Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 8
vildarkort Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt hjá eftirfarandi fyrirtækjum 510 7900Hlíðasmári 6 fastlind.is nyjaribudir.is Fáðu framúrskarandi þjónustu og skráðu eignina þína á fastlind.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum rannsakar enn ábend- ingu um hvarf Geirfinns sem barst árið 2016. „Eins og staðan er í dag þá stendur yfir frekari gagnaöflun og viðtöl við hugsanleg vitni,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Rannsókn lög- reglu byggir á ábendingu manns sem gaf sig fram við lögreglu árið 2016. Grunsamlegt háttarlag Í skýrslutöku kvaðst maðurinn hafa séð þrjá borgaralega klædda menn koma á smábáti til hafnar í Vestmannaeyjum um miðjan dag þann 20. nóvember 1974, daginn eftir að Geirfinnur hvarf í Keflavík. Tveir jakkafataklæddir menn hafi leitt þann þriðja á milli sín sem hafi verið máttfarinn og að því er virtist rænulítill. Þeir hafi komið inn í ver- búð þar sem sjónarvotturinn bjó og dvalið þar dágóðan tíma í lok- uðu herbergi með leyfi kokksins í mötuneyti verbúðarinnar. Þegar þeir gengu aftur út hafi hann átt stutt orðaskipti við þá og spurt hinn rænulitla hvort ekki væri allt í lagi. Sá hafi svarað veikum rómi og sagt: „Mundu eftir mér.“ Hinir jakkafata- klæddu hafi þá rætt sín í milli hvort þeir þyrftu ekki að taka sjónarvott- inn líka og honum hafi ekki orðið um sel en þarna hafði leiðir skilið og hann horft á eftir þríeykinu fara aftur um borð í trilluna og sigla frá bryggju. Nokkru síðar, þegar tekið var að rökkva, hafi trillan komið aftur að landi og þá hafi þeir aðeins farið tveir frá borði; mennirnir í jakka- fötunum og augljóslega verið á hraðferð. Vitnið minnist þess einnig í skýrslutökunni að sama kvöld hafi lítil f lugvél f logið frá Vestmanna- eyjum og hafi hann tengt hana við ferð mannanna tveggja án þess að hafa fyrir því annað en eigið hug- boð. Fékk hótanir símleiðis Í skýrslutökunni lýsti sjónar- votturinn bæði útliti mannanna þriggja og klæðnaði. Þeir gætu hafa verið um þrítugt, annar í kringum 185 sentimetrar, með hrokkið hár og gleraugu með svartri kassalaga umgjörð. Hinn hafi verið höfðinu lægri, þunnhærður með frekar ljóst hár og gráblá augu. Rænulausi maðurinn hafi verið í dökkum fötum en einhverju ljósu að ofan og hárið svart og úfið en þó eins og það hefði verið greitt til hliðar. Aðrir hafi einnig séð til þeirra, þar á meðal menn á bryggjunni sem voru að gera við net. Þá hafi aðrir verkamenn í verbúðinni einn- ig orðið varir við mennina í mötu- neytinu. Þá hafi sjónarvotturinn séð mann taka ljósmyndir af trill- unni nokkrum dögum eftir atvikið. Ekki liggur fyrir um hvaða trillu er að ræða en sjónarvotturinn lýsti henni þannig að um tveggja til þriggja tonna trébát væri að ræða. Hvítum að ofan og brúnum að neðan með litlu stýrishúsi aftast með þremur gluggum. Sjónarvotturinn var hins vegar aðkomumaður í Vestmannaeyjum og dvaldi þar aðeins í eitt ár. Hann gat því ekki nafngreint aðra mögu- lega sjónarvotta. Nokkrum dögum síðar hafi sími í herbergi hans og unnustu hans í verbúðinni hringt og unnustan svaraði. Maður hafi verið í símanum og haft í hótunum við hana um að ef þau héldu ekki kjafti yrði gengið frá þeim. Þetta hafi verið um svipað leyti og lýst var eftir Geirfinni Ein- arssyni í fjölmiðlum og hafi sjónar- votturinn farið að leggja saman tvo og tvo. Unnustan fyrrverandi hefur einnig gefið skýrslu um símtalið og staðfest frásögn mannsins. Menn tengdir Landsvirkjun Sjónarvotturinn skýrði næst frá því að nokkrum árum síðar hefði hann séð mynd af hávaxnari manninum í dagblaði með frétt sem tengdist Landsvirkjun. Þá hafði hár manns- ins gránað nokkuð. Svo líða nokkrir dagar og þá sér hann manninn í sjónvarpinu. Hann lýsir því þann- ig að fréttamaðurinn hafi byrjað á því að nefna að maðurinn væri laus við gleraugun. Maðurinn hafi ekki brugðist vel við þeirri athuga- semd og á því augnabliki hafi sjónarvotturinn áttað sig á því að um annan jakkafatamanninn úr Eyjum væri að ræða. Viðtalið hafi snúist um einhver verkefni Lands- virkjunar. Sjónarvotturinn mundi ekki nákvæmlega hvenær viðtalið var í sjónvarpinu en líklega milli 1980 og 1990. Löngu síður var sjónarvottur- inn heimilismaður hjá stjúpföður sínum á prestssetri á Austfjörðum er þangað komu tveir menn á vegum Landsvirkjunar vegna línulagnar um land prestssetursins. Þótt vitnið myndi ekki hvaða ár þetta var má af skýrslu hans áætla að þetta hafi verið um eða upp úr 1990. Sagði sjónarvotturinn að hann hefði strax þekkt annan þeirra sem lágvaxnari manninn í Eyjum. Honum var einn- ig samstundis ljóst að maðurinn þekkti hann líka. Hann hefði horft á sig allan tímann meðan fundurinn á prestsetrinu stóð yfir og komið að borðinu til hans og spurt: „Á hvers vegum ert þú hérna?“ Hann hafi svarað því til að hann væri heimilis- maður á staðnum. Þegar gestirnir voru farnir spurði fóstri hans um kynni hans af manninum og því ljóst að ekki hafði farið fram hjá prestinum að þeir virtust þekkjast. Í þriðja skiptið sá sjónarvottur- inn mennina í nágrenni við Kára- hnjúkavirkjun árið 2007 eða 2008. Hann var þá sjálfur að keyra vinnuvél og sagðist oft hafa mætt öðrum þeirra, sem ók Range Rover, á svæðinu. Í eitt skiptið hafi hann mætt bílnum við einbreiða brú og þurft að stoppa vélina til að hleypa bílnum yfir. „Þá eru þeir bara báðir félagarnir þarna. Það vantaði bara manninn á milli þeirra,“ segir í skýrslu mannsins. Ljóst hafi verið að annar þeirra, sá lágvaxnari með grábláu augun, hefði verið úti í lönd- um, hann hafi verið mjög sólbrúnn. Fleiri viðtöl í farvatninu Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Páley rannsóknina ýmsum erfiðleikum bundna, gagnaöf lun sé tímafrek og einhverjir þeirra sem nafngreindir eru í frásögn sjónar- vottsins séu látnir. „Eins og gefur að skilja er tíma- frekt að finna gögn frá 1974 enda lítið sem ekkert til af gögnum á rafrænu formi og ýmislegt glatað,“ segir Páley og bætir við: „Hins vegar hefur tekist að finna ýmis gögn sem hjálpa til við rannsóknina en einhverjir sem nafngreindir eru í þessum gögnum eru látnir og veldur það eðlilega meiri erfiðleikum við að greina atvikið.“ Páley segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um stöðu rannsóknar- innar að svo stöddu þar sem gagna- öflun og viðtölum sé ekki lokið. Ábending um Geirfinn enn í rannsókn Lögreglan í Vestmannaeyjum er enn að afla gagna og viðtala við hugsanleg vitni vegna ábendingar um tvo grunsamlega menn með rænulítinn mann á milli sín í Vestmannaeyjum 20. nóvember árið 1974. Sjónarvotturinn telur mennina tengjast Landsvirkjun. Vitni segist hafa séð menn koma með rænulítinn mann á milli sín úr trillu við höfnina í Eyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hins vegar hefur tekist að finna ýmis gögn sem hjálpa til við rannsóknina. Páley Borgþórs- dóttir, lögreglu- stjóri í Vest- mannaeyjum Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.