Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 21
ÆTLI ÞAÐ MEGI EKKI
SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ STÆRSTA
KRAFTAVERKIÐ, ÞESSI
LITLI DRENGUR SEM ER
Á LEIÐINNI.
Júlían
Júlían sparar
kraftana fyrir
Evrópumótið,
en á því ætlar
hann að sýna
hvar Davíð
keypti ölið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Bandaríska
kraftlyftinga-
konan Kimberly
Walford lyftir
250 kílóum í
réttstöðulyftu.
Breytir þú mataræðinu?
„Nei, í rauninni ekki. En ég fæ mér
alltaf góða kolvetnasprengju áður
en ég keppi á mótum, gott pasta eða
eitthvað sem gefur mér góða orku.“
Eygló æfir um það bil 8–9 sinnum
í viku og stundar með sundiðkun-
inni nám í sálfræði við Háskólann í
Reykjavík.
Hvers vegna valdir þú nám í sál-
fræði, tengist það íþróttaiðkun þinni?
„Já, það gerir það. Ég hef mikinn
áhuga á því hvað stuðlar að góðu
hugarfari og tengslum við árangur í
lífi og starfi. Ég kolféll fyrir þessu fagi
og stefni á klínískt nám í sálfræði í
framhaldinu. Ég get vel hugsað mér
að starfa sem sálfræðingur í fram-
tíðinni.“
Með hverju mælir þú að fólk fylgist
með á leikunum?
„Ég mæli með að fólk fari og horfi
á eins margar mismunandi íþróttir
og hægt er. Reykjavíkurleikarnir eru
frábært tækifæri til að fara út fyrir
þessar hefðbundnu íþróttir sem
fólk horfir helst á og opna fyrir sér
alls konar íþróttir. Sérstaklega fyrir
yngri kynslóðina, að þau sjái að það
er svo margt í boði þegar kemur að
íþróttum.“
Stærsta kraftaverkið á leiðinni
Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftinga-
maður dró sig úr keppni því hann
undirbýr sig fyrir Evrópumeistara-
mót. Hann verður í öðru hlutverki
og mun sjá um að lýsa kraftlyftinga-
keppninni í sjónvarpsútsendingu.
Hvernig finnst þér Reykjavíkur-
leikarnir hafa þróast, er það rétt
metið hjá mér að þeir fari sífellt
stækkandi?
„Mér f innst Reykjavíkurleik-
arnir alveg frábær íþróttahátíð,
það er ekki ofsögum sagt að þetta sé
stærsta fjölgreinamót sem haldið er
á Íslandi. Á Reykjavíkurleikunum
er hægt að horfa á 23 mismunandi
greinar og ég hef reynt að nýta mér
það í gegnum tíðina. Þetta er æðis-
leg stemning sem myndast niðri
í Laugardal og ég tala nú ekki um
hvað það er gaman að geta fengið
framúrskarandi erlent íþróttafólk
til landsins. Mér hefur fundist leik-
arnir stækka með hverju árinu og að
sama skapi verða flottari.“
Þið Ellen eigið von á barni bráð-
lega, er það ekki?
„Jú, heldur betur. Við Ellen Ýr,
kærastan mín, eigum von á barni,
frumburðinum, núna í lok mars og
erum vægast sagt mjög spennt og
hamingjusöm með það. Og ætli það
megi ekki segja að það sé stærsta
kraftaverkið, þessi litli drengur sem
er á leiðinni.“
Hvað finnst þér mest spennandi
við leikana í ár, hverjum eigum við
að fylgjast sérstaklega með?
„Það er margt gríðarlega spenn-
andi, í kraftlyftingum erum við að
fá eistneska Evrópumeistarann Siim
Rast, sem er magnaður keppandi, og
svo amerísku kraftlyftingakonuna
Kimberly Walford, sem hefur heldur
betur sýnt það og sannað að hún er í
fremstu röð í heiminum. Þess ber að
geta að Kimberly er engin eftirbátur
karlanna, en hún lyftir mest 250 kíló-
um í réttstöðulyftu! Við þetta bætist
auðvitað fullt af hæfileikaríkum og
framúrskarandi íslenskum keppend-
um. Utan kraftlyftingakeppninnar
er ég alltaf spenntur fyrir að horfa á
frjálsu íþróttirnar, júdóið, sundið og
ólympísku lyftingarnar. Það stefnir
í hörkukeppni á Reykjavíkurleik-
unum og ég vil helst ekki missa af
neinu.“
Skoðaðu úrvalið á notadir.is
Birt með fyrirvara á verðbreytingum, innsláttarvillum og myndarugli
GOTT ÚRVAL FJÓRHJÓLADRIFINNA BÍLA
Á FRÁBÆRU VERÐI
14.290.000 kr.
MERCEDES-BENZ GLS 350D
Raðnúmer: 994417
Árgerð 2018, ekinn 32 þús. km,
dísil, 2.987 cc, 259 hö, sjálfskiptur.
Staðsetning: Klettháls
3.890.000 kr.
KIA SPORTAGE GT-LINE
Raðnúmer: 994468
Árgerð 2016, ekinn 83 þús. km,
bensín, 1.591 cc, 177 hö, sjálfskiptur.
Staðsetning: Bílakjarninn Eirhöfða
Verð áður 4.290.000 kr.
3.490.000 kr.
MERCEDES-BENZ GLK 220 CDI
Raðnúmer: 994514
Árgerð 2012, ekinn 77 þús. km,
dísil, 2.143 cc, 170 hö, sjálfskiptur.
Staðsetning: Klettháls
7.690.000 kr.
MERCEDES-BENZ MARCO POLO
Raðnúmer: 994634
Árgerð 2017, ekinn 95 þús. km,
dísil, 2.143 cc, 191 hö, sjálfskiptur.
Staðsetning: Bílakjarninn Eirhöfða
Verð áður 8.290.000 kr.
4.390.000 kr.
BMW X1 XDRIVE18D
Raðnúmer: 390942
Árgerð 2017, ekinn 71 þús. km,
dísil, 1.995 cc, 150 hö, sjálfskiptur.
Staðsetning: Klettháls
Verð áður 4.790.000 kr.
5.190.000 kr.
KIA SORENTO EX
Raðnúmer: 994267
Árgerð 2017, ekinn 58 þús. km,
dísil, 2.199 cc, 200 hö, sjálfskiptur.
Staðsetning: Klettháls
Verð áður 5.590.000 kr.
Kletthálsi 2
Bílakjarnanum Eirhöfða 11
110 Reykjavík
Sími 590 2160
Opnunartímar:
Virka daga 10–18
Föstudaga 10–17
Laugardaga 12–16
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0