Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 8
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt.
Stefnt er að því að skipa í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni um
sækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum. Um launakjör fer samkvæmt
lögum um dómstóla nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 21. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi
við 4. gr. reglna nr. 620/2010, um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni um
sækjenda um dómaraembætti, er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um
1) núverandi starf 2) menntun og framhaldsmenntun, 3) reynslu af dómstörfum,
4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af
fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um
útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 7) reynslu af
stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu
í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 9) upplýsingar um almenna og
sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnu
brögðum, 11) upplýsingar um tvo fyrrverandi eða núverandi samstarfsmenn eða
yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um
störf og samstarfshæfni umsækjanda og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geta
ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf lands
réttardómara.
Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma
í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12
mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og
flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem
umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af
tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið
ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni
umsækjanda til starfa sem landsréttardómari.
Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 20. janúar 2020. Til
þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgi
gögn berist dómsmálaráðuneytinu með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Dómsmálaráðuneytinu,
3. janúar 2020.
Embætti dómara við Landsrétt
laust til umsóknar
HEILBRIGÐISMÁL Ný rannsókn á
heilsuhagfræðilegum áhrifum
af þverfaglegri verkjameðferð á
Reykjalundi sýnir fram á að fyrir
hverja krónu sem sett er í með-
ferðina fáist átta krónur til baka.
Rannsóknin stóð yfir frá árinu 2003
til ársins 2011 og voru niðurstöður
hennar birtar í nýjasta tölublaði
Læknablaðsins.
„Þessi aðferðafræði hefur verið
notuð varðandi endurhæf ingu
verkjasjúklinga á Reykjalundi
síðustu áratugi,“ segir Magnús Óla-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri
lækninga á Reykjalundi og forsvars-
maður rannsóknarinnar. Gagnaöfl-
un stóð yfir í um fjögur og hálft ár
og voru þátttakendur endurmetnir
í þrjú ár þar á eftir.
„Meðferðin snýr að því að losa
fólk við sterk verkjalyf og styrkja
það til að hafa jákvæð viðhorf gagn-
vart verkjunum því yfirleitt er það
ekki raunsætt að ætla að losa fólk
við verki sem hafa varað lengi. Því
er mikilvægt að kenna fólki að lifa
sem bestu lífi með verkjunum, þar
með talið að koma sem flestum út á
vinnumarkað,“ bætir hann við.
Magnús segir niðurstöður rann-
sóknarinnar sýna fram á virkni
endurhæf ingarmeðferðarinnar
sem veitt er á Reykjalundi og að
mikilvægt sé að styrkja meðferð af
þessu tagi því hún skili sér margfalt
út í samfélagið. „Við upphaf rann-
sóknarinnar var vinnugeta hópsins
um 30 prósent en í þriggja ára eftir-
litinu var hún komin upp í 64 pró-
sent,“ segir hann.
„Heilsu hag f ræðileg i áv inn-
ingurinn er annars vegar sá að
koma fólki út á vinnumarkaðinn
og hins vegar að draga úr notkun á
heilbrigðisþjónustu sem er ekki að
skila sér í meðferð sjúklinganna,“
segir Magnús. „Það gerum við með
því að draga úr lyfjaneyslu, fá fólk
til þess að hreyfa sig og svo notumst
við við hugræna atferlismeðferð,“
bætir hann við.
„Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari
og annar höfundur greinarinnar
gerði heilsuhagfræðilegu útreikn-
ingana og niðurstöðurnar eru ekki
ólíkar því sem er að gerast í lönd-
unum í kringum okkur. Svipuð
rannsókn var gerð í Svíþjóð fyrir
tæpum 20 árum og þar kom í ljós
að fyrir hverja krónu sem sett var
í sambærilega meðferð fengust
níu krónur út í samfélagið,“ segir
Magnús og bætir við að í kjölfarið
hafi sænska ríkið breytt reglum um
bið eftir endurhæfingarmeðferð
þar í landi. „Þá varð það þannig að
enginn sem metinn hafði verið til
endurhæfingar átti að þurfa að bíða
eftir meðferð lengur en í mánuð.“
Aðspurður að því hvaða áhrif
niðurstöðurnar geti haft á með-
ferðina sem veitt er á Reykjalundi
segir Magnús að óskandi væri að
stytta biðlista hér á landi. „Biðlist-
inn hér er sveigjanlegur á hverjum
tíma en yfirleitt eru jafn margir að
bíða eftir meðferð á Reykjalundi
og eru meðhöndlaðir á hverju ári,“
segir Magnús.
Hann segir að innan við 200
manns séu meðhöndlaðir árlega en
að yfirleitt séu 200-300 manns á bið
eftir meðferð. „Þess vegna komast
auðvitað ekki allir þeir sem óskað
hefur verið eftir meðferð fyrir að
og svona meðferð ætti að styrkja
frekar.“ birnadrofn@frettabladid.is
Ein króna verður að átta krónum
Niðurstöður nýrrar rannsóknar Magnúsar Ólasonar læknis sýna fram á mikinn hagfræðilegan ávinning þverfaglegrar verkjameð-
ferðar á Reykjalundi. Fyrir hverja krónu sem sett er í meðferðina fáist átta krónur út í samfélagið. Langur biðlisti er í meðferðina.
Um tvö hundruð manns eru meðhöndlaðir í þverfaglegri verkjameðferð á Reykjalundi árlega. Samkvæmt Magnúsi
Ólasyni lækni eru að jafnaði tvö til þrjú hundruð manns á biðlista eftir meðferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Svona meðferð ætti
að styrkja frekar.
Magnús Ólason, fyrrverandi
framkvæmdastjóri
lækninga á Reykja-
lundi
DÓMSMÁL Þrotabú hins fallna
f lugfélags WOW air hefur stefnt
Icelandair fyrir samkeppnislaga-
brot. Forsvarsmenn þrotabúsins
saka Icelandair um að hafa beitt
skaðlegri undirverðlagningu sem
hafi valdið WOW air miklu tjóni.
Icelandair vísar ásökununum á bug.
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Stefnan var þingfest í október en
fyrirtaka í málinu verður um miðj-
an janúar. Stefnan byggir á frum-
niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins
á verðlagningu Icelandair sem birt
var f lugfélaginu árið 2015.
Segir í stefnunni að Icelandair
hafi misnotað markaðsráðandi
stöðu sína með skaðlegri undirverð-
lagningu og verðlækkunum sem
náð hafi til ferða félagsins á milli
Kef lavíkur og Amsterdam, Kaup-
mannahafnar, Lundúna og Parísar
í báðar áttir í öllum tilvikum á milli
þess 1. janúar 2012 og 31. desember
2016.
Sjö ár eru frá því að WOW air
kvartaði undan háttsemi Icelandair
til Samkeppniseftirlitsins. Rann-
sóknin spannaði í kjölfarið sautján
mánaða tímabil. Icelandair hefur
þegar skilað inn greinargerð í mál-
inu þar sem kröfum þrotabúsins er
hafnað.
Þá kemur fram í stefnunni að for-
svarsmenn þrotabúsins hafi orðið
þess áskynja við undirbúning mál-
sóknarinnar að Icelandair hafi
hugsanlega framið sambærileg
og jafnvel alvarlegri samkeppnis-
brot á öðrum f lugleiðum, líkt og
til New York, Boston, Montreal og
Arlanda. Segjast þeir hafa hug á því
að framkvæma frekari rannsóknir á
meintum brotum félagsins.
– oæg
Þrotabú WOW air dregur
Icelandair fyrir dómstóla
Forsvarsmenn þrota-
búsins saka Icelandair um
að hafa beitt skaðlegri
undirverðlagningu sem hafi
valdið WOW air miklu
tjóni.
Gjaldþrot WOW air í fyrra var mikið reiðaraslag fyrir íslenskt þjóðarbú.
4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð