Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 40
Með líkamann að vopni nefnist sýn- ing sem opnuð verður í galleríinu Midpunkt í dag kl. 18. Á henni koma saman ólíkar listakonur sem eiga sameiginlegt að vinna með líkam- ann og nýta efnivið sinn á kóreó- grafískan hátt. Listakonurnar eru Anna Kolfinna Kuran, Eilíf Ragn- heiður, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Gígja Jónsdóttir, Margrét Bjarna- dóttir, Saga Sigurðardóttir, Sigga Soffía og Sóley Frostadóttir. Átta listakonur með líkamann að vopni FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 305. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. ÍR varð í gær fyrsta liðið til að vinna KR í Dominos-deild karla í vetur. Sigurinn var eflaust bragðgóður fyrir Borche Ilievski og lærisveina hans eftir tap fyrir KR í loka- úrslitum á síðustu leiktíð og þá staðreynd að Matthías Orri Sigurð- arson færði sig yfir til KR frá ÍR í kjölfarið. Keflavík er í efsta sæti með fullt hús stiga. »33 ÍR-ingar fyrstir til að vinna KR-inga ÍÞRÓTTIR MENNING Um síðustu helgi lauk Seminci, al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Val- ladolid á Spáni, og hlaut Rúnar Rúnarsson verðlaun sem besti leikstjórinn, fyrir kvikmynd sína Bergmál. Spænskir gagnrýnendur hafa verið jákvæðir í garð kvik- myndarinnar, sem er samsett úr 58 ótengdum atriðum sem rýna í íslenskan samtíma í að- draganda jóla. Berg- mál var heimsfrum- sýnd í aðalkeppni al- þjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Locarno í Sviss og hefjast sýningar á henni á hér á landi 20. nóvember. Rúnar hlaut leikstjórn- arverðlaun í Valladolid Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ítalski rithöfundurinn Valerio Gar- giulo sendi nýlega frá sér skáldsög- una Back to Thule, en áður kom út bókin The Incredible Journey of a Neapolitan Puffin í ritröðinni Valent- ino’s Saga. Hann stefnir á að gefa út þriðju bókina, sem fjallar um morð í Vesturbænum, fyrir jól, en allar bæk- ur hans fjalla um íslensk málefni. Unnið er að þýðingum á bókum hans á íslensku og ráðgert að þær komi út á næsta ári. Mömmustrákur Bróðir Valerios kvæntist íslenskri konu fyrir margt löngu. Valerio og móðir þeirra heimsóttu hann 2001 og Valerio segist þegar hafa heillast af landinu. „Ég hef alltaf verið hrifinn af draugasögum og því sem er yfirnátt- úrulegt, hefðum og siðum, og Ísland er stöðug uppspretta hugmynda fyrir bækur mínar,“ segir hann. „Það er svo auðvelt að finna sambandið á milli lífsins og náttúrunnar hérlendis, sér- staklega á landsbyggðinni.“ Eftir að hafa komið nokkrum sinn- um til landsins flutti Valerio hingað 2013, lauk MA-námi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðan starfað sem kennari. „Ég sinni ritstörfum á kvöldin eftir vinnu og svo um helgar,“ segir hann. Fyrsta heimsóknin gaf tóninn. Hann segir að ítalskir drengir séu gjarnan miklir mömmustrákar og hann sé engin undantekning. Í fyrr- nefndri heimsókn mæðginanna hafi þau gist í sama herbergi í húsi nálægt Hellisgerði í Hafnarfirði í nokkrar nætur. Hann segist ekki hafa getað sofnað fyrstu nóttina vegna hræðslu. „Allt í einu heyrði ég söng barns- raddar, var skelfingu lostinn og vakti mömmu. Þá heyrði ég nafn mitt nefnt, mamma heyrði það líka og við ákváðum að vaka alla nóttina. Um morguninn sögðum við húsráðanda frá þessu og hún róaði okkur með því að segja að raddirnar væru fyrir góð- um fyrirboða. Þetta atvik varð mér hugljómun og ég byrjaði að skrifa um íslensk málefni.“ Bækur Valerios fást í Iðu Ziemsen, hjá Máli og menningu og í Bóksölu stúdenta auk þess sem þær má kaupa á netinu hjá til dæmis Amazon, Barnes and Noble og Walmart. „Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð auk þess sem gagnrýni á það sem betur má fara hefur gagnast mér vel,“ segir hann. Valerio flutti frá Ítalíu 2006 og lítur á Ísland sem sitt annað heimili. Hann segist kunna best við sig í kyrrlátu umhverfi og hann þurfi ekki að fara langt til þess að komast í snertingu við náttúruna. Hann segist eiga ís- lenskum skáldum margt að þakka enda hafi bækur þeirra aukið áhuga og ástríðu fyrir öllu sem íslenskt sé. „Ég dýrka íslenskar bókmenntir og eru Halldór Laxness, Sjón, Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir uppáhaldshöfundar mínir.“ Morgunblaðið/Eggert Rithöfundur og kennari Ítalinn Valerio Gargiulo með nýjustu bók sína, sem kemur væntanlega út á íslensku 2020. Fyrirboði í Firðinum  Ítalski rithöfundurinn Valerio Gargiulo skrifar um ís- lensk málefni í bókum sínum  Íslenskar þýðingar í vinnslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.