Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 84

Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 84
Blíða nefnist stór gylta sem liggur í makindum í stíunni sinni í Húsdýragarðinum, hún er ekkert bráðfljót á fætur, enda með grísi maganum sem hún ætlar að gjóta í mars. En Guðrún Pálína er komin til að leika við hana og þegar Blíða sér hvað hún hefur í hyggju ákveður hún að koma sér upp á lappirnar. Guðrún Pálína er með ljósgrænt spjald á skafti, kallar á Blíðu og segir henni að snerta það. Blíða gerir eins og henni er sagt og snertir spjaldið með sínu stóra trýni. „Dugleg,“ segir Guðrún Pálína og gefur Blíðu eplabita. Blíða labbar endanna á milli á stíunni hvað eftir annað til að snerta spjaldið og veit að hún fær hvern snúning launaðan. Gyltan Blíða kann leikinn Að snerta spjaldið „Blíða snerta,“ kallar Guðrún Pálína og Blíða stendur á fætur en er þung á sér enda með grísi í maganum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Blíða nálgast spjaldið og Guðrún Pálína er tilbúin með hrós og epli. Guðrún Pálína Jónsdóttir dýrahirðir er búin að mjólka og moka í gripahúsum Hús- dýragarðsins í Laugardal þegar við Anton ljósmyndari mætum þar um tíuleytið að morgni. „Við byrjum klukkan sjö að láta dýrin út og hreinsa stíur og bása. Svo er garðurinn opnaður klukkan 10,“ útskýrir hún. En hún á eftir að gefa kálfum mjólk og leika við svín og geitur. „Ég fór á ráðstefnu síðasta haust í London Zoo, sem snerist um að auðga líf dýranna og gæða það gleði. Þar lærði ég ýmislegt sem mig langar að færa inn í starfið hér,“ segir hún. Guðrún Pálína hefur starfað í Húsdýragarðinum frá árinu 2007 og á það sameiginlegt með öðrum starfsmönnum garðsins að vera menntuð í Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri. Henni þykir vænt um allar skepnurnar og einkenni hverrar og einnar. Við byrjum á að heilsa upp á svínin, Blíðu og Loft. „Þetta eru ábyggilega einu svínin á Íslandi sem fá að fara út á hverjum degi,“ segir Guðrún Pálína og segir þau bæði til í leikinn „Að snerta spjaldið“ en kveðst eiga eftir að kenna þeim að sitja á rassinum þegar þau fá sprautur. „Við erum með drulluaðstöðu fyrir svínin á sumrin. Krakkar sem koma hingað á dýranámskeið hjálpa til við að grafa kartöf lur og búa til drull- umall fyrir þau.“ Næst eru það nautgripirnir. Uxinn Bolti, mikill vinur Guðrúnar Pálínu, og þrjár kýr, Búbót, Rifa og Birna. „Búbót er forvitin, vakandi og sterkur persónuleiki Rifa er alger nagli, við höfum tvisvar þurft að hjálpa henni að bera, það voru erf- iðar afturfótafæðingar en hún stóð strax upp á eftir eins og þetta hefði ekki verið neitt. Birna er voða róleg, gerir engar kröfur. En þetta eru einu kýrnar á Íslandi sem fá að fara út á hverjum degi,“ lýsir Guðrún Pálína. „Svo eru þrír kálfar undan þeim, Stormur, Þruma og Kvika.“ Geitur og kindur eru hvorar í sinni stíu undir sama þaki og horfa á okkur forvitnum augum. Geiturnar eru á pöllum, enda geta þær klifrað í trjám og staðið á lófa- stórum syllum, að sögn Guðrúnar Pálínu sem kynnir sumar þeirra. „Hafurinn heitir Djarfur en er ekki eins mikil hetja og nafnið bendir til. Garún er hins vegar ofarlega í virðingarröðinni.“ Morgunverk í Húsdýragarðinum Kálfurinn Stormur kann að meta mjólkina sem Guðrún Pálína gefur honum. Þetta er einn pelinn af sex sem hann fær á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tuddinn Bolti er vinalegur. „Of sein, of sein,“ sagði Kata pirruð og hermdi e ir áhyggjurödd Konráðs. „Ég er búin að heyra þetta væl alveg nógu o og nenni ekki að heyra það einu sinni í viðbót,“ bætti hún við. „En okkur liggur á,“ sagði Konráð biðjandi og bar sig aumlega. „Það gerir ekkert til að vera of sein,“ sagði Kata. „ En það er gaman að reyna að komast í gegnum völundarhús,“ bætti hún við og bretti upp ermarnar. „Koma svo, inn með ykkur og reynið nú að týnast ekki. Ég ƒnn réttu leiðina, sannið þið til,“ sagði Kata roggin um leið og hún arkaði inn í dimm göng völundarhúsins. Konráð á ferð og ugi og félagar 388 Getur þú fundið leiðina í gegnum völundarhúsið?? ? ? ? 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.