Fréttablaðið - 12.12.2002, Side 1
FÓLK
Kolkrabbi
í jólamatinn
bls. 26
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 12. desember 2002
Tónlist 32
Leikhús 32
Myndlist 32
Bíó 34
Íþróttir 18
Sjónvarp 38
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
JÓL Á aðventunni leggja Kringlu-
safnið, Eymundsson, Kringlan og
Borgarleikhúsið saman krafta sína
og bjóða upp á kaffihúsastemningu
í anddyri Borgarleikhússins klukk-
an 20. Þar munu rithöfundar lesa
upp úr nýjum bókum sínum og
ljúfir djasstónar ramma inn stund-
ina.
Jólastemning í
Borgarleikhúsinu
KYNNING Sagnfræðingafélag Íslands
og Sögufélagið stendur fyrir kynn-
ingu á nýútkomnum sagnfræðirit-
um í húsi Sögufélags við Fischer-
sund klukkan 20.30. Meðal verka
sem verða kynnt eru verk um Jón
Sigurðsson, Ísland á 20. öld og Frá
Íslandi til Vesturheims. Hver höf-
undur segir stuttlega frá sínu verki
og því sem mest kom á óvart við
vinnslu þess.
Sagnfræðirit kynnt í
Fischersundi
KÖRFUBOLTI Tveir leikir fara fram í
Intersport-deild karla í körfubolta.
Haukar mæta Grindavík klukkan
19.15 á Ásvöllum og Valur tekur á
móti Tindastóli klukkan 19.15.
Haukar mæta
Grindavík
ÍÞRÓTTIR
Fyrirmynd
innflytjenda
FIMMTUDAGUR
251. tölublað – 2. árgangur
bls. 36
TÓNLIST
Risaskjáir
í Höllinni
bls. 18
KYNFERÐISAFBROT Dæmdur barna-
níðingur sem átti að hefja afplánun
á fimm og hálfs árs dómi í júlí gaf
sig fram við yfirvöld ríkisfangels-
isins á Litla-Hrauni á sunnudag og
óskaði eftir því að hefja afplánun
strax. Hann mun
ekki sæta neinum
viðurlögum vegna
flótta sem staðið
hefur í fimm mán-
uði. Samkvæmt
upplýsingum blaðs-
ins eru engin viður-
lög við því að mæta
ekki til afplánunar
en refsing liggur við stroki úr
fangelsi ef um samráð er að ræða.
Flóttinn mun því engin áhrif hafa á
lengd dómsins og hann mun að
óbreyttu verða frjáls maður um
mitt ár 2006.
Maðurinn hefur frá upphafi
haldið fram sakleysi sínu gegn
vitnisburði nokkurra aðila sem
vitnuðu um að frásögn konunnar af
atburðum væri rétt. Hann flúði í
upphafi til Marokkó en kom þaðan
í síðasta mánuði. Lögregla telur
sterkar líkur á að hann hafi falið
sig á heimili fyrrverandi sambýlis-
konu og tveggja ára dóttur sem
hann á með henni. Sambýliskonan
þvertók fyrir það í samtali við
Fréttablaðið og sagðist ekkert hafa
heyrt af honum mánuðum saman.
„Við skildum vegna álagsins sem
var vegna málaferlanna,“ sagði
konan, sem trúir á sakleysi manns-
ins.
Maðurinn, sem misnotaði stjúp-
dóttur sína um fimm ára skeið,
situr nú á Litla-Hrauni og mun
væntanlega losna þaðan eftir mitt
ár 2006.
Atburðirnir áttu sér stað í þorpi
austanlands á níunda áratugnum.
Fyrir tveimur árum kom upp ann-
að mál á sama stað. Þar var fóstur-
faðir sakaður um að misnota sex
ára fósturdóttur sína og smita af
tveimur kynsjúkdómum. Sá maður
var dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi og dvelur nú í byggðarlag-
inu þar sem atburðirnir sem hann
var dæmdur fyrir áttu sér stað.
Hann verður samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins kallaður inn til
afplánunar á næstu dögum. Hann
hefur eins og sveitungi hans neitað
sök og heldur því fram að barnið
hafi leitað á sig með þessum afleið-
ingum. ■
Engin viðurlög
við flóttanum
Maðurinn sem misnotaði fósturdóttur sína losnar líklega
af Litla-Hrauni árið 2006.
STRÆTÓ Stjórn Strætó bs. er með
umfangsmiklar áætlanir um að
gera almenningssamgöngur á höf-
uðborgarsvæðinu aðgengilegri,
skilvirkari og betri en verið hefur.
