Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 20
Ke p p n i s g r e i n a r Reykja víkurleikanna hafa aldrei ver ið f leiri og eru mjög fjölbreyttar. Klifur, s k v a s s , a k s t u r s -
íþróttir, rafíþróttir, pílukast, list-
skautar og dans eru á meðal greina.
Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyft-
ingamaður og Eygló Gústafsdóttir
sundkona eiga það sameiginlegt að
hafa bæði hampað titlinum íþrótta-
maður ársins.
Fær sér kolvetnasprengju
Eygló hefur keppt á Reykjarvíkur-
leikunum frá því þeir voru stofnaðir
fyrir þrettán árum. Hún keppir í
öllum baksundsgreinunum á leik-
unum í ár.
Hvernig hefur undirbúningur
gengið hjá þér?
„Hann hefur gengið mjög vel, ég
hef ekki breytt miklu í undirbún-
ingnum. Hann hefur verið svipaður
síðustu ár. Ég fylgi góðri rútínu og
finn að ef ég fylgi planinu þá líður
mér vel bæði andlega og líkamlega.“
Kraftaverk
og kolvetna-
sprengjur
Reykjavíkurleikarnir hófust í vikunni og
standa til 2. febrúar næstkomandi. Keppt
er í 23 fjölbreyttum íþróttagreinum og það
stefnir í hörkukeppni. Eygló Gústafsdóttir
sundkona kemur vel undirbúin til keppni en
Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingamaður
verður í öðru hlutverki en vanalega.
Sundkappinn Eygló Rós Gústafsdóttir í Laugardalslaug. Hún æfir átta til níu sinnum í viku og er í sálfræðinámi í HR meðfram sundiðkun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Revée Walcott-Nolan frá Englandi verður á meðal keppenda á Reykjavík
International Games ásamt fremsta frjálsíþróttafólki Íslands og sterkum
erlendum keppendum. Revée byrjaði ekki að æfa frjálsar fyrr en hún var
orðin tólf ára gömul, eftir góða frammistöðu í keppni í víðavangshlaupi í
Bretlandi sem frænka hennar skráði hana í.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN