Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 47

Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 47
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Rannsóknarlektor á handritasviði Starf rannsóknarlektors við handritasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er laust til umsóknar. Helstu verkefni og ábyrgð Rannsóknarlektornum er ætlað að sinna rannsóknum og taka þátt í þeim verkefnum sem unnið er að á handrita­ sviði, svo sem ritstjórn bóka, í samvinnu við aðra starfs­ menn sviðsins. Rannsóknir á handritum og textum sem þau varðveita og útgáfustarfsemi eru hornsteinar starfsins á handrita­ sviði, en jafnframt þarf rannsóknarlektorinn að taka þátt í miðlun upplýsinga og þekkingar til fræðimanna, stúdenta og almennings. Hæfnikröfur Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á rannsóknar sviði stofnunarinnar. Ætlast er til að þeir geti með námsferli sínum, starfs­ reynslu og ritverkum sýnt fram á kunnáttu á fræðasviði handritasviðs, og hafi næga þekkingu og reynslu til að vinna að rannsóknum á því sviði, einkum bókmenntum og sögu miðalda, en einnig textaútgáfum. Góð kunnátta í íslensku máli að fornu og nýju er skilyrði sem og gott vald á talaðri og ritaðri íslensku. Kunnátta í ensku og dönsku eða öðru norrænu máli er nauðsynleg og frekari tungumálakunnátta er kostur. Gerð er krafa um góða samskiptahæfni. Horft verður til þess að sérsvið og reynsla umsækjenda falli sem best að rannsókna­ og þjónustuþörfum stofnunarinnar. Frekari upplýsingar um starfið Um er að ræða fullt starf og í því er fólgin 40% rann­ sóknarskylda. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakenn­ ara og fjármála­ og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2020 til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá stofnuninni í síma 525­4010. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðunni: www.arnastofnun.is. Umsóknir og meðferð þeirra Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og vottorð um námsferil sinn og störf. Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækj­ endur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir vinna að sem stendur og hver séu áform þeirra um rannsóknarverk­ efni ef af ráðningu yrði. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja nöfn og netföng tveggja einstaklinga sem eru til þess bærir að veita umsagnir um verk þeirra og hæfni. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda á netfangið umsoknir@arnastofnun.is eða til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Sturlugötu, 102 Reykjavík ásamt fylgigögn­ um í þríriti. Umsóknarfrestur er til og með 06.03.2020. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna er farið eftir ákvæðum laga um Stofnun Árna Magnússonar í ís­ lenskum fræðum nr. 40/2006 og reglugerðar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nr. 861/2008. Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar. Ráðgjafi óskast til starfa NPA miðstöðin óskar eftir að ráða öflugan ráðgjafa til starfa á skrifstofu miðstöðvarinnar. Viðkomandi mun fá tækifæri til að taka þátt í þróa starfið sitt, ásamt því að taka þátt í uppbyggingu á starfsemi og þjónustu NPA miðstöðvarinnar. Starfið felst í því að veita núverandi og væntanlegum NPA notendum hjá NPA miðstöðinni ráðgjöf er varðar skipulag og framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Um er að ræða spennandi, fjölbreytt og lærdómsríkt starf í lifandi starfsumhverfi sem enn er í þróun. Um er að ræða allt að 100% starfshlutfall. Unnið er á hefðbundnum skrifstofutíma en vinnutími getur verið sveigjanlegur. Sérstaklega verður horft til umsækjenda sem hafa persónulega reynslu af NPA eða sambærilegu og við tökum fagnandi á móti umsóknum frá fötluðu fólki. Helstu verkefni: • Ráðgjöf, samskipti og aðstoð við félagsfólk, aðstoðarfólk og aðra um þætti er snúa að framkvæmd NPA og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf. • Taka á móti erindum sem berast miðstöðinni og svara fyrirspur- num. • Að taka þátt í almennum störfum og verkefnum á vegum NPA miðstöðvarinnar. • Að leiðbeina, styðja og hvetja félagsfólk til þátttöku. • Að efla sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt félagsfólks. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg, til dæmis í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða fötlunarfræðum. • Þjónustulund og jákvætt viðmót. • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum. • Sjálfstæði, ábyrgð í starfi og framtakssemi. • Geta til að bregðast við breyttum aðstæðum. • Almenn og góð tölvukunnátta. • Hreint sakavottorð. MIÐSTÖÐIN MIÐSTÖÐIN NPA miðstöðin er vaxandi samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og er rekin án ágóðasjónarmiða. Á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar starfa nú sjö manns og mun miðstöðin flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í apríl á þessu ári. Hlutverk miðstöðvarinnar er að vinna að framgangi hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf og innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar á Íslandi. NPA miðstöðin tekur einnig að sér umsýslu með NPA samningum félagsmanna sinna (umsýsluaðili) og annast margvíslega hagsmunagæslu, fræðslu og ráðgjöf. Umsókn, ásamt ferilskrá, sendist á npa@npa.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2020. Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Eysteinsson, framkvæmdastjóri, í síma 567 8270 eða í gegnum hjortur@npa.is. HÆFNISKRÖFUR STARFSSVIÐ Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir kennara á sviði fjármála og tengdra greina. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheitið ákvarðað út frá formlegu hæfnismati. Viðskiptadeild HR býður upp á nám á grunn- og framhaldsstigi í viðskiptafræði og hagfræði. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í flutningskostnaði fyrir nýja kennara sem flytja frá útlöndum. Háskólinn í Reykjavík | Menntavegur 1 | 101 Reykjavík | S: 599 6200 | hr.is Akademísk staða í ármálum Nánari upplýsingar um starfið veita dr. Friðrik Már Baldursson (fmb@ru.is) forseti viðskipta- deildar og Ester Gústavsdóttir (esterg@ru.is) mannauðssérfræðingur. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík: radningar.hr.is eigi síðar en 1. mars 2020. Rannsóknir á sviði fjármála og tengdra greina. Kennsla í grunn- og framhaldsnámi í námskeiðum á borð við fjármál fyrirtækja, alþjóðafjármál, verðmat, afleiður, eignastýringu og stafræn fjármál. Leiðsögn nemenda á grunn-, meistara- og doktorsstigi. Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar, þar með talið við þróun námsframboðs. Doktorspróf í fjármálum, eða tengdum greinum. Færni og reynsla með rannsóknarstörfum staðfest af birtum ritverkum á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi. Reynsla af kennslu og metnaður í þróun kennsluaðferða. Góð enskukunnátta er skilyrði. Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Umsóknarbréf þar sem fram kemur hvort umsækjandi sækir um starf lektors, dósents eða prófessors. Starfsferilskrá ásamt ritaskrá. Afrit af viðeigandi prófskírteinum. Yfirlit um fyrirhugaðar rannsóknir (e. research statement). Afrit af þremur til fimm birtum ritverkum. Yfirlit um fyrirhugaða kennslu og nálgun umsækjanda í kennslu (e. teaching statement). Gögn til vitnis um árangur í kennslu. Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri og geta stutt umsóknina. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.