Fréttablaðið - 25.01.2020, Síða 36

Fréttablaðið - 25.01.2020, Síða 36
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Löndin tvö eru samtaka í að gera sitt til að viðhalda stöðugleika í heiminum, stuðla að sjálf bærri þróun og vinna saman að málefnum norður- slóða og takast á við loftslagsbreytingar. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sendir hér nýárskveðju til Íslendinga. Kínverska nýárið, eða vorhá-tíðin, er stærsta hefðbundna hátíð Kínverja. Þá fagna menn hefðbundnum fjölskyldu- gildum og sameiningu og óska hver öðrum gæfu og velsældar á komandi vori. Hátíðin einkennist af dreka- og ljónadönsum, hengdir eru upp rauðir lampar, sprengdir f lugeldar og hvellhettur, hengdir upp nýársborðar með áletrunum og fjölskyldan kemur saman til að borða hveitiböggla (dumplings). Öll þessi atriði eru órjúfanlegur hluti af hefðbundnum kínversk- um áramótafagnaði og endur- spegla gleði, hamingju, samhljóm og virðingu fyrir fornum hefðum. Í nútímanum hefur kínverski nýársfagnaðurinn vakið athygli umheimsins og eru menn farnir að fagna þessum tímamótum víða um heim. Færst hefur í vöxt að lönd og borgir hafi tekið upp á því að fagna kínverska nýárinu með alls kyns viðburðum því tengdum. Árið 2019 stóð sendiráð Kína á Íslandi fyrir nýársfagnaði í fyrsta skipti og vakti það mikla athygli meðal almennings sem tók þátt í viðburðinum. Í þessari nýjustu og fallegu bylgju í sameiginlegum menningarsamskiptum milli Íslands og Kína felast gríðarleg tækifæri til að kynnast kínverskri menningu. Í næstu viku býður sendiráðið aftur til nýársfagnaðar og vonast eftir að sjá sem f lesta. Þegar horft er til baka til ársins 2019, ber það hæst að fagnað var 70 ára afmæli stofnunar Alþýðu- lýðveldisins Kína. Á síðustu 70 árum hefur kínverski kommún- istaflokkurinn leitt kínverska þjóð áfram við að vinna að því hörðum höndum að snúa Kína frá því að vera veikt og fátækt land, með neikvæða landsframleiðslu, yfir í að nú er landið næststærsta efnahagskerfi í heimi, stærsti framleiðandi og söluaðili iðnvarn- ings og með hæsta gjaldeyrisforða landa heims. Verg landsfram- leiðsla Kína stendur fyrir allt að 16% af landsframleiðslu heimsins og framlag Kína til efnahags- vaxtar heimsbyggðarinnar er um 30%. Hlutfall þeirra Kínverja sem lifa undir fátæktarmörkum hefur dregist saman í það að vera undir 0,7% af heildarmannfjöldanum, lífslíkur hins almenna Kínverja eru nú um 76 ár og framlag Kína í þeirri viðleitni að draga úr fátækt á heimsvísu jókst um 70%. Kína hefur náð að standa fyrir áður óþekktum árangri á þessu sviði í sögu mannkyns. Kína hefur einn- ig boðið fram samstarf við önnur ríki heims, þar á meðal Ísland. Margir hafa undrast hversu vel Kína hefur gengið að ná svona hraðri efnahagslegri þróun, en á sama tíma viðhalda langtíma þjóðfélagslegum stöðugleika. Svarið við því er að Kína hefur tekist að finna sér sína eigin leið í f lóknum heimi nútímans, sem er sósíalismi með kínverskum einkennum og mun Kína halda ótrautt áfram á þeirri braut. Kína mun einnig halda áfram á braut endurbóta og stuðla að opinni og hágæða framþróun og opna dyr sínar fyrir umheiminum. Opið og framsækið Kína hefur jákvæð áhrif á heiminn og Kína er tilbúið að halda áfram að þróa vinsamleg samskipti á samvinnugrundvelli við öll lönd jarðar, sem byggir á jafnrétti og sameiginlegum ávinn- ingi og deila bæði framþróun og velsæld við mótun sameiginlegrar framtíðar alls mannkyns. Það gleður mig að sjá að með sameiginlegu átaki hefur hin tví- hliða samvinna milli Íslands og Kína náð að styrkjast og aukast í gegnum tíðina með tíðum sam- skiptum sem hefur dýpkað sam- vinnuna. Bæði löndin hafa náð góðum árangri í notkun endur- nýjanlegra orkugjafa eins og til dæmis jarðhita, standa framar- lega í líftæknilegri þróun í til dæmis lyfjafræði og báðar þjóðir eru í fararbroddi í netverslun. Íslenskur fiskiðnaður og landbún- aður, ásamt íslenskum snyrti- og húðvörum, hefur náð að koma sér inn á kínverskan markað. Ferðamönnum frá Kína til Íslands fjölgar ár frá ári. Mikil aukning hefur einnig orðið í samskiptum milli landanna á sviði vísinda, menntunar og menningarsam- skipta. Löndin tvö eru samtaka í að gera sitt til að viðhalda stöðugleika í heiminum, stuðla að sjálf bærri þróun og vinna saman að málefnum norðurslóða og við að takast á við loftslagsbreytingar. Samvinna ríkjanna hefur einnig sýnt sig að vera með mikilli alúð af beggja hálfu, og langar mig að nota tækifærið og tjá öllum þeim sem hafa unnið að þessu samstarfi mínar dýpstu þakkir. Á þessum fallegu tímamótum, þar sem við kveðjum hið gamla og tökum fagnandi á móti því nýja, erum við uppfull af von um betri heim. Kína vinnur að því að á árinu 2020 náist það endanlega markmið að útrýma sárri fátækt, og byggja upp almennt velmeg- unarþjóðfélag sem heldur utan um allar grunnþarfir íbúa þess, og uppfylla þar með fyrsta 100 ára markmið okkar. Ég óska þess heitt og innilega að báðum þjóðum megi auðnast það að upplifa hamingju og velsæld á nýju ári, og ég hef miklar vænt- ingar um áframhaldandi vináttu og samstarf þjóðanna beggja. Nýárskveðja Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian Í dag er fyrsti dagur ársins í kínverska mána-almanakinu. Við kveðjum ár svínsins, sem stendur fyrir velsæld og vel- líðan, og tökum á móti ári rottunnar, sem er tákn um visku og andlega upplyftingu. Mig langar því að byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs kínversks nýárs og gæfuríks árs. 2 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RKÍNVERSKA NÝÁRIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.