Fréttablaðið - 12.12.2002, Síða 6

Fréttablaðið - 12.12.2002, Síða 6
6 12. desember 2001 FIMMTUDAGUR ERLENT LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Eiginkona Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa notið að- stoðar ástralsks svikahrapps við íbúðakaup. Hvað heitir konan? Hábrú á ytri leið fyrirhugaðrar Sundabrautar hefur verið líkt af alþingismanni við Golden Gate brúna í San Francisco. Hvaða al- þingismaður sagði þetta? Hann lék Superman í samnefnd- um kvikmyndum. Í dag eygir hann von um að geta gengið á ný. Hvað heitir maðurinn? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 84.7 0.44% Sterlingspund 133.18 -0.19% Dönsk króna 11.5 -0.06% Evra 85.42 -0.05% Gengisvístala krónu 126,86 -0,46% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 308 Velta 4.618 milljónir ICEX-15 1.325 0,21% Mestu viðskipti Sjóvá-Almennar hf. 225.792.214 Íslandsbanki hf. 164.090.437 Pharmaco hf. 137.714.000 Mesta hækkun Marel hf. 3,39% Jarðboranir hf. 2,82% Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 2,56% Mesta lækkun Kögun hf. -2,40% Ker hf. -1,64% Íslandssími hf. -1,40% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8605,7 0,4% Nasdaq*: 1404,5 1,0% FTSE: 3974,9 1,3% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8727,7 -0,9% S&P*: 908,4 0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Hver býður betur? Start- pakkinn - allt sem til þarf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 94 98 11 /2 00 2 islandssimi.is 800 1111 DÓMSMÁL Aðalmeðferð í skaða- bótamáli Franklíns Steiner gegn ríkissjóði vegna meintrar ólög- mætrar handtöku lauk í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Franklín krefst einnar millj- ónar króna í bætur. Hann segir lögregluna í Hafnarfirði, þar sem hann býr, hafa handtekið sig að ástæðulausu í janúar í fyrra þegar hann hafi verið að koma úr bíltúr með sex ára syni sín- um. Lögreglan hafi ekki verið að rannsaka neitt ákveðið mál og því ekki mátt taka hann höndum. Lögregla hefur sagt að al- mennar upplýsingar hefðu borist henni um að Franklín geymdi hass við Krýsuvíkurveg. Þess vegna hefði hann verið elt- ur og síðar handtekinn. Ekkert hass fannst á Franklín eða í bíl hans. Franklín hefur áður fengið bætur fyrir ólögmæta handtöku lögreglunnar í Hafnarfirði. Þær dæmdi Hæstiréttur honum vegna atviks sem varð 1997. Líkt og nú krafðist hann einnar millj- ónar króna. Niðurstaðan var 40 þúsund krónur. Dóms í málinu er að vænta innan fjögurra vikna. ■ Aðalmeðferð í skaðabótamáli Franklíns Steiner lokið: Fær Steiner aftur fé fyrir handtöku? FRANKLÍN STEINER Franklín Steiner huldi andlit sitt þegar hann mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í síðustu viku að gefa skýrslu í skaðabóta- máli sínu gegn ríkissjóði. Selfoss: Skúringa- konur heiðraðar RÆSTINGAR Skúringakonur sem sjá um ræstingar í húsakynnum Sveitarfélagsins Árborgar voru heiðraðar í síðustu viku fyrir vel unnin störf. Höfðu þær þá setið námskeið á vegum fyrirtækisins Gæðavörur sem séð hefur sveit- arfélaginu fyrir hreinlætisvör- um síðastliðin fjögur ár. Vörurnar eru umhverfisvænar og því betri en hefðbundnar vörur. Á fyrrnefndu námskeiði fengu skúringakonurnar leið- beiningar um meðferð þeirra. ■ FLOTI FISKIBÁTA Á ERMARSUNDI Sjómenn lokuðu í gær siglingaleiðum og höfnum við Ermarsund og víðar í Evrópu. Evrópusambandið: Sjómenn mótmæla LONDON, AP Sjómenn í norðanverðri Evrópu efndu til mótmæla í gær gegn tillögum Evrópusambandsins um samdrátt í fiskveiðum. Veiði- heimildir verða minnkaðar um allt að 80% ef tillögur Franz Fischlers, sjávarútvegsstjóra Evrópusam- bandsins, ná fram að ganga. Eliot Morley, sjávarútvegsráð- herra Breta, segir þennan sam- drátt ganga of langt. „Ég tel að þetta hefði hrikalegar afleiðingar fyrir sjávarútveginn,“ sagði hann í viðtali við BBC. Sjómenn frá Danmörku, Bret- landi, Belgíu, Hollandi og fleiri ríkjum lokuðu mörgum höfnum í gær með fiskibátum sínum til þess að mótmæla samdrættinum. „Þetta er of mikill og hraður samdráttur og við fáum ekkert tækifæri til þess að bæta okkur upp skaðann,“ sagði Steven Moss, breskur sjómaður. Vegna mikils þrýstings frá sjó- mönnum og útgerðarmönnum þyk- ir ólíklegt að tillögur Fischlers nái fram að ganga óbreyttar. ■ AP /M YN D EKIÐ Á HREINDÝR Pallbíl var ekið á hreindýr í Lóni austan Hafnar í Hornafirði á þriðju- dagsmorgun. Að sögn lögregl- unnar á Höfn var dýrið í stórri hjörð sem var í Lóninu. Dýrið drapst við áreksturinn en öku- mann sakaði ekki. Mikið er nú um hreindýr á þessu svæði en slíkt er venja á þessum árstíma. BÍLVELTA Í FAGRADAL Bíll valt í Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, um eittleytið í gærdag. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist ekki al- varlega. FERÐAMÁL „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að við fáum leyfi til flugsins. Í fyrstu verður flogið vikulega en líklega verður dag- legt flug í sumar,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur og umboðsmaður kanadíska flugfé- lagsins HMY Airways, sem í gær sótti um að fá að flytja flugfarþega frá Keflavík til Vancouver. HMY Airways byrjar að fljúga til Íslands í næstu viku á leiðinni frá Vancouver á vestur- strönd Kanada til Manchester á Englandi. Steinþór hefur þegar átt fund með Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra vegna málsins og segir að sá fundur hafi lofað góðu. Í gær sendi Steinþór inn umsókn til ráðuneytisins. Hann var áður umboðsmaður Canada 3000, sem bauð Íslendingum upp á lág far- gjöld um tíma. Steinþór segir að á þeim tíma hafi þjónustugjöld í Keflavík verið mjög há. Nú sé raunin önnur og þessi gjöld séu að- eins þriðjungur þess sem var þá. Nú er kostnaðurinn aðeins 1.000 dollarar á vél í stað 3.000 dollara áður eða um 67 prósent lægri. Þrír aðilar þjónusta vélar í Keflavík og hefur kanadíska flug- félagið þegar samið við Vallarvini um að annast þjónustuna. Stein- þór segir að miklar gjaldeyris- tekjur fylgi komu flugfélagsins. 10 til 12 stöðugildi þurfi til að þjónusta félagið og óbein vinna fyrir 30 til 40 manns hljótist af. HMY Airways, sem er í eigu kín- versks auðkýfings, er með tvær Boeing 757-200 vélar í rekstri en mun fjölga í sex vélar í vor. „Ég vonast til þess að fyrstu Ís- lendingarnir fljúgi í febrúar eða mars,“ segir Steinþór. Heimildir Fréttablaðsins herma að fargjald- ið fyrir níu tíma flug frá Keflavík til Vancouver með HMY verði um eða innan við 50 þúsund krónur. Íslendingar geta ekki keypt fargjöld með félaginu til Evrópu en ástæðan er sú að alþjóðareglur heimila ekki að taka farþega héð- an til Englands. rt@frettabladid.is Þjónustugjöldin 67 prósent lægri Hótelstjóri í Keflavík er óþreytandi í að semja við flugfélög um að koma til Íslands. Vonast er til þess að fyrstu Íslendingarnir fljúgi til Kanada með HMY Airways í febrúar. Fargjaldið innan við 50 þúsund. STEINÞÓR JÓNSSON Tók að sér að vera umboðsmaður kanadís- ka flugfélagsins HMY Airways. Þjónustugjöld í Keflavík eru í dag aðeins þriðjungur þess sem áður var. ALÞINGI Tryggja verður að Lands- virkjun bíði ekki skaða af þeirri niðurstöðu óbyggðanefndar að vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu séu ekki eign fyrirtækisins heldur ríkisins, sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. „Ég vonast til að geta lagt frumvarp þess efnis fyrir þingið um leið og það kemur sam- an aftur.“ Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingar, segir að sér finnist svörin ekki benda til þess að forsætisráðherra hafi mikinn skilning á breytingum sem séu að eiga sér stað. Þá sé athyglisvert að forsætisráðherra ætli ekki að láta atvinnugreinar standa við sama borð. Stigið hafi verið hænufet í þá átt að láta sjávarútveginn greiða auðlindagjald en Landsvirkjun eigi að sleppa við það samkvæmt svör- um forsætisráðherra. Davíð sagðist telja ótvírætt að þar sem eignarhlutur ríkisins í Landsvirkjun hafi aukist þegar vatnsréttindin voru afhent fyrir- tækinu á sínum tíma hafi komið gjald fyrir réttindin. ■ Eignarréttur vatnsréttinda: Landsvirkjun skaðist ekki DAVÍÐ ODDSSON Telur að Landsvirkjun hafi þegar greitt fyrir vatnsréttindi í Þjórsárverum og hyggst leggja fram frumvarp til að tryggja rétt fyrirtækisins. FJÖLGAR Í HERNUM Þúsundir ungra manna á Fílabeinsströnd- inni buðu sig fram til herþjón- ustu til þess að berjast gegn uppreisnarmönnum, sem hafa barist gegn stjórnarhernum í þrjá mánuði. Um það bil 2.000 manns hópuðust saman fyrir utan varnarmálaráðuneyti lands- ins og hrópuðu: „Við viljum bún- inga!“ Akureyringur: Hættir ekki að keyra DÓMSMÁL Karlmaður fæddur 1980 hefur verið sviptur ökuleyfi í tvö ár. Maðurinn ók án þess að hafa ökuréttindi frá Reykjavík til Akur- eyrar í febrúar og ölvaður innan- bæjar á Akureyri í ágúst. Áfengis- magn í blóði mannsins mældist 0.86 prómill. Sjálfur taldi hann sig alls- gáðan. Maðurinn var fyrst sviptur öku- réttindum í júlí 2001 til eins árs. Engu að síður var hann ítrekað tek- inn við akstur eftir það. Fyrir sex vikum var hann dæmdur í 15 mán- aða skilorðsbundið fangelsi vegna brota á hegningarlögum. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.