Fréttablaðið - 12.12.2002, Qupperneq 31
31FIMMTUDAGUR 12. desember 2002
Heimsendingar og sótt!
A f g r e i ð s l u t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r
Grensásvegur 12
533 2200
SPRENGITILBOÐ!
12“ pizza
m/3 áleggstegundum
690 kr.
16“ pizza
m/3 áleggstegundum
990 kr.
18“ pizza
m/3 áleggstegundum
1.190 kr.
EF SÓTT
EF SÓTT
EF SÓTT
SAGA
jólanna
Fæðingar-
dagur Jesú
Þó að fjöldinn allur af fræði-
mönnum og leikmönnum hafi
stundað rannsóknir á ævi Jesú
svo öldum skiptir hefur enn ekki
tekist að fastsetja með vissu fæð-
ingardag frelsarans. Þó vitum við
að haldið var upp á 25. desember
sem afmæli Jesú í fyrsta sinn í
Róm árið 336 og var það þá gert
til þess að reyna að draga athygl-
ina frá hátíðarhöldum sem haldin
voru um þetta leyti til heiðurs
rómversku sólguðunum. Hér á Ís-
landi sem og á hinum Norður-
löndum tíðkaðist í heiðnum sið að
halda stóra hátíð í nánd við vetr-
arsólhvörf, sennilega til að bjóða
skammdeginu birginn og fagna
rísandi sól. Margt er á huldu um
þessi hátíðarhöld og hvernig þau
þróuðust en ljóst er að þegar
kristni barst til landsins runnu
þau saman við fæðingarhátíð
frelsarans. Óhætt er að segja að
tímasetning jólanna sé ákaflega
vel til fundin fyrir íbúa Norður-
hvels jarðar þar sem þau hleypa
birtu og yl inn á heimilin einmitt
þegar skammdegið stendur sem
hæst. ■
Ínótt kom Stekkjastaur tilbyggða og færði börnum glaðn-
ing, fyrstur bræðra sinna. Von-
andi fékk enginn kartöflu í skóinn
en ef svo fór þá er tækifæri til að
bæta ráð sitt áður en Giljagaur
kemur til byggða í kvöld. Í dag er
líka tilvalið að hefjast handa við
konfektgerð svo hægt sé að bjóða
gestum upp á heimagert sælgæti
og jafnvel lauma nokkrum molum
með í jólapakkana. ■
12 DAGAR TIL JÓLA
ÍEnglandi, Bandaríkjunum og víð-ar er mistilteinn vinsælt skraut á
heimilum yfir jólahátíðina og er
hefð fyrir því að fólk fái koss ef það
stendur undir greininni. Hér á Ís-
landi hefur þessi siður ekki fest
rætur enda er mistilteinninn frá
fornu fari tengdur harmrænum at-
burði í norrænum goðsögum. Þar
segir frá því þegar Baldur, hinn
hvíta ás, dreymir fyrir dauða sínum
og allir leggjast á eitt til að koma í
veg fyrir að draumurinn verði að
veruleika. Frigg, móðir Baldurs,
ákveður að biðja allar skapaðar
verur og hluti að heita sér því að
gera honum aldrei mein. Baldur var
allra ása hugljúfastur og því var
bón Friggjar auðsótt. Á vegi hennar
varð þó ein hrísla sem henni þótti of
ung til að krefja eiðsins og fór því
svo að mistilteinninn var það eina í
veröldinni sem skaðað gat Baldur.
Árin liðu og ásar gerðu það að
leik sínum að skjóta örvum að
Baldri, sem aldrei kenndi sér meins.
Loka hinum lævísa tók að leiðast
þessi leikur og ákvað hann því að
grípa til sinna ráða. Hann gabbaði
Höður hinn blinda ás til að skjóta
mistilteinsör að Baldri og fór svo að
hann lá örendur eftir. ■
Jólahefðir:
Mistilteinn