Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 32

Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 32
Ed Sheeran náði ekki lagi í úrslit og fjarvera laga á borð við Gangnam Style, Harlem Shake og Despacito var fremur ánægjuleg. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Við erum Haukur Ísbjörn og Guðjón Heiðar. Við erum úthverfabörn sem gerðust miðbæjartítlur með allt of mikinn frítíma í leit að tilgangi,“ segja þeir félagar. Hvers vegna ákváðuð þið að gera þetta? „Það var víst þessi áðurnefndi skortur á tilgangi. Svo hefur okkur alltaf langað til að upplifa okkur mikilvæga og merkilega. Þetta er svona leið til að skrá okkur á spjöld sögunnar án þess að hafa afrekað neitt sérstaklega.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór auðvitað allt fram eftir alþjóðlega vottuðum ISO-stöðlum. Valin var þverfagleg nefnd þar sem álitsgjafar voru valdir af kost- gæfni, fagmennsku og hlutleysi. Lögð var áhersla á að nefndin væri skipuð hipp, kúl og myndarlegu fólki með puttann á púlsinum. Um er að ræða plötusnúða, tón- listarfólk, sjálfskipaða kverúlanta með sterkar skoðanir. Var þetta síðan jafnað út með því að leita til nokkurra fulltrúa hins sauðsvarta almúga, jafnvel austan við Snorra- braut.“ „Eftir að nefndin tók við störfum skilaði hver og einn meðlimur inn 20 laga lista með þeim lögum sem þeim fannst standa upp úr á áratugnum. Listarnir voru teknir saman og þau 20 lög sem náðu inn á flesta þeirra komust í úrslit,“ útskýra þeir. „Að því loknu var nefndin kölluð saman á nýjan leik og fengin til að gefa hverju lagi eink unn á skalanum 1–10. Þetta var svo reiknað saman og við heildartöluna bættist eitt stig fyrir hvern lista sem lagið birtist á.“ Komu niðurstöðurnar á óvart? „Bæði og. Margt kom á óvart. Annað ekki. Það var til dæmis lítið um rapp sem komst í úrslit, sérstaklega miðað við hversu áberandi sú tónlistarstefna var á þessum áratug. Var það þá gjarnan þannig að fólk var að kjósa sömu rapparana en ekki sömu lögin. Til að mynda fengu Drake, Kend- rick Lamar og Weeknd slatta af atkvæðum en þau dreifðust á mis- munandi lög. Einnig vakti athygli okkar að Ed Sheeran náði ekki lagi í úrslit og fjarvera laga á borð við Gangnam Style, Harlem Shake og Despacito var fremur ánægjuleg.“ Hvað einkennir helst tónlist þessa áratugar að ykkar mati? „Rafskotið og dansvænt popp, alveg svona korter í klúbbamúsík var mest áberandi. Hljóðblöndunin í þessum lögum er nánast sótthreinsuð og lítið um lífræna tilburði. Dagar Indie-sveitanna virðast vera taldir, að minnsta kosti í bili. „The“ sveitirnar vöktu litla lukku miðað við hvernig stemningin var á fyrsta áratug aldarinnar. Það var lítið um rokkið almennt, það var ekki eitt rokklag sem komst í úrslit og nánast ekkert rokklag fékk svo mikið sem tilnefningu. Stúlkna- og strákasveitir voru furðu lítið áberandi, fyrir utan One Direction sem náði mikilli hylli en komst þó ekki á lista í þessari könnun.“ Hvernig sjáið þið fyrir ykkur þróunina næsta áratug? „Þetta gæti farið á báða vegu. Það er auðvitað sennilegt að tölvurnar séu að fara að taka yfir í framtíð sem verður köld, drunga- leg og dystópísk. Gervigreind mun að öllum líkindum tröllríða tónlistarsenunni. Heilmyndir munu taka við af tónlistarfólki. Amy Winehouse og Kurt Cobain munu gefa út lag saman þar sem Biggie Smalls mætir með gestavers, allt samið af TuneBot 3000, nýjasta útspili tölvurisanna. Annars væri líka gaman að sjá hvort rokkið, jafnvel pönkið og lífrænni stefnur muni snúa aftur með stæl. Teljum við okkur a.m.k. geta slegið því föstu að nu-metal muni hljóta dýrðlega endurkomu og Fred Durst muni hljóta endur- nýjun lífdaga. Handboltarokkið er þó líklega farið yfir móðuna miklu til frambúðar. Blessunarlega.“ Hitað verður upp með pub-quiz sem byrjar 20.30 þar sem gestir geta spreytt sig á spurningum sem snúa að lögum þessa áratugar og eiga kost á að vinna pitsumáltíð á Hressingarskálanum. Bjór og skot verða á tilboði á 600 kr. til miðnættis og kokteilar á 1.500 frá kl. 17–21. Sótthreinsuð hljóðblöndun og lítið um lífræna tilburði Í kvöld verður sannkölluð tónlistarveisla á Hressingarskálanum þar sem fram kemur hvaða lag hlýtur titilinn „vinsælasta lag áratugarins“. Vinirnir Guðjón Heiðar og Haukur Ísbjörn standa að baki þessari metnaðarfullu rannsókn. Guðjón Heiðar Valgarðsson og Haukur Ísbjörn Jóhannsson eru mennirnir á bak við verkefnið og viðburðinn „Lag áratugarins“. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nánari upplýsingar veitir Júlíus á julius@fastus.is Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is WELLION GALILEO GLU/KET KETÓNAMÆLIR Blóðsykur- og ketónamælir í einu og sama tækinu Ketó-mataræðið (Ketogenic Diet) er búið að festa sig í sessi hjá stórum hóp Íslendinga. Margir hafa náð að léttast mikið og aukið vellíðan með ketóna lífstíl. Mataræðið er notað af mörgum sem úrræði gegn ýmsum kvillum og fyrir fólk sem vill léttast og lifa heilbrigðu líferni. Wellion ketóna- og glúkósamælirinn er samþykktur af heilbrigðisstarfsfólki og er notaður á mörgum háskólasjúkrahúsum víða um Evrópu. fastus.is Wellion ketónamælir: • Wellion GLU/KET mælir • 10 x Glúkósa strimlar • 1 x skotbyssa fyrir fingur • 10 x stungunálar • Veski fyrir mælinn • Auðlesinn bæklingur með myndum til útskýringa. Verð: 6.900 kr Verð: 3.100 kr Wellion ketónastrimlar: • 10 x Ketónastrimlar 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.