Fréttablaðið - 25.01.2020, Síða 50
MENNINGARFULLTRÚI
Í GARÐABÆ
Garðabær auglýsir laust til umsóknar nýtt starf menningarfulltrúa. Starf menningarfulltrúa
hefur þann megintilgang að efla menningarlíf í Garðabæ.
Menningarfulltrúi framfylgir stefnu Garðabæjar í menningar- og safnamálum og hefur
yfirumsjón og ber ábyrgð á málaflokknum hjá sveitarfélaginu. Hann vinnur að verkefnum
með menningar- og safnastofnunum og fjölbreyttum aðilum í menningarstarfsemi bæjarins,
veitir þeim stuðning og ráðgjöf og stuðlar að samstarfi þeirra.
Menningarfulltrúi vinnur ásamt menningar- og safnanefnd og stjórn Hönnunarsafns Íslands
að framtíðarsýn varðandi aðstöðu og aðgengi að menningarstofnunum í bænum í samstarfi
við yfirstjórnendur og forstöðumenn stofnana.
Helstu verkefni:
• Tillögugerð og þátttaka í mótun og eftirfylgni menningar- og safnastefnu Garðabæjar
ásamt öðrum stefnum sem snerta menningar- og safnamál
• Yfirumsjón með rekstri menningar- og safnamála
• Yfirumsjón og eftirlit með fjárhags- og starfsáætlunum í menningar- og safnamálum,
ásamt kostnaðareftirliti
• Ýta undir og aðstoða við verkefni sem ganga út á samvinnu menningar- og
safnastofnana við einstaklinga og aðra aðila
• Skipulagning og umsjón með fjölbreyttum menningarviðburðum
• Sjá um framkvæmd kynningar-, upplýsinga- og markaðsmála á samfélagsmiðlum og
víðar er snerta menningar- og safnamál á vegum Garðabæjar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf er kostur
• Þekking og reynsla af rekstri og áætlanagerð
• Þekking og reynsla af menningar- og safnastarfi og skipulagi menningarviðburða
• Sjálfstæði og frumkvæði í að leysa verkefni og hrinda hugmyndum í framkvæmd
• Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, þ.m.t. jákvæðni, færni í mannlegum samskiptum og
skipulagsfærni
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig skipulega í töluðu og rituðu máli
• Góð tölvukunnátta
• Góð enskukunnátta
• Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Reynsla af verkefna- og viðburðarstjórnun æskileg
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá um störf umsækjanda, menntun, rekstrar- og
stjórnunarreynslu og innsýn í verkefni sem viðkomandi hefur unnið og geta varpað ljósi á
færni umsækjanda til að sinna starfi menningarfulltrúa. Jafnframt er óskað eftir greinargerð
að hámarki tvær blaðsíður þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn sinni fyrir menningar- og
safnamál í Garðabæ.
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og
menningarsviðs, s. 525 8500, netfang eirikurbjorn@gardabaer.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi
stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
gardabaer.is
DEILDARSTJÓRI Á
SKRIFSTOFU ALÞINGIS
Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum og jákvæðum
stjórnanda til að leiða og byggja upp nýja deild á
þingfundasviði skrifstofunnar. Í deildinni munu
starfa um 15 sérfræðingar. Um er að ræða nýtt starf
í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu
Alþingis.
• Dagleg stjórnun og uppbygging nýrrar deildar.
• Þátttaka í faglegu umbótastarfi og
stefnumótunarvinnu.
• Stuðningur við starfsfólk og ábyrgð á
starfsmannamálum deildar.
• Fagleg forysta um vinnslu og útgáfu
þingskjala og ræðna.
• Háskólamenntun á meistarastigi sem
nýtist í starfi. Menntun á sviði íslenskra
fræða eða málvísinda er kostur.
• Marktæk starfs- og stjórnunarreynsla,
þ.m.t. reynsla af mannaforráðum.
• Reynsla og þekking á breytingastjórnun.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
• Framsækni og faglegur metnaður.
• Hæfni til að skapa vinnuumhverfi þar sem hæfileikar
og hugmyndir starfsfólks nýtast.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hæfniskröfur
Nánari upplýsingar um starfið má finna á Starfatorgi
(starfatorg.is) og frekari upplýsingar um starfsemi
Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef
Alþingis (althingi.is).
Frekari upplýsingar um starfið
umsóknarfrestur er til og með 03.02.2020.
Ertu að leita að sérfræðingi?
hagvangur.is
14 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R