Byggist það að stórum hluta á
nýju leiðakerfi sem er ætlað að
tengja ystu mörk höfuðborgarinn-
ar í þéttu samgönguneti til fram-
tíðar:
„Merkilegasta breytingin er ef
til vill sú að við erum að fara að
opna sérstakan vef á allra næstu
dögum. Þar geta viðskiptavinir
okkar stimplað inn hvar þeir eru
staddir og síðan hvert þeir eru að
fara. Þegar því er lokið gefur tölv-
an upp bestu og hagkvæmustu
leiðina á milli þessara tveggja
staða,“ segir Guðjón Ólafur Jóns-
son, stjórnarformaður Strætó bs.
„Þá eru hér danskir og sænskir
sérfræðingar að vinna með okkur
að gerð nýrrar miðlægrar sam-
göngumiðstöðvar sem væntan-
lega verður sett upp á Kringlu-
svæðinu í tengslum við byggingu
mislægra gatnamóta á horni
Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar,“ segir Guðjón Ólafur.
Stjórn Strætó hefur enn sem
komið er ekki fjallað sérstaklega
um aukin þægindi fyrir farþega í
vögnunum sjálfum. Hingað til
hefur áherslan verið lögð á ytri
umgjörð almenningssamgangn-
anna: „Nei, við höfum ekki rætt
það að setja upp vídeó í vögnun-
um. Annars ætti ekki að vera
flóknara að vera með slíkt í stræt-
isvögnum en flugvélum,“ segir
formaður stjórnar Strætó bs. ■
Betri samgöngur:
Tölvustýrðar strætóferðir
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
R
I
19
57
2
12
/2
00
2
dagar til jóla
Opið til
kl. 22.00 til jóla
12
e r m e › a l l t f y r i r j ó l i n
REYKJAVÍK Suðaustan
8-10 m/s smáskúrir.
Hiti 5 til 7 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skúrir 6
Akureyri 3-8 Léttskýjað 3
Egilsstaðir 3-8 Léttskýjað 3
Vestmannaeyjar 8-13 Skúrir 6
➜
➜
➜
➜
+
+
+
+
Lögregla telur
sterkar líkur á
að maðurinn
hafi falið sig á
heimili fyrrver-
andi sambýlis-
konu.
AP
/B
JÖ
R
N
S
IG
-
U
R
D
SO
N
PÁLL PÉTURSSON
„Við höfum ekki viðurkennt þessa tölu, 4
milljarða króna, og ég er ekki sammála því
að nokkuð vanti upp á framlög ríkisins.“
Vandi sveitarfélaga:
Vantar fjóra
milljarða
SVEITARFÉLÖG Sveitarfélögin vantar
enn fjóra milljarða króna frá rík-
inu, að sögn Halldórs Halldórs-
sonar, bæjarstjóra á Ísafirði.
Halldór segir að fáist ekki
auknir fjármunir frá ríkinu vegna
tilflutnings verkefna verði sveit-
arfélög að hækka gjaldskrár sínar
og skerða þjónustu verulega. Páll
Pétursson félagsmálaráðherra
hafnar þessu.
„Fullyrðingar um að 4 millj-
arða króna vanti frá ríki til sveit-
arfélaga vegna verkefnatilflutn-
ings eru ekki réttar,“ segir Páll og
bendir á að fjármálalegt uppgjör
ríkis og sveitarfélaga, sem gengið
var frá fyrir afgreiðslu fjárlaga,
hafi verið gert í góðri sátt og for-
svarsmenn sveitarfélaganna hafi
lýst yfir ánægju með þau sam-
skipti.
„Við höfum ekki viðurkennt
þessa tölu, 4 milljarða króna, og
ég er ekki sammála því að nokkuð
vanti upp á framlög ríkisins
vegna flutnings verkefna, þetta
hefur allt saman verið gert upp,“
segir Páll og dregur einnig í efa
fullyrðingar um allt að eins millj-
arðs króna tekjutap sveitarfélaga
vegna rýmri heimilda til að stofna
einkahlutafélög. Nánar bls. 20
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
28%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
fimmtu-
dögum?
53%
72%
TÖLVUVÆTT LEIÐAKERFI FYRIR VIÐSKIPTAVINI STRÆTÓ
Á næstunni verður opnaður sérstakur vefur þar sem viðskiptavinir geta stimplað inn hvar þeir eru staddir og hvert þeir eru að fara. Tölvan
veitir þeim síðan upplýsingar um hagkvæmustu leiðina milli þessara tveggja staða.