Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 48

Morgunblaðið - 30.11.2019, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í vikunni var opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sýning á ljósmyndaverki eftir Ólaf Elíasson, Bráðnun jökla 1999/2019. Fyrir tutt- ugu árum myndaði hann úr lofti ýmsa skriðjökla landsins og setti saman í verk 42 slíkar myndir og hef- ur það verið sýnt víða. „Á þeim tíma áleit ég jökla vera handan allra mannlegra áhrifa. Þeir voru mikil- fenglegir og gagntakandi fagrir, þeir virtust óhreyfanlegir, eilífir,“ segir Ólafur um upphaflegu myndröðina. En nú í sumar flaug hann aftur yfir sömu jökla og hefur í þessu nýja verki sett saman 30 myndapör. Á yfirlitssýningu á verkum Ólafs sem stendur nú yfir í Tate Modern í Lundúnum var fyrri útgáfa jökla- raðarinnar tekin niður í liðinni viku og sú nýja sett upp í staðinn. Og þetta er afar áhrifaríkt verk, og slá- andi. „Ég bjóst við að sjá breytingar, en hefði þó aldrei getað ímyndað mér hve miklar þær reyndust. Allir jökl- arnir hafa skroppið verulega saman og suma átti ég jafnvel í erfiðleikum með að finna aftur.“ Og hann bætir við: „Þegar jökull bráðnar er hann horfinn. Að eilífu. Það var ekki fyrr en ég sá muninn þá og nú – aðeins 20 árum síðar – sem ég skildi til fulls hvað er að gerast.“ Mér var brugðið Þegar við Ólafur stöndum milli þessara mynda sem sýna hvað er að gerast, segist hann alls ekki hafa hugsað um upphaflegu myndröðina, frá 1999, sem heilmildir um náttúru sem myndi breytast. „En ljósmynd- irnar voru heldur ekki hugsaðar sem óbreytanlegir minnisvarðar. Þetta var ein af hátt í þrjátíu ljósmynda- röðum sem ég gerði á þessum tíma hér á landi og fjalla allar að vissu leyti um breytingar.“ Og hann segir það hafa hreyft við sér að hafa séð hvað jöklarnir hafa hörfað mikil á þessum örstutta tíma. „Ég flaug á milli jöklanna með Ragn- ari Axelssyni, var með gömlu mynd- ina á lærunum og líka kort og horfði út um gluggann í leit að sama sjón- arhorni. Þegar mér fannst ég vera á réttum stað yfir fyrstu tökustöð- unum, sagði ég samt við Raxa að við værum yfir röngum jöklum. Breyt- ingin var svo mikil. Og mér var brugðið. Sumir jöklanna eru enn til staðar, bara minni, en aðrir alveg horfnir.“ Ólafur segir að þegar hann tók fyrri myndröðina hafi vissulega verið komin af stað umræða um að hitastig á jörðinni væri að hækka af völdum manna en ekki verið orðin hávær. „Ég ólst upp við skýran skilning á því að mennirnir gætu ekki breytt náttúrunni. Ég gekk í skóla í Dan- mörku og fannst menningin vera þar en óbreytanleg náttúran hér á Ís- landi.“ En smám saman hafi upplýs- ingar frá vísndamönnum tekið að þröngva sér inn í heim fólks eins og hans, fólks sem var til að mynda enn undir sterkum klassískum róman- tískum áhrifum, en hin pólitísku um- hverfislegu skilaboð hafi eðlilega tekið að skipta sífellt meira máli. „Og þá fór almenningur líka að átta sig á því að það væri hægt, og þyrfti að setja mælikvarða á hin ýmsu nátt- úrulegu fyrirbæri. Ég áttaði mig líka á því að ég væri að upplifa bæði þau tímabil, þar sem mennirnir litu á náttúruna utan heims mannanna