Fréttablaðið - 12.12.2002, Page 27

Fréttablaðið - 12.12.2002, Page 27
27FIMMTUDAGUR 12. desember 2002 Blásarasveit Vesturbæjarskóla í uppl‡stum gar›inum kl.16:00 Dagskrá Litlu jólanna á Hressó er að finna á www.reykjavik.is Fimmtudagur 12. desember Opið frá kl 14 - 18 / T ei kn in g: H al ld ór B al du rs so n Upplestur Jón Björnsson og Stefán Sigurkarlsson lesa úr bókum sínum Einnig verður lesið úr bókinni um George Best Jólagjöfin í ár: Sögulegir skór og fingrabrúður Síðastliðið vor opnaði safnbúð í Listasafni Íslands og þar er hægt að fá ýmsar sniðugar og óvenjulegar jólagjafir fyrir börn jafnt sem fullorðna. Í búðinni eru seldar bækur, plaggöt og kort sem safnið gefur út auk ís- lenskra listmuna af ýmsu tagi, einkum keramik, glermunir og skartgripir. Í bland við íslenskar vörur er mikið úrval af gjafa- vöru frá erlendum söfnum, til dæmis geisladiskar, bækur og safngripir. Frá Metropolitan- safninu í New York hefur búðin fengið litla skó úr plastefni sem steyptir eru eftir sögulegum skóm í eigu safnsins. Með hverj- um skó fylgja upplýsingar um uppruna hans og sögu. Skóna er hægt að hengja upp og þeir geta því verið skemmtilegt skraut á jólatréð fyrir þá sem vilja fara óhefðbundnar leiðir. Safnbúðin hefur einnig á boðstólum vörur fyrir yngstu kynslóðina og nýlega fékk búðin upp í hendurnar brúðuleikhús og fingrabrúður við vinsæl ævin- týri. Brúðurnar eru fluttar inn frá Bandaríkjunum en ævintýrin fylgja með á íslensku. ■ Englaskraut verður sífellt vin- sælla á Íslandi enda hafa englarnir yfir sér einstaklega hátíðlegan og friðsamlegan blæ. Þeir hafa verið nátengdir jóla- hátíðinni frá upphafi og gegna stóru hlutverki í jólaguðspjall- inu. Þar er sagt frá því þegar þeir birtust fjárhirðunum við Betlehem og tilkynntu þeim fæðingu frelsarans. Því er það vel við hæfi að á mörgum heim- ilum tróni engill á toppi jóla- trésins í stað jólastjörnu. Englar TÁKN jólahátíðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.