Með fullri Evrópuaðild myndi landið eflast á þessum sviðum og frelsi aukast.“ Þessar trúarsetn- ingar Benedikts rökstyður hann ekki frekar fremur en vant er. Enda fremur erfið rökfræði fólgin í að tengja trúariðkun við efna- hagsmál svo vel fari. Full Evrópuaðild og tollabandalag ESB? Full Evrópuaðild, hvað er það nú? Er Sviss þá ekki Evrópuland og Evrópa álfa? Benedikt hefur fallið í gryfju þeirra sem nota tungumálið í því skyni að um- breyta heiminum. Það er ekki góð- ur félagsskapur. Evrópusambands- aðild heitir það og hvar segir að Ísland sé aukaaðili að Evrópusam- bandinu? Er það ekki bara ályktun Benedikts? Já, Íslendingar eru ekki aðilar að tollabandalagi ESB. En hvers saknar Ísland í tollabandalagi ESB? Af hverju rekur Benedikt það ekki, a.m.k. í fáum orðum? Hvað yrði t.d. um fríversl- unarsamninga Íslands við lönd ut- an ESB? Af hverju vill Benedikt ekki gera örlitla grein fyrir því? Með þátttöku í sjávarútvegsmálum myndi landið eflast, segir Benedikt! Það yrði áreið- anlega erfitt að finna einhvern sem býr við sjávarútvegsstefnu ESB til að taka undir þetta. Sjávarútvegs- og landbúnaðarstefna sambandsins er meðal þess sem mest er gagnrýnt innan ESB-landanna. Stefnan er mest kennd við sóun og spillingu. Það væri fengur að skýringum og leið- réttingum Benedikts á þessum ríkjandi misskilningi í Evrópu. En hann er hljóður sem jafnan áður þegar að rökstuðningi kemur. – Og það skal aldrei, aldrei verða að fiskveiðar Íslendinga heyri undir ESB. Myntsamstarfið hans Benedikts (evran) Evran er, svo talað sé án tæpi- tungu, í djúpum skít. Christine Lagarde þurfti að nota AGS til að redda Seðlabanka Evrópu, þvert á reglur AGS. Seðlabankar evrunnar taka einungis við innistæðum í myntinni gegn neikvæðum vöxtum. Vextir eru svo lágir að áhrifin á fjárfestingar og eignaverð skapa mikinn vanda. Var ekki Benedikt umsækjandi um stöðu seðlabankastjóra? Hvað finnst honum um hlutdeild Þýska- lands í viðskiptajöfnuði ESB? Eignast Þýskaland þá ekki kröfur á önnur ESB-lönd eða eignir þar fyrir vikið? Hvað segir hann um tengslin milli mjög lágra vaxta og eignaverðs? Eða hættu á eignaverðsbólum? Hlutabréfaverðs og vaxta? Eru það ekki stórfyrirtækin sem græða og sparifjáreigendur sem tapa við þessar aðstæður? Og nú spá fjármagnsmarkaðir neikvæð- um vöxtum til framtíðar. Þekkir hann ekki stöðnun Japans og or- sakir hennar? Af hverju neita Sví- ar og Pólverjar að taka upp evru? Líklega vantar þau lönd nýjan kandídat í seðlabankastjórann. Hvernig hentar evran Íslandi sem útflytjanda á áli og fiski og selj- anda raforku? Borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar Kýpverjar sitja við borðið. Tyrk- ir bora eftir gasi við Kýpur og brjóta gegn ESB-meðlimi. Tyrkir hlusta ekki á ESB frekar aðrar máttlausar stofnanir. Varnarleysi ESB og forysturíkis þess, Þýska- lands, er mikið áhyggjuefni, líka fyrir okkur. Benedikt ætlar að sitja við borð- ið þar sem ákvarðanirnar eru teknar með Frökkum og Þjóð- verjum. Miklir menn erum vér Hrólfur minn. Ég hef spurt marga um reynsluna af að búa undir stjórn ESB. Letti sem ég þekki sagði þetta henta Lettum vel. Þeir væru svo vanir að láta að stjórn annarra þjóða. Fyrir Ísland væri það hreint óráð að fela Þýskalandi okkar ráð. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Full Evrópuaðild væri heillaspor segir Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Evrópusambandsaðild væri óheillaspor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.