Fréttablaðið - 04.01.2020, Síða 37

Fréttablaðið - 04.01.2020, Síða 37
 Tollgæslustjóri Auglýst er laust til umsóknar embætti tollgæslustjóra. Hlutverk tollgæslustjóra er skilgreint í tollalögum. Tollgæslustjóri annast daglega stjórn og rekstur Tollgæslu Íslands og ber ábyrgð á framkvæmd tollgæslu og tollframkvæmdar í umboði ríkisskattstjóra og önnur verkefni sem ríkisskattstjóri felur honum. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 1. mgr. 46. gr. tollalaga nr. 88/2005. Aðrar hæfnikröfur: • Reynsla af árangursmiðaðri stjórnun og stefnumótun. • Góð þekking og yfirsýn á verkefnum Tollgæslu Íslands. • Góð þekking og reynsla á störfum innan stjórnsýslunnar. • Rekstrarþekking og reynsla. • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi. • Mjög góð forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni. • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni. • Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum. • Þekking á einu Norðurlandamáli er æskileg. Upplýsingar um framangreint starf veitir Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, í síma 442-1000 eða í tölvupósti snorri.olsen@rsk.is. Sérfræðingur í milliverðlagningu Öflugum og jákvæðum einstaklingi gefst nú tækifæri til að verða hluti af teymi sem sinnir eftirliti með milliverðlagningu hjá skjölunarskyldum lögaðilum. Verkefnin felast m.a. í að hafa eftirlit með upplýsingum um viðskipti slíkra aðila, greina líkur á óeðlilegri verðlagningu, kalla eftir gögnum og leggja mat á framlögð gögn og upplýsingar ásamt því að annast málsmeðferð. Hæfnikröfur: • Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði reikningsskila, hagfræði eða lögfræði. • Þekking á almennri skattframkvæmd og málsmeðferð. • Þekking á skattalögum og reglum. • Reynsla á sviði reikningsskila eða skattskila. • Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og metnaður til árangurs. • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. • Góð almenn tölvukunnátta. • Geta til að vinna undir álagi. Upplýsingar um framangreint starf veitir Stefán Skjaldarson, sviðsstjóri, í síma 442-1000 eða í tölvupósti stefan.skjaldarson@rsk.is. Sérfræðingur í peningaþvætti Öflugum og jákvæðum einstaklingi gefst nú tækifæri til að verða hluti af teymi sem sinnir eftirliti með peningaþvætti og ýmsum tengdum verkþáttum sem lúta að því að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hæfnikröfur: • Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði viðskiptafræði, lögfræði, fjármálaverkfræði eða hagfræði. • Starfsreynsla í fjármálatengdum störfum er æskileg. • Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og metnaður til árangurs. • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. • Góð almenn tölvukunnátta. • Geta til að vinna undir álagi. Upplýsingar um framangreint starf veitir Stefán Skjaldarson, sviðsstjóri, í síma 442-1000 eða í tölvupósti stefan.skjaldarson@rsk.is. Tæknimaður – innri þjónusta og vélbúnaður Starf tæknimanns í innri þjónustu og vélbúnaði hjá Skattinum er laust til umsóknar. Skatturinn rekur öflugt tæknisvið þar sem fjölbreytilegum verkefnum er sinnt sem tryggja eiga hnökralaus rafræn samskipti viðskiptamanna og ríkisskattstjóra. Verkefni snúa m.a. að því að sinna notendaaðstoð, uppsetn- ingu og viðhaldi á vél- og hugbúnaði starfsmanna skattkerfisins. Hæfnikröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt. • Reynsla af kerfisstjórn, netrekstri og notendaaðstoð. • Þekking á Microsoftlausnum. • Reynsla af samskiptakerfum (s.s. símkerfi, fjarfundabúnaði) er æskileg. • Þekking á miðlægum búnaði er æskileg. • Rík þjónustulund og jákvæðni. • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður. • Geta til að vinna undir álagi. Upplýsingar um framangreint starf veitir Jens Þór Svansson, sviðsstjóri, í síma 442-1000 eða í tölvupósti jens.svansson@rsk.is. Umsóknir skulu fylltar út á rsk.is/starf eða á vef Starfatorgs. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Starfshlutfall er 100%. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2020. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. Sími 442-1000 Þjónustuver er opið mánudag-fimmtudags 9:00-15:30 og föstudag 9:00-14:00 SKATTURINN Fjögur störf hjá sameinuðu embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.