og svo það tímabil þar sem við nú skilj- um að náttúran er óaðskiljanlegur hluti af lífi mannsins,“ segir hann. Hið ósýnilega gert sýnilegt Ólafur er ein þekktasti og áhrifa- mesti myndlistarmaður samtímans og til að mynda hafa vakið mikla at- hygli verk sem hann setur upp í al- mannarými og benda á breyting- arnar af mannavöldum, til að mynda bráðnandi ísjakarnir í París meðan á loftslagsráðstefnunni stóð. Ólafur segist velta því mikið fyrir sér og fjalla um það, til að mynda í nýlegu viðtali á CNN, hvenær ósýni- leg náttúruöfl verði sýnileg og hluti af menningunni. Gott dæmi um það er hvernig gosið í Eyjafjallajökli stöðvaði flugumferð. Þá hafi menn áttað sig á því hvað náttúran getur gert. „Markmiðið með þessari nýju myndröð hér var einmitt að gera hið ósýnilega í náttúrunni sýnilegt. Þetta eru engar „fyrir og eftir“- myndir heldur augnablik í áfram- haldandi sögu jöklanna. Og við sjáum hvað vantar, missi þess sem er á fyrri myndinni,“ segir hann. Augnablik í sögu hverfandi jökla Morgunblaðið/Einar Falur Tímaskráning „Við sjáum hvað vantar, missi þess sem er á fyrri myndinni,“ segir Ólafur um bráðnandi jöklana.  „Þegar jökull bráðnar er hann horfinn. Að eilífu,“ segir Ólafur Elíasson Á morgun, sunnudag, kl. 12 verður opnaður listaverkabasar í Nýlista- safninu í Marshall-húsinu. Basarinn sem kallast Ljósabasar er haldinn til styrktar Nýlistasafninu en það eru fulltrúar safnsins sem standa fyrir honum. Til sölu verða lista- verk yfir 50 listamanna og eiga verkin það öll sameiginlegt að tengjast ljósi á skapandi hátt. Fulltrúar Nýló voru upphaflega 28 en hópurinn hefur vaxið gríðarlega frá því safnið var stofnað 1978 og stendur nú í 340 manns. Basarinn stendur fram yfir 22. desember og verða fjölbreyttir við- burðir fyrir fólk á öllum aldri haldnir meðan á honum stendur. Morgunblaðið/RAX Basar Listaverk yfir 50 listamanna verða til sölu á Ljósabasar Nýlistasafnsins. Ljósabasar í Nýló Sýning Elínar Helenu Everts- dóttur, Eldinga- flótti, verður opnuð í dag, laugardag, kl. 17 í Gallerí Braut. Þar sýnir Elín ný verk; tréskúlp- túr, teiknimynd og málverk. Í fréttatilkynn- ingu segir að „erkitýpan Gosi“ komi við sögu og að þema sýning- arinnar sé „meðal annars sann- leikur, lygi, flótti og þráin eftir því að vera mannlegur“. Þráin eftir því að vera mannlegur Gosi Eitt verka Elínar á sýningunni. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég sauma alla daga út, alveg enda- laust. Ég þarf örugglega að fara að fá tíma hjá sjúkraþjálfara og gera styrkingaræfingar fyrir bakið,“ seg- ir Loji Höskuldsson myndlistar- maður brosandi þegar spurt er hvort hann sitji ekki við sauma frá morgni til kvölds alla daga, við að reyna að anna þeirri eftirspurn sem hefur myndast eftir verkum hans. Sýning með heitinu Súper lókal verður opnuð með verkum Loja í Hverfisgalleríi á Hverfisgötu 4 í dag, laugardag, klukkan 16. Á henni eru allmörg splunkuný útsaumsverk listamannsins sem, eins og áður, vinnur með hversdagsleikann og minningar í verkunum. „Ég bjóst aldrei við því að áhugi á útsaumi myndi verða svona mikill en er mjög þakklátur fyrir það,“ segir hann um eftirspurnina eftir verk- unum en blaðamaður upplifði það til að mynda á CHART-listkaupstefn- unni í Kaupmannahöfn í haust að mun færri gátu keypt þar verk eftir hann en vildu. Þegar spurt er hvort hann hafi kenningu um það hvers vegna fólk hrífist af þeim, bendir Loji á að verk með útsaumi séu víða í umhverfinu, til dæmis „Drottinn blessi heimilið“ og „Heima er best“- verk á heimilum. „Og margir hafa fiktað við þetta, eiga krosssaums- sett, en myndefnið hefur oft verið fjarlægt fólki. Svo sér fólk hér að í þennan miðil má gera nánast hvað sem er, það má gera eitthvað sem fólk hefur aldrei séð áður. „Drottinn blessið heimilið“ í ramma er auðvitað mjög heimilislegt en kaffikannan sem þú notar dag- lega er það líka,“ segir hann og bendir á útsaumsmynd sína af kaffi- könnu sem regnbogi stendur út úr. „Ég er markvisst að gera hvers- dagsleikanum skil. Eins og þessi mynd þarna af Kjörís; ég er úr Álf- heimunum og þessi mynd er óður til ísbúðarinnar í Álfheimum.“ – Í sumum myndanna eru horfnir hlutir eins og blár ópal – er einhver tregi þar? „Mig langar til að fá fólk með mér í ferðalag og margir segja að við að sjá bláan ópal í verkunum minnist þeir bragðsins uppi í sér. Myndir sem þessar geta kveikt ferðalag á ákveðna staði og minningar.“ – Þegar þú situr með hráan striga fyrir framan þig, ákveðurðu þá strax allt sem lendir á honum? „Hugmyndin kemur alltaf fyrst. Í þessari stóru mynd hér langaði mig til dæmis að minnast krokket- brautar sem ég átti sem strákur og spilaði oft í garðinum heima, þótt ég skildi ekki reglurnar. Ég byrjaði að sauma út brautina en fannst það svo ekki nóg og myndin óx út frá því. Ég var svo í einhverju sushi-partíi og þá duttu sushi-bitar inn á myndina …“ – … og líka sítrónusafi í flösku, sojasósa og gamall Nokia-sími. „Og þannig myndast saga í kring- um þetta móment,“ segir Loji bros- andi. Hann bætir við að myndirnar séu tvennskonar, sögur og svo kyrralíf. Og sem dæmi um slíkt bendir hann á myndir þar sem blóm standa upp úr kókómjólkurfernu og dós undan Hörpusilki. „Mér finnast still-life alltaf áhugaverð og gaman að leika mér með það.“ Og Loji hnykkir á að útsaumurinn bjóði upp á leik og húmor sem sé sér mik- ilvægt. – Í texta um sýninguna segir að mamma þín sé útsaumssnillingur. Hvað segir hún um verkin? „Bestu kommentin frá mömmu eru þegar ég sýni henni mynd af verki, hún lokar augunum, segir „Loji!“ og hlær. Þá finnst mér ég vera á góðum stað. Og svo hjálpar hún mér ef ég þarf. Hún vill samt ekki sauma neitt …“ – En felur hún enda fyrir þig? „Nei, en er til í að hjálpa ef hand- bragð hennar sést ekki. Á sýning- unni er ein mynd sem hún hjálpaði mér með og það var góð stund að taka saumadótið með heim til henn- ar og sitja með henni að sauma.“ Útsaumaður hversdagsleikinn  Sýning á nýjum útsaumsverkum eftir Loja Höskuldsson opnuð í Hverfisgalleríi í dag  Loji segir útsauminn bjóða upp á leik og húmor sem sé sér mjög mikilvægt  Mikil eftirspurn eftir verkunum Morgunblaðið/Einar Falur Saumaskapur Loji Höskuldsson á sýningunni. Hann segir ýmist sögur í verkunum eða saumar út kyrralíf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.