Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 28
12. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Ég er alltaf rosalega ánægðurmeð þær gjafir sem ég fæ,“
segir Ólafur Ástgeirsson, sem
leiðir þó sjaldan hugann að jóla-
gjöfum og kýs helst eitthvað nyt-
samlegt. „Auðvitað er gaman að
fá allt í jólagjöf en mér finnst
alltaf mjög praktískt að fá fatnað
eins og til dæmis skyrtu og bindi
eða hanska. Eitthvað sem allir
geta keypt ef þeir vita nokkurn
veginn hvernig maður er í laginu.
Ég er alls ekki nógu duglegur að
kaupa mér föt sjálfur svo það
kemur sér mjög vel að fá þau í
jólagjöf.“ Konurnar í fjölskyld-
unni hafa verið duglegar við að
gefa Ólafi föt enda þekkja þær
hann vel og vita upp á hár hvað
hann vantar og hvers hann óskar.
„Þær velja fötin yfirleitt sjálfar
enda treysti ég þeim vel til þess
að vita hvað mér líkar. Þær reyna
stundum að grennslast lúmskt
fyrir um það hvað mig vantar en
helst þannig að ég fatti ekki
neitt.“
Ólafur hefur mjög gaman af
bókum og segir þær vel þegnar
undir jólatréð. „Ég er meira fyrir
fræðandi bækur og tek þær yfir-
leitt fram yfir skáldsögur. Sagn-
fræðirit finnast mér oft bitastæð
og eins ævisögur manna sem
hafa frá einhverju að segja. Því
miður eru sorglega fáir sem gefa
mér bækur og þá einna helst
systkini mín.“ Ólafur gefur sjálf-
ur systkinum sínum og móður yf-
irleitt bækur og reynir þá að
velja einhverjar sem hann
ímyndar sér að þau muni hafa
gaman af að lesa. „Ég myndi
samt aldrei gefa bók sem ég gæti
ekki hugsað mér að lesa sjálfur.“
Ólafur segist glugga í bækurnar
yfir jólin eftir því sem tími
vinnst til en viðurkennir að jóla-
fríið sé yfirleitt alltof stutt og er-
ilsamt til að hægt sé að sökkva
sér í lestur.
Ólafur er mikill áhugamaður
um tónlist og finnst alltaf
ánægjulegt að fá nýja geisladiska
í safnið. „Þeir sem gefa mér jóla-
gjafir þekkja mig nógu vel til að
vita hverju ég hef gaman af. Bók-
um og geisladiskum er líka alltaf
hægt að skipta án vandræða og
það ætti maður ekki að hika við
að gera ef manni líkar ekki það
sem maður fær,“ segir Ólafur.
Í dag virðist sem minna sé um
að hjónum séu gefnir nytsamleg-
ir hlutir í sameiningu og það á
einnig við hjá Ólafi. „Ég og konan
mín fáum sjaldan sameiginlegar
jólagjafir í seinni tíð. Mér finnst
eins og gjafirnar séu orðnar
persónulegri núorðið og ekki eins
mikið um að verið sé að gefa fólki
hluti til heimilisins nema þá helst
ef það er nýbyrjað að búa.“ ■
Ólafur Ástgeirsson tengir jólin ekki við veraldleg gæði og kýs
helst nytsamlegar og þarfar jólagjafir. Hann treystir sínum nán-
ustu fullkomlega til að velja eitthvað sem honum líkar og er iðu-
lega hæstánægður með það sem hann fær.
„Auðvitað er gaman að fá
allt í jólagjöf en mér finnst
alltaf mjög praktískt að fá
fatnað eins og til dæmis
skyrtu og bindi eða hanska.“
JÓLAGJÖF HANDA
karlmanni um fertugt
Föt eru
alltaf vel þegin
ÓLAFUR ÁSTGEIRSSON
Ætlar að halda jólin heima í faðmi
fjölskyldunnar og hefur litlar áhyggjur
af jólagjöfunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
Ó