Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  257. tölublað  107. árgangur  GASLEIÐSLAN EFLIR ÁHRIF RÚSSLANDS GETA BORIÐ HÖFUÐIÐ HÁTT TREGASTEINN EINS OG GOTT RAUÐVÍN BREIÐABLIK ÚR LEIK 32 bbbbb 36DEILT UM NORD STREAM 13 Víða á höfuðborgarsvæðinu mátti sjá grímuklædd börn ganga milli húsa og biðja húsráðendur um að færa sér gotterí. Var það aufúsubón í langflestum tilfellum, og lögðu sumir á sig mikið erfiði til þess að hrekkjavökunni væri fagnað eins og vera ber. Klæddu bæði börn og fullorðnir sig í alls kyns grímubúninga, og voru sumir listavel úr garði gerðir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hrekkjavaka í Hlíðunum  Smæð flughlaða og skortur á flugstæðum er meðal þess sem sagt er hamla hlutverki flugvallanna á Egilsstöðum og á Akureyri sem varaflugvalla fyrir millilandaflug. Ingvar Tryggvason, flugstjóri og formaður öryggisnefndar FÍA, seg- ir í samtali við Morgunblaðið í dag að brýnt viðhald á Egilsstaða- flugvelli hafi setið of lengi á hak- anum, en malbikið þar sé orðið 26 ára gamalt. Ingvar segir jafnframt að stjórnvöld hafi sýnt flugrekstri óskiljanlegt sinnuleysi og þau verði að fara að sýna í verki að þau láti sig flugöryggi almennt varða. »14 Óskiljanlegt sinnu- leysi stjórnvalda  Slysum fækkaði á þremur fjöl- förnum gatnamótum í Reykjavík eftir að sett voru upp vinstribeygju- ljós í allar áttir á þeim. Í nýrri rann- sókn sem kynnt er í dag kemur fram að á gatnamótum Grensás- vegar og Miklubrautar fækkaði slysum um 15% en á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækkaði þeim um tæp 50%. »4 Slysum fækkaði til vinstri Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ótímabundið yfirvinnubann flug- manna hjá Air Iceland Connect hefst í dag. Vinnustöðvunin var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu á dögunum og er nú komin til framkvæmda. Alls starfa 34 flugmenn hjá fyrirtækinu og eru þeir allir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Samningafundur fulltrúa FÍA og Samtaka atvinnu- lífsins, sem fer með samningsumboð fyrir hönd flugfélagsins, var haldinn í gærmorgun en bar ekki árangur. Næsti fundur er boðaður 7. nóvem- ber næstkomandi. Ólíklegt að flugi verði raskað „Við viljum halda í við aðra hvað varðar kjaraþróun, það er megininn- tak krafna okkar,“ segir Ólafur Georgsson, formaður samninga- nefndar FÍA, í samtali við Morg- unblaðið. Hann telur ólíklegt að yf- irvinnubannið muni raska áætlunar- flugi svo neinu nemi. Air Iceland Connect sé vel mannað þegar mið er til dæmis tekið af því að ferðum fé- lagsins hafi verið fækkað nokkuð að undanförnu. „Við eigum ekki von á því að þess- ar aðgerðir hafi nein áhrif á starf- semina, enda er vinnufyrirkomulag flugmanna okkar þannig að við þeir þurfa yfirleitt ekki að taka yfir- vinnu. Komi hins vegar til þess að einhver forföll verði eða ófyrirséð atvik getur auðvitað orðið einhver röskun vegna yfirvinnubannsins,“ sagði Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Air Iceland Connect, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Fyrsta flug dagsins hjá Air Ice- land Connect verður kl. 7:10 um morguninn til Akureyrar. Flogið er þangað frá Reykjavík 4-5 sinnum á dag, en auk þess eru þrjár ferðir til Egilsstaða og tvær til Ísafjarðar. Grænlandsflug er þrisvar í viku yfir vetrartímann. Yfirvinnubann í innanlandsfluginu  Aðgerðir flugmanna Air Iceland Connect hefjast í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Ókyrrt í starfi Air Iceland Connect. Flugmenn þrýsta á. Óhagkvæmt er að leggja Hólasands- línu 3 í jarðstreng yfir Laxárdal, samkvæmt mati á umhverfiskostn- aði sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Landsnet. Jarðstrengur er dýrari en loftlína samkvæmt áætlun Landsnets og mat á greiðsluvilja raforkunotenda sýnir að landsmenn myndu krefjast bóta fyrir þau spjöll sem unnin yrðu á náttúrunni með lagningu jarð- strengs. Kostnaðarmat Hagfræði- stofnunar gefur svipaðar niður- stöður um þrjá valkosti sem kannaðir voru og umhverfismat sem Landsnet lét gera. »10 Ljósmynd/Landsnet Loftlína Háspennulínur hafa ávallt áhrif á ásýnd lands. Jarðstrengur óhagkvæmur  Ný aðferð við mat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.