Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 50

Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 50
MENNINGARFULLTRÚI Í GARÐABÆ Garðabær auglýsir laust til umsóknar nýtt starf menningarfulltrúa. Starf menningarfulltrúa hefur þann megintilgang að efla menningarlíf í Garðabæ. Menningarfulltrúi framfylgir stefnu Garðabæjar í menningar- og safnamálum og hefur yfirumsjón og ber ábyrgð á málaflokknum hjá sveitarfélaginu. Hann vinnur að verkefnum með menningar- og safnastofnunum og fjölbreyttum aðilum í menningarstarfsemi bæjarins, veitir þeim stuðning og ráðgjöf og stuðlar að samstarfi þeirra. Menningarfulltrúi vinnur ásamt menningar- og safnanefnd og stjórn Hönnunarsafns Íslands að framtíðarsýn varðandi aðstöðu og aðgengi að menningarstofnunum í bænum í samstarfi við yfirstjórnendur og forstöðumenn stofnana. Helstu verkefni: • Tillögugerð og þátttaka í mótun og eftirfylgni menningar- og safnastefnu Garðabæjar ásamt öðrum stefnum sem snerta menningar- og safnamál • Yfirumsjón með rekstri menningar- og safnamála • Yfirumsjón og eftirlit með fjárhags- og starfsáætlunum í menningar- og safnamálum, ásamt kostnaðareftirliti • Ýta undir og aðstoða við verkefni sem ganga út á samvinnu menningar- og safnastofnana við einstaklinga og aðra aðila • Skipulagning og umsjón með fjölbreyttum menningarviðburðum • Sjá um framkvæmd kynningar-, upplýsinga- og markaðsmála á samfélagsmiðlum og víðar er snerta menningar- og safnamál á vegum Garðabæjar Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf er kostur • Þekking og reynsla af rekstri og áætlanagerð • Þekking og reynsla af menningar- og safnastarfi og skipulagi menningarviðburða • Sjálfstæði og frumkvæði í að leysa verkefni og hrinda hugmyndum í framkvæmd • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, þ.m.t. jákvæðni, færni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig skipulega í töluðu og rituðu máli • Góð tölvukunnátta • Góð enskukunnátta • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg • Reynsla af verkefna- og viðburðarstjórnun æskileg Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá um störf umsækjanda, menntun, rekstrar- og stjórnunarreynslu og innsýn í verkefni sem viðkomandi hefur unnið og geta varpað ljósi á færni umsækjanda til að sinna starfi menningarfulltrúa. Jafnframt er óskað eftir greinargerð að hámarki tvær blaðsíður þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn sinni fyrir menningar- og safnamál í Garðabæ. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, s. 525 8500, netfang eirikurbjorn@gardabaer.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is gardabaer.is DEILDARSTJÓRI Á SKRIFSTOFU ALÞINGIS Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum og jákvæðum stjórnanda til að leiða og byggja upp nýja deild á þingfundasviði skrifstofunnar. Í deildinni munu starfa um 15 sérfræðingar. Um er að ræða nýtt starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis. • Dagleg stjórnun og uppbygging nýrrar deildar. • Þátttaka í faglegu umbótastarfi og stefnumótunarvinnu. • Stuðningur við starfsfólk og ábyrgð á starfsmannamálum deildar. • Fagleg forysta um vinnslu og útgáfu þingskjala og ræðna. • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi. Menntun á sviði íslenskra fræða eða málvísinda er kostur. • Marktæk starfs- og stjórnunarreynsla, þ.m.t. reynsla af mannaforráðum. • Reynsla og þekking á breytingastjórnun. • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni. • Framsækni og faglegur metnaður. • Hæfni til að skapa vinnuumhverfi þar sem hæfileikar og hugmyndir starfsfólks nýtast. Helstu verkefni og ábyrgð Hæfniskröfur Nánari upplýsingar um starfið má finna á Starfatorgi (starfatorg.is) og frekari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis (althingi.is). Frekari upplýsingar um starfið umsóknarfrestur er til og með 03.02.2020. Ertu að leita að sérfræðingi? hagvangur.is 14 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.