Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 37
 Tollgæslustjóri Auglýst er laust til umsóknar embætti tollgæslustjóra. Hlutverk tollgæslustjóra er skilgreint í tollalögum. Tollgæslustjóri annast daglega stjórn og rekstur Tollgæslu Íslands og ber ábyrgð á framkvæmd tollgæslu og tollframkvæmdar í umboði ríkisskattstjóra og önnur verkefni sem ríkisskattstjóri felur honum. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 1. mgr. 46. gr. tollalaga nr. 88/2005. Aðrar hæfnikröfur: • Reynsla af árangursmiðaðri stjórnun og stefnumótun. • Góð þekking og yfirsýn á verkefnum Tollgæslu Íslands. • Góð þekking og reynsla á störfum innan stjórnsýslunnar. • Rekstrarþekking og reynsla. • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi. • Mjög góð forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni. • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni. • Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum. • Þekking á einu Norðurlandamáli er æskileg. Upplýsingar um framangreint starf veitir Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, í síma 442-1000 eða í tölvupósti snorri.olsen@rsk.is. Sérfræðingur í milliverðlagningu Öflugum og jákvæðum einstaklingi gefst nú tækifæri til að verða hluti af teymi sem sinnir eftirliti með milliverðlagningu hjá skjölunarskyldum lögaðilum. Verkefnin felast m.a. í að hafa eftirlit með upplýsingum um viðskipti slíkra aðila, greina líkur á óeðlilegri verðlagningu, kalla eftir gögnum og leggja mat á framlögð gögn og upplýsingar ásamt því að annast málsmeðferð. Hæfnikröfur: • Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði reikningsskila, hagfræði eða lögfræði. • Þekking á almennri skattframkvæmd og málsmeðferð. • Þekking á skattalögum og reglum. • Reynsla á sviði reikningsskila eða skattskila. • Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og metnaður til árangurs. • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. • Góð almenn tölvukunnátta. • Geta til að vinna undir álagi. Upplýsingar um framangreint starf veitir Stefán Skjaldarson, sviðsstjóri, í síma 442-1000 eða í tölvupósti stefan.skjaldarson@rsk.is. Sérfræðingur í peningaþvætti Öflugum og jákvæðum einstaklingi gefst nú tækifæri til að verða hluti af teymi sem sinnir eftirliti með peningaþvætti og ýmsum tengdum verkþáttum sem lúta að því að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hæfnikröfur: • Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði viðskiptafræði, lögfræði, fjármálaverkfræði eða hagfræði. • Starfsreynsla í fjármálatengdum störfum er æskileg. • Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og metnaður til árangurs. • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. • Góð almenn tölvukunnátta. • Geta til að vinna undir álagi. Upplýsingar um framangreint starf veitir Stefán Skjaldarson, sviðsstjóri, í síma 442-1000 eða í tölvupósti stefan.skjaldarson@rsk.is. Tæknimaður – innri þjónusta og vélbúnaður Starf tæknimanns í innri þjónustu og vélbúnaði hjá Skattinum er laust til umsóknar. Skatturinn rekur öflugt tæknisvið þar sem fjölbreytilegum verkefnum er sinnt sem tryggja eiga hnökralaus rafræn samskipti viðskiptamanna og ríkisskattstjóra. Verkefni snúa m.a. að því að sinna notendaaðstoð, uppsetn- ingu og viðhaldi á vél- og hugbúnaði starfsmanna skattkerfisins. Hæfnikröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt. • Reynsla af kerfisstjórn, netrekstri og notendaaðstoð. • Þekking á Microsoftlausnum. • Reynsla af samskiptakerfum (s.s. símkerfi, fjarfundabúnaði) er æskileg. • Þekking á miðlægum búnaði er æskileg. • Rík þjónustulund og jákvæðni. • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður. • Geta til að vinna undir álagi. Upplýsingar um framangreint starf veitir Jens Þór Svansson, sviðsstjóri, í síma 442-1000 eða í tölvupósti jens.svansson@rsk.is. Umsóknir skulu fylltar út á rsk.is/starf eða á vef Starfatorgs. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Starfshlutfall er 100%. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2020. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. Sími 442-1000 Þjónustuver er opið mánudag-fimmtudags 9:00-15:30 og föstudag 9:00-14:00 SKATTURINN Fjögur störf hjá sameinuðu embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.