Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 71

Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 71
Rannsóknirnar sýna einnig að margir gátu dregið úr notkun bólgueyðandi lyfja og jafnvel hætt notkun þeirra með því að nota jurtalyfið. Sýnt hefur verið fram á að kalt veðurfar hefur marktæk áhrif á líf fólks með liðverki og því margir sem leita lausna með inntöku hefðbundinna verkja- lyfja. En hvað er það sem gerir veturinn svona erfiðan tíma fyrir þá sem þjást af liðverkjum og hvað er til ráða? Daði Freyr Ingólfsson, lyfjafræðingur fer yfir nokkur atriði sem geta haft áhrif á liðverki að vetri til. Haltu á þér hita Fólk finnur almennt fyrir meiri verkjum og stirðleika í liðum í köldu umhverfi. Lágt hitastig í umhverfi eykur liðverki, en aðeins 5°C munur í umhverfishita getur aukið bólgur umtalsvert. Því er nauðsynlegt að klæða sig vel og hafa hlýtt inni hjá sér. Heit sturta eða bað, dregur líka úr áhrifum liðverkja. Létt hreyfing getur dregið úr verkjum og stífleika í liðum Þegar kalt er úti eru eðlileg við- brögð að halda kyrru fyrir og hreyfa sig sem minnst. Hins vegar leiðir skortur á hreyfingu til þess að liðir stífna og verkir aukast. Létt hreyfing, eins og ganga eða sund, getur komið í veg fyrir stíf- leika og því er mælt með reglulegri hreyfingu fyrir þá sem þjást af lið- verkjum. Hins vegar er ekki mælt með erfiðum æfingum í kulda og því gott að láta aðra sjá um snjó- moksturinn! D-vítamín Vetri fylgir minni dagsbirta og sól, sem veldur minni framleiðslu D-vítamíns. Skortur á D-vítamíni eykur hættu á að fólk fái aukna liðverki. Mælt er því með því að taka ráðlagðan skammt af D-víta- míni. Lyf við liðverkjum Þegar liðverkir eru farnir að hamla daglegu lífi getur þurft að grípa til lyfja. Það er mikilvægt að minnka bólgur í liðum, því það getur dregið úr vöðvastífni og stirð- leika. Fólk á þá auðveldara með að hreyfa sig og finnur ekki eins mikið til. Harpatinum hefur reynst vel gegn vægum liðverkjum Jurtalyfið Harpatinum frá íslenska lyfjafyrirtækinu Flor ealis hefur reynst mörgum vel til þess að draga úr vægum lið- og gigtar- verkjum. Harpatinum inniheldur útdrátt úr djöflaklóarrót (Harpa- gophytum procumbens) sem er vel þekkt lækningajurt. Sambærileg jurtalyf hafa verið notuð lengi og er djöflakló eitt mest selda jurtalyf í Evrópu. Fjölmargar klínískar rannsóknir á þúsundum ein- staklinga liggja að baki verkun djöfla klóar og sýna að rótin getur stuðlað að minni gigtar- og lið- verkjum. Rannsóknirnar sýna einnig að margir gátu dregið úr notkun bólgueyðandi lyfja og jafn- vel hætt notkun þeirra með því að nota jurtalyfið. Harpatinum þolist auk þess almennt vel og hefur færri og vægari aukaverkanir saman- borið við bólgueyðandi gigtarlyf. Aðeins eru fjögur jurtalyf með viðurkennda skráningu á Íslandi. Harpatinum er viðurkennt jurta- lyf og framleitt undir ströngum gæðakröfum lyfjaframleiðslu sem tryggir að neytandinn fær alltaf réttan skammt sem er mikilvægt fyrir bæði verkun og öryggi. Gagnlegar upplýsingar Harpatinum fæst án lyfseðils í apótekum. Notkun: 2 hylki tvisvar á dag. Lyfið er ekki ráðlagt börnum undir 18 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Ekki skal nota lyfið ef ein- staklingur er með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, sár í maga eða þörmum. Lesið vandlega upp- lýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is. Liðverkir að vetri og náttúrlegar lausnir Nú þegar kalt er í veðri og sólar nýtur lítið við finna margir fyrir auknum liðverkjum, en hvers vegna? Daði Freyr Ingólfsson, lyfjafræðing- ur, bendir á ráð sem virka á liðverki. Notkun: 2 hylki tvisvar á dag við vægum gigtarverkjum. Notist ekki ef ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða sár í maga eða þörmum er þekkt. Ekki ráðlagt ungmennum undir 18 ára aldri, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is. Haltu þínu striki! Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið á Íslandi til að draga úr gigtarverkjum Fæst án lyfseðils í næsta apóteki www.florealis.is FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.