Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 37

Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 ✝ Halldór, oftastkallaður Dóri Friðbjarnar, fædd- ist á Sútrabúðum í Grunnavík 22. júní 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 26. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Friðbjörn Helgason og Sól- veig Steinunn Pálsdóttir. Áttu þau saman 10 syni og áður átti Friðbjörn fimm börn með Ragn- heiði Veturliðadóttur fyrri konu sinni. Eftirlifandi bræður Dóra eru þeir Ólafur, Eiríkur og Kristján. Dóri ólst upp á Sútrabúðum til 15 ára aldurs en flutti 1948 ásamt móður og bræðrum í Bæi á Snæfjallaströnd. Þaðan var stutt á Skjaldfönn, þar sem Að- alsteinn Jóhannsson bóndi tók honum sem sínum eigin syni og má segja að alla tíð átti hann þar gott skjól og þarna voru bundin tryggðarbönd til lífs- tíðar. Var hann vetramaður hjá séra Þorsteini í Vatnsfirði 1952- 1953 og strax þar á eftir í vega- vinnu í Ísafjarðardjúpi frá 1953 til 1954. Fór á vertíð í Keflavík seint unni í Hnífsdal frá 1970-1974 og strax þar á eftir hjá Geirmundi Júlíussyni í Trésmiðjunni í Hnífsdal frá 1974-1976. Jóhann Júlíusson hjá Íshúsfélagi Ísfirð- inga réð Dóra sem verkstjóra, þar var hann í 24 ár, frá maí 1976-2000. Endaði svo starfsævi sína sem beitningamaður hjá Andra Adda Kitta Gau frá 2000 til 2003. Alla tíð var verkaður harð- fiskur í hjalli heima við hús og laumað var nokkrum kindum í fjárhúsin hjá Hjálmari bónda í Hrauni og hlutur áttur í Pól- stjörnunni ásamt Bjössa bróður sínum. Allt til þess gert að bera björg í bú. Eftirlifandi kona Dóra er Sig- rún Jóna Guðmunda Sigurðar- dóttir frá Ísafirði, f. 29. október 1941. Þau giftu sig 25 desember 1960 og bjuggu lengst af á Skólavegi 3 í Hnífsdal og nú seinni árin að Eyrargötu 6 á Ísa- firði. Þau eiga saman börnin Sigrúnu Elísabet, Pál Halldór og Róbert Heimi Hnífsdal. Dóri átti Herdísi áður og síðar eign- uðust þau Sigrún börn á fullorð- insárum ef svo má segja, er Vesna og Nebojsa Schally komu sem flóttamenn til Ísafjarðar 1996. Halldór og Sigrún misstu ungan son sinn 4ja mánaða gamlan úr veikindum árið 1962 og ber miðsonur þeirra hans nafn. Halldór verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag, 30. nóvember 2019, kl 10.30, á fæð- ingardegi móður sinnar. um haustið 1955 og var tvær vertíðir eða til 1956. Hepp- inn að sleppa þaðan lifandi, en bruni kom upp í verbúð- inni og stukku þeir félagar út um glugga til að bjarga sér undan eldinum. Lenti inn á Landakoti og síðan inn á Vífilsstaði vegna magaverkja 1956 og 1957. Lofaði að taka það létt eft- ir þessi veikindi, en var samt mættur sem kokkur á síld á mót- orbátnum Páli Pálssyni 1958, 1959 og 1960. Vann síðan sem beitningarmaður hjá Lárusi Sig- urðssyni og einnig beitninga- maður á Páli Pálssyni. Fór í rekstur með Óskari bróður sínum í Hnífsdal með Hænsnahúsið og Reyk. Einnig áttu þeir saman vörubíl sem allt- af var kallaður gamli Gulur. Landformaður á Vin 1962-1964. Var á Skjaldfönn sumarið 1964 er Aðalsteinn Jóhannsson bóndi byggði nýtískuleg fjár- húsin þar. Vann hjá Didda Reimars í pípulögnum frá 1964- 1966 og hjá Norðurtanganum á Ísafirði. Jóakim Pálsson bauð honum svo vinnu hjá Mjölvinnsl- Elsku pabbi minn, þvílík for- réttindi fyrir mig að hafa átt þig sem föður og það sem ég var alla tíð stoltur af þér, þú leystir öll verkefni af stakri snilld. Útsjónarsamur, rétt- sýnn, duglegur og ósérhlífinn, vildir allt fyrir alla gera, enda töluðu allir alltaf svo vel um þig. Þú byggðir heilu húsin og sást um að halda Mjölvinnsl- unni gangandi þess á milli sem hlaupið var í útkall hjá Tind- unum eða slökkviliðinu. Ég lærði snemma handbrögð þín og á þessum tíma var ekkert spáð í hvort það væri hættulegt að gera þetta eða hitt sem barn, aðalatriðið var að kenna þeim sem yngri voru að um- gangast hætturnar. Þér leiddist aldrei, endalaus verkefni, t.d. að verka harðfisk, búa til kæfu, skötu eða mör, allt til þess að færa björg í bú. Ég fékk svo vinnu í Íshús- félaginu, þar sem þú varst í 24 ár sem verkstjóri, sást um út- skipanir í Hofsjökul, landanir úr Júllanum og Guggunni, fiskimóttökuna og frystiklef- ana, þú varst allt í öllu með þínum mönnum. Þú kunnir að vera verkstjóri, mættir fyrstur á morgnana og fórst síðastur heim og sagðir mér að það að vera góður verkstjóri væri að vinna við hlið manna. Þú varst góður maður og hjartahreinn. Við höfum aldrei rifist eða ver- ið ósáttir við hvorn annan, ekki frekar en þið mamma. Fyrir- myndir mínar alla tíð. Þú varst oft fyrstur á morgn- ana að aka hálfófæran Hnífs- dalsveginn. Alltaf var skófla með og bandspotti klár til að kippa einhverjum upp sem voru fastir. Komst heim í hádeginu, fékkst þér snarl með hraði og náðir blundi yfir hádegisfrétt- unum í sama útvarpi sem náði líka Radio Luxemburg sem spilaði alls konar dansmúsík og mamma naut þess að dansa við þig í stofunni. Heppinn varstu sem ungur maður að komast lífs af í stórbruna í Keflavík, er þú, Palli í Bæjum, Kjartan Sig- munds og fleiri stukkuð á nær- fötum út um glugga til að kom- ast undan eldinum. Ég man líka elsku pabbi minn hádegið 2. janúar 1977, þegar þú komst heim ásamt Hjálmari frænda eftir að hafa staðið í stórræðum ásamt fleir- um inn við Leiti, er amma, afi og Halli frændi fundust látin eftir bílslys. Ég man líka er þínar stóru hendur björguðu lífi Róberts, Óla og Önnu El- ínar er traktor sem hafði hrökkvið úr handbremsu stefndi á þau. Ég skil ekki enn þann dag í dag, hvernig hægt er að grípa í afturdekk á svona traktor á fullri ferð svo hann nauðbremsi eins og stigið sé á hliðarbremsuna. En um leið beygði traktorinn og stefndi ekki lengur á börnin. Síðustu dagar og vikur hafa verið fjölskyldunni erfið, en samstaða okkar gerir stundina aðeins auðveldari. Ég kvaddi þig á laugardaginn var með þeim orðum að ég kæmi aftur á mánudag, þyrfti aðeins að skjótast suður. Og þú beiðst auðvitað eftir mér, opnaðir annað augað smá stund er ég kom upp á sjúkrahús. Og eftir miðnættið varstu tilbúinn til að fara og stundin okkar saman var yndisleg, augnablik sem ekki gleymist. Með miklu þakk- læti kveð ég þig nú elsku pabbi minn og þú verður að bíða smá eftir mömmu, sem kemur síðar til að dansa við þig undir dynj- andi harmónikkutónlist. Páll Halldór Halldórsson. Þakklæti og hamingja er mér efst í huga. Elsku afi minn. Án þín værum við nefnilega ekki neitt. Ég er svo hamingju- söm með lífið sem ég á, lífið sem þú og allir hinir gáfu mér. Í dag berum við sem eftir sitj- um hag af öllum þeim ákvörð- unum sem þú tókst um ævina. Öllu sem þú gerðir. Þú ert mik- il fyrirmynd, ég veit að strák- arnir þínir hafa alltaf litið upp til þín. Það er svo fallegt að sjá vináttu þeirra bræðra. Svona tær vinátta skapast ekki nema í kærleiksríku umhverfi með heilbrigða föðurfyrirmynd. Af- rakstur hins heilnæma og ham- ingjusama hjónabands ykkar ömmu er stór og falleg fjöl- skylda. Við stöndum þétt sam- an í gegnum storm sem þenn- an, brosum í gegnum tárin og leyfum gleðinni að ráða ríkjum. Við eigum ýmislegt sameig- inlegt, afi. Ég og þú. Okkur þykir fátt jafn skemmtilegt og að brasa svolítið, leyfa fram- kvæmdagleðinni að taka völdin þegar við sköpum eitthvað nyt- samlegt og (mis)fallegt í hönd- unum. Ef við erum ekki í skúrnum að bralla með afaband erum við líklega á dansgólfinu, því þar finnst okkur gott að finna gleðina er við svífum um dans- gólfið í takt við ljúfa tóna. Ég hef sagt strákunum mín- um að þú munir alltaf búa i hjartanu okkar þó að þú sért farinn. Amma mun svo alltaf bera nafnið þitt, hún mun ávallt vera Amma Dóri í augum þeirra um ókomna tíð. Ég mun sakna þín, elsku afi. Eitt er það sem aldrei gleymist aldrei það er minning þín. Sólveig Steinunn Pálsdóttir. Dóri kom inn í mína fjöl- skyldu kringum 1947 þegar hann og pabbi voru báðir send- ir í sveit á Skjaldfönn við Ísa- fjarðardjúp. Pabbi sagði að Dóri hefði alveg bjargað sér með vináttu sinni og hlýju – var víst alveg að farast úr heimþrá. Þeir voru þarna saman í nokk- ur sumur og undu víst hag sín- um bara vel, takk fyrir. Síðan skildi aðeins leiðir, menn upp- teknir við nám, vinnu, að stofna fjölskyldur og annað. Það var síðan upp úr 7́0 að Oddur bróð- ir var sendur í sveit á Skjald- fönn og pabbi og mamma nýbú- in að eignast sjö manna Pusjó. Öllum var þá hlaðið í bílinn og haldið vestur á firði í faðm fjalla blárra. Heimsókn á Skjaldfönn og síðan út á Ísa- fjörð að heimsækja Rúnu og Dóra. Þar hófst sleitulaust ferðalag mömmu og pabba vestur á firði sem stóð í hart- nær 25 ár. Það var alveg örugglega farið einu sinni á sumri, helst samt tvisvar og eftir að bílar og vegir bötnuðu þá var skotist oft á sumri. Stundum, liggur við, bara í kvöldkaffi til Rúnu og Dóra. Það var bara svo dásamlegt að koma í Hnífsdalinn. Ég man þegar við komum þarna fyrst. Manni fannst þetta vera hálf- gerður Kardimommubær. Skólavegur 3 glaðvært heimili. Rúna og Dóri ólík en einstak- lega samstiga. Líf og fjör úti sem inni. Rúna í eldhúsinu að- eins að fá sér kaffisopa, jafnvel svona tíu dropa í viðbót. Dóri úti að berja besta harðfisk í heimi sem hann verkaði sjálfur. Júlla í Búð aðeins að kvarta yf- ir mér og Palla. Krakkar úti og inni. Um kvöldið var svo farið á rúntinn og ís splæst á línuna. Í endurliti er þetta eins og æv- intýri. Fjölskyldurnar tengdust þarna böndum sem hafa varað síðan. Og ekki var tilhlökkunin minni þegar von var á þeim í bæinn. Dóri var einstakleg duglegur og iðinn. Vann mikið, verkaði líka harðfisk, ræktaði kartöflur og reri til fiskjar á skektunni hans pabba sem hann keypti af mömmu eftir að pabbi dó. Einstaklega hjálp- samur, frænd- og vinarækinn. Man að það komu reglulegar sendingar frá Dóra inn á Skjaldfönn og eins heim í Norðurbrún. Maður hélt bara að allir ættu fullar frystikistur rækju, ýsu og harðfiski. En þetta kom frá Dóra að vestan. Ég veit að pabba þótti ákaflega vænt um þennan vin sinn að vestan og Dóra var mjög brugðið þegar pabbi fór svona fljótt og skyndilega. Nú þurfa þeir ekki lengur að sakna hvor annars og geta horfið saman, í faðm fjalla blárra, vinirnir. Elsku Rúna og þið öll, við sendum innilegar samúðar- kveðjur vestur. Megi Guð blessa Dóra Frið. F.h. mömmu og systkina minna, Guðmundur Helgi Finnbjarnarson. Elsku besti afi minn, það sem ég er þakklát fyrir að hafa haft þig í mínu lífi. Orð fá því ekki lýst hve mikill söknuður- inn er. Þið afi Bubbi eruð nú saman „í góðum málum“. Við kveðjum þig, vinur, í síðasta sinn og söknuður hug okkar fyllir. Nú minningar vakna um vinskap og tryggð er vorsólin tindana gyllir. Nú þakkað skal allt sem við áttum með þér, það ætíð mun hug okkar fylla. Brátt sumarið kemur með sólskin og yl þá sólstafir leiðið þitt gylla. (Aðalheiður Hallgrímsdóttir) Rebekka Helga Pálsdóttir. Halldór Páls Friðbjarnarson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, HEBA H. JÚLÍUSDÓTTIR frá Hrísey, Hvassaleiti 56-58, Reykjavík, lést á Landspítalanum 14. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríður Elín Þorkelsdóttir Aron Árnason Valdimar Þorkelsson Svanhildur Erla Benjamínsd. Sigrún Júlíusdóttir Þorsteinn Vilhjálmsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR EINAR MAGNÚSSON, Safamýri 45, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 19. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Hlíf Kristjánsdóttir Sylvía Bryndís Ólafsdóttir Jón Þór Ólafsson Janis D. Ramos barnabörn, barnbarnabörn og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, RAGNAR Þ. GUÐMUNDSSON, fv. kaupmaður, Bláhömrum 2, Reykjavík, lést 23. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. desember klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim er vildu minnast hans er bent Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Bryndís Ragnarsdóttir Garðar Svavarsson Sigurbjörg Ragnarsdóttir Ármann Ármannsson Kristín Guðmundsdóttir og afabörn Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR ÞORBERGSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 22. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 3. desember klukkan 13. Guðrún Jóna Svavarsdóttir Sigurður Örn Haraldsson Jón Smári Svavarsson Pálína Alfreðsdóttir Elín Klara Svavarsdóttir Steinn Mar Helgason Hilmar Svavarsson Sæbjörg Anna Bjarnadóttir Hörður Svavarsson Ágústa Rósa Andrésdